Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 Árið 1905 birti Albert Einstein veröldinni formúlu sína: e=mc². Efni er orka, lífsorka. Við komum úr öðrum heimi. Fyrir tvö þúsund ár- um sagði trésmiður frá Nasaret, Jesús Kristur, að þessi orka væri kær- leikur. Guð er kær- leikur. Jesús vitnaði í Móses um mikilvæg- asta boðorðið. „Elska skaltu Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.“ Ræktaðu kærleikann og þú átt samfélag við Guð. Jesús boðaði byltingu; elskaðu náungann eins og sjálfan þig og biddu fyrir óvinum þínum. Hann boðaði frið, réttlæti, samkennd og virðingu. Á tímum Rómverja voru hinir kúg- uðu réttlausir og fyrirlitnir. Valds- menn tróðu fótum alþýðu fólks; hina syndugu, kúguðu, holdsveiku; vænd- iskonur, tollheimtumenn sem þjón- uðu fyrirlitnu erlendu valdi og útlend- inga. Allt þetta fólk fann skjól í Jesú. Útburður barna var sem faraldur og fyrir hverjar tíu stúlkur voru fjórtán strákar. Börn voru réttlaus, alveg sérstaklega stúlkubörn sem voru bor- in út í stórum stíl. Börn fundu skjól í Jesú. Á tímum Rómverja var konum refsað fyrir að lifa menn sína. Ekkjur fundu skjól í Jesú. Maðurinn sem boðaði kærleika krossfestur Jesús boðaði að hver og einn væri skapaður í Guðs mynd og lagði þar með grunn að jafnréttishugsjón Vest- urlanda. Hann boðaði að Guð væri allra, fátækra sem ríkra sem áttu að gefa af eigum sínum. Drottinn, Guð væri allra þjóða, ekki bara yfirlæt- isfullra farísea. Og Jesús boðaði fyr- irgefningu syndanna. Allt þetta hljóm- aði sem ögrun við ríkjandi tíðaranda. Stjórnlynd og harðlynd yfirstétt hataðist við manninn sem boðaði kærleika. Þeir svívirtu, húðstrýktu og krossfestu hinn fátæka trésmið. „Hann verður gleymdur eftir páska- hátíðina,“ sagði Kaífas æðstiprestur. Ofsóknir í rómverska ríkinu En Jesús gleymdist ekki, aldeilis ekki. Ofsóknir hófust gegn fylgj- endum hans en einn helsti ofsækjandinn, Sál frá Taurus, varð helsti boðberi Krists; Páll postuli. Fárið magn- aðist í hinu mikla heimsveldi, Róm. Þrátt fyrir ofsóknir tók fólk trú þótt í lífshættu væri. Allir lærisveinarnir létu lífið nema Jóhannes sem skrifaði Opinber- unarbókina. Neró bar tjöru á kristna og kveikti í til þess lýsa upp Kólosseum. „Þeir segjast vera ljós,“ hrópaði vitfirringurinn. Kristnir voru logandi kyndlar. Símon Pétur og Páll postuli létu lífið í Róm. Hver hefði veðjað á hinn krossfesta trésmið gegn hinu mikla Rómarveldi og þess máttuga keisara? Í dag skírir fólk börn sín í höfuðið á Símoni Pétri, Jóhannesi, Páli, Mörtu og Maríu en hundar eru nefndir eftir Sesar og Neró. Enginn einn maður hefur haft jafnmikil áhrif á veraldar- söguna og Jesús frá Nasaret. Börn, fátækir og kúgaðir hafa átt skjól með- al kristinna. Klaustur urðu griðastað- ir hinna kúguðu og fátæku. Þau urðu miðstöðvar lærdóms, mennta, sagna- ritunar, þjóðmenningar og vísinda. Fyrstu menntastofnanir Vesturlanda, háskólarnir í París, Cambridge og Oxford, voru reistar á kristnum gild- um af fylgjendum Krists. Enginn hef- ur verið jafnmikill aflgjafi lista og Jes- ús Kristur sem við miðum tímatal okkar við. Vestræn list, menning og lýðræði standa á herðum trésmiðsins frá Nasaret. Jón Gnarr og guðleysi Á dögunum viðraði Jón Gnarr hugsanir sínar um Guð. Það er áhugavert þegar veraldlegur höfðingi viðrar trúarskoðanir sínar. Jón Gnarr kveðst trúlaus. Guð er ekki „kær- leiksríkur, eiginlega þvert á móti“. Guð er ekki til. Jón Gnarr er sumsé guðleysingi, sem auðvitað er hans réttur og heiðarlegt að segja það hreint út. Trúarbrögð eru eins og typpi, bætti hann við. Hver er reynslan af guðleysingjum? Af þessu tilefni er eðlilegt að spyrja: Hver er reynslan af guðleysi? Á 20. öld reistu guðleysingjar stærsta fangelsi veraldarsögunnar í Sovétríkj- unum, Kína, hinni kúguðu A-Evrópu og víðar. „Guði var úthýst,“ sagði Al- exander Solzhenitsyn sem upplýsti heiminn um hinar skelfilegu Gúlag- fangabúðir. Um 100 milljónir biðu bana í hildarleiknum. Guðleysingjar tóku yfir Þýskaland og unnu ólýs- anleg grimmdarverk í síðari heims- styrjöldinni þegar 60 milljónir manna fórust. Ófyrirleitið guðlaust fólk komst til valda víða um heim. Hinir guðlausu gerðu út á fátæktarvitund fólks í nafni sósíalisma, komust til valda í skjóli lægstu hvata og ofsóknir fylgdu í kjölfarið. Illska réð ríkjum. Krummi kveður í Váfugli: Váfugl brýnir, glyrnur gráðugar, ágirnd, öfund; mannlíf siðspillist. Klær kreppast. Vitund fátæktar, hatur, ofríki, hugur lokaður; þjóðlíf friðspillist. Martröð magnast. Ofsóknir á nýrri öld Frá dögum Jesú og út 20. öldina voru 70 milljónir kristinna líflátnar, þar af 40 milljónir á 20. öldinni. Og nú á tímum lætur kristin manneskja líf sitt sakir trúar sinnar á fimm mínútna fresti. Engir eru ofsóttir sem kristnir en fjölmiðlar segja ekki frá. Tólf deyja á klukkustund; 288 á sólarhring; 2.016 á viku; 8.928 á mánuði; 105.120 á ári. Þessar upplýsingar komu fram á ráð- stefnu Stofnunar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu í Tirana, Albaníu 2013. Jón Gnarr hefur stutt samkyn- hneigða ötullega. Það er vel. Hann gerir vel ef hann vekur máls á ofsókn- um á hendur kristnu fólki. Guð blessi Jón Gnarr, Guð blessi Ísland. Af Guði og guðleysingjum Eftir Hall Hallsson » Á 20. öld reistu guð- leysingjar stærsta fangelsi sögunnar í Sov- ét og hófu síðari heims- styrjöldina undir haka- krossi. Um 160 milljónir biðu bana. Hallur Hallsson Höfundur er blaðamaður og rithöf- undur. Undanfarið höfum við í Framsókn og flugvallarvinum heyrt í töluvert mörgum óánægðum foreldrum barna á grunn- skólaaldri, sem lýsa undrun sinni yfir nú- gildandi reglum borg- arinnar er varða gjafir og auglýsingar í skóla- og frístundastarfi. Margir þessara for- eldra telja að verið sé að mismuna börnum eftir búsetu þar sem Reykjavík virðist vera eina sveitar- félagið sem ekki leyfir t.d. Kiwanis- hreyfingunni að gefa sex ára börn- um reiðhjólahjálma eða Tannlækna- félagi Íslands að dreifa tannverndarvörum til nemenda í 10. bekk. Foreldrafélög grunnskólanna í Breiðholti hafa til að mynda sent öllum borgarfulltrúum bréf þess efnis að reglurnar verði endurskoð- aðar. Við í Framsókn og flugvall- arvinum tökum þó undir það sjón- armið að nauðsynlegt er að hafa skýrar reglur þegar kemur að gjöf- um og auglýsingum er varða börn á hvaða aldri sem þau eru, og að börn eigi ekki að vera markhópur auglýs- enda á skólatíma. Hins vegar teljum við að beita verði heilbrigðri skyn- semi og meta hvert tilvik fyrir sig. Þegar gjöfin hefur fræðslu-, for- varna- eða öryggisgildi ætti að íhuga vandlega hvort ekki sé ásætt- anlegt að veita heimild til dreifingar slíkra gjafa í kjölfar fræðslu sem hefur forvarnagildi. Þetta á t.d. við tannhirðufræðslu Tannlæknafélags Íslands og tannhirðugjafir sem mik- ið hefur verið rætt um. Það er stað- reynd að börn efnaminni foreldra búa við verri tannheilsu heldur en önnur börn, hverju sem það svo sætir og sú staðreynd ætti að vera næg ástæða til að heimila fyrr- nefndar tannhirðugjafir. Reykjavík hefur jú velferðarmál á sinni könnu og það að neita börnunum um að móttaka slíka gjöf í tengslum við forvarnafræðslu skýtur því aðeins skökku við. Það er mikilvægt að unglingar fái gott tannhirðuuppeldi til þess að koma í veg fyrir skemmdir seinna meir og draga þannig úr kostnaði fyrir samfélagið allt. Útfærsla þessa átaks Tann- læknafélagsins virðist hafa gefist vel hingað til og jafnframt hefur komið fram að allir framleiðendur eða innflytjendur tannhirðuvara hafi átt kost á því að taka þátt í átakinu nú, en fimm þegið boðið. Hvað þetta varðar er því ekki verið að hygla ákveðnum framleiðendum frekar en öðrum. Sögu Kiwanishjálma-verkefnisins má svo aftur rekja til ársins 1990 þegar hugmyndin kviknaði á Norð- urlandi og var hrint í framkvæmd 1991 með tilstyrk Sjóvár trygging- arfélags, Mjólkursamlagsins og fleiri fyrirtækja ásamt fé úr styrkt- arsjóði klúbbsins sjálfs. Þannig fengu allir 1. bekkingar á Akureyri reiðhjólahjálm til eignar og mæltist verkefnið afar vel fyrir og var tekið upp í fleiri Kiwanisklúbbum á land- inu. Árin 2003 til 2004 var verkefnið svo gert að landsverkefni og leitað var eftir styrktaraðilum því að ljóst þótti að verkefnið væri það um- fangsmikið að Kiwanishreyfingin næði ekki ein að standa undir fjár- mögnun þess. Niðurstaðan varð sú að Eimskipafélagið gerðist alls- herjar styrktaraðili verkefnisins eins og fram kemur í grein Haralds Finnssonar, fyrrverandi formanns hjálmanefndarinnar, sem birtist í Reykjavík vikublaði nú nýlega. Eimskip hafi séð um hönnun og framleiðslu hjálmanna ásamt inn- flutningi og sem fram- leiðanda sé þeim skylt að setja nafn sitt á þá. Verkefninu sé ætlað að auka fræðslu, stuðla að öryggi í umferðinni og koma í veg fyrir slys, hvort sem er við hjólreið- ar eða notkun hjólabretta eða hjóla- skauta. Við þekkjum það sjálf sem eigum börn að mikið af þeim vörum sem við verslum fyrir börnin okkar er merkt ákveðnum framleiðendum og erfitt að ætla að sneiða hjá slíkum merkingum. T.d. eru ritföng merkt ákveðnum framleiðendum, íþrótta- fatnaður og ýmislegt annað sem börnin okkar nota í sínu daglega skólastarfi. Ekki get ég séð, verandi móðir þriggja barna á grunn- skólaaldri að slíkar merkingar, hvort sem hafi verið á hjálmunum sem þau hafa fengið að gjöf, eða einhverju öðru, hafi skapað sér- staka velvild hjá börnunum eða mér sem foreldri til viðkomandi fyr- irtækja. Auðvitað þekkja foreldrar til fyrirtækjanna og eru þeim þakk- lát fyrir að hafa stuðlað að auknu öryggi eða lýðheilsu hjá börnum þeirra en ég á bágt með að sjá að kauphegðun stjórnist í framhaldi af viðkomandi gjöf. Mikilvægt er að foreldrar hafi um það að segja hvað lagt er fyrir börn- in þeirra, hvort sem það er fræðsla eða gjöf og að foreldrafélög í sam- ráði við skólastjóra vegi og meti hvað sé viðeigandi í hvert skipti með tilliti til reglna Reykjavík- urborgar. Þess vegna teljum við í Framsókn og flugvallarvinum það afar áríðandi að skipulagt sé með fyrirvara hvaða aðilar séu að koma inn í skólana, hvort sem er með gjafir eða kynningar sem ekki tengjast námsefninu beint. Þannig geti foreldrar afþakkað viðkomandi fræðslu eða gjöf fyrir barnið sitt fyrirfram, telji það viðkomandi gjöf eða fræðslu ekki henta barninu sínu. Það er svo á ábyrgð hvers for- eldris að útskýra fyrir barninu sínu á hvaða forsendum foreldrið telji gjöfina eða fræðsluna ekki henta barninu. Við teljum það ekki brjóta í bága við leiðbeinandi reglur umboðs- manns barna þó að grunnskólabörn í Reykjavík fái gefins hjálma eða tannhirðuvörur þar sem fram kem- ur í fyrstu grein reglnanna „Utan við leiðbeiningar þessar fellur hug- sjónarstarf og önnur starfsemi sem ekki hefur arðsemistilgang, t.d kynning almannasamtaka á málstað sínum. Sama gildi um ýmsa áhuga- starfsemi.“ Það að vilja stuðla að auknu öryggi, forvörnum og lýð- heilsu má vissulega flokka sem hug- sjónarstarf sem ekki hefur arðsem- istilgang. Þess vegna teljum við farsælt að endurskoða grein nr. 4 í reglum um auglýsingar í skóla- og frístundastarfi og að skólastjórn og gjarnan einnig foreldraráð skólans fái val um að ákveða að veita eða neita heimild sé um vafaatriði að ræða. „Stóra hjálma- og tannburstamálið“ Eftir Grétu Björg Egilsdóttur » Þess vegna teljum við farsælt að endur- skoða grein nr. 4 í reglum um auglýsingar í skóla- og frístunda- starfi. Gréta Björg Egilsdóttir Höfundur er varaborgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. mbl.is alltaf - allstaðar Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Landsins mesta úrval af trommum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.