Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2015 Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • www.computer.is Síðan 1986 Sendum hvert á land sem er iPhone og iPad fylgihlutir á betra verði! Töskur fyrir spjaldtölvur frá kr. 1.490! König 500 Mbps rafmagnsnetkort Sweex Folie Case 7” Lightning bílahleðslutæki Lightning USB kaplar Pat Says Now hliðartaska • Komdu myndlyklinum fyrir hvar sem er • Engin uppsetning, styður HD myndefni • Tvær einingar, netkaplar og leiðbeiningar fylgja König lyklaborð með íslenskum stöfum König USB Media lyklaborð König USB lyklaborð Sweex Folie Case 8” Sweex Folie Case 10” 1.490 kr. 2.990 kr. 1.990 kr. 3.990 kr. 2.990 kr. 1.990 kr. 3.490 kr. 2.490 kr. 3.990 kr. Lightning hleðslutæki í vegg Seðlaveski fyrir iPhone 6 og iPhone 6 Plus 2.990 kr. 9.990 kr. Héraðsdómur kvað upp úrskurðfyrir helgi sem Hæstiréttur staðfesti í gær. Í úrskurðinum er gæsluvarðhaldi yfir hælisleitanda hafnað. Hljóta röksemdir lögregl- unnar, sem fór fram á gæsluvarð- haldið, sem og röksemdir Hæsta- réttar, að vekja menn til umhugsunar um stöðu slíkra mála hér á landi og með hvaða hætti öryggi landsmanna er tryggt.    Mennirnir sem um ræðir gáfuupp ólíkar upplýsingar hér og í öðru landi um það hverjir þeir eru og hvenær þeir eru fæddir. Rann- sóknir á tönnum þeirra benda einnig eindregið til að þeir séu eldri en þeir gefa upp hér á landi.    Annar mannanna sagðist í skýrslu-töku styðja hryðjuverka- samtökin Ríki íslams, hann elski sam- tökin og vilji fara og „taka þátt í stríðinu fyrir guð“. Sá hefur sótt mjög í efni frá samtökunum á netinu, meðal annars myndir af aftökum.    Maðurinn hafði einnig uppi hót-anir um að „sprengja þúsund manns í loft upp“ yrði hann sendur til tiltekins lands og fram kemur að við- komandi sé í miklu ójafnvægi.    Þrátt fyrir að allt þetta sé óumdeiltliggja nú fyrir úrskurðir dóm- stóla um að lögregla hefði fyrst átt að reyna vægari úrræði en gæslu- varðhald og því var gæsluvarðhaldi hafnað.    Ætla verður að úrskurðað sé ísamræmi við lög, sem hlýtur að fela í sér að löggjafinn þurfi að ræða hvort að lagasetning á þessu sviði hér á landi sé fullnægjandi. Úrskurðir til umhugsunar STAKSTEINAR Veður víða um heim 23.2., kl. 18.00 Reykjavík -2 skýjað Bolungarvík -4 alskýjað Akureyri -3 snjókoma Nuuk -15 léttskýjað Þórshöfn 3 léttskýjað Ósló 0 slydda Kaupmannahöfn 3 skýjað Stokkhólmur 2 skúrir Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 5 skúrir Brussel 6 léttskýjað Dublin 3 skúrir Glasgow 5 skúrir London 7 léttskýjað París 7 heiðskírt Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 3 skýjað Berlín 2 skúrir Vín 7 skýjað Moskva 2 þoka Algarve 16 skýjað Madríd 12 skýjað Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 12 skýjað Aþena 15 skýjað Winnipeg -17 skafrenningur Montreal -20 léttskýjað New York -6 alskýjað Chicago -13 heiðskírt Orlando 23 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 24. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:54 18:30 ÍSAFJÖRÐUR 9:05 18:27 SIGLUFJÖRÐUR 8:49 18:10 DJÚPIVOGUR 8:25 17:57 „Meiri hluti sérfræðihóps um afnám verðtryggingar af nýjum neyt- endalánum lagði til að vinna við áætlun um fullt afnám yrði hafin eigi síðar en á árinu 2016 þegar reynsla yrði komin á þær breytingar sem hópurinn taldi að gera ætti í fyrsta áfanga.“ Þetta segir í skriflegu svari frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráð- herra á Alþingi við fyrirspurn frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, þing- manni Samfylkingarinnar, um það hvenær mætti búast við að verð- trygging neytendalána yrði afnumin að fullu. Breytingar í fyrsta áfanga muni felast í því að óheimilt verði að bjóða neytendum verðtryggð lán með jöfn- um greiðslum til lengri tíma en 25 ára, lágmarkstími nýrra verð- tryggðra neytendalána verði lengd- ur í allt að 10 ár, takmarkanir verði gerðar á veðsetningu vegna verð- tryggðra íbúðalána og hvatar verði auknir til töku og veitingar óverð- tryggðra lána. Verðtrygg- ingin á undanhaldi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 29 ára gömlum karlmanni sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í íbúð þeirra í Stelkshólum í september á síðasta ári. Er maðurinn talinn hafa banað konunni með því að þrengja að öndunarvegi hennar. Ákæran var gefin út þann 2. febrúar en ákveðið var að þing- hald yrði lokað. Málið er komið á dagskrá Héraðsdóms Reykjavík- ur þar sem það verður tekið fyrir í lok mars. Gerðist í september Aðfaranótt 28. september fékk lögregla tilkynningu um að 26 ára kona væri látin á heimili sínu í Stelkshólum í Breiðholti. Eigin- maður konunnar var handtekinn í íbúðinni en strax vaknaði grunur um að andlát konunnar hefði bor- ið að með saknæmum hætti. Börn hjónanna, tveggja og fimm ára, voru heima þegar konan lést en talið er að þau hafi verið sof- andi. Maðurinn var upphaflega úrskurðaður í gæsluvarðhald og sætti einangrun í fangelsinu að Litla-Hrauni. Því var fljótlega breytt í öryggisgæslu á rétt- argeðdeild Landspítalans á Kleppi. Karlmaður ákærður fyrir manndráp  Grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana  Málið tekið fyrir í mars Dómur Í Héraðsdómi Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.