Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 d KYNNTU ÞÉR ÁSKRIFTARLEIÐIR Í SKJÁHEIMI SKJÁRINN | WWW.SKJARINN.IS SAGAN LIFNARVIÐ Nýir og spennandi þættir á hverjum degi. HISTORY CHANNEL / LAUGARDAGUR 19.00 StorageWars: Texas. Í austurhluta Texas, í Tyler bæ, haldamenn uppboðmeð bravúr og sveiflu. Uppboðshaldarinn Kenny Stowe hefur átt svæðið til þessa en þeir Ricky og Bubba kasta stríðshanskanumog efna til uppboðsdeilna. HISTORY CHANNEL / SUNNUDAGUR 21.00 SharkWranglers. Harðnaglar amerískra sjómanna takast á hendur nokkuð semenginn hefur áður gert; að veiða risahákarla, merkja 50 stykki, og sleppa þeim svo aftur í hafið. HistoryChannelogH2eruvandaðarsjónvarpsstöðvarsemsameina fróðleikogskemmtun–aðeins íSkjáHeimi. H2 / LAUGARDAGUR 20.00WWII. Magnaðir þættir í HD um síðari heimsstyrjöldina, séðmeð augumbandarískra hermanna sembörðust fyrir lífi sínu við ótrúlegar aðstæður í Asíu og Evrópu. H2 / SUNNUDAGUR 20.00 Gettysburg.Emmy verðlaunuð heimildarmynd umhermennina sembörðust í Gettysburg, hrikalegustu orrustu semháð hefur verið á amerískri jörð. skjárheimur er fáanlegur bæði hjá vodafone og símanum Mögnuð Emmy verðlaunuð heimildarmynd frá Ridley Scott og Tony Scott. Breska rokksveitin Blur hefur nú tilkynnt, í fyrsta skipti í tólf ár, að plata sé væntanleg frá sveitinni. Platan kemur til með að bera titil- inn The Magic Whip og á að koma út 27. apríl. Á fréttamannafund- inum, sem sendur var út beint frá kínverskum veitingastað í London, tilkynnti sveitin að hún myndi einn- ig koma fram í Hyde Park 20. júní næstkomandi. Platan mun inni- halda tólf lög og er lagið „Go Out“, sem hefur fengið þó nokkra spilun, þar á meðal. Sveitin sló í gegn á tíunda áratug síðustu aldar með plötum á borð við Park- life, The Great Escape, Blur og 13 og hefur sveitin meðal annars unnið til verðlauna á borð við Brit Awards, NME Awards og MTV Europe Music Awards ásamt því að vera tilnefnd til Grammy- og Merc- ury-verðlauna. Breska sveitin Blur með plötu eftir tólf ára bið Plata Söngvarinn Damon Albarn. Listakonan Helga Sigríður Valde- marsdóttir opnar einkasýninguna Shakti í Mjólkurbúðinni í Listagili í dag klukkan 14. Í tilkynningu segir Helga orðið shakti vísa til frum- sköpunarorku alheimsins. Orðið komi úr sanskrít og sé dregið af orðinu shak sem þýði „að geta“. Myndlistarsýningin stendur til 1. mars og er opin laugardaga og sunnudaga frá 14-17. Listakonan Helga Sigríður á sýningunni. Einkasýningin í Mjólkurbúðinni Sýning Lárusar H. List, Álfareiðin, verður opnuð í vestursal Lista- safnsins á Akureyri í dag, laugar- dag, klukkan 15. Í verkunum eru samskipti manna við álfa og huldufólk listamann- inum hugleikin. Lárus hefur haldið yfir 20 einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á Ís- landi og erlendis. Lárus vinnur að- allega með olíu og akríl á striga en líka í aðra miðla. Samskipti Menn og álfar eru í verkunum. Álfareið Lárusar H. List á Akureyri Óskarsverðlaunin verða afhent í Bandaríkjunum annað kvöld og bíða kvikmyndaunnendur víða spentir eftir niðurstöðunum. Ef byggja má á því hvaða kvikmynd- um er oftast halað niður ólöglega á netinu, hlýtur American Sniper verðlaunin sen hollenskt fyrirtæki sem rannsakar netnotkun telur henni hafa verið hlaðið niður í a.m.k. 1,4 milljónir skipta. Vinsæl Úr myndinni American Sniper. Netþjófar kjósa American Sniper Klókur ertu, Einar Áskell nefnist sýning í leikstjórn Kristjáns Ingimarssonar sem tekin verður aftur til sýningar á Brúðuloftinu í Þjóðleikhúsinu um helgina. Um er að ræða brúðusýningu úr smiðju Bernd Ogrodnik sem unnin var upp úr bókunum Svei-attan, Einar Áskell og Góða nótt, Einar Áskell eftir Gunillu Bergström. „Við fylgjumst með degi í lífi feðganna Einars Ás- kels og pabba hans, þar sem daglegt líf verður æv- intýri líkast. Einari Áskeli finnst fátt eins skemmti- legt og þegar pabbi hans gefur sér tíma til að leika við hann. Það næstskemmtilegasta er að fá að leika sér með verkfærakassann, en það er stranglega bannað og stórhættulegt að leika sér með sögina,“ segir m.a. í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Þar kemur fram að sýningin sé ætluð fyrir börn á aldr- inum þriggja til átta ára. Brúðuleikur, brúðugerð og leikmynd er í höndum Bernd Ogrodnik. Brúðusýning um Einar Áskel Fjölhæfur Bernd Ogrodnik smíðar brúðurnar og stjórnar þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.