Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2015 Laugavegi 34 101 Reykjavík | Sími: 551 4301 | gudsteinn.is Gallabuxur verð 14.900,- Guðsteins Eyjólfssonar sf V E R S L U N Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Buxnaleggings kr. 7.900 Str. S–XXL : –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 2. mars. SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 6. mars FERMINGAR Fermingarblaðið er eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is BUXUR - BUXUR fyrir allar konur w Niðurmjóar - Beinar Mörg snið - Margir litir GERRY WEBER - GARDEUR Lára Halla Sigurðardóttir Benedikt Bóas „Ég var sofandi og allt í einu voru sex björgunarmenn þarna, brosandi og mjög skemmtilegir, þá var ég svolítið hissa,“ segir Kerstin Lang- enberger, þýsk kona á fertugsaldri sem lagði upp í ferð í kringum Mýrdalsjökul síðastliðinn þriðjudag. Ferðin átti að standa yfir í níu til tólf daga en hún ætlaði frá Hrífu- nesi í Skaftártungu yfir í Fljótshlíð. Kerstin segist hafa valið leiðina þar sem á henni eru skálar á 15 til 20 kílómetra fresti. Hún hafði tjald meðferðis og gerði ráð fyrir að tjalda þegar veð- ur leyfði. „Ég vissi að það ætti að vera mjög slæmt veður um helgina og hafði neyðartæki með mér.“ Kerstin er mjög vön ferðalögum við erfiðar aðstæður. Hún bjó hér á landi í sex ár, þekkir svæðið þar sem hún gekk síðustu daga mjög vel og starfaði um tíma sem skála- vörður. Veður setti leitinni að Kerstin skorður en ekki var hægt að senda björgunarmenn á vélsleðum eða öðrum tækjum en snjóbílum. Var það snjóbíll Hjálparsveitar skáta í Kópavogi sem kom í skálann þar sem hún hafði leitað skjóls fyrir af- takaveðrinu. Grétu í símanum Einar Viðar Viðarsson, björg- unarsveitarmaður úr Dagrenningu frá Hvolsvelli, stóð í ströngu í veð- urhamnum við að bjarga erlendum ferðamönnum sem réðu ekki við að- stæður. Hann segir að ferðaþjón- ustufólk hafi varað fólk við að vera á ferðinni en allt hafi komið fyrir ekki. „Fólk frá Taívan hafði farið af stað um morguninn þrátt fyrir við- varanir en komst ekki nema tvo kílómetra. Þá hafði grjótdrífa kom- ið á bílinn og sprengt tvær rúður. Það grét í símann og fólkið á Sól- heimakoti hafði reynt að fara að sækja það á traktor en bóndinn varð frá að hverfa vegna veðurofs- ans og grjótfjúksins. Þau voru í bílnum frá 11 að morgni til sex að kvöldi þegar þeim var bjargað.“ Alls björguðu Einar og félagar hans í Dagrenningu ásamt Víkverja frá Vík í Mýrdal um 30 manns og komu þeim fyrir í gistingu víða um sveitina. „Eðlilega bregður fólki sem hefur aldrei séð svona veður. Einn maður skellti á þá í Víkverja og var með ægilega mikinn hroka og mikla stæla og mikla háreysti þegar þeir ætluðu að bjarga hon- um. En hann sagði þvert nei og það er erfitt að bjarga fólki sem vill ekki láta bjarga sér. Hann hringdi svo tveimur tímum síðar og þá var kjarkurinn farinn og hann búinn að hringja í neyð- arlínuna, grátandi eins og smábarn og sagði að bílinn væri að fenna í kaf og það yrði að bjarga sér. Þannig það var haldið af stað og hann fannst,“ segir Einar. Vissi að það ætti að vera mjög slæmt veður  Björgunarsveitirnar frá Hvolsvelli og Vík björguðu 30 manns Ferð Kerstinar Langenberger Grunnkort/Loftmyndir ehf. Fljótshlíðarvegur Eyjafjallajökull Mýrdalsjökull Hrífunes í Vík Hvanngil Morgunblaðið/Árni Sæberg Óhult Kerstin Langenberger sem lagði upp í ferð í kringum Mýrdalsjökul hafði ekki hugmynd um að fjöldi björgunarmanna hefði leitað að henni. mbl.is alltaf - allstaðar Röng fyrirsögn Röng fyrirsögn var í grein Jakobs Inga Jakobssonar í Morgunblaðinu 21. febrúar sl. en þar stóð: Er það hlutverk dómstóla að ákveða fyrir- fram hvað falli undir fordæmi dóm- stóla? Fyrirsögnin átti að vera: Er það hlutverk atvinnurekenda að ákveða fyrirfram hvað falli undir fordæmi dómstóla? Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Rangt niðurlag í minningargrein Í Morgunblaðinu í gær, mánudag, birtist rangt niðurlag í æviágripi Ingimars Kristins Þorsteinssonar. Hið rétta er að útför Ingimars Krist- ins fór fram laugardaginn 21. febr- úar 2015. LEIÐRÉTT Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og Píratar efna til sameig- inlegs opins umræðufundar um gjaldeyrishöftin og losun þeirra í Iðnó næstkomandi fimmtudag kl. 12.00-13.15. Í fréttatilkynningu segir að flokkarnir sem standa að fundinum telji grundvallaratriði að fram fari málefnaleg umræða um þetta mikilvæga mál fyrir opnum tjöldum. Frummælendur á fund- inum verða Sigríður Benedikts- dóttir, hagfræðingur hjá Seðla- bankanum, Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, og Ólafur Darri Andra- son, hagfræðingur ASÍ. Funda um losun gjaldeyrishafta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.