Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2015 REYKJAVÍK HÁALEITI OG BÚSTAÐIR H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 Borgarhlutinn Háaleiti og Bústaðir liggur miðlægt á höfuðborgarsvæð- inu og afmarkast í vestri af Kringlumýrarbraut, í austri af Reykjanesbraut, í norðri af götunum Suðurlandsbraut, Grensásvegi og Miklubraut, og í suðri af sveitarfélagamörkum Reykjavíkurborgar og Kópavogs- bæjar. Íbúar eru um 14 þúsund. Þarna eru gróin íbúðarhverfi eins og Álftamýri og Háaleiti, Hvassa- leiti, Smáíbúðahverfið og Foss- vogur. Þessi hverfi eru fastmótuð og fullbyggð að mestu. Mikilvæg atvinnusvæði eru í borgarhlutanum, Múlar, Suður- landsbraut og Kringlan. Þau eru enn í þróun og uppbyggingu. Landslag borgarhlutans einkenn- ist af holtum og ásum en á milli þeirra voru eitt sinn mýrar sem hafa verið þurrkaðar upp (Kringlu- mýri, Fossvogsmýri.), Fossvogs- lækur rennur um Fossvogsdal til vesturs út í Fossvog. Íbúðarhverfin fast- mótuð og fullbyggð Fjórtán þúsund íbúar í Háaleiti og Bústöðum Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Við Bústaðaveginn miðjan, nánar tiltekið í Grímsbæ í Efstalandi, stendur Eldofninn, fjölskyldurekinn pítsustaður. Staðurinn er rekinn af hjónunum Evu Karlsdóttur og Ell- erti A. Ingimundarsyni, leikara, og tveimur sonum þeirra, Evert Aust- mann og Aron Austmann. Fjöl- skyldan hafði nýlokið við hádegis- törnina þegar blaðamann Morgunblaðsins bar að garði en Evert, eldri sonurinn, stökk til og útbjó vinsælustu grænmetispítsu fjölskyldunnar „Óla spes“ til þess að sannfæra blaðamann um ágæti píts- anna þeirra. Pítsur staðarins eru eldbakaðar og sósan gerð frá grunni. Á venjulegu föstudagskvöldi fer staðurinn með um það bil 30 lítra af sósunni. Við baksturinn not- ar fjölskyldan birki frá Hallorms- stað og ítalskan pressaðan harðvið, sem er sérstaklega framleiddur fyr- ir opna ofna, en eingöngu er notaður eldiviður við pítsubaksturinn. Pítsuáhuginn byrjaði á Íbísa „Okkur langaði til að gera piz- zeriu og við höfðum þann draum lengi,“ segir Ellert. Eva skýtur inn í að pítsuáhuginn hafi eflaust kviknað fyrst þegar þau voru á ferðalagi á Íbísa fyrir þónokkrum árum síðan. Þar sáu þau mann eldbaka pítsur í litlum kofa og þótti þeim þessi teg- und eldamennsku spennandi. Ekki síst í ljósi þess að eldbakaðar pítsur þekktust ekki hérlendis á þeim tíma. Upphaflega langaði þau til þess að opna pítsustaðinn í miðbæ Reykjavíkur. Hátt fasteignaverð í miðbænum varð þó til þess að hjón- in horfðu til fleiri staðsetningar- möguleika en póstnúmersins 101. „Við bjuggum hér í hverfinu og ætluðum að vera niðri í miðbæ, þar sem allir voru. Við keyrðum hér Morgunblaðið/Júlíus Sveifla Evert Austmann ber sig afar fagmannlega að með pítsudeigið í eldhúsinu hjá Eldofninum í Fossvogi. Flatbökurnar í Fossvogi  Fjölskyldan segir tenginguna sterka við íbúa hverfisins Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Kúfurinn kemur á fimmtudögum, þá koma út bæklingar og tilboðs- blöð stóru verslananna sem dreift er í hvert hús. Það er af sem var að póstmagnið sé mest í kringum mán- aðamót enda eru gluggabréf á und- anhaldi,“ segir Sigríður A. Sigurð- ardóttir bréfberi í Bústaðahverfinu í Reykjavík. Frægt er ljóð Davíðs Stefáns- sonar Konan sem kyndir ofninn. Ljóð þetta kunna margir en segja má að það sé á sinn táknræna hátt óðurinn til konunnar og þeirra sem sinna mikilvægum störfum en eru lítt áberandi. Er þó ómissandi, því marga hlekki þarf í keðjuna svo þjóðfélagið virki. Í dag er hins veg- ar svo komið að fáir kynda með brennandi ofni og konan hljóðláta er horfin til annarra starfa. Vinnur í leikskóla, afgreiðir í matvöruversl- un eða sinnir ræstingum. Eða ber út póst. Elskulegt fólk í hverfinu Í hverju samfélagi er póstþjón- ustan lykilstarfsemi; eitthvað sem aldrei má klikka. Í hernaði gildi meira að segja að pósturinn nýtur friðhelgi. Stríðandi fylkingar sam- mælast jafnvel um vopnahlé svo bréf og bögglar skili sér. „Fólkið sem ég ber póstinn til er yfirleitt mjög elskulegt. Hins veg- ar er vaxandi hundaeign hvimleitt vandamál. Í einstaka tilvikum eru hundarnir lausir heima við hús eða lausbundnir og geta glefsað í fólk. Við bréfberar megum sleppa þess- um húsum ef okkur líst ekki á blik- una, en ég hef á ferli mínum að minnsta kosti tíu sinnum eða oftar verið blóðbitin af hundi. Og enn oft- ar hafa þeir glefsað í mig,“ segir Sigríður, sem byrjaði í bréfburð- inum árið 1979. Götur í Fossvogi, svo sem Hörðaland, Giljaland og Goðaland voru lengi hverfi Sigríð- ar. Í dag fer hún hins vegar með póst í fyrirtæki við Ármúla, Veg- múla, Suðurlandsbraut og þar í kring. Tekur þar fyrri lotuna en fer svo í íbúðarhús við Ásgarð, Tungu- veg, Réttarholtsveg og Langagerði. Þægilegur vinnudagur „Já, það kemur stundum fyrir að þakklátt fólk býður í kaffi. Starfsfólk fyrirtækjanna er síðan al- veg sér á báti. Þaðan hef ég í þakk- lætisskyni fyrir þjónustuna fengið Hefur tíu sinnum ver  Sigríður ber út bréfin í Bústaðahverfinu  Rauðvín og konfekt en launin í lægra lagi Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.