Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 52
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 51. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Þarf ekki að greiða sökum … 2. Þetta veldur því að brjóstin síga 3. Leitaði að börnunum í 17 ár 4. Hvað gat ég sagt börnunum? »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fyrir frumsýningu í kvöld á Hrika- legir, nýrri heimildarkvikmynd Hauks Valdimars Pálssonar, býðst gestum að lyfta lóðum í anddyri Tjarnarbíós. Karlar sem geta lyft 150 kg í bekk og konur 90 kg fá ókeypis inn. Kvik- myndin fjallar um kraftakarla. »46 Þeir sem ná að lyfta lóðum fá ókeypis inn  Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir hefur legið í dvala um skeið en skríð- ur nú úr híði og hyggst skemmta Norðlendingum á Græna hattinum á Akureyri, bæði í kvöld og annað kvöld. Hyggjast þeir rifja upp gamla takta og jafnvel bæði tóna og texta við taktana. Ljótu hálfvitarnir sprella á Akureyri Embassylights gefur út einskonar plötubók  Samstarf tónlistarmannanna Benedikts H. Hermannssonar, Benna Hemm Hemm, Svavars Péturs Ey- steinssonar í Prins Póló og fjögurra kanadískra kollega hófst fyrir tveim- ur árum. Þeir stofnuðu hljómsveitina Embassy- lights og hafa nú sent frá sér fyrstu hljóm- plötuna sem er í raun bók en með mjúk- um plötusíðum sem má leika á vínylplötuspil- ara. Á laugardag Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og víða bjartviðri, en él úti við N- og A-ströndina. Frost 2 til 14 stig. Á sunnudag Gengur í austan- og norðaustan 18-23 m/s með snjókomu eða éljagangi. Talsvert frost. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 10-18, hvassast austast. Él N- og A-til, en annars bjartviðri. Kólnandi veður og frost 1 til 12 stig. VEÐUR Valsmenn styrktu stöðu sína í toppsæti Olís-deildar karla í handknattleik í gær með sigri gegn botnliði HK því Afturelding gerði á sama tíma jafntefli gegn Haukum á heimavelli. ÍR gerði góða ferð í Hafn- arfjörð og lagði FH í Kaplakrika og Stjörnu- mönnum tókst ekki að kom- ast úr fallsætinu en þeir biðu lægri hlut fyrir Akureyr- ingum. »2-3 Valsmenn styrktu stöðu sína Körfuknattleiksmaðurinn Kristófer Acox á góðu gengi að fagna í Banda- ríkjunum. Hann hefur tekið flest frá- köst allra leikmanna í sínum riðli í háskóladeildinni. Frammistaða Kristófers er athyglisverð þar sem hann fótbrotnaði fyrir rúmu ári og bundu meiðslin enda á síðasta tímabil hjá honum. Hann eyddi hins vegar sumr- inu í endurhæf- ingu í Banda- ríkjunum í stað þess að koma hingað heim og það virðist hafa skilað sér. » 1 Kristófer gengur vel í Bandaríkjunum Ítalski skrautfuglinn Mario Balotelli reyndist bjargvættur Liverpool þegar liðið vann nauman 1:0-sigur gegn Besiktas í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Balotelli skoraði sigurmarkið úr víta- spyrnu skömmu fyrir leikslok. Rom- elu Lukako var maður gærkvöldins en hann skoraði þrennu í 4:1-útisigri Everton á móti Young Boys. »1 Balotelli bjargvættur Liverpool ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hestar eru ekki aðeins dráttardýr eða til útreiða heldur geta þeir verið hinir bestu leikfélagar. Það hefur Ragnheiður Þorvaldsdóttir, tamn- ingakona og reiðkennari, sýnt með umgengni sinni við dýrin. Undanfarin ár hefur Ragnheiður haldið svokölluð sirkusnámskeið fyr- ir börn og fullorðna. Þátttakendur ríða ekki aðeins berbakt, án beislis, stökkva á hestunum yfir hindranir og svo framvegis heldur læra þeir einnig að kenna hestunum ýmsar kúnstir. „Þetta er mjög skemmtilegt og það er ótrúlegt hvað kenna má hestum,“ segir Ragnheiður. Leikir gegna stóru hlutverki á námskeiðunum. „Hugmyndaflugið ræður för,“ segir Ragnheiður og leggur áherslu á að mikil nánd við hestinn fyrir utan reiðtúra efli krakkana. Þeir öðlist fyrr kjark og þor fyrir utan nauðsynlegt jafnvægi og gleði. „Kjarkurinn og þorið eru nauðsynlegur grunnur fyrir allt ann- að í hestamennskunni,“ segir hún. Betri samskipti Fyrir margt löngu ákvað Ragn- heiður að láta reyna á hvað hún gæti kennt hesti sínum og eitt leiddi af öðru. Nýjasta atriðið er að láta hest- inn Svala leggjast á bakið og setjast síðan á bringuna á honum. „Svona þjálfun tekur sinn tíma. Ég byrjaði á því að láta Svala leggjast niður fyrir um fjórum árum og lengi vel lét ég þar við sitja. Honum fannst það þægilegt og hægt og sígandi bætti ég við æfinguna.“ Ragnheiður segir að tilgangurinn með þessum æfingum sé ekki aðeins að efla leiðtogahlutverkið heldur ekki síður að auka gleði hjá hestum og mönnum. „Hestarnir eru alger- lega með manni, elta mann, snúa sér í hringi, dansa og skemmta sér ekki síður en við,“ segir hún. „Það snýst ekki allt um að fara í reiðtúr og ríða hratt.“ Ragnheiður áréttar að með svona nánd verði öll samskipti milli manns og hests betri. Fólk læri að beita réttri líkamstjáningu við ýms- ar uppákomur. „Ætli maður að fá hest til þess að hlaupa á eftir sér þýðir ekki að vera í fýlu úti í horni heldur verður maður að vera skemmtilegur og smita gleðinni út frá sér til þess að fá hann með í tusk- ið.“ Á yfirstandandi sex vikna nám- skeiði eru 12 krakkar og næsta stóra verkefni verður sunnudaginn 15. mars. Þá verður sýningin Æskan og hesturinn í Fáksheimilinu og þar sýnir Ragnheiður sirkusatriði með nokkrum krökkum, sem hafa verið hjá henni á námskeiðum. Hestar góðir leikfélagar  Ragnheiður eyk- ur gleði hjá hestum og mönnum Morgunblaðið/RAX Slökun Ragnheiður Þorvaldsdóttir og Svali létu fara vel um sig eftir erfiði dagsins í gær og skælbrosa bæði tvö. Leikfélagar Ragnheiður, Svali og Súsanna Katarína Sand Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.