Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 11
sdfsdf Feðgar Arthur Björgvin Bollason og Ýmir Björgvin Arthúrsson vinna saman að því að boða heimsfrið á Alþjóðlegri friðarhátíð. friðarhátíðina hafi hann farið í friðar- göngu í Reykjavík. „Þá hélt Jón Gnarr ræðu og ræddi m.a. um mik- ilvægi friðarins og að hér væri her- laust land og benti á að markaðs- tækifæri fylgdi friðinum. Mér fannst þetta merkileg setning og fór að hugsa frekar um markaðssetningu landsins og borgarinnar út frá friði,“ segir Arthur og bætir við að það keppi enginn við Ísland sem land friðarins og Reykjavík sem heims- borg friðarins. Það er stóra markmið hátíðarinnar. Minna á mikilvægi friðarins „Með hverjum hvellinum sem verður á alþjóðavettvangi, hverju stríði og ófriði sem brýst út þá verð- ur það brýnna að menn leggi sitt litla lóð á vogarskálarnar til að vekja at- hygli á að mennirnir þurfa ekki að murka lífið hver úr öðrum,“ segir Arthur. Hann bendir á að markmiðið að fá fjölmarga kóra til landsins sé ein- göngu byrjunin. Hann bætir við að friðarhátíðin hefst á litlum loga sem á síðar eftir að ná krafti sólarinnar og í kring eru reikistjörnur sem end- urspegla viðburði tengda friði víðs- vegar um heiminn sem eiga eftir að spretta upp. Friðarhátíðin stendur undir nafni og verður sannkallað samein- ingartákn. Mismunandi trúfélög hafa þegið boð um að koma og njóta stundarinnar og senda fulltrúa síns trúfélags og sýna málefninu, heims- friði, stuðning á þann táknræna hátt. Eins og með margar góðar hug- myndir þá koma margir að málum og leggja sitt af mörkum. Sú hug- mynd að fá félaga allra trúfélaga saman á rætur að rekja til Þýska- lands. „Þegar við höfðum sagt frá há- tíðinni á Facebook þá fékk ég ábend- ingu frá Þýskalandi um hvort það væri ekki tilvalið að fá einnig fulltrúa trúfélaga til að sameinast í bæn.“ Þessi sami einstaklingur sem stakk upp á þessu stendur fyrir frið- arhátíð í ráðhúsinu í borginni Würzburg í Þýsklandi á morgun. Þar munu koma saman fulltrúar allra skráðra trúarbragða í borginni næst- komandi sunnudag til að biðja fyrir friði og ræða um trúarbrögðin sín og syngja síðan lagið Love með heims- kórunum klukkan fimm. „Fólk tekur mjög vel í hug- myndina þegar það heyrir á hana minnst. Hátíðin hefur alla burði til að vekja heimsathygli,“ segir Ýmir og bætir við að tónlistin búi yfir ákveðnum töfra- mætti. Í starfi sínu í ferðþjónustunni hefur hann ferðast með kóra víða um land. Í einni slíkri ferð um landið með 30 manna kór áttaði hann sig á mætti tónlistarinnar. „Það var sama hvert við komum þá brustu þau alltaf í söng. Kórinn vildi syngja alls staðar og það var svo mikil gleði sem fylgdi honum,“ segir Ýmir. Þetta er í raun upphafið að friðarhá- tíðinni að fá stóran hóp kóra til að koma til landsins. Mörg púsl mynda þó heildarmyndina. Fyrir nokkrum árum hlýddi Ýmir á viðtal við Pál Óskar þar sem hann lýsti því hversu heilög stund það væri þegar allir hlustuðu á sama tíma á kirkjuklukk- urnar klukkan sex á aðfangadag. „Eftir það var ég heillaður af þeirri hugmynd að fá alla til að syngja sama lagið á sama tíma fyrir heims- frið.“ Ýmir gerði sér strax grein fyrir því að það þyrfti að fá þá bestu með sér í lið til að friðarhátíðin ætti möguleika á að ná heimsathygli. Yoko Ono var til í samstarf og gaf út- setningu á laginu. Þá fengu þau hinn heimsþekkta Breta Ben Parry til að sjá um útsetninguna. Hann er kan- óna í kóraheiminum og því lá beinast við að fá hann í verkið. „Við stefnd- um alltaf á að fá besta fólkið í verk- efnið,“ segir Ýmir. Vakið athygli erlendis Friðarhátíðin hefur þegar vakið nokkra athygli erlendis og smám saman hafa fleiri kórar skráð sig í hópinn. Arthur bendir á að það taki nokkur ár að byggja upp alþjóðlega hátíð. Hátíðin er studd af Reykjavík- urborg og Icelandair. Nú þegar hefur stór kór frá Frakklandi boðað komu sína á hátíð- ina á næsta ári. Það var eftir hryðju- verkaárásirnar í París en eftir það hefur fjöldi kóra skráð sig til leiks. Eitt er víst að kærleikurinn verður allsráðandi á morgun þegar lagið Love verður flutt víða um heim klukkan fimm til að vekja athygli á friði og stuðla að betri heimi. Tónlist- arveislan hefst kl. 15.45 og allir vel- komnir að hlýða á kórsöngvara í al- menna rýminu. Aðgangur er ókeypis. „Ég spurði mig þeirrar spurningar hvað ég virkilega vildi fást við ef ég yrði svo hepp- inn að geta hreyft mig og gengið á ný.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 Á miðvikudaginn í næstu viku, 25. febrúar, verður haldið svokallað Ted- bíó í Stúdentakjallaranum. Þar verð- ur horft á fyrirlestur sem Vilborg Arna Gissurardóttir hélt á tedX- ráðstefnu, sem haldin var hér á landi í maí SL. Þetta er í annað skipti sem horft er á Ted-bíó í Stúdentakjall- aranum. Þetta er liður í því að vekja athygli á fyrirlestrunum sem haldnir eru á Tedx-ráðstefnunni. Þar gefst góður tími til að spjalla um fyrirlesturinn við gesti og gangandi og velta fyrir sér spurningum um lífið og tilveruna. Næsta Tedx ráðstefna verður hald- in í maí á þessu ári. Þar heldur oftar en ekki tölu fólk sem hefur skarað fram úr á einhverju sviði eða eitt- hvert málefni brennur á. Horfið á fyrirlestur Vilborgar Leiklistarskólinn KADA í London býður upp á tvö ókeypis námskeið í mars. KADA, The Kogan Academy of Dramatic Arts, er einn af leiðandi einkaskólum í leiklist á Englandi. Hann er víða þekktur fyrir aðferðir sínar, sem eru byggðar á kerfi Stan- islavskis. Á námskeiðinu verður fjallað um skólann og kenninguna sem hann er kenndur við, the Science of Acting. Umfjöllunarefni námskeiðsins eru meðal annars: Hvað er leiklist? Hvert er hlutverk leikarans? Hvað mótar persónu- leika? Hvernig getum við endur- skapað þá mótun? Námskeiðið er fyrir alla, hvort sem um er að ræða þá sem vilja kynna sér skólann fyrir inntökupróf eða fólk í atvinnugreininni sem vill kynna sér þessa aðferð sem og skólann. Þátttaka er öllum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig. Skráningar fara fram á vala@scienceofacting.com. Nám- skeiðið verður haldið í Rýminu, Leik- félagi Akureyrar, sunnudaginn 1. mars kl. 14. og í Tjarnarbíói þriðju- daginn 3. mars kl. 17. Kennari nám- skeiðsins er íslenska leikkonan og leikstjórinn Vala Fannell sem er bú- sett í London og hefur kennt við skólann sl. tvö ár. Námskeið á vegum KADA, leiklistarskóla í London Frí námskeið í leiklist Leiklist Vala Fannell, kennari nám- skeiðsins, í hlutverki Cécile de Vola. Vistfugl alinn við kjör aðstæður aukið rými ogútisvæði. Hrein afurð íslensk framleiðsla óerfðabreytt fóður. T A K T IK /4 3 3 1 /f e b 1 5 Ferköntuð fermingarveisla! Afhentir fulleldaðir á flottum bökkum með ljúffengum sósum til hliðar. Sendu Simma og Jóa póst á simmiogjoi@fabrikkan.is og þeir græja Fabrikkusmáborgara í veisluna þína! www.fabrikkan.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.