Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Andri Karl Laufey Rún Ketilsdóttir Hæstiréttur staðfesti úrskurð Hér- aðsdóms Reykjavíkur í gær og hafn- aði kröfu lögreglustjórans á höfuð- borgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir tveimur hælisleitendum. Annar þeirra sagðist við skýrslutöku hjá lögreglu styðja Ríki íslams og vilja taka þátt í stríði fyrir guð. Menn- irnir eru einnig eftirlýstir annars staðar á Norðurlöndum og farið hef- ur verið fram á framsal þeirra. Í greinargerð kemur fram það mat lögreglu að af mönnunum stafi hætta og að þeir kunni að grípa til ofbeldis gangi þeir lausir. Hæsti- réttur segir hins vegar að lögreglu- stjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki gripið fyrst til vægari úrræða en gæsluvarðhalds og því sé kröfu hans hafnað. Ekki megi beita út- lending varðhaldi nema það sé nauðsynlegt til að ná lögmætu markmiði, sem að er stefnt, og því verði ekki náð með öðru og vægara móti. Lögreglan hefði því átt að leggja fyrir viðkomandi útlending að dvelja á afmörkuðu svæði áður en látið yrði reyna á gæsluvarðhald. Með af- mörkuðu svæði sé til dæmis átt við tiltekinn bæjarhluta, gistiheimili eða aðra aðstöðu sem komið yrði upp fyrir þá útlendinga sem um ræddi. Styður Ríki íslams Í greinagerð lögreglunnar um mál hælisleitendanna kemur meðal annars fram að maðurinn hafi frá upphafi sýnt af sér sjálfskaðandi og ógnandi hegðun. „Lögregla fékk heimild barnaverndarnefndar til að spegla tölvu sem kærði, X, hafði notað meðan hann var vistaður hjá þeim og sé ljóst af þeirri skoðun að hann hafi verið að skoða mikið af efni sem tengist hryðjuverkasam- tökum, eins og Ríki íslams og Boko Haram, m.a. þar sem sjá megi af- tökur á fólki,“ segir í greinargerð- inni. Aðspurður hjá lögreglu hvort hann styddi aðferðir ISIS hryðju- verkasamtakanna hefði hælisleit- andinn sagst elska samtökin, þau væru ekki fyrir stríð og ekki fyrir pyntingar. Þá sagðist hann vilja taka þátt í stríði fyrir guð. Þá hefði maðurinn einnig viðhaft hótanir um að sprengja þúsund manns í loft upp yrði hann sendur úr landi. Hinn hælisleitandinn sem var með honum í för og er ætlaður bróðir hans, hef- ur verið vistaður á bráðamóttöku geðdeildar vegna sjálfsvígshótana og hnífstungu af eigin hendi. Báðir mennirnir eru þekktir und- ir öðrum nöfnum og fæðingardögum hjá Interpol og í öðrum löndum. Fingraför þeirra staðfesta að um sömu aðila er að ræða. Lögreglu- stjóri komst að þeirri niðurstöðu í greinargerð sinni að hætta væri á því að mennirnir kynnu að grípa til ofbeldis ef þeir gengju lausir. „Sem enginn veit hver er“ „Það er auðvitað óheppilegt fyrir samfélagið að þar sé einhver sem enginn veit hver er, hvað hann heit- ir, hvaðan hann kemur eða hvers megi vænta af honum,“ segir Jón H.B. Snorrason, saksóknari og að- stoðarlögreglustjóri höfuðborgar- svæðisins, spurður um hælisleitend- urna tvo sem ekki sæta gæslu- varðhaldi. Segir hann fyrirkomulag mála af þessu tagi hér á landi frá- brugðið því sem gerist, til að mynda, annars staðar á Norður- löndunum. Þar segir hann að það sé ríkari tilhneiging, að minnsta kosti í Noregi, til að úrskurða menn í gæsluvarðhald við slíkar aðstæður. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæð- inu, sagði í gærkvöldi að mönnunum yrði gert að dvelja á afmörkuðu svæði og tilkynna sig til lögreglu. Færu þeir ekki að fyrirmælum lög- reglunnar gæti komið til þess að gerð yrði krafa að nýju um gæslu- varðhald. Ólöf Nordal dómsmálaráðherra segir að þingmannanefnd sé nú að störfum við að endurskoða útlend- ingalögin. Gat hún ekki tjáð sig um staðfestingu Hæstaréttar á úrskurði Héraðsdóms í máli hælisleitendanna að svo stöddu. „Hæstiréttur og hér- aðsdómur horfa almennt til þess hvort slík ógn stafi af mönnum að það þurfi að setja þá í gæsluvarð- hald,“ segir hún. Taldir hættulegir en ganga lausir  Tveir eftirlýstir hælisleitendur ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald  Annar fylgjandi Ríki íslams  Mennirnir eru ógnandi að mati lögreglu  Hæstiréttur segir að grípa eigi fyrst til vægari úrræða Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Það komu bændur til okkar að hjálpa því það hafði ekkert skemmst hjá þeim. En hver einasta rúða í úti- húsunum sem snýr í austur, 35 stykki, splundraðist nema í íbúðar- húsinu og það er af því að ég plantaði trjám fyrir einhverjum árum sem skýldu íbúðarhúsinu,“ segir Berglind Hilmarsdóttir á Núpi III, Vestur- Eyjafjöllum. Veðurhamurinn undir Eyjafjöllum á sunnudag var slíkur að splunkuný stór flekahurð 3,5 metrar að breidd og 3,5 metrar á hæð lagðist saman eins og pappírsblað á Núpi III. „Samt vorum við með styrkingu á henni. Við vorum með traktor við hurðina og lögðum ógnarstóran trébita upp að. Trébitinn kubbaðist bara í sundur,“ segir Berglind en raunum hennar var ekki lokið. Þegar hún fór í fjós á 15 ára göml- um Toyota Land Cruiser kom maður hennar, Guðmundur Guðmundarson, skömmu síðar á ögn eldri Nissan Pat- rol. Guðmundur lagði bíl sínum þétt við Land Cruiser-inn til að verja nýrri bílinn fyrir grjóti sem fauk á ógnarhraða. Skyndilega heyrðu þau niðinn í vindinum verða háværari. „Þegar hvellurinn kom stóð hann yfir í nokkrar sekúndur og allar rúðurnar splundruðust í báðum bílunum. Við litum út og sáum að grjótið hafði farið í gegnum Patrol gamla og í Land Cruiser og rústað allar rúð- urnar nema fram- og afturrúðurnar,“ segir hún. Fólk virðir ekki lokanir Lítill snjór er um þessar mundir undir Eyjafjöllum og klaki og grjót fauk því um sveitirnar og braut og bramlaði. Björgunarsveitir höfðu verið að hreinsa upp bíla sem höfðu setið fastir en fáar rúður voru eftir í flestum bílanna sem Dagrenning frá Hvolsvelli sótti. „Við í Dagrenningu og Víkverjar tókum yfir 30 manns af vegum landsins og komum í gist- ingu,“ segir Einar Viðar Viðarsson, björgunarsveitarmaður í Dagrenn- ingu. „Það er stórt vegaskilti aðeins austan við Seljalandsfoss, á veginum, og þar stóð með rauðu letri 40 metr- ar á sekúndu og lokað og annað en fólk fer samt þarna framhjá.“ »9 Morgunblaðið/Sverrir Guðmundsson Mölbrotið Engu líkara er en skotið hafi verið á útihúsin við Núp III en þetta eru göt eftir steina. Hver einasta rúða, 35 stykki, splundruðust  Miklar skemmdir urðu á Núpi III, Vestur-Eyjafjöllum Þar sem lítill snjór er undir Eyja- fjöllum tókst grjót og klaki á loft í vindhviðunum á sunnudaginn og þeyttist um sveitirnar – skemmdi allt sem á vegi þess varð. Einar Viðar Viðarsson úr Björgunar- sveitinni Dagrenningu frá Hvols- velli segir að það hafi víða verið ófögur sjón þar sem hann kom að. „Vindurinn var það öflugur að þegar maður kom á vettvang þá var fjósið eins og það hefði verið fjós í Úkraínu. Grjótið og klakinn kom á svo mikilli ferð að það braut ekki bara glugga, stálklæðningar og annað heldur fór bara í gegn. Þetta var eins og eftir risastóra hríðskota- byssu þar sem maður kom.“ Víða var ófögur sjón GRJÓTIÐ ÞEYTTIST Í GEGNUM RÚÐUR OG STÁL „Til greina kemur að dregið verði úr tollvernd á alifuglakjöti og svína- kjöti, t.d. með lækkun á almennum tollum og/eða með auknum tollkvót- um. Slíkt þarf þó að ráðast af gagn- kvæmum samningum samningsað- ila,“ segir m.a. í skriflegu svari Sigurðar Inga Jóhannssonar land- búnaðarráðherra við fyrirspurn Vil- hjálms Bjarnasonar um endurskoð- un á samningi við Evrópusambandið um viðskipti með landbúnaðarvörur. Svar ráðherrans var birt á vef Al- þingis í gær. Fram kemur í svari Sigurðar Inga að viðræðurnar séu komnar vel á veg. Í þeim hafi verið lögð áhersla á gagnkvæma niðurfellingu tolla á fjölmörgum tollskrárnúmer- um, auk þess að semja um stækkun tollkvóta beggja aðila í þeim til- gangi að auka markaðsaðgang fyrir bæði unnar og óunnar landbúnaðar- vörur. Vilhjálmur spurði jafnframt hvort ráðherra hefði látið framkvæma greiningu á tollvernd landbúnaðar- vara. Í svari ráðherrans kemur fram að Ísland sé aðili að viðskiptasamning- um við tæplega 70 ríki um inn- og útflutning landbúnaðarvara. Heild- arinnflutningur landbúnaðarvara hafi numið tæpum 52 milljörðum kr. árið 2013 en útflutningur á sama tíma verið tæplega 8 milljarðar kr. Innflutningurinn hafi aukist um 10,5 milljarða kr. á fjórum árum en út- flutningurinn um 1 milljarð kr. Mest sé tollvernd á alifuglakjöti, unnum kjötvörum og svínakjöti. Á nautakjöti, ostum, reyktu og söltuðu kjöti sé hún minni. Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) hafi hlutfall tekjuígildis ríkisstuðnings af framleiðsluverð- mæti bænda farið úr 77% á árunum 1986–88 í 41,3% samkvæmt nýjustu mælingum. „Útflytjendur íslenskra landbún- aðarvara hafa markaðsaðgang fyrir helstu afurðir, en þó þarf að bæta markaðsaðgang fyrir ákveðnar af- urðir, svo sem mjólkurafurðir, vatn, bjór og sælgæti þar sem vaxandi tækifæri eru til útflutnings,“ segir orðrétt í svari landbúnaðarráðherra. agnes@mbl.is Mögulega verður dregið úr tollvernd  Landbúnaðarráðherra segir að viðræður við Evrópusambandið séu vel á veg komnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.