Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 Fjarskiptafélagið Skipti, móðurfélag Símans, skilaði hagnaði á síðastliðnu ári í fyrsta skipti frá hruni. Hagn- aðurinn nemur 3,3 milljörðum króna eftir skatta. Árið á undan var tap samstæðunnar 17 milljarðar króna og er því um verulegan viðsnúning að ræða. Tekjur félagsins voru 30,3 milljarðar króna og jukust um 1,3% frá fyrra ári. Hagnaður fyrir af- skriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 8,3 milljörðum króna og er sá sami og var árið á undan. EBITDA hlutfallið er 27,4%. Eig- infjárhlutfall félagsins er 49% og eig- ið fé er 29,9 milljarðar króna. Hand- bært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 7,5 milljörðum króna á árinu. Í tilkynningu er haft eftir Orra Haukssyni forstjóra Skipta að efna- hagsreikningur félagsins hafi gjör- breyst í kjölfar endurskipulagningar og skili fyrirtækið nú hagnaði í fyrsta sinn frá hruni. Fjárfestingar á árinu námu 4,5 milljörðum króna og eru þær mestu um árabil. „Við lögðum áherslu á að halda áfram að skipu- leggja starfsemina til framtíðar og undirbúa félagið fyrir skráningu í Kauphöllinni. Fjarskiptafyrirtæki um allan heim þurfa að laga tekjumynd- unina að því að mæta eftirspurn við- skiptavina,“ segir Orri. Skipti skila hagnaði í fyrsta sinn frá hruni upp á 3,3 milljarða Morgunblaðið/Golli Hagnaður Forstjóri Skipta hf. segir reksturinn hafa verið í jafnvægi. Síldarvinnslan var valin Mennta- sproti ársins 2015 og tók Gunnþór Ingvason forstjóri við viðurkenn- ingu úr hendi mennta- og menning- armálaráðherra, Illuga Gunnars- sonar, á menntadegi atvinnulífsins í gær. Árið 2013 stofnaði Síldar- vinnslan sjávarútvegsskóla þar sem 14 ára grunnskólanemum var gef- inn kostur á að fræðast um fisk- veiðar og fiskvinnslu yfir sumar- tímann á launum. Fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem standa að skólan- um, m.a. Eskja og Loðnuvinnslan. Viðurkenning Síldarvinnslan stofn- aði sjávarútvegsskóla. Verðlauna skóla um sjávarútveg Hagnaður Reita á síðasta ári nam 2.458 milljónum og dróst saman um 68% frá fyrra ári þegar hagn- aðurinn nam tæp- um 7,7 millj- örðum. Á sama tíma jókst rekstr- arhagnaður (NOI) um 1,9% milli ára og var 5.984 milljónir. Eigið fé Reita er 39,9 milljarðar. Eiginfjárhlutfall félagsins var 39,1% í árslok og hafði vaxið úr 20,4% á liðnu ári. Vaxtaberandi skuldir í árs- lok námu 55 milljörðum og höfðu lækkað úr 74,7 milljörðum frá fyrra ári. Þá hafði virði fjárestingaeigna vaxið úr 97,7 milljörðum í 101 millj- arð á sama tíma. Í tilkynningu frá félaginu segir að breytingar sem gerðar hafa verið við aðferðafræði við fasteignamat komi mjög illa við félagið þar sem matið á eignum félagsins hafi hækkað um 20% við breytingarnar. Þeirra muni gæta á árinu 2015 og enn frekar 2016 þar sem hækkun fasteigna- gjalda er áætluð 200 milljónir króna. Á sama tíma segir Guðjón Auð- unsson, forstjóri Reita, fjárhags- legan styrk félagsins hafa aukist. „Stjórn og stjórnendur félagsins telja að félagið sé nú tilbúið til skráningar í kauphöll,“ segir hann í afkomutilkynningu. Reitir hagn- ast um 2,5 milljarða Guðjón Auðunsson Konudagurinn er á morgun!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.