Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 hans á lífsleiðinni var tekið með opnum huga, reynt að greiða götu þess og svo varð auðvitað að spjalla við það. Þau hjónin á Kálfsá voru alla tíð samtaka í gestrisni sinni og alls konar fólk á öllum aldri átti hjá þeim vinskap og jafn- vel athvarf. Hann gerði þó lítið úr gestrisninni og þegar maður þakk- aði fyrir sig sagði hann gjarnan „fyrirgefðu það nú“. Okkur Sveinbirni varð strax vel til vina og bar aldrei skugga á. Ég held að við höfum notið þess alla tíð að eiga samskipti. Við horfðum saman á fréttir og veður þegar ég var staddur á Kálfsá. Við hlustuð- um á hádegisfréttirnar í útvarp- inu. Við fórum saman í póstferðir um Ólafsfjörð og ósjaldan voru dætur mínar með í för. Við horfð- um saman yfir sveitina hans, fjöll- in, ána og vatnið. Við horfðum eftir snjóalögum, kindum og fuglum. Hann þekkti hvern stein, hverja þúfu og var ótæmandi fróðleiks- brunnur um Ólafsfjörð og allt nátt- úrufar þar fyrr og nú. Fáir hafa þekkt þennan fallega fjörð betur en bóndinn á Kálfsá. Síðasti spölurinn var Sveinbirni erfiður en tíminn var kominn. Eft- ir situr söknuður en það er þó bót í máli að nú getur Sveinbjörn farið allra sinna ferða, frjáls úr öllum fjötrum, um fjörðinn sinn og land- ið. Hann getur spjallað á nýjan leik við þá sem á vegi hans verða. Ég fékk sem sagt að eiga stelp- una Sveinbjarnar og Rögnu sem ég fór til um páskana um árið. Reyndar spurði ég hann aldrei hvort ég mætti eiga hana en hann var nú ekki vanur að neita neinum um neitt. Að leiðarlokum þakka ég honum samfylgdina og alla gæsk- una í minn garð, Stefaníu og dætra okkar. Sigfús Guttormsson. Elsku besti afi, takk fyrir allt. Föstudagurinn 13. febrúar var okkur erfiður dagur því þá fengum við þær fréttir að þú værir farinn frá okkur. Við vissum lengi að þessi dagur gæti runnið upp hve- nær sem er, en þegar hann rann upp var erfitt að trúa því að við myndum aldrei hitta þig aftur. Dagarnir á eftir hafa verið erfiðir en í sorginni rifjast upp fyrir okkur margar minningar sem fá okkur til að brosa. Þú varst svo hjartahlýr, yndis- legur og kærleiksríkur maður. Umfram allt varstu okkur svo góð- ur vinur. Við hugsum um öll skemmtilegu ævintýrin okkar á Kálfsá. Það var margt í boði og þú sýndir okkur að maður ætti ekki að láta sér leiðast. Það var alltaf svo gaman hjá okkur. Oft fannst okkur við vera að gera hálfgerð prakk- arastrik með þér, þegar við feng- um að stýra dráttarvélinni eða hossast aftan í Súkkunni með hunda eða lömb. Eftir útivistina var best af öllu að koma inn til ömmu og skola niður volgri skúffu- köku með ískaldri mjólk, jafnvel fá áfyllingu af köku eftir gláp á Fuglastríðið. Þú varst alltaf ungur í anda og þrátt fyrir veikindi þín varstu alltaf til í að bardúsa eitthvað með okkur. Við komum ósjaldan að austan í sauðburð eða bara í heimsókn til ykkar ömmu. Við vorum reyndar ekki bara á Kálfsá heldur keyrðum við um alla sveitina með póst. Í minningunni komum við undan- tekningarlaust við í Samkaupum- Strax sem við kölluðum reyndar alltaf Snar og Snögg. Þar keyptir þú skyr í plasti og póstnammi, sem var Mentos. Þegar við vorum búin að skila af okkur öllum bréfum og bögglum borðuðum við svo skyr sem amma hrærði saman með rjóma og sykri. Það voru öll þau augnablik sem ekkert annað í heiminum virtist skipta máli en að hafa gaman og njóta samverunnar. Þegar við urðum eldri gerðum við minna af því að leika okkur saman en við gátum spjallað enda- laust um lífið og tilveruna. Þú tal- aðir alltaf svo vel um alla, sama hverjir það voru, sem gerði þig að mikilli fyrirmynd í okkar huga. Kærleiksríkari mann og betri fyr- irmynd er erfitt að finna, þú vildir öllum svo vel – þú varst með hjarta úr gulli. Eftir sitja góðar minning- ar um brosið þitt, góðmennsku þína, húmorinn þinn og allt það sem þú kenndir okkur. Þú kenndir okkur fyrst og fremst að koma vel fram við alla og teljum við það vera gott veganesti út í lífið. Við erum þakklátar fyrir að hafa haldið í höndina á þér viku áður en þú fórst frá okkur og ekki síður fyrir þann tíma sem okkur var úthlutaður með þér. Við vitum að þú fórst sáttur héðan og hefur það gott þar sem þú ert núna. Elsku besti afi, sofðu rótt. Bergdís og Eydís Sigfúsdætur. Á árunum upp úr 1960 voru uppgangstímar hjá bændum sem voru að hefja búskap í Ólafsfirði. Þá var búið á hverri jörð og oftast voru tvær til þrjár kynslóðir í einu á sama bænum. Það voru mörg börn í sveitinni á þessum tíma og mikið félagslíf. Sveinbjörn Árnason var einn af þessum bændum, en hann tók við búi foreldra sinna að Kálfsá í Ólafsfirði. Hann kvæntist Rögnu móðursystur minni þ. 14. mars 1959, sama dag og foreldrar mínir gengu í hjónaband. Sveinbjörn og Ragna eignuðust 6 börn sem ólust upp við hlýju, um- hyggju, og hvatningu. Þau hjónin voru samhent og þau voru miklir vinir. Þau voru frændrækin og vinamörg og á Kálfsá var gott að koma. Sveinbjörn var fróður og bjó yf- ir margvíslegri þekkingu um allt milli himins og jarðar. Ég minnist frásagna af gömlum búskapar- háttum, kennileitum og örnefnum og því hvað beinin hétu í hertum þorskhaus. Eftir því sem árin liðu urðu barnabörnin fyrirferðarmeiri í frásögnum hans. Sveinbjörn fylgdist vel með á þann hátt sem hans kynslóð gerði, með lestri og síðar í útvarpi og sjónvarpi. Hann sagði vel frá og gerði hverja frá- sögn eftirminnilega. Því mun þekking hans lifa áfram um ókomna tíð hjá ástvinum og þeim sem á hlýddu. Sveinbjörn lést á Hornbrekku í Ólafsfirði 13. febrúar eftir langvar- andi og erfið veikindi. Elsku Ragna frænka og fjöl- skylda. Við Skúli sendum ykkur hlýjar hugsanir og innilegar samúðar- kveðjur. Anna Rós Jóhannesdóttir frá Kálfsárkoti. Sveinbjörn Árnason frá Kálfsá í Ólafsfirði lést á Dvalarheimilinu Hornbrekku. Hann hét fullu nafni Sveinbjörn Ferdinant. Þá eru þeir báðir bræð- ur mínir farnir og finn ég fyrir tómleika nú sem fyrr þegar yngri bróðir minn, Jón Trausti, kvaddi þennan heim. Sveinbjörn hefur borið þennan erfiða sjúkdóm, parkinsons-veik- ina, í mörg ár. Hann vildi sem minnst láta í ljósi hve mikið hann þjáðist. Sveinbjörn bar djúpan skilning á lífinu og var mörgum fyrirmynd. Kveð ég bróður minn með sökn- uði og þakklæti fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir mig og son minn. Loforð guðs: Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, né blómstígar gullskrýddir alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar, á göngu til himinsins helgu borgar. En eg hefi lofað þér aðstoð og styrk, og alltaf þér birtu þó leiðin sér myrk. Mitt ljúfasta barn, ég lofað þér hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Höf. ók.) Hvíl í friði. Guðrún. Góður vinur, Sveinbjörn Árna- son bóndi á Kálfsá, er látinn 81 árs að aldri. Síðustu árin bjó Svein- björn, ásamt konu sinni Rögnu, á hjúkrunarheimili á Ólafsfirði. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast Sveinbirni árið 1990 í Kiwanis-hreyfingunni. Ég hef sjaldan kynnst eins miklum Kiwanis-manni og honum, hann var vakinn og sofinn að vinna að málefnum hreyfingarinnar og við það að láta gott af sér leiða. Kynni okkar efldust enn frekar er við störfuðum saman í umdæm- isstjórn Kiwanis-umdæmisins Ís- land – Færeyjar árið 1995-1996. Sú stjórn náði einstaklega vel sam- an og hefur haldið hópinn síðan, ásamt mökum og hist reglulega gegnum árin víða um land. Höfum við skipst á að skipuleggja helgar- dvöl á okkar svæði. Þegar röðin kom að Sveinbirni og Rögnu, einu sinni sem oftar, var ekki komið að tómum kofunum og minnist ég sér- staklega helgardvalarinnar þegar við gistum hjá Sveini í Ytri- Vík og skoðuðum landnámsjörðina Gása, en frændi Sveinbjörns bjó þar stórbúi. Slegið var upp stórveislu og allir saddir og glaðir, en sérstak- lega er heimatilbúni mjöðurinn minnisstæður. Það hefur verið ómetanlegt að eiga svona góða vini eins og Svein- björn og Rögnu. Þegar við ókum um landið fyrir rúmum fjórum ár- um gistum við hjá þeim hjónum á Kálfsá og hlutum þar höfðinglegar móttökur eins og alltaf. Við kveðjum vin okkar Svein- björn með söknuði og sendum Rögnu og allri fjölskyldu þeirra samúðarkveðjur fyrir hönd vina- hópsins, umdæmisstjórnar 1995- 1996, þökkum gefandi og góða sam- fylgd. Minningarnar munu ylja okkur um hjartarætur um ókomna tíð. Stefán R. Jónsson. þér og að fá að vera með þér allt til enda friðaði mitt litla hjarta því mér fannst ég hafa vanrækt þig ansi mikið, gaf mér aldrei tíma til að stoppa neitt þegar ég kom við hjá ykkur. Þetta ætti kannski að kenna manni að vera ekki alltaf að flýta sér heldur gefa sér tíma með þeim sem manni er annt um. Ég vona að þér líði vel á nýja staðnum og þú fáir að hitta þitt fólk og njóta samvista við það. Ég mun sakna þín, elsku Árný mín, og enn og aftur takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína, þegar minn tími kemur þá kem ég strax til þín og knúsa þig enn og aftur. Hvíl í friði, elsku fallega tengdamamma mín. Hrefna Sævarsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Eftir tæpan mánuð hefðir þú haldið upp á áttræðisafmælið þitt, ef við hefðum fengið að hafa þig lengur hjá okkur. Ekki óraði mig fyrir að jólaboðið á jóladag yrði síðasta heimsókn mín til þín í Fellssel. En mikið er ég glöð í hjarta mínu að við drifum okkur norður um síðustu jól og náðum jólaboðinu í Fellsseli, þar sem það varð þitt síðasta. Þau nær átján ár sem ég var tengdadóttir þín eða frá því að ég kynntist Jóni syni þínum og við fórum að rugla reytum okkar saman voru ófáir kaffibollarnir drukknir í eldhúsinu í Fellsseli, þar sem spjallað var um allt milli himins og jarðar. Þú fylgdist vel með þjóðmálum og því sem var að gerast hjá fjölskyldunni. Aldrei heyrði ég þig tala illa um nokk- urn mann, nema kannski pólitík- usana en þá aldrei neinn sér- stakan heldur bara þessa háu herra á Alþingi. Þú varst mikil prjónakona. Þegar setið var inni í stofu varst þú iðulega með prjóna í hönd og voru þær ansi margar lopapeysurnar sem þú varst búin að prjóna um ævina. Það er erfitt að ímynda sér að fara norður í sveitina í Fellssel og að Árný verði ekki þar. Það var alltaf svo gott að koma til þín, þú varst hlý og hafðir góða návist og tókst alltaf á móti okk- ur með bros á vör. Það er heiður fyrir mig að hafa verið tengda- dóttir þín og hafa fengið að kynnast þér, ég er betri persóna fyrir vikið og minningu þinni mun ég halda lifandi hjá börn- unum mínum. Ég kveð kæra tengdamóður með sérstakri þökk fyrir allt og sendi mínar bestu samúðar- kveðjur til barna hennar, tengdabarna, barnabarna, barnabarnabarna og annarra að- standenda. Ásta Hildur Ásólfsdóttir Elsku amma. Mikið verður skrítið að koma í Fellssel og þú verður ekki þar. Elsku amma sem alltaf átti hlýj- an faðm fyrir okkur, amma sem alltaf átti nóg af kexi og kökum og glænýja mjólk. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Takk fyrir allt. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi, og algóður Guð á himni þig geymi. Sveinn Trausti, Kristjana Árný og Katla Sigrún. Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Þrastarhöfði 41, 229-4894, Mosfellsbæ, þingl. eig. HH invest ehf, gerðarbeiðandiTollstjóri, föstudaginn 27. febrúar 2015 kl. 10.30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, 20. febrúar 2015. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Bergstaðastræti 55, 200-7472, Reykjavík, þingl. eig. Birgir Kárason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 25. febrúar 2015 kl. 14.00. Laugarnesvegur 74, 201-6878, Reykjavík, þingl. eig. Sindri Sigurgeirs- son, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf. og Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 25. febrúar 2015 kl. 10.00. Njálsgata 50, 200-8152, Reykjavík, þingl. eig. Linda Björg Björnsdóttir, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., Reykjavíkurborg og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 25. febrúar 2015 kl. 15.30. Samtún 20, 200-9548, Reykjavík, þingl. eig. Utit Suwankayee, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 25. febrúar 2015 kl. 11.00. Skeljagrandi 4, 202-3707, Reykjavík, þingl. eig. Agata Krystyna Sobo- lewska og Piotr Luczak, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf. og Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 25. febrúar 2015 kl. 13.30. Skólavörðustígur 22b, 200-5969, Reykjavík, þingl. eig. Leigubær ehf., gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf. og Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 25. febrúar 2015 kl. 14.30. Snorrabraut 71, 201-1918, Reykjavík, þingl. eig. Kristín Amalía Atla- dóttir, gerðarbeiðendur Lögmenn Laugavegi 3 ehf og Reykja- víkurborg, miðvikudaginn 25. febrúar 2015 kl. 11.30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, 20. febrúar 2015. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Barðavogur 19, 202-2847, Reykjavík, þingl. eig. Krókur fasteignafélag ehf, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Reykjavíkurborg, fimmtu- daginn 26. febrúar 2015 kl. 14.30. Heiðargerði 11, 203-3464, Reykjavík, þingl. eig. Ari Gunnarsson og Jónína Kristmanns Ingadóttir, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, fimmtudaginn 26. febrúar 2015 kl. 15.00. Krummahólar 45, 204-9337, Reykjavík, þingl. eig. Matthías Ægisson og Hanna Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf. og Reykjavíkurborg, fimmtudaginn 26. febrúar 2015 kl. 10.30. Melabraut 12, 206-7727, Seltjarnarnesi, þingl. eig. Kristján G. Snædal og Sólrún Þ. Vilbergsdóttir, gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf., fimmtudaginn 26. febrúar 2015 kl. 15.30. Samtún 28, 200-9556, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Snæbjörnsdóttir, gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf, fimmtudaginn 26. febrúar 2015 kl. 13.30. Samtún 28, 200-9557, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Snæbjörnsdóttir, gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf, fimmtudaginn 26. febrúar 2015 kl. 13.45. Seljabraut 54, 223-8908, Reykjavík, þingl. eig. Helgi KristinnTorfason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 26. febrúar 2015 kl. 10.00. Æsufell 4, 205-1677, Reykjavík, þingl. eig. Guðbjörn Þorsteinsson, gerðarbeiðandi N1 hf., fimmtudaginn 26. febrúar 2015 kl. 11.30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, 20. febrúar 2015. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HALLDÓRS J. EINARSSONAR, Fossvegi 6, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunardeildarinnar Ljósheima á Selfossi. . Sigrún Ó. Stefánsdóttir, Stefán A. Halldórsson, Lilja Jónasdóttir, Unnur Halldórsdóttir, Hjörtur B. Árnason, Halldór Halldórsson, Birna Svanhildur Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBORGAR SKÚLADÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sóltúns fyrir góða umönnun og hlýhug. . Guðrún Lovísa Víkingsdóttir, Viðar Vésteinsson, Skúli Víkingsson, Ingibjörg Kaldal, Halldór Víkingsson, Ingvar Víkingsson, Guðný Óladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HANNESAR PÉTURS BALDVINSSONAR, Hafnartúni 2, Siglufirði. . Halldóra Jónsdóttir (Hadda), Ragna Hannesdóttir, Kristján Elís Bjarnason, Jón Baldvin Hannesson, Margrét I. Ríkarðsdóttir, Björn Júlíus Hannesson, Sigþrúður Ólafsdóttir, Helgi Kristinn Hannesson, Hulda Þyri Þráinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.