Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2015 Mest seldu sendibílar Evrópu Gríðarsterk sendibílalína Ford Ford hefur hlotið titilinn Sendibíll ársins – International Van of the Year árin 2013 og 2014. Í áratugi hafa fyrirtæki sett traust sitt á styrk, virkni og áreiðanleika Ford Transit enda mest seldu sendibílar Evrópu síðustu 40 ár. Ford Transit Connect, EcoBoost bensín 100 hö. beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,6 l/100 km. CO2 losun 129 g/km. Verðmeð bensínvél frá 2.950.000m/vsk. Ford Transit Connect, 1,6TDCi dísil 75 hö. beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,4 l/100 km. CO2 losun 115 g/km. Verðmeð dísilvél frá 3.210.000m/vsk. Ford Transit Custom, 2,2TDCi dísil 100 hö., 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 6,9 l/100 km. CO2 losun 183 g/km. Verð frá 4.330.000m/vsk. Ford Transit Van, 2,2TDCi dísil 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 7,3 l/100 km. CO2 losun 194 g/km. Verð frá 5.495.000m/vsk. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinnmynd í auglýsingu. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 FORD TRANSITCUSTOM F R Á FORD TRANSITVAN F R Á FORD TRANSITCONNECT F R Á 2.379.032 3.491.935 4.431.452 ford.is ÁNVSK KR. KR. KR. ÁNVSK Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16. Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga 12-16. ÁNVSK Kíktu í kaffiog spjall. Í sameiningu finnum við hagstæða fyrirtækjalausn fyrir þig. Brimborg er stærst í sölu atvinnubíla á Íslandi. Veldu traust umboðmeð einstöku þjónustu- framboði fyrir bíla- og tækjaflota. Garðabæ en ekki þeim sem liggja nær Reykjavík. Spilliefnin fóru eftir lögnunum, sem liggja í Skerjafirði, og enduðu í sjónum við Ánanaust í vesturhluta Reykjavíkur. Hann seg- ir að tilkynningar hafi borist frá íbú- um á þjónustuborð Kópavogsbæjar. Fjöldi kvartana var ekki tekinn sam- an. Fyrirtæki líklegur sökudólgur Guðmundur segir að ekki sé uppi nein tilgáta um það hver eigi sök á þessu. Rætt hefur verið við forsvars- menn fyrirtækja í næsta nágrenni, þ.á m. bensínstöðva og þeir beðnir um að kanna áfyllingar, mengunar- varnarbúnað og framkvæma birgða- mat. Ekkert fannst sem kann að skýra mengunina. „Þetta er eitt tilvik og því ekki um að ræða viðvarandi dælingu. Við opnuðum fullt af brunnum til þess að kanna hvort eitthvað fyndist, en það tókst ekki. Þess vegna erum við að horfa á eitt tilfelli. Tilgáta okkar er sú að hér sé um að ræða fyrirtæki sem losað hefur spilliefnin,“ segir Guðmundur. „Það er rétt að árétta að við eyðum milljörðum í holræsa- kerfi. Svo kostar hundruð milljóna að reka þetta. Losun spilliefna á að fara í annan farveg. Náttúran á ekki að þurfa að takast á við þetta,“ segir Guðmundur. Spilliefni fari í annan farveg Sigríður Kristjánsdóttir, teymis- stjóri í eftirliti hjá Umhverfisstofn- un, segir að fyrirtæki á svæðinu séu undir eftirliti hjá stofnuninni. „Við höfum ekki getað staðfest að upp- runinn sé hjá ákveðnu fyrirtæki. Þegar uppruninn er ekki þekktur þá er erfitt að bregðast við,“ segir Sig- ríður. Ef upp kemur alvarlegt meng- unarslys á landi þá er til viðbragð- sáætlun. Ekki þurfti að fara út í hreinsunarstarf í þessu tilviki og því var ekki gripið til hennar. „Ef um er að ræða einhver afglöp hjá fyrirtæki á svæðinu er næsta mál að reyna að finna hvaða fyrirtæki það er,“ segir Sigríður. Hún segir að tilkynning frá heilbrigðiseftirlitinu hafi borist í fyrradag og þess hafi verið óskað að setjast niður með fulltrúum Um- hverfisstofnunar til þess að ræða næstu skref. Það verður gert á næstu dögum. Spilliefni í fráveitukerfinu  Heilbrigðiseftirlitið tilkynnti Umhverfisstofnun um „alvarlegt mengunarslys“ í Kópavogi  Tilgátan er sú að fyrirtæki hafi losað spilliefni í miklu magni  „Náttúran á ekki að þurfa að takast á við þetta“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Mengun Heilbrigðisstofnun Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur tilkynnt alvarlegt umhverfisslys í Kópavogi. Miklu magni spilliefna var veitt í fráveitukerfi bæjarins og er álitið að fyrirtæki hafi staðið að baki losuninni. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Alvarlegt mengunarslys varð í Kópa- vogi í lok janúar sem að líkindum má rekja til losunar spilliefna í fráveitu- kerfi bæjarins. Að sögn Guðmundar H. Einars- sonar, framkvæmdastjóra Heil- brigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, komst upp um mál- ið hinn 27. janúar síðastliðinn þegar íbúar hringdu og kvörtuðu vegna ólyktar sem kom upp úr niðurföllum auk þess sem starfsmenn á vegum bæjarins fundu megna lykt í dælu- stöð. Í fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis segir „Heilbrigðisnefnd telur þetta atvik alvarlegt mengunarslys og ósk- ar eftir aðkomu Umhverfisstofnunar að málinu sbr. ákvæði 29. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir.“ Þar segir jafnframt að um hafi verið að ræða flæði leysiefna eða bensíns. „Þetta var ekkert smáræði. Við höfum engan sökudólg sem stendur,“ segir Guðmundur. Hann segir að ekki hafi verið hægt að mæla mengunina og því sé slysið í raun huglægt. „Þegar starfsmenn komu inn í dælustöð við Sunnubraut í Kópavogi mætti þeim leysiefnalykt. Í slíkum tilvikum er ekki um eitt- hvert slys í bílskúr að ræða, heldur er þetta alvarlegt og einhver hefur losað mikið magn. Eitthvað hefur gerst sem ekki á að gerast,“ segir Guðmundur. Hann segir að ekki hafi orðið vart við mengun síðan málið kom upp. Að sögn Guðmundar má skipta lagnakerfinu til austurs og vesturs. Lyktarinnar varð vart í lögnum nær Íbúar í Norðlingaholti kvörtuðu ítrekað undan spilliefnalykt sem barst upp úr niðurföllum á heimil- um þeirra á nokkurra mánaða tímabili snemma árs í fyrra. Ekki tókst að finna uppruna lyktarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Við reyndum að rekja okkur eftir lagnakerfinu í samvinnu við Orku- veituna. Við fundum ekki neina skýringu á þessu. Lyktin dreifðist víða um hverfið og við náðum ekki að finna neitt mynstur út úr þessu,“ segir Guðjón Ingi Eggerts- son, heilbrigðisfulltrúi hjá Reykja- víkurborg. Engin skýring fannst SPILLIEFNALYKT FANNST Í NORÐLINGAHOLTI Í FYRRA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.