Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 31
Það er að mínu viti ekki hlutverk atvinnu- rekenda að ákveða fyr- irfram hvaða ráðning falli undir fordæmi dómstóla. Atvinnurek- anda ber að fara að settum lögum! Það er ekki hlutverk atvinnu- rekenda að túlka lög og þá alls ekki dóma- fordæmi. Ég er einarður tals- maður jafns réttar kynjanna. Á und- anförnum árum hefur konum vaxið ásmegin hvað réttindi þeirra varðar og er það vel. Hafa aukin tækifæri myndast fyrir konur og elja þeirra aukist sem og metnaður. Konur eru 70-80% háskólanema. Þær munu út- skrifast og fara á vinnumarkaðinn! Því þarf að huga að jöfnum rétti karla og kvenna til lausra starfa. Sérstaklega er það brýnt nú þegar ljóst er að konur ganga fyrir við ráðningar á grundvelli þess að því virðist dómafordæma en ekki gild- andi laga. Slíkt fyrirkomulag kann að fela í sér lögbrot og mismunun í garð annarra umsækjenda á grundvelli kyns. Jafnréttislög eru skýr með það að bæði kyn eiga að hafa jafnan rétt til starfa. Þá er stjórnarskrá Íslands skýr með það að ekki megi undir neinum kringumstæðum setja lög eða reglur, eða reyna með öðrum hætti, að mismuna manneskju á grundvelli kyns. Þá er samkvæmt þessari æðstu réttarheimild okkar ekki heimilt að takmarka atvinnu- þátttöku á grundvelli kyns. Ekkert má fara gegn þessu æðsta plaggi ís- lensks réttarríkis sem stjórn- arskráin er! Á Íslandi hefur verið unnið op- inberlega að því að „leiðrétta“ hag kvenna með hugtaki sem kallast já- kvæð mismunun, og er bandarískt fyrirbæri sem var fundið upp til að hjálpa blökkufólki í Bandaríkjunum til að komast í nám o.þ.h., þegar hvít- ir einokuðu allt og mismunuðu þeim. Hér á Íslandi var talin ástæða til að taka upp sömu stefnu tímabundið til að „hjálpa“ konum. Ekki hefur verið óalgengt að 10 karlar séu á móti hverri einni konu um hvert stjórn- unarstarf. Það virðist vera mjög al- gengt að konur sækist fyrst og fremst eftir stjórnunar og ábyrgð- arstörfum, en eftirláti körlum önnur störf. Algengt er að í fjölmiðlum sé vísað í jafnréttislög þegar sagt er að konur eigi að ganga fyrir körlum við ráðn- ingar. Það er hins vegar rangt. Sú „regla“ var sett af Hæstarétti í svokölluðu Helgu Kress-máli nr. 339/1990, minnir mig. Þar sagði Hæstiréttur að ef á sviðinu væru fá- ar konur skyldi ráða konuna ef væri hún jafnhæf karlinum „og annað sem máli skiptir“ enda væru fyrir á svið- inu fáar konur. En á mörgum sviðum, t.d. hjá lögreglu og fleirum, eru bara alls ekki fáar kon- ur þó þær séu vissulega ekki alltaf jafn margar og karlarnir. Enda á eft- ir að túlka hvað sé „fátt“ í skilningi þessa fordæmis. Víða, eins og hjá sýslumanninum í Keflavík (sem er kona), eru konur yfir 90% starfs- manna og það er talið í lagi. Enda virðist þessi túlkun við ráðningar oft- ast tæk við ráðningu kvenna en ekki karla, sem er mismunun í sjálfu sér. Dómafordæmi en ekki lög Því er atvinnurekendum alls ekki stætt á því lagalega að fara gegn jafnréttislögum á grundvelli dóma- fordæmis enda alls ekki sjálfgefið að „annað sem máli skipti“ ( eins og seg- ir í dómnum) sé sambærilegt og í Helgu Kress-málinu! Túlkun þeirra sem vilja túlka jafnréttislög með þessum hætti fer gegn skýrum ákvæðum stjórnarskrár um að óheimilt sé að mismuna umsækjanda á grundvelli kyns. Það er einfaldlega ekki dómstóla að setja almenningi reglurnar heldur löggjafans, og hvorki mitt né þitt að fara að dómafordæmum í daglegu lífi. Það er einungis dómara við dóm- stóla landsins að skoða dómafor- dæmi og taka mið af þeim Ef þau eiga á annað borð við í því máli. En það er alls ekki víst. Af þessum sökum tel ég að at- vinnurekendur verði að skoða sig inn á við. Hingað til hafa karlmenn verið afar hógværir í að sækja rétt sinn, kannski af ótta við að verða for- dæmdir fyrir. Ekkert er hafið yfir málefnalega gagnrýni og mér fellur ekki að lög séu brotin í þessu landi. Ég skora á atvinnurekendur alla að fara fram- vegis að lögum í þessum efnum og virða jafnan rétt kynjanna! Eftir Jakob Inga Jakobsson Jakob Ingi Jakobsson » Jafnréttislög eru skýr með það að bæði kyn eiga að hafa jafnan rétt til starfa. Höfundur er lögfræðingur. Er það hlutverk dóm- stóla að ákveða fyrir- fram hvað falli undir fordæmi dómstóla? UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 Brú frá Suðurgötu yfir Skerjafjörð og á Álftanes Um þessar mundir er unnið að nýju svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið. Garðbæingar eiga þar mikið undir að vel takist til. Í gegnum Garðabæ liggja í dag tvær af meginstofnæðum um- ferðar um höfuðborg- arsvæðið og fara um tíu sinnum fleiri bílar í gegnum Garðabæ á dag en íbúa- fjöldi bæjarins. Með þéttingu byggðar í Garðabæ hefur umferð- arálag aukist. Umferðatafir og langur ferðatími hefur mikil áhrif á íbúa Garðabæjar. Í nýjum drögum að svæðisskipu- lagi er gert ráð fyrir því að íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgi um 70.000 á næstu 25 árum. Það er því ljóst að umferð í gegnum Garðabæ á enn eftir að aukast mikið. Það eru nokkrir möguleikar til að bæta stöðuna: Fjölga akreinum á núverandi stofnæðum, bæta al- menningssamgöngur, t.d. með létt- lestum, byggja Ofanbyggðaveg í gegnum Heiðmörk (og bæta við enn einni stofnæð umferðar frá Hafnarfirði til Reykjavíkur í gegn- um Garðabæ) eða dusta rykið af áratuga gamalli framtíðarsýn um höfuðborgarsvæðið þar sem Suðurgatan í Reykjavík heldur áfram yfir Skerjafjörð og á Álftanes og það- an suður undir álverið í Straumsvík. Í þessari umræðu er gott að hafa í huga að stór hluti íbúa höf- uðborgarsvæðisins starfar vestan megin við Kringlumýr- arbraut í Reykjavík. Á því svæði eru stærstu vinnustaðir landsins, m.a. háskólar og heilbrigðisstofn- anir. Álftanesbraut yfir Skerja- fjörðinn myndi dreifa umferð bet- ur um höfuðborgarsvæðið og stytta aksturstíma, létta á umferð á helstu stofnæðum og stytta leið- ina frá miðbæ Reykjavíkur og suð- ur á Keflavíkurflugvöll. Þverun Skerjafjarðar myndi stytta leiðir fyrir marga og það eitt og sér er umhverfisvænt. Vegalengdin sem um ræðir er styttri en Borgarfjarðarbrúin og ábatinn gæti verið meiri en við Vaðlaheiðargöngin. Það mætti líka alveg skoða gjaldtöku á meðan framkvæmdin væri að borga sig upp. Það er mikilvægt að horfa á samgöngumál í heild sinni á höf- uðborgarsvæðinu. Hugmyndin um stokk í gegnum Garðabæ frá Arn- arneshæð að Engidal í Hafnarfirði er ágæt en yrði ábatinn af stokki meiri en brú yfir Skerjafjörðinn? Gísli Sigurbjörnsson skrifaði grein í Vísi 13. maí 1968 sem lauk með þessum orðum: „Náttúrlega kemur þarna brú og þá segja menn, hvers vegna kom hún ekki fyrr? Já, þannig er það með svo ótal margt hjá okkur – það kemur – en það kemur oft svo seint og stundum of seint.“ Oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur opinberlega lýst yfir áhuga sínum á að láta kanna hagkvæmni þess að byggja brú yf- ir Skerjafjörð. Í mínum huga er mikilvægt að bæjarstjórn Garða- bæjar hafi frumkvæði að slíkri könnun innan SSH og vandi sig sérstaklega vel þegar kemur að samþykkt á nýju svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið og skipu- lagi umferðar í gegnum Garðabæ. Eftir Kjartan Örn Sigurðsson » Tíu sinnum fleiri bílar í gegnum Garðabæ á dag en íbúa- fjöldi bæjarins. „Náttúrlega kemur þarna brú og þá segja menn, hvers vegna kom hún ekki fyrr?“ Höfundur er fyrrverandi formaður Sjálfstæðisfélags Álftaness. Kjartan Örn Sigurðsson Ó lö f B jö rg STOFNAÐ1987 einstakt eitthvað alveg Ó Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Sk i pho l t 50a | S ím i 581 4020 | www.ga l l e r i l i s t . i s Af sérstökum ástæðum er til sölu hótel við fjölförnustu ferðamannaslóðir landssins. Um er að ræða Hof I hótel við þjóðveg 1, staðsett mitt á milli þjóðgarðsins í Skaftafelli og Jökulsárlóns. Á hótelinu eru 37 herbergi, rúmgóður veitingasalur og setustofa auk hvíldar og baðaðstöðu með heitum potti, gufubaði, sturtum og búningsklefum. Gott netsamband. Hér er um að ræða hótel í mjög góðum rekstri. Náttúrufegurð Öræfanna er engu lík og því margt að sjá. Fasteignir og rekstur sem vert er að skoða. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson á skristofu Fasteignamiðstöðvarinnar eða í síma 550 3000 / 892 6000. Sjá einnig fasteignamidstodin.is HÓTEL HOF I ÖRÆFUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.