Morgunblaðið - 23.02.2015, Page 4

Morgunblaðið - 23.02.2015, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Tenerife Frá kr.89.900 Netverð á mann frá kr. 89.900 á Tamaimo Tropical m.v. 2 fullorðna í stúdíó. Aukagjald á mann fyrir allt innifalið 30.000 kr. 2.mars í 7 nætur SÉRTILBO Ð Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) fólu Capacent nú í janúar að gera úttekt á verslunarrými í mat- vöruverslunum á Íslandi. Niðurstöð- ur úttektarinnar sýna að fermetrar af verslunarrými á hvern Íslending eru í kringum 3,1. Í Noregi er hlut- fallið 4,9. Niðurstöðurnar eru því aðrar en þær sem komu fram í skýrslu ráðgjafarfyrirækisins McKinsey frá árinu 2012. Að vísu tók sú skýrsla til alls verslunarhús- næðis en ekki aðeins matvöruversl- ana, en þar kom fram að verslunar- rými á hvern Íslending væri 4,1 fermetri. Óhagkvæmni kennt um verðlag „Iðulega, ekki síst í pólitískri um- ræðu höfum við þurft að sæta, að við teljum, ósanngjörnum ásökunum um að verslun á Íslandi sé óhagkvæm hvað varðar fermetrafjölda og að það sé ein skýringin á háu vöruverði á Íslandi. Sú umræða hefur okkur þótt óþægileg og við höfum óskað eftir að fá tölulegu gögnin sem McKinsey byggir niðurstöðu sína á. Við höfum ekki fengið þau gögn og því fólum við Capacent að gera þessa samantekt fyrir okkur,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri SVÞ. Niðurstöðurnar eru svo bornar saman við tölur í Noregi frá mark- aðsgreiningarfyrirtækinu Nielsen. „Það er ágætis samanburður því að aðstæður eru á margan hátt svip- aðar,“ segir Andrés. Í ljós kemur að fleiri fermetrar af matvöruverslun- arhúsnæði eru á hvern íbúa í Noregi en á Íslandi. Gögn Nielsen gefa til kynna að verslanir í Noregi séu með fleiri verslunarfermetra á hvern íbúa heldur en segir í McKinsey- skýrslunni. Í skýrslunni kemur fram að norskar verslanir séu með 2,4 fer- metra á hvern íbúa en tölur Nielsen 4,9, sem er töluverður munur. Einn- ig kemur fram í skýrslu McKinsey að meðalstærð verslana í Noregi sé 342 fermetrar en tölur Nielsen segja 671. Skráningin skiptir máli Andrés segir að margir hafi vitnað til skýrslu McKinsey í pólitískri um- ræðu, með neikvæðum formerkjum. Segir hann að menn í verslunargeir- anum hafi ekki talið neitt hæft í ásökununum um stærðaróhag- kvæmni. „Þess vegna vildum við fá að vita á hverju McKinsey-skýrslan byggðist. Okkur var sagt að hún hefði verið unnin af sænskum sér- fræðingum en fengum engar hald- bærar skýringar á gögnunum,“ segir Andrés. Hann veltir því upp hvort skrán- ing á verslunarhúsnæði í þjóðskrá geti verið ein skýringin á muninum á niðurstöðum Capacent og McKin- sey. „Við höfum stundum rekið okk- ur á að skráning á fasteignum hjá þjóðskrá sé ekki rétt. Sem dæmi er hægt að nefna að turninn við Katr- ínartún í Reykjavík var fyrst skráð- ur í heild sinni sem verslunarhús- næði, allar hæðirnar. Nú er búið að leiðrétta þá skráningu en þannig var þó fyrsta opinbera skráningin. Við höfum því ástæðu til að ætla að hluti þeirrar villu sem er að finna í McKinsey-skýrslunni sé til kominn vegna þessa,“ segir Andrés. Við gerð úttektarinnar skoðaði Capacent flestar dagvöruverslanir á Íslandi og var verslunarsvæðið skil- greint sem fjöldi fermetra sem fer undir verslunarrými dagvöru, og er því undanskilið rými sem fer undir lager, skrifstofur og aðra hluti en dagvöru. Ásakanirnar hafa verið ósanngjarnar  Minna verslunarrými á hvern Íslending en áður var talið Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Nýsköpunarverðlaun forseta Ís- lands 2015 voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Verk- efnið Sjálfvirkt gæðamat augn- botnamynda hlaut verðlaunin að þessu sinni og var það unnið af Benedikt Atla Jónssyni, nema í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands. Verðlaunin eru veitt árlega þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið áður. Áður hafði Benedikt unnið að sjálfvirkri aðferð til að finna breytingar á augnbotnum. Það verkefni var sérstaklega hugsað til þess að finna augnsjúkdóma og var unnið fyrir Rannís, segir Bene- dikt. Í kjölfarið vann hann að sjálf- virka gæðamatinu, sem hann var verðlaunaður fyrir, í samstarfi við Oxymap, Háskóla Íslands og Land- spítalann. „Oxymap hafði áhuga á því að vinna með mér í nýsköpunarsjóðs- verkefni tengdu þeim vandamálum sem fyrirtækið var að vinna með,“ segir Benedikt en sjálfvirka að- ferðin mun verða hluti af næstu hugbúnaðaruppfærslu Oxymap. Aðferðin er einnig komin í notkun á Landspítalanum og áhugi er á henni erlendis. Leiðbeinendur Benedikts í verk- efninu voru Einar Stefánsson, Gísli Hreinn Halldórsson, Róbert Arnar Karlsson og Sveinn Hákon Harðar- son. Mikilvæg sjúkdómsgreining Í fréttatilkynningu frá Rannís segir að augnbotnamyndir séu mikilvægar í augnlækningum til að greina og fylgjast með augnsjúk- dómum. „Árangur slíkrar grein- ingar ræðst þó af myndgæðum þar sem léleg myndgæði geta falið læknisfræðileg ummerki og valdið rangri greiningu. Hingað til hefur reynst erfitt að meta gæði og skerpu mynda, en í verkefninu var þróuð sjálfvirk aðferð til að meta gæði augnbotnamynda,“ segir í til- kynningunni. Enn fremur segir að aðferð Benedikts hjálpi þeim sem tekur myndir að sjá strax hvort myndirnar eru nægilega góðar. Hannaði sjálfvirkt augnbotnamat  Benedikt fær nýsköpunarverðlaun Verðlaun Benedikt Atli Jónsson verðlaunaður af forsta Íslands. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is 47 ára, fimm barna móðir frá Hels- ingør í Danmörku datt í lukkupott- inn þegar hún vann 7,4 milljarða ís- lenskra króna í Eurojackpot-- lottóinu á föstudag. Konan fær 315 milljónir danskar krónur eftir skatt eða um 6,3 milljarða íslenskra króna. Í dönskum miðlum var greint frá því í gær að konan missti nýlega vinnu sína og því gæti vinningurinn varla hafa komið á betri tíma. Kon- an kveðst varla trúa þessu og ætlar að hætta atvinnuleit og hætta að vinna. Þá ætlar hún að gefa hverju fimm barna sinna hálfa milljón danskra króna. Þetta er stærsti lottóvinningur í sögu Danmerkur og meira en tvö- falt stærri en sá næststærsti, sem er um 135 milljón danskar krónur. Haft er eftir hagfræðingi hjá Danske Bank að upphæðin dugi fjögurra manna fjölskyldu í 600 ár miðað við venjulega neyslu. Danir lunknir í Eurojackpot „Danirnir hafa verið nokkuð lunknir í Eurojackpot. Þetta er spil- að mikið þar og í Finnlandi. Finn- arnir spila gríðarlega mikið, senni- lega mest af þessum þjóðum sem eru í Eurojackpot samstarfinu. Stærsti vinningurinn frá upphafi Eurojack- pot var 9,3 milljarðar króna, sem finnskur hópur vinnufélaga vann í september síðastliðnum. Svo hefur tvisvar sinnum áður verið vinningur upp á níu milljarða þannig að þetta er væntanlega fjórði stærsti vinn- ingurinn,“ segir Stefán Snær Kon- ráðsson, framkvæmdastjóri Ís- lenskrar getspár. Ísland hefur tekið þátt í Eurojack- pot í tvö ár. „Í hverri viku er stór hópur Íslendinga sem vinnur minni vinninga og við bíðum eftir því að fá stóran vinning og þá munum við gleðjast mjög mikið, en um daginn kom hingað fjórði vinningur sem er um 700-800 þúsund krónur,“ segir Stefán. Atvinnulaus móðir vann 7,4 milljarða kr. í Eurojackpot  Hættir atvinnuleit  Íslendingar vinna oft minni vinninga Morgunblaðið/Kristinn Áhætta Finnar og Danir spila Euro- jackpot mikið og það skilar sér. Inflúensan breið- ist enn hratt út en Haraldur Briem sóttvarna- læknir segir nýj- ustu tölur frá Landspítalanum benda til að flensan sé að ná hápunkti. „Okk- ur finnst inflú- ensan vera að toppa og fari að gefa eftir þegar horft er í nýjustu tölur frá spít- alanum,“ segir Haraldur. Sam- kvæmt upplýsingum frá veiru- fræðideild Landspítala, greindist í síðustu viku 21 einstaklingur með inflúensu A(H3), átta með inflúensu B og einn með inflúensu A(H1). Komið hefur fram að bólusetning hafi ekki veitt þá vörn sem vonast var eftir og flensan því skæðari í ár. „Það eru ákveðnir stofnar af inflúensunni sem eru með aukið þol gegn bóluefninu en aðrir stofnar eru í gangi líka sem bóluefnið virk- ar vel á. Hins vegar eru allir sam- mála um að bólusetningin sé gagn- leg þó að hún virki ekki 100%.“ Haraldur bendir einnig á að fái fólk flensu þrátt fyrir bólusetningu bendi allt til að einkennin verði vægari og bólusetningin hjálpi því til við að vinna á flensunni. Inflúensan er líklega að ná hápunkti Haraldur Briem

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.