Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi Konur í Stykkishólmi hafa verið í for- ystu um að halda menningarhátíð í lok febrúar síðustu þrjú ár og nefnt Júlíönu, hátíð sögu og bóka. Að þessu sinni verður hátíðin haldin dagana 26. febrúar til 1. mars með áhuga- verða dagskrá alla dagana. Á bók- menntasviði eru tekin fyrir verk er tengjast konum. Að þessu sinni er viðfangsefni hátíðarinnar minningar – sannar og ósannar, héðan og þaðan. Eftir áramót hófst undirbúningur samkomunnar með að stofnaður var leshópur sem tók fyrir bókina Von- arland eftir Kristínu Steinsdóttur. Hann hefur komið saman vikulega. Á hátíðinni mun höfundurinn mæta á staðinn og fjalla um bókina. Guðað á gluggann Hátíðin verður sett í Vatnasafninu fimmtudaginn 26. febrúar. Þar verð- ur veitt viðurkenning fyrir framlag til menningarmála í Stykkishólmi, það er Guðað á gluggann þar sem fjallað er um hús sem hafa merka sögu. Á föstudagskvöld bjóða Hólmarar gestum heim til sín með dagskrá. Eftir hádegi á laugardag munu rit- höfundarnir Hallgrímur Helgason og Kristín Steinsdóttir fjalla um verk sín í gömlu kirkjunni og Elísabet Jökulsdóttir ræðir um bók móður sinnar, Jóhönnu Kristjónsdóttur. Um kvöldið verður lesið úr ljóðum Júlí- önu Jónsdóttur í Norska húsinu. Gréta Sigurðardóttir er ein af þeim konum sem hafa staðið fyrir menningarhátíðinni í öll skiptin. Hún segir að ótrúlega gaman hafi verið að taka þátt. „Slíkar hátíðir eru góð til- breyting og má segja að þær færi birtu inn í skammdegið á vetrar- dögum,“ segir Gréta. Allt starf í kringum hátíðina er unnið af áhuga- fólki sem vill láta gott af sér leiða. Það er ókeypis aðgangur að öllum dagskrárliðum.“ Júlíönuhátíðin hefur tekist mjög vel og hefur verið góð aðsókn í fyrri skiptin. „Það sem gleður okkur hvað mest er hvað margir gestir koma í heimsókn og dvelja með okkur Hólm- urum þessa helgi,“ segir Gréta Sig- urðardóttir. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Undirbúningur Konur standa fyrir Júlíönu-hátíðinni. Á þessum undirbún- ingsfundi hefur þó einn karlmaður verið kallaður til. Sannar og ósannar minningar til umræðu  Menningarhelgi í Stykkishólmi Baldur Arnarson baldura@mbl.is Seltjarnarnesbær hefur óskað eftir rökstuðningi lóðarhafa varðandi fyrirhugaða byggingu 34 íbúða fjöl- býlishúss á Hrólfsskálamel 1-5. Hef- ur bærinn til skoðunar hvort hæð, stöllun og útlit hússins samræmist þeirri hugsun sem lagt var upp með í deiliskipulagi. Fram kom í umfjöllun Morgun- blaðsins 16. janúar að fasteigna- félagið Upphaf væri byggingaraðili hússins og eigandi verkefnisins. Birtust þá í fyrsta sinn myndir af fyrirhuguðu stórhýsi í fjölmiðlum. Þórður Ó. Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi á Seltjarnarnesi, væntir niðurstöðu á mánudag. „Umsækjandi hefur frest sam- kvæmt stjórnsýslulögum til að bregðast við ábendingu sem þeim var send. Það verður svo metið þeg- ar andmælafrestur er liðinn. Þá verður byggingarfulltrúi að skoða rökin í málinu og taka ákvörðun. Ég býst við að það verði á mánudag.“ Mismunandi túlkun gagna „Það kom í ljós við nánari athugun að túlkun deiliskipulagsgagna gat verið mismunandi. Þetta er mál sem hönnuður húss túlkar með ákveðnum hætti og sannfærir bygg- ingarfulltrúa svo um. Svo þegar byggingarfulltrúi þarf að fara að vinna samkvæmt vinnureglum og senda málsaðilum, sem gerðu at- hugasemdir þegar deiliskipulagið var kynnt á sínum tíma, bréf kemur í ljós að sniðmyndir og götumyndir voru af hönnuði túlkaðar sem skýringarmyndir, en var kannski frekar ástæða til að túlka sem hluta af viðkomandi deiliskipulagsskil- málum.“ Þórður segir aðspurður að nágrannar hafi ekki lagt fram form- legar athugasemdir vegna útlits hússins. „Það hefur enda ekki verið tilefni til þess enn þá. Þeir hafa hins vegar óskað eftir fundum til að fá upplýs- ingar um málið. Á vegum bæjarins hafa engin hönnunargögn verið birt. Það eru aðeins lóðarhafar sem hafa birt skjöl. Eina umfjöllunin sem birst hefur á heimasíðu er umfjöllun um afgreiðslu byggingarfulltrúa á málum í skipulagsnefnd og bæjar- stjórn og þar var um að ræða bréf sent til umsækjanda. Skilyrði bygg- ingarleyfis eru ekki uppfyllt. Bygg- ingarleyfisgjöld hafa ekki verið greidd enda ekki verið lögð á. Þann- ig að gjörningurinn hefur ekki klár- aður,“ segir Þórður um málavexti. Funduðu með bæjarstjóra Hinn 4. febrúar óskuðu þrír Sel- tirningar eftir formlegu svari frá Þórði varðandi nokkur atriði sem lúta að fyrirhugaðri byggingu. Spurningin var í 9 liðum og m.a. spurt um „samræmi byggingar við gildandi deiliskipulag, bæði almennt og svo sérstaklega m.t.t. misræmis á hæð [húsa] á birtum teikningum og þeim sem fram koma í deiliskipu- lagi“. Þessir sömu íbúar, sem eru all- ir til heimilis í Austurströnd, gegnt Hrólfskálamel, áttu svo fund með Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra Seltjarnarness, Bjarna T. Álfþórs- syni, formanni skipulagsnefndar, og Þórði Búasyni hinn 11. febrúar. Komu íbúarnir þá á framfæri þeirri skoðun sinni að farið væri á skjön við fyrir yfirlýsingar með því að leyfa hærri byggingar en kæmi fram í deiliskipulagi. Var þá haft eftir Þórði í fundar- gerð að framkvæmdaaðilar hefðu skilað inn aðalteikningum og fengið samþykktar. Þær væru innan marka varðandi byggingarmagn en vafi standi um hæð hennar. Fjölbýlishús er hugsanlega of hátt  Seltjarnarnesbær kannar hvort fyrirhuguð blokk á Hrólfsskálamel samræmist deiliskipulagi  Skipulagsfulltrúi væntir niðurstöðu á mánudag  Nágrannarnir funda með bæjarstjóra Tölvuteikning/ASK arkitektar Hrólfsskálamelur 1-5 Fyrirhugað fjölbýlishús mun setja svip á umhverfið. Sumum nágrönnum þykir það of hátt. Hrólfsskálamelur Eiðistorg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.