Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 ✝ Elísabet SóleyStefánsóttir fæddist á Sauðár- króki 14. júní 1977. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauðár- króki 15. febrúar 2015. Foreldrar henn- ar eru Ólína Rut Rögnvaldsdóttir frá Sauðárkróki, f. 12. nóvember 1948, og Stefán Jón Skarphéðinsson frá Gili í Skarðshrepp, f. 28. mars 1947. Bræður Elísabetar eru Rögn- valdur Ingi, f. 7. mars 1968, Ólafur Björn, f. 5. mars 1971, og Skarphéðinn, f. 25. október 1979. í Fjölbrautaskólanum í Ár- múla, þaðan lá leiðin í Kenn- araháskóla Íslands og lauk hún þaðan prófi í tómstunda- og félagsfræði og var að ljúka MA-námi í sálfræði í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á áhættuhegðun, for- varnir og lífssýn er hún lést. Samhliða náminu og húsmóð- urhlutverkinu vann Elísabet sem dagmamma og sinnti ýmsum áhugamálum tengdum félagasamtökum. Hún var í stjórn Lyftingasambandsins og stundaði lyftingar meðan heilsan leyfði, einnig var hún í ritstjórn Innihalds.is og vann við afleysingar á Stuðlum, meðferðarheimili fyrir ungt fólk. Elísabet verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju í dag, 21. febrúar 2015, og hefst at- höfnin kl. 14. Minningar- athöfn verður haldin í Selja- kirkju föstudaginn 27. febrúar kl. 20. Elísabet giftist Halldóri Þ. Gests- syni frá Sauðár- króki 19. júlí 2005. Þau slitu samvistir 2006. Dætur þeirra eru Harpa Katrín, f. 11. nóv- ember 1996, Sól- veig Birna, f. 17. október 1997, og Rebekka Hólm, f. 22. janúar 2005. Elísabet gekk í barna- og unglingaskóla á Sauðárkróki. 17 ára flutti hún til Reykjavík- ur til að fara í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og á sama tíma fóru þau Halldór að búa í Glaðheimum 4 og síðar í Kleif- arseli 11. Seinna hóf hún nám Elsku dóttir okkar er látin, 37 ára að aldri, eftir hetjulega bar- áttu við þennan ljóta sjúkdóm sem krabbameinið er. Við áttum góðan tíma með henni síðasta hálfan mánuðinn sem hún var á Grensásdeild til endurhæfingar. Þú varst svo dugleg og ætlaðir að vinna þessa baráttu. Elsku El- ísabet, við munum sakna þín mik- ið, en erum samt þakklát fyrir að fá að hafa þig í 37 ár. En það er ekki alltaf gefið. Erum við þá að meina það að litli vinur þinn fór svo snemma. Og nú hittirðu hann aftur á þeim stað sem þú ert köll- uð til, einhver tilgangur er með þessu óréttlæti. Elsku Elísabet, við skulum passa stelpurnar þínar þrjár og guð verður með þeim um alla framtíð. Farðu í friði. Þeir sem guðirnir elska fara fyrstir. Kveðja, mamma og pabbi. Elsku Elísabet frænka. Ég á eftir að sakna þín svo mik- ið og aldrei á ég eftir að gleyma þér, þú varst alltaf svo góð við mig. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt og hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín bróðurdóttir, Ardís Heba Skarphéðinsdóttir. Elsku Elísabet. Ég hugsa til þeirra stunda sem við áttum sam- an í Flúðaselinu. Kósýkvöld með þér og stelpunum voru æði. Við borðuðum stundum yfir okkur en vildum um leið helst vera í átaki. Ég er svo þakklát fyrir að þú opn- aðir heimilið fyrir mér. Kynntir mig sem fósturdóttur þína og vild- ir leyfa mér að vera með í öllu sem þið gerðuð. Þú varst svo góð við mig og get ég aldrei þakkað þér nóg fyrir. Ég lít upp til þín, þú varst svo dugleg og sterk, bæði andlega og líkamlega. Hef aldrei kynnst jafnmikilli keppnismann- eskju eins og þér. Stelpurnar þín- ar fengu mjög flotta fyrirmynd. Í dag mun ég kveikja á kerti hér í Danmörku og hugsa til þín og stelpnanna þinna. Takk fyrir allar stundir, elsku besta Beta. Fyrir mér ertu stærsti sigurvegarinn. Hvíldu í friði, sé þig seinna. Þín Kristþóra. Flögraðu á brott, minn fallegi vinur, finndu þér stað, þar sem fegurðin rís, þar sem fuglarnir syngja og fossinn dynur og fellur í hyl sem aldrei frýs. Fljúgðu svo hátt að þú sjáir um heima og sindrandi stjörnur verði augu þín og litir regnbogans grípa og geyma þá stjörnu sem í augum þínum, fegurst skín. Fljúgðu svo langt að löndin þér týna í tindrandi störnubliki um nótt, út yfir tunglið, sólina og tímann, sem getur þú sofið sælt og rótt. Góða nótt, góða ferð, minn fallegi vinur, vonin og hlýjan verði þér trú, er vindurinn blæs og í laufinu hvinur vitum við hér, að þarna ferð þú. (Haraldur Ægir Guðmundsson) Ort til minningar um góðan vin. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Haraldur Ægir Guðmundsson. Okkar fyrstu kynni af Elísa- betu voru um haustið 1995 í Hús- stjórnarskóla Reykjavíkur. Þá þegar var hún ráðsett húsmóðir þó að hún væri aðeins 18 ára göm- ul. Hún vildi alltaf vera fremst í flokki og helst á undan öllum og sýndi það sig strax við fyrstu kynni okkar af henni. Þegar við saumuðum pottaleppa í Hús- stjórnarskólanum þá saumaði hún rúmteppi, þegar við áttum að vefa mottu sem væri 1,5 metra að lengd endaði hennar í 6 metrum. Hún ætlaði varla að koma henni heim og sjáum við hana ennþá fyrir okkur reyna að drösla upp- rúllaðri mottunni inn í bílinn. Elísabet var hamhleypa til verka, dugleg með eindæmum, hjálpsöm og gjafmild. Vílaði hún ekki fyrir sér að elda ofan í hundr- uð manna eins og þegar hún tók að sér að elda ofan í heilt skáta- mót, fyrir henni var ekkert verk- efni of stórt. Hún var mikill mat- gæðingur og bloggaði mikið um mat. Hún keypti stærstu nammi- skálar sem við höfðum séð og fyllti þær af gúmmelaði, það var því alltaf gaman og gott í orðsins fyllstu merkingu að sækja hana heim. Elísabet var með eindæmum hláturmild og algjör brussa. Þeg- ar hún naglalakkaði sig hellti hún yfirleitt niður, klíndi í fötin sín og hló svo hrossahlátri að öllu sam- an. En þrátt fyrir eindæma flumbrugang var Elísabet ein- staklega lagin í höndunum og hafði unun af allskyns föndri og eftir hana liggja margir fagrir munir. Hún var stórtæk í einu og öllu og fljótfær með eindæmum. Hún var „professional shopper“ þegar hún datt í gírinn og átti sína góðu spretti í mollunum í Ameríku sem og annars staðar. Hún hafði ríka réttlætiskennd og mátti ekkert aumt sjá og var alltaf fyrst til að rétta hjálpar- hönd og aðstoða ef þurfti. Börn löðuðust alltaf að henni enda starfaði hún lengi sem dag- móðir. Síðar fór hún að vinna á meðferðarheimilinu Stuðlum og kom þá í ljós að unglingarnir drógust jafn mikið að henni og litlu börnin. Fyrir nokkrum árum kynntist Elísabet kraftlyftingum og fann sig strax í þeim. Eftir stuttan tíma var hún farin að keppa í lyftingum og náði m.a. góðum árangri í keppninni Sterkasta kona Íslands 2012 og ekki leið á löngu þar til hún var komin með dómararétt- indi og komin í stjórn Lyftinga- sambands Íslands. Hún sýndi þrautseigjuna sem einkenndi hana svo vel þegar hún fór fárveik og nýgreind með krabbamein í Reykjavíkurmara- þon og var sá einstaklingur sem safnaði mestum peningum fyrir KRAFT. Elísabet ætlaði sér svo sannarlega að hlaupa aftur næst þegar hún yrði orðin hress. Elísabet var jákvæð og bros- mild og voru einkunnarorð henn- ar GÆS – get, ætla, skal og ein- kenndi það baráttu hennar við þennan illvíga sjúkdóm sem sigr- aði hana að lokum. Líkaminn bug- aðist en aldrei hugurinn og barð- ist hún eins og ljón til síðasta dags. Elísabet okkar var litríkur kar- akter og einstök vinkona sem setti svip sinn á líf okkar í tæp 20 ár. Við þökkum fyrir ómetanlegar stundir og endalaus hlátursköst. Við vottum dætrum hennar og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Saumaklúbburinn Nálapúð- arnir, Ásdís Rósa, Bjarney, Hulda Karen, Rósa og Steinunn María. Elísabet Sóley Stefánsdóttir HINSTA KVEÐJA Hæ mamma. Ég elska þig svo rosalega mikið, þú ert besta mamma sem ég get óskað mér. Ég lofa að biðja bænir til þín og hugsa alltaf, ég elska þig. Þín dóttir Rebekka.  Fleiri minningargreinar um Elísabetu Sóley Stefáns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR RAGNARSSON tannlæknir, Lækjarási 11, Reykjavík, lést laugardaginn 14. febrúar. Útför hans fer fram frá Árbæjarkirkju miðvikudaginn 25. febrúar kl. 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin. . Gerður Pálsdóttir, Kristín Gígja Einarsdóttir, Þorsteinn Sverrisson, Sigrún Elva Einarsdóttir, Ari Pétur Wendel, Þorgerður Arna Einarsdóttir, Óttar Örn Helgason, Einar Páll Einarsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HAUKS KRISTÓFERSSONAR vélstjóra, Ásgarði, Hrísey. . Gunnhildur Njálsdóttir, Sólveig Knútsdóttir, Steinunn Kr. Hauksdóttir, Jón Smári Jónsson, Hanna Hauksdóttir, Narfi Björgvinsson, Jenný Hauksdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir, Gísli Ingason, Stefán Pétur Hauksson, Berglind H. Helgadóttir, Svanhildur Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, AÐALBJARGAR ÁRNADÓTTUR hjúkrunarfræðings, Brautarlandi 15, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 6. janúar. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Landspítalans sem annaðist hana í veikindum hennar. . Gerður Aagot Árnadóttir, Elín Huld Árnadóttir, Kristín Sif Árnadóttir, Páll Sveinsson, Stefán Baldur Árnason, Ásdís G. Sigmundsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU KRISTÍNAR ÞÓRARINSDÓTTUR, Forsæti II, Flóahreppi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunardeildunum Fossheimum og Ljósheimum fyrir einstaka umönnun, hlýju og kærleik í hennar löngu veikindum. Guð blessi störf ykkar. . Guðbjörg og Þráinn, Kristján og Anna, María og Böðvar, Valgerður og Bjarki, Lárus og Elísabet og fjölskyldur. Af alhug þökkum við auðsýndan hlýhug og stuðning við andlát og útför okkar ástkæru SÓLDÍSAR ARADÓTTUR, Kjarrási 8, Garðabæ. . Jóhannes L. Harðarson Sigríður Ólafsdóttir Sesselja L. Jóhannesdóttir Ari Viðar Jóhannesson Sigrún Edda Sigurjónsdóttir Hörður Smári Jóhannesson Björk Gunnarsdóttir Hekla Aradóttir Arna Hlín Aradóttir Birkir Orri Arason Hilmir Berg Harðarson. Okkar ástkæri bróðir og mágur, GUNNAR HALLDÓR LÓRENZSON, fyrrverandi verkstjóri ÚA, Víðilundi 20, Akureyri, lést þriðjudaginn 17. febrúar á FSA. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 27. febrúar kl. 13.30. . Magnús G. Lórenzson, Elín Eyjólfsdóttir, Gísli Kristinn Lórenzson, Ragnhildur Franzdóttir, Steinunn G. Lórenzdóttir, Þorgeir Gíslason, Ingibjörg H. Lórenzdóttir, Reynir Valtýsson, Skúli Viðar Lórenzson, Guðrún H. Þorkelsdóttir. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL HREINN PÁLSSON frá Þingeyri, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 16. febrúar. Útförin verður gerð frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 27. febrúar kl. 14. . Soffía Stefánsdóttir, Margrét Pálsdóttir, Ársæll Másson, Páll Jóhann Pálsson, Guðmunda Kristjánsdóttir, Pétur Hafsteinn Pálsson, Ágústa Óskarsdóttir, Kristín Elísabet Pálsdóttir, Ágúst Þór Ingólfsson, Svanhvít Daðey Pálsdóttir, Albert Sigurjónsson, Sólný Ingibjörg Pálsdóttir, Sveinn Ari Guðjónsson, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.