Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 ✝ SveinbjörnFerdinand Árnason fæddist á Kálfsá í Ólafsfirði 18. september 1933. Hann lést 13. febrúar 2015. Foreldrar hans voru Árni Friðriks- son, f. í Hamars- koti, Svarfaðar- dalshreppi 16. 9. 1892, d. 20.8. 1962, og Hallfríður Jóhanna Sæ- mundsdóttir, f. í Ólafsfirði, 19.12. 1896, d. 30.9. 1981. Systk- ini Sveinbjörns í aldursröð: Stef- anía, f. 1.5. 1927, d. 19.9. 1927. Sigurlaug Margrét, f. 6.8. 1928, búsett í Reykjavík. Guðrún Guð- finna, f. 27.9. 1929, búsett í Garðabæ, og Jón Trausti, f. 4.3. 1939, d. 2.12. 2008, búsettur í Svíþjóð. Uppeldissystir þeirra var Hallfríður Magnúsdóttir, f. 21.8. 1922, d. 27.10. 2012. Hinn 14. 3. 1959 giftist Svein- björn eftirlifandi eiginkonu sinni Rögnu Björgvinsdóttur, f. á Djúpavogi 10.7. 1938. For- eldrar hennar voru Halldór Björgvin Ívarsson, f. 18.12. 1904, d. 7.12. 1988, og Þorgerð- Christina Lo. b) Birna Guðrún f. 7. 4. 1987, sambýlismaður Kon- ráð Gylfason. Synir þeirra Gunnar Árni, f. 20.12. 2005 og Björgvin Þór, f. 29.5. 2009. c) Sveinbjörn Friðrik, f. 17. 7. 1994. 3. Sveinbjörn Þráinn, f. 15.1. 1964, búsettur á Kálfsá. 4. Stefanía Ósk, f. 15.1. 1964, bú- sett á Egilsstöðum. Maki Sigfús Guttormsson, f. 4.2. 1965. Dætur þeirra a) Bergdís, f. 18.3. 1993, sambýlismaður Kjartan Jón- asson, b) Eydís, f. 22.4. 1996, sambýlismaður Hjörtur Berg- sveinn Þórarinsson. 5. Hall- fríður, f. 12.5. 1969 búsett í Nor- egi. 6. Guðrún Björk, f. 25.9. 1975 búsett í Noregi. Maki Stian Ersland, f. 15.3. 1975. Börn þeirra eru a) Elinor, f. 3.6. 1996, b) Alexander, f. 9.4. 1998, c) Erika Sól, f. 26.11. 2008. Sveinbjörn vann á yngri árum við hin ýmsu störf bæði til sjós og lands. Árið 1962 tók hann við búskap af foreldrum sínum á Kálfsá. Þar bjó hann ásamt konu sinni allan sinn búskap. Ásamt búskap var hann um ára- bil viðgerðarmaður hjá Síman- um og landpóstur í Ólafsfirði. Síðustu árin dvaldi hann á Dval- arheimilinu Hornbrekku í Ólafs- firði, þar sem hann lést. Svein- björn glímdi við Parkinson-sjúk- dóminn í rúm tuttugu ár. Útför hans fer fram frá Ólafs- fjarðarkirkju í dag, 21. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 14. ur Pétursdóttir, f. 2.8. 1913, d. 3.7. 1997. Sveinbjörn og Ragna eignuðust sex börn: 1. Björg- vin, f. 10.5. 1958, búsettur í Fellabæ. Fyrrverandi eigin- kona hans er Ingi- björg Aðalsteins- dóttir, f. 17.6. 1959. Börn þeirra eru: a) Sigríður Ragna, f. 21.10. 1977, maki Guðmundur Rúnar Brynjarsson. Synir þeirra Óliver Enok, f. 13.3. 2002, og Aron Ísak, f. 10.7. 2003. b) Aðalbjörg Heiður, f. 22.12. 1982, c) Sveinbjörn Árni, f. 30.3. 1984, sambýliskona Guðný B. Kjartansdóttir. d) Kristinn Bjarni, f. 10.6. 1994, kærasta Brynja Sif Gísladóttir. Núver- andi sambýliskona Björgvins er Sigrún Björg Gunnlaugsdóttir, f. 21.10. 1958. Börn hennar eru Stefán Smári Jónsson, f. 1988, og Linda Kristbjörg Jónsdóttir, f. 1989. 2. Árni, f. 17.1. 1960, bú- settur á Akureyri, maki Elín A.Þ. Björnsdóttir, f. 30.6. 1963. Börn þeirra eru: a) Halldór Andri, f. 8.5. 1983, maki „Mér leiðist,“ sagði tengdafaðir minn Sveinbjörn á Kálfsá lágum rómi þegar ég hitti hann í nóvem- ber. Ég kom þá eins og ótal sinn- um áður í Ólafsfjörð og leit inn á Hornbrekku þar sem Sveinbjörn og Ragna kona hans hafa dvalið síðustu árin. Hann sat við gluggann í matsalnum og horfði út á Ólafsfjarðarvatnið sem hann þekkti svo vel. Ég fór til hans, heilsaði og spurði hvernig hann hefði það. Mér komu þessi orð hans á óvart því hann hafði svo sem aldrei sagt mér hvernig hon- um liði. Orðin sögðu mér að honum fyndist nóg komið af streði við sjúkdóminn sem hafði smám sam- an dregið úr honum lífskraftinn og gert honum svo til ókleift að tjá sig. Kynni mín og hjónanna á Kálfsá hófust um páskana 1987 þegar ég bauð mér þangað eiginlega sjálfur til Stefaníu Óskar elstu dóttur þeirra. Hún hafði heillað mig nóg til þess að ég áræddi að fara í aðra landshluta og það á stórhátíð. Eft- ir flug til Akureyrar keyrði Svein- björn okkur um kvöld út í Ólafs- fjörð á Lödu, ef rétt er munað, fyrir Ólafsfjarðarmúla í snjó og hálku og inn í sveit. Já, það er svo langt um liðið að flogið var til Ak- ureyrar frá Egilsstöðum og svo áttu menn bíla frá Sovétríkjunum! Mér var strax vel tekið af heim- ilisfólkinu og þessir páskadagar eru mér eftirminnilegir. Þó að mér væri vel tekið af Sveinbirni þýddi það ekki að ég væri eitthvað sér- staklega merkilegur. Það var nefnilega alveg sama hver í hlut átti. Fyrir Sveinbirni á Kálfsá voru allir jafnir. Fólki sem varð á vegi Sveinbjörn Ferdinand Árnason ✝ Ástdís Guð-mundsdóttir fæddist á Sæ- nautaseli á Jökul- dalsheiði í Norður- Múlasýslu 15. mars árið 1934. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 10. febrúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Halldóra Eiríksdóttir, f. 16. október 1892, d. 17. nóvember 1967, og Þórður Guðmundur Guðmundsson, f. 16. september 1882, d. 8. ágúst 1958. Hún var næstyngst níu systkina. Hin eru Sigurjón, f. 1929, Eyþór, f. 1931, og Skúli 1937, sammæðra Ingólfur, f. 1915, Eiríkur, f. 1916, d. 1988, Sigþór, f. 1921, d. 2005, og Lára, f. 1924, d. 2010, sam- feðra Pétur, f. 1912, d. 1987. Ástdís giftist 1956 Magnúsi síðan Gagnfræðaskóla Akur- eyrar og útskrifaðist með ágætiseinkunn þaðan.Ástdís settist á skólabekk í Samvinnu- skólanum í Reykjavík en á sumrum starfaði hún í Gilda- skálanum í Reykjavík. Sam- vinnuskólaprófinu lauk hún með góðum vitnisburði og fékk í framhaldinu ágæta vinnu hjá heildsölu. Meðfram uppeldi dætra sinna og heimilis- störfum vann Ástdís ýmis störf, m.a. við fatahreinsun, sauma- og prjónaskap og næl- onsokkaviðgerðir sem þá tíðk- uðust. Árið 1972 flutti Ástdís með þáverandi eiginmanni sín- um norður á æskuheimili hans í Árbót í Aðaldal og tóku þau við búsforráðum. Að tveimur búskaparárum liðnum afréðu þau að bregða búi og halda til Akureyrar. Ástdís starfaði hjá saumastofunni Heklu og seinna hjá Hitaveitu Akureyr- ar. Síðar dvaldi hún á Hjúkr- unarheimilinu Hlíð á Akureyri- .Fyrir fáum árum flutti Ástdís til Reykjavíkur á Hjúkrunar- heimilið Eir. Útför Ástdísar var gerð frá Laugarneskirkju í gær, föstu- daginn 20. febrúar 2015. Kristni Guðmunds- syni frá Borg í Skötufirði í Ísa- fjarðardjúpi, þau skildu. Þau eign- uðust þrjár dætur. Þær eru: Þórhalla Björk, f. 2.8. 1956, maki Eggert Egg- ertsson. Hafdís Magnea, f. 1.6. 1961, maki Bragi Ingimarsson. Erna Bára, f. 20.5. 1965, maki Ás- geir Bragason. Ástdís giftist Hreiðari Arnórssyni frá Árbót í Aðaldal S-Þing., f. 17. nóv- ember 1933, d. 9. ágúst 1985. Barnabörnin eru 11 og barna- barnabörn 13. Fyrstu níu æviárin bjó Ást- dís á Sænautaseli á Jökuldals- heiði. Síðan flytjast þau alfarið til Akureyrar eftir að hafa dvalið fjögur ár á Jökuldal og hóf Ástdís skólagöngu sína í Barnaskóla Akureyrar 1947, Elsku besta mamma okkar. Þú sem gafst okkur lífið. Við viljum þakka þér fyrir það. Fyr- ir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Hlýjuna, umhyggjuna og ástina sem þú veittir okkur eins og þú ein kunnir. Vonum að þú finnir birtu, hamingju og frið. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Guð geymi þig. Þínar dætur, Þórhalla Björk, Hafdís Magnea og Erna Bára. Elsku góða Dísa amma mín. Það er á tíma sem þessum að ég lít til baka og rifja upp allar þær góðu stundir sem við áttum sam- an. Við urðum fljótt mjög náin enda bjuggum við mamma hjá ykkur Hreiðari mín fyrstu ár. Ég minnist þessa tíma með bros á vör. Mér finnst enn í dag nota- legt að renna framhjá húsinu í Ásveginum, þá streyma fram í hugann góðar minningar. Hreið- ar kvaddi okkur alltof snemma og ég trúi því að þið eigið nú fagnaðarfundi á betri stað. Ég var líka fastagestur hjá þér allan tímann í Dalsgerðinu. Þar áttum við margar góðar stundir tvö ein. Ófá kvöld á mín- um unglingsárum elduðum við saman hjá þér og sátum svo yfir sjónvarpinu lengi frameftir og ég gisti á sófanum. Við héldum mjög góðu sambandi meðan þú bjóst í Víðilundinum líka, ég gat hjálpað þér og þú mér. Í Hlíð og á Eir var alltaf gaman að koma til þín. Ég nærðist á því. Þú náð- ir vel til strákanna minna og það gladdi mig mikið. Þú varst ávallt jákvæð og góð fyrirmynd. Að eiga þig að allan þennan tíma hefur verið ómet- anlegt. Ég á þér margt að þakka. Minning þín mun ávallt lifa hjá mér um ókomna tíð. Halldór Ingi. Elsku Dísa amma mín, mér finnst ótrúlega sárt að hugsa til þess að þú fórst svona skyndi- lega frá okkur en ég veit að þú ert komin á stað þar sem þér líð- ur betur. Ég á svo margar góðar minningar um þig og allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an, bréfin sem ég sendi þér, sumrin sem ég eyddi hjá þér í Dalsgerðinu standa upp úr hjá mér, þá fórum við í bíltúra í Hrafnagil til að fá okkur ís, bök- uðum pönnukökur saman, horfð- um á bíómyndir og þú last fyrir mig ævintýri úr rauðu ævintýra- bókinni sem þú áttir. Ferðin okkar saman í Sænautasel mun alltaf vera mér ofarlega í huga. Eftir að þú fluttir í Víðilund kom ég stundum til þín og við elduðum kvöldmat saman og það var alltaf svo notalegt að koma til þín, líka á Hlíð og Eir, þú tókst alltaf svo vel á móti mér og dætrum mínum. Mun sakna þín, elsku amma mín. Þín Ástdís Karen. Elsku fallega amma Dísa mín, ég hugga mig við að nú hvílir þú í friði og þér líður vel. Þú varst svo góð kona og alltaf svo ynd- isleg við okkur systkinin. Ég á ótal góðar minningar um þig til að ylja mér við. Við vorum svo heppin að þú bjóst rétt hjá okk- ur í Dalsgerðinu á mínum yngri árum á Akureyri. Þangað var alltaf hægt að koma hjólandi til þín og ef þú varst ekki heima þá gat maður teygt sig inn um bréfalúguna, sótt húslykilinn á naglanum innan á hurðinni, hleypt sér inn og beðið eftir að þú kæmir heim, amma mín. Ég minnist líka þess þegar ég fékk að gista hjá þér í Dalsgerðinu og ósjaldan spiluðum við saman fram á nótt. Svo fluttir þú í Víði- lundinn og stuttu seinna fluttum við suður til Reykjavíkur, en þú komst suður í ferminguna mína og í heimsókn reglulega. Það var líka alltaf svo gott að koma og heimsækja þig fyrir norðan. Frá Hlíð á Akureyri og Eir í Reykjavík á ég líka góðar minn- ingar um þig. Þegar ég kom í heimsókn til þín tókum við yf- irleitt gott tal um skóna mína sem ég var í í það skiptið, ég brosi þegar ég hugsa út í þessi samtöl okkar. Þú varst mikil smekkkona, amma mín, og hafð- ir áhuga á tískunni sem gekk í hringi og sérstaklega skótísk- unni. Og hárið okkar, við töl- uðum líka alltaf um það þegar við hittumst, þú elsku amma mín orðin áttræð og varla grátt hár á höfði. Dökknað hafði það en við vorum alveg sammála um að ég væri með sama rauða hárlitinn og þú varst með á þínum yngri árum. Ég er svo glöð að hafa fengið að bera armbandið þitt á brúðkaupsdaginn minn síðastlið- ið sumar. Þó þú hafir ekki getað komið í brúðkaupið þá bar ég lít- inn hluta af þér á mér. Ég minnist síðustu heimsókn- ar minnar til þín upp á Eir með mikilli hlýju, en þá komum við Binni litli bróðir til þín uppá- klædd seinnipartinn á aðfanga- dag. Þú varst svo glöð og bros- andi. Ekki grunaði mig að ég væri þá að tala við þig í síðasta skiptið, þá hefði ég stoppað leng- ur og faðmað þig þéttar. Elsku amma mín, ég mun geyma þig og allar yndislegu minningarnar um þig í hjarta mínu um ókomna tíð. Guðný Lára Bragadóttir. Ástdís Guðmundsdóttir ✝ Árný Garðars-dóttir fæddist á Vaði í Reykdæla- hreppi í Suður- Þingeyjarsýslu 14. mars 1935. Hún lést á Heilbrigðsstofnun Þingeyinga 11. febr- úar 2015. Hún var dóttir Garðars Jónssonar, bónda á Vaði, f. 1904, d. 1968, og Sigrúnar Vésteinsdóttur hús- freyju á Vaði, f. 1914, d. 1992. Systkini hennar í aldursröð eru Jónína, f. 1939, og Vésteinn, f. 1942. Árný fluttist árið 1964 í Fellssel og giftist Tryggva Berg Jónssyni, f. 1937, sem þá var bóndi í Fells- seli í Kinn. Þau eignuðust saman þangað með fjölskyldu sína. Árný ólst upp við venjuleg sveitastörf sem þá tíðkuðust, úti sem inni, og var snemma ósérhlífin til verka. Hún gekk í farskóla, sem þá var í sveitinni. Tvo vetrarparta vann hún í Gefjun á Akureyri. Árný og Tryggvi bjuggu með kýr og kind- ur í Fellsseli. Á heimilinu var oft glatt á hjalla, enda barnahópur- inn stór og fjörugur. Þau skildu árið 1987. Árný bjó áfram í Fells- seli ásamt þeim börnum sem ekki voru flogin úr hreiðrinu. Hún var alltaf boðin og búin að hjálpa hverjum þeim sem þurfti á hjálp að halda. Handavinnukona góð, mikil prjónakona og var ein af stofnendum handverkshópsins „Handverkskonur milli heiða“. Árný heyrðist sjaldan kvarta og var ágætlega hagmælt. Hún var ósérhlífin, hugsaði meira um aðra en sjálfa sig og var mjög hlý og hjálpsöm. Útför Árnýjar verður gerð frá Grenjaðarstað í Aðaldal í dag, 21. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 14. átta börn. Fyrir átti Árný eina dóttur. Börn hennar eru Sigrún Hólm, f. 1958, Sesselja, f. 1965, Kristján Ingj- aldur, f. 1966, Garð- ar, f. 1968, Anna Guðrún, f. 1969, Jón Barði, f. 1970, Óskar Halldór, f. 1974, Pét- ur Hjörleifur, f. 1976, og Kristbjörn Heiðar, f. 1977. Árný eignaðist 22 barnabörn, sjö stjúpbarnabörn, fimm barnabarnabörn og eitt stjúpbarnabarnabarn. Árný var fædd og uppalin á Vaði. Hún var alin upp í foreldra- húsum með stórfjölskyldunni. Laust fyrir 1940 byggðu foreldrar hennar nýbýlið Vað II og fluttust Frá ertu fallin móðir mín, fagrir guðs englar gæta þín. Lokin komin í lífi þínu, lifir þó áfram í hjarta mínu. Á lífsins amstri komin lok, leggur frá þér veraldar ok. Þú lokið þínum verkum hefur, þrautir horfnar, vært þú sefur. Horft til baka margs að minnast, margar ljúfar stundir finnast, er þú varst í þessum heimi þessum stundum ei ég gleymi. Guð þig leiði góðan veg, gef þar bænir mínar ég. Bið þér bæði hvíld og frið. brátt mun Jesú þér við hlið. Hér kveðjan hinsta komin er, hlýtt er þó í hjarta mér. Ylja mun ætíð minning þín, elsku hjartans mamma mín. Lútum ei höfði langa stund, létt við skulum senn í lund. Lítt hefði líkað móður minni, að líta okkur döpur í sinni. Garðar Tryggvason. Elsku tengdamamma. Mikið var ég heppin að eign- ast þig sem tengdamóður, en alltaf spurning hvort þú hafir verið eins heppin. Þú varst alltaf svo hjálpfús og liðleg, alveg sama hvað okkur vantaði, hvort sem það var pössun fyrir börnin, kennsla í prjónaskap eða eitt- hvað annað. Það sem ég græddi á að hafa þig þessa reyndu prjónakonu mér við hlið þegar ég var að verða brjáluð þegar eitthvað gekk ekki upp. Hugsa að ég hefði til dæmis líklega aldrei klárað einn einasta sokk ef þú hefðir ekki verið til staðar og kennt mér það á þinn rólega og góða hátt ásamt ýmsu öðru og takk fyrir að kenna mér að prjóna sjal, það er mér afar dýr- mætt að kunna. Ég hef alltaf dáðst að því hversu vel þér tókst til við að koma stóra barnahópnum þín- um til manns. Ég hef trú á að það hafi ekki alltaf verið auðvelt að hemja grallaraskapinn í þeim svona miðað við það sem ég hef heyrt þessi 21 ár sem ég hef til- heyrt þessum stóra hópi þínum sem þú mátt vera svo stolt af. Þegar þú hringdir í mig og baðst mig um að keyra þig til Húsavíkur því þú værir orðin svo léleg, þá fann ég það á mér að ég myndi ekki fá að hafa þig hérna megin við lækinn mikið lengur en svona er víst lífsins gangur. Síðustu dagarnir með Árný Garðarsdóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Útfararþjónusta síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn Hjartans þakkir færum við þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SALÓME MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Skúlagötu 20, Reykjavík, áður Blikanesi 1, Garðabæ. . Grétar G. Steinsson, Örn Bárður Jónsson, Bjarnfríður Jóhannsdóttir, Friðrik Ragnar Jónsson, Kesara Anamthawat Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.