Morgunblaðið - 23.02.2015, Side 23

Morgunblaðið - 23.02.2015, Side 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 hemlun, minnka slit á dekkjum og draga úr eldsneytiseiðslu þarf fjöðrunarbúnaður að vera rétt hjólastilltur Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. 564 5520 bilajoa.is Þarf ekki að hjólastilla bílinn þinn Opið: mánud. – fimmtud. 8-17 föstudögum 8-15 með allt fyrir bílinn Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is Til að hámarka jafnvægi bílsins við Persónuleg þjónusta og vinalegt umhverfi Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Fjölbreytt æfingarstöð eitthvað fyrir alla Ketilbjöllur v Spinning v Hópatímar Skvass v Golf hermir v Körfuboltasalur Cross train Extreme XTX Einkaþjálfun v Tækjasalur 12 mán. kort: kr. 59.900,- (ekki skvass) nánar á veggsport.is Nú skal sparkað, klórað og dregið fyrir nefnd, og þar situr jú sannsögult, mistaka- laust fólk, sem telur sig hafa efni á að yf- irheyra og dæma aðra. Vinstri, jafnaðar og Píratar, þar er fólk svo sannsögult, að það verður að taka á Hönnu Birnu. Þið er- uð búin með Geir H. Haarde. Síðan hefja upp raust sína tvær konur, stjórnsýslu- og stjórn- málafræðingur, sem segja að málið sé einstakt og nota stór og meið- andi orð: „rúin trausti“. Sé ykkur þetta einstakt mál, þá eruð þið vanhæfar. Kemur á óvart dómur frá konum um konu? O, nei. Hvernig vogið þið ykkur að tala um traust ? Hér kemur örlítið brot af trausti. Jó- hanna Sigurðardóttir gaspraði í yf- ir 30 ár um hagi þeirra lægst laun- uðu, en er hennar tími kom fór hún, eini stjórnmálamaðurinn, og skerti grunnlífeyri hinna lægst settu, sætti ákæru sem forsætis- ráðherra og hvað hún gerði fyrir bankana, á eftir að koma í ljós. – Rúin trausti. Steingrímur J. laug til um afstöðu sína til ESB og vildi samþykkja Icesave og hvað hann gerði fyrir peningaelítuna, á eftir að koma í ljós, – rúinn trausti. Birgitta Jónsdóttir, úr ræðustóli Alþingis vildi láta kæra lögregluna fyrir störf í Auðbrekkumálinu, vildi sjálfsagt hefna sín, því að Hanna Birna talaði til hennar í þessu máli, – rúin trausti. Allt Samfylking- arfólk sem vill í ESB og að skrifa undir Icesave og stundar niðurrif, – rúið trausti. Svandís Svav- arsdóttir sætti ákæru og hlaut dóm og stendur fyrir sovét-forræð- ishyggju, – rúin trausti. Katrín Jakobsdóttir, sem stýrði öllum í nám á kostnað þjóðarinnar í staðinn fyrir uppbóta- vinnu, hvernig stendur ákæra Ólafs skóla- stjóra á hendur henni? – Rúin trausti. Guð- mundur Steingrímsson vill brjóta mín mann- réttindi með því að opna landið alfarið og vill ekkert nema að ganga í ESB, – rúinn trausti. Einn góður af þeim eldri, því að hann gasprar enn, vildi samþykkja Icesave, jú orðhákurinn Svavar Gestsson, – rúinn trausti. Þetta er aðeins brot af því fólki sem vill dæma aðra. Finnist stjórnmálafræðingum það sem ég hef talið upp bara í lagi þá þarf að athuga innrætingu þess- ara spekinga í Háskólanum. – Rún- ir trausti. Ögmundur Jónasson, vonbrigði að þú ætlir Hönnu Birnu fyrir nefnd, væruð þið sjálf traust- vekjandi fólk án mistaka, en svo er það nú bara ekki. Þið hljótið að kalla til Stefán Eiríksson, en ég trúi honum ekki umfram Hönnu Birnu, hann var of fljótur að skipta um starf. En þið ætlið víst ekki að hætta að sparka í liggjandi fólk. Að upp- hefja sig á tárum annarra fer aldr- ei vel. Það mun koma í ljós hversu ljótt þetta mál er frá hendi þeirra er að því standa. Leki hvað? Frá því að ég fór að muna eftir mér og að fylgjast með, þá hefur kerfið og stjórnmálin lekið og ekki er dómskerfið uppá marga fiska. Í öllum bænum lítið í eigin barm áður en þið sparkið svona. Lítilmennið Hallgrímur Helgason fann hjá sér hvöt í hátíðardagskrá RÚV að niðurníða Hönnu Birnu, væntanlega voru börn og fjöl- skyldur að horfa. Ekki einu sinni á hátíðisdögum er frí. En, æ, jú, hann tilheyrir „góða fólkinu“ innan gæsalappa. Rætið fólk fær ávallt til baka sínar gjörðir. Mín litla virðing á Alþingi hrundi, er ég sá að þið ætlið ekki að láta staðar numið með þetta mál. Farið að stjórna landinu, sé það þá hægt fyrir óhæfum lít- ilmennahópi, – sem er of stór. Ég vil viturt fólk á þing, þá kannski kýs ég aftur, hef ekki kosið, því að mér hugnast ekki lýðurinn sem þar situr. Ég trúi ekkert frekar umboðs- manni Alþingis frekar en Stefáni Eiríkssyni, ber meira traust til Hönnu Birnu en ykkar sem ég hef talið upp. Traust ? Eftir Stefaníu Jónasdóttur » Það mun koma í ljós hversu ljótt þetta mál er frá hendi þeirra er að því standa. Stefanía Jónasdóttir Höfundur býr á Sauðárkróki. Fasteignamarkaður- inn í Mið-Flórída hélt áfram að styrkjast árið 2014, allar líkur eru á því að markaðurinn haldi áfram að styrkj- ast með svipuðum ár- angri í ár. Við erum ennþá í svokölluðum seljendamarkaði (lager dugir ekki til sex mán- aða sölu), sem þó gæti breyst í kaup- endamarkað, þar sem eignum á markaðnum fjölgar stöðugt. Meðan fastir vextir á 30 ára lánum haldast í kringum 4% (sem er mjög hagstætt fyrir fasteignakaupendur) má búast við að menn haldi áfram að kaupa fasteignir. Ekki skaðar það kaup- endur að það eru nú um 35% fleiri eignir til sölu en á síðasta ári, að sögn félags fasteignasala í Mið-Flórída (ORRA). Eru þetta góðar fréttir bæði fyrir seljendur og kaupendur fast- eigna í Mið-Flórída. Önnur vísbending um bætt ástand fasteignamarkaðarins í Mið-Flórída er að miðjuverð fasteigna hækkaði um 6,5% frá því í desember 2013 þar til í desember 2014. Þetta sýnir að verðmæti fasteigna í Mið-Flórída hef- ur verið að aukast og hafa eigendur fasteigna þar séð stöðuga hækkun á verði eigna sinna síðustu 40 mán- uðina, þetta er engin tilviljun. Fast- eignaverð í Mið-Flórída hefur stöð- ugt og örugglega hækkað undanfarið og það lítur ekki út fyrir að þessi þró- un muni neitt hægja á sér á næstunni. Margir hagfræðingar spá því að nýbyggingar muni aukast og hækka í verði. Jonathan Smoke, sem er hag- fræðingur fyrir heimasíðuna „Real- tor.com“ og telur sjálfan sig vera aft- urhaldssaman bjartsýnismann, ritaði grein í Wall Street Journal um þessi mál. Í greininni spáir hann því að við munum sjá fleiri sem eru að kaupa eignir í fyrsta sinn koma inn á mark- aðinn og að nýbyggingar munu aukast um 25%. Trulia.com fram- kvæmdi skoðanakönnun meðal gesta á heimasíðu sinni þar sem um 2.000 tóku þátt, 36 prósent svarenda reikna með því að árið 2015 verði betra ár til þess að selja fasteignir en árið 2014, þetta segir okkur að almennings- álitið telur að fast- eignamarkaðurinn sé að rétta úr kútnum. Þó svo brunaútsala bankanna á nauðung- arsölueignum sé að mestu yfirstaðin eru samt mörg tækifæri enn fyrir vana fjárfesta til þess að kaupa eignir sem þarfnast viðgerða. Bankarnir eru enn að selja lagerinn sinn af eignum sem þeir tóku til baka á nauðungarsölum. Vanir fjárfestar sjá enn mörg tæki- færi og kaupa eignir sem þurfa á minniháttar viðgerðum að halda og eru enn að hagnast á þessum við- skiptum. Það má samt segja að það séu merki um heilbrigðari markað að þessum eignum hefur fækkað veru- lega á markaðnum. Það má reikna með því að á árinu 2015 sjáum við stöðuga og örugga verðhækkun á fasteignamarkaðnum í Mið-Flórída, með fjölgun á kaup- endum sem eru að kaupa sína fyrstu eign og síðan með aukinni sölu á ný- byggingum. Einnig reikna ég með að við sjáum fleiri útlendinga koma til Flórída til þess að kaupa sér frí- stundahús og til þess að fjárfesta í fasteignum. Lúxuseignir eru að byrja að hreyfast, sem er einnig merki um heilbrigðari og stöðugri markað. Sem sagt: Það má búast við að árið 2015 verði gott ár í fasteignasölu í Mið- Flórída. Eftir Pétur Má Sigurðsson Pétur Már Sigurðsson »Margir hagfræð- ingar spá því að ný- byggingar muni aukast og hækka í verði. Höfundur er fasteignamiðlari í Mið- Flórída og eigandi The Viking Team, Realty. Íslensk heimasiða www.- Floridahus.is. Horfur á fasteigna- markaðnum í Mið-Flórída 2015 mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.