Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms-lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar-lögmaður Sérfræðingar í líkamstjónarétti Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Við látum bara vel af okkur þennan veturinn,“ segir Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Drangs á Drangsnesi. Þar starfa 15 manns í þessu 70 manna samfélagi og óhætt að segja að fiskvinnslan sé þunga- miðjan í atvinnulífi bæjarins. Í vetur hafa þeir verið að þreifa sig áfram með útflutning á ferskum fiski og hefur gengið vel að flytja vöruna um Þröskulda í veg fyrir flug eða skip á suðvesturhorninu. Framundan er hlé í vinnslu á bolfiski meðan unnin er bláskel fyrir Strandaskel og síðan er það grásleppuvertíðin, en hún hef- ur lengi verið lífleg á Ströndum. „Hér hefur orðið heilmikil breyt- ing eftir að gerður var samningur við Byggðastofnun um 150 tonn af afla- marki segir Óskar. „Við þessa ákvörðun var meðal annars tekið til- lit til fólksfækkunar í plássinu frá því um aldamót og hversu þýðingarmik- ill sjávarútvegur er fyrir okkur. Þessi kvóti kemur til viðbótar við þau 3-400 tonn voru hér fyrir og skipta gríðarlega miklu máli.“ Skipta á ýsu og þorski Samningurinn gildir til þriggja ára með möguleika á framlengingu um tvö ár frá haustinu 2013 og í vet- ur hefur nánast stöðug vinna verið í fiskvinnslunni, en því hefur ekki allt- af verið að heilsa. Óskar segir að fiskirí hafi verið mjög gott í vetur, en fimm bátar leggja upp hjá Drangi, fjórir róa með línu og einn er á drag- nót. Þeir hafa undanfarið mest sótt á mið innarlega í Húnaflóa og í Stein- grímsfjörð. Gæftir hafa verið erfiðar í vetur eins og víða annars staðar til sjávarins. Ýsan sem veiðist vel er að miklu leyti fryst, en þorskurinn í vaxandi mæli fluttur út ferskur. Óskar segir að mikið sé af ýsu á miðunum, en þar sem veiðiheimildir heimamanna eru litlar í þeirri tegund hafa menn skipt á ýsu og þorski. Hann segir að í slík- um viðskiptum leggi ýsukíló sig á rúmar 300 krónur, en þorskurinn á um 220 krónur. Sumir keyra á milli „Við erum bara brattir og hér er sveitarfélagið að byggja tvö íbúðar- hús,“ segir Óskar. „Það var orðin brýn þörf á því og verið hefur skort- ur á húsnæði, en húsnæði er for- senda þess að fá fólk til að flytja hingað. Mest er þetta heimafólk sem starfar í vinnslunni, en einnig fólk úr sveitinni og frá Hólmavík. Það er líka nokkuð um að fólk hér á Drangs- nesi fari til vinnu á Hólmavík, enda ekki nema um 25 mínútur að renna á milli á góðum vegi,“ segir Óskar. Nóg að gera í fiski og skel  Gott atvinnuástand á Drangsnesi  Kvóti Byggðastofnunar skiptir miklu  Fimmtán manns vinna hjá Drangi í 70 manna bæjarfélagi  Tvö hús í byggingu Morgunblaðið/Óskar Næg vinna Fimm bátar leggja upp hjá Drangi á Drangsnesi og stöðug vinna hefur verið þar í vetur, ólíkt því sem oft var áður. Fyrirtækið Strandaskel var stofn- að haustið 2011 og eru fyrirtæki í Strandasýslu stærstu eigendur þess. Óskar er framkvæmdastjóri og segir hann að á ýmsu hafi gengið í ræktuninni á köðlum eða línum á afmörkuðu svæði í hrein- um Steingrímsfirðinum. Mest hafi framleiðan verið um 50 tonn eitt árið, en í ár reiknar hann með tíu tonnum af skel. Skelin er forsoðin og fryst hjá Drangi og síðan seld á veitingastaði, en fleiri kunna að meta þessa afurð. „Sem dæmi má nefna að blá- skel er mjög vinsæl á Galdrasafn- inu á Hólmavík og hreinlega mok- að í ferðamennina yfir sumartímann. Auk innlendra veit- ingastaða er talsvert flutt ferskt út til Evrópu og þá einkum á vor- in,“ segir Óskar. Strandaskelin eftirsótt VINNA BLÁSKEL ÚR RÆKTUN Í STEINGRÍMSFIRÐI Úr Steingrímsfirðinum Mörgum finnst bláskelin herramannsmatur. Skipulags- og umhverfisráð Akra- neskaupstaðar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að fá ráðgjafa hjá fyrirtækinu VSÓ til að taka út þann búnað sem HB Grandi hyggst nota í nýrri verksmiðju. Jafnframt að bera hann saman við þann besta mögulega búnað sem til er á þessu sviði, til að forðast lyktarmengun, en íbúar á Akranesi hafa farið fram á úrbætur. Samkvæmt upplýsingum frá Reg- ínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra á Akranesi, felst í úttektinni að leggja mat á mengunarvarnir sem HB Grandi notar við að draga úr lyktar- mengun frá fiskþurrkunarverk- smiðju þeirra eins og hún er nú og hvort mengunarvarnir fyrir stækk- aða verksmiðju séu einnig í sam- ræmi við bestu fáanlegu tækni. Út- tekt verður gerð á verksmiðjunni og þekktar lyktaruppsprettur skoð- aðar, s.s. frá hráefni, búnaði, út- blæstri, frárennsli og afurðum. Einnig verða verkferlar skoðaðir og viðbrögð við frávikum/kvörtunum og leitað verður til ýmissa sérfræðinga á þessu sviði varðandi mismundi að- ferðir til að draga úr lyktarmengun. „Þegar þessari athugun verður lokið munum við taka ákvörðun um næstu skref varðandi beiðni HB Granda um stækkun á verksmiðj- unni á Akranesi,“ segir Regína. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skoðað Frá Akratorgi á Akranesi. Bærinn gerir úttekt á búnaði HB Granda  Næstu skref á Akranesi tekin að úttekt lokinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.