Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 Velheppuð Íslandskynning fór fram í Barcelona í vikunni, þar sem sjáv- arútvegur, ferðaþjónusta og bók- menntir á Íslandi voru kynnt fyrir áhugasömum Spánverjum. Sérstök áhersla var lögð á að kynna ís- lenska saltfiskinn en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var við- staddur bæði kynningu og málþing um viðskipti og menningu í húsa- kynnum Viðskiptaráðs Barcelona. Kynningin var samstarfsverkefni Íslandsstofu, sendiráðs Íslands í París, sem er jafnframt sendiráð gagnvart Spáni, aðalræðisskrifstof- unnar í Barcelona, Spánsk-íslenska viðskiptaráðsins, Viðskiptaráðsins í Barcelona og Ferðamálaráðs Barcelona. Meðal þess sem var kynnt í Barcelona var markaðs- verkefni sem íslenskir framleið- endur og útflytjendur hafa tekið höndum saman um. Íslandsstofa stýrir verkefninu undir yfirskrift- inni „Taste and share the secret of Icelandic Bacalao“. Þar fá neyt- endur og matreiðslumenn að kynn- ast upprunalandinu og gæðum ís- lenskra saltfiskafurða sem fram- leiddar eru víða um land. Sama verkefni var kynnt í Madríd á dög- unum. Markmið kynningarinnar í Barcelona var að efla viðskipta- tengsl og auka áhuga á Íslandi með- al Spánverja. Mikilvægi markaðar- ins á Spáni hefur verið að aukast, segir í tilkyningu Íslandsstofu. Sjávarafurðir eru langstærsti hluti vöruútflutnings Íslendinga til Spán- ar og var verðmæti hans um 22 milljarðar króna á síðasta ári. Spánn er núna annar verðmætasti markaður fyrir sjávarafurðir frá Íslandi og vega saltaðar þorsk- afurðir þar þyngst. Á síðasta ári komu 21 þúsund spænskir ferðamenn til Íslands, sem var 23% aukning frá árinu 2013. Flestir komu til landsins yfir sumarið en sífellt fleiri Spánverjar hafa verið að koma utan háanna- tíma. Nam aukningin á þeim heim- sóknum 28% frá 2013 til 2014. Spánarmarkaður að verða sífellt mikilvægari Ljósmynd/Íslandsstofa Spánn Íslenski saltfiskurinn hefur löngum runnið vel ofan í Spánverja og Portúgala. Íslandsstofa hefur verið með kynningu í Madríd og Barcelona.  Saltfiskur, bækur og ferðaþjónusta kynnt í Barcelona „Hagsmunir okk- ar fóru ekki sam- an og ég vísa því á bug að tækni- legir örðugleikar hafi leitt til þess að þættir Skessu- horns séu ekki lengur í sýningu hjá okkur,“ segir Ingvi Hrafn Jóns- son, eigandi ÍNN sjónvarpsstöðvarinnar. Hann var inntur eftir svörum í ljósi fréttar sem birtist í Skessuhorni um að sjón- varpsþættir frá fjölmiðlinum sem voru í sýningu hjá ÍNN til skamms tíma voru teknir af dagskrá. Í frétt í Skessuhorni á miðvikudag er haft eftir Magnúsi Magnússyni, ritstjóra Skessuhorns, að tæknileg vandamál hafi „ítrekað komið upp“ og því hafi verið ákveðið að taka þættina úr sýningu hjá INN. Ingvi Hrafn segir það rétt að útsending hafi dottið út í 13 mínútur. „Okkur þótti þessi dagskrártruflun afar leið- inleg en hana má rekja til þess að við vorum að stilla nýja útsendingar- tölvu. En það hefur ekkert með það að gera að þættirnir eru ekki lengur í sýningu,“ segir Ingvi. Ingvi Hrafn segir tæknilega örðug- leika ekki ástæðuna Ingvi Hrafn Jónsson Íslensk fjölskylda, búsett í Noregi, kom á Barnaspítala Hringsins í vik- unni með fangið fullt af leikföngum fyrir leikstofuna. Á vef Landspítala segir, að Brynjar Óli Ágústsson hafi fæðst með hjartagalla og þurfti þegar hann var lítill að vera mikið á barnaspítalanum þar sem hann naut góðs atlætis. Fyrir það sé fjöl- skyldan síðan þakklát og vilji sýna það í verki með því að gefa leik- föngin. Áður en fjölskyldan flutti til Nor- egs fyrir fjórum árum héldu krakk- arnir upp á afmæli sín með skóla- félögunum. Þeir báðu hins vegar um að fá nokkrar krónur í sjóð í stað gjafa. Með því að foreldrarnir bættu við sjóðinn og báðar ömm- urnar líka varð til dágóð upphæð, sem leikföngin voru keypt fyrir. Gáfu leikföng fyrir afmælispeningana Gjafir Berglind Sigurðardóttir, Eva Ágústsdóttir, Ágúst Hilmarsson, Elísa Björt Ágústsdóttir og Brynjar Óli Ágústs- son með leikföngin sem þau gáfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.