Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 25
Borgarnesi, Akureyri og Hellu. Gengið var óhagstætt innlendri framleiðslu og breytingar á stöðu Eystrasaltsríkjanna höfðu mikil áhrif. Við sjálfstæði þessara þjóða urðu þar miklir efnahagserfiðleikar. Rússar hurfu á braut, framleiðsla lagðist af og mikið atvinnuleysi skap- aðist. Nágrannarnir Danir, Norð- menn og Svíar, sáu þarna tækifæri og mikill hluti fataframleiðslunnar fluttist frá Norðurlöndum til Eystra- saltsríkjanna þar sem laun voru mjög lág. Einnig var 15% tollur sem var á innflutningi fatnaðar frá Eystrasaltlöndunum til Íslands lagð- ur af. Framleiðsla á Íslandi gat ekki staðist þessa samkeppni. Danskur framleiðandi í Lettlandi kemur til Ís- lands 1997 og vildi selja fleece-fatnað á lágu verði til 66N. Árið 1998 hefst samstarf við þennan framleiðanda og verksmiðja sett á stofn í Salus á Lettlandi sem 66N kaupir síðan árið eftir. Ákvörðun um að leggja niður framleiðsluna á Íslandi var Elmari ekki léttbær, því hann vildi halda framleiðslu áfram á Íslandi, en rekstrarstaðan á Íslandi var vonlaus. Framleiðslan í Lettlandi leiddi síðan til mikils vaxtar 66N og tvöföldun sölunnar á einu ári. Ég tel að meg- inástæður velgengni 66N hafi verið fjölbreytt framleiðsla sem mætti nýj- um þörfum, mikil áhersla á gæði hrá- efna, vönduð hönnun, vel skipulögð framleiðsla, hve náið stjórnendur unnu að vöruþróun með notendum varanna, eins og sjómönnum og björgunarsveitum, og úthald stjórn- enda. Vörumerkið 66N er nú eitt þekkt- asta alþjóðlega íslenska vörumerkið en merkið varð til árið 1977. Elmar vildi skapa nýja ímynd og hafið var útflutningsátak í samstarfi við Hildu hf. Ákveðið var að finna nýtt vöru- merki. 66N merkið var valið úr nokkrum tillögum frá Auglýs- ingastofu Kristínar Þorkelsdóttur. Merkið var fyrst kynnt á sýningu í Halifax þar sem voru Elmar, Tómas Holton og undirritaður. Afar ánægjulegt er að fylgjast með glæsilegum árangri 66N/ Sjóklæðagerðarinnar en hann hefði aldrei náðst nema með þrautseigju og útsjónarsemi Elmars og sam- starfsfólks hans. Oft furðaði ég mig á því hvernig Elmar komst yfir öll verkefnin sem unnið var að, því yf- irstjórnin var fámenn. Gleymum ekki frumkvöðlunum þegar góður árangur er lofaður. Án þeirra væri lítið að lofa. a »Eftir 1990 fór staða innlendrar fram- leiðslu stöðugt versn- andi og innflutningur á fatnaði jókst. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2015 E-60 Bekkur Verð frá kr. 59.000 Fáanlegur í mismunandi lengdum. Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla www.facebook.com/solohusgogn Retro borð með stálkanti Verð frá kr. 96.000 Fáanlegt í mismunandi stærðum. E-60 Stólar Klassísk hönnun frá 1960 Hægt að velja um lit og áferð Verð frá kr. 24.300 DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is Tæki til vetrarþjónustu Stofnað 1957 Kútter Sigurfari var alla tíð talinn mikið happafley og gott sjóskip, 86 smá- lestir. Smíðaður úr eik og furu í Eng- landi árið 1885 en alla tíð notaður mik- ið við Íslands- strendur, eða til árs- ins 1970. Fyrst af Íslendingum, síðan af Færeyingum. Færeyingar, sem verndað hafa nokkrar svona gamlar skútur, færðu Íslend- ingum Sigurfara að gjöf í þeirri góðu trú að við myndum halda honum við og sigla honum, líkt og þeir gera með sínar skútur, en því miður höfum við ekki enn borið gæfu til þess að gera Sig- urfara að stoltu seglskipi sem siglir við strendur landsins. Förgun Okkar stóra ólán er, og ótrú- legt að slíkt var valið, að við komum honum fyrir uppi á landi þar sem sól og regn hafa nú nær grandað honum. Það er þó til lít- ils fyrir okkur að staldra við þann gjörning heldur verð- um við að horfa til dagsins í dag þar sem nú er rætt um að farga endanlega kútt- er Sigurfara, eina kútternum í eigu okk- ar Íslendinga. Ef af verður er það Íslend- ingum öllum til mik- illar minnkunar. Óaft- urkræft, það verður ekki tekið til baka. Ástand Víst er kútter Sigurfari illa far- inn en ég trúi því að í honum finnist tré sem eru enn í lagi og það sé hægt að gera hann upp. Ég er ekki í nokkrum vafa. Það hefur tekið sól og regn um 40 ár að því sem næst eyðileggja bát- inn – það mætti taka jafnmörg ár í að gera hann haffæran og láta hann sigla þöndum seglum. Viðgerð Tökum af honum möstur og baugspjót, setjum hann á vagn og flytjum hann til viðgerðar hjá Slippnum á Akureyri, þar eru enn til dugandi menn með þekk- ingu til að gera Sigurfara upp. Þar yrði byggt yfir hann til að stöðva frekari skemmdir og upp- bygging hafin. Fjármögnun Öll skip byggð fyrir 1950 eru fornmunir og því mætti hugsa sér að fjármagna verkefnið að hluta til úr fornminjasjóði en án efa má finna fleiri aðila sem væru til- búnir að koma að þessu verkefni. Verkefnið skapar atvinnu og við- heldur og eykur þekkingu á skipasmíðum, en Akureyri var í mörg ár mekka tréskipasmíði hér á landi. Fleiri skip Annað mjög merkt skip, björg- unarskúta Vestfjarða, María Júl- ía, bíður þess í höfninni á Ísafirði að vera gerð upp. Vestfirðingar söfnuðu sjálfir fyrir skipinu á sínum tíma, árið 1950, og greiddu það út í hönd. Ég hef fulla trú á því að Vestfirðingar séu stoltari en svo að þeir láti það skip fúna frekar og hefjist handa við að gera það upp áður en það verður um seinan. Það er líka sorglegt að vita til þess að Íslendingar skuli ekki varðveita neinn síðutogara. Svo virðist sem skip fái ekki sömu já- kvæðni í huga fólks þegar kemur að því að varðveita sögulegar minjar og því ekki sambærileg fjárframlög eins og t.d. hús. Þannig er t.d. flestum vel kunn- ugt um gamalt kaupfélagshús sem var endurbyggt fyrir 130 milljónir, það er í dag hið glæsi- legasta. Nú er líka unnið að fullu við að byggja upp Franska spít- alann, það mun kosta verulegar upphæðir en er vissulega gæsi- legt framtak. Sýnum skipum þá virðingu sem sæmir íslenskri þjóð. Setjum lögbann á niðurrif Kútters Sigurfara og hefjumst síðan handa við að gera hann haf- færan á ný. Verndum kútter Sigurfara Eftir Þorstein Pétursson Þorsteinn Pétursson » Óafturkræft skemmdarverk ef kútter Sigurfara verður fargað. Höfundur er í stjórn Hollvinafélags Húna II. hjúkrunarheimilum og annar meg- inhlutinn fer í loforð vegna leigu- leiðar sem unnið hefur verið eftir sl. ár. Lítið hefur verið fjallað um áhrif þessa á heilsu aðstandenda sem stundum veikjast sjálfir á biðtím- anum. Líka eru dæmi um að fólk þurfi hjálp við umönnun veiks að- standanda en fái enga aðstoð. Þekking á þessum hluta málsins er lítil sem engin og þarfnast nánari skoðunar. Mörg slík mál berast okkur en oftast er stolt aðstand- anda mikið og oft horft til hjúskap- arheits s.s. í blíðu og stríðu skal ég annast þig! Hér þarf að finna nýja nálgun og það í samráði við að- standendur svo þeir nái utanum hvern dag í sínu lífi. Lífið er dýr- mætt og það að bera virðingu hvert fyrir öðru óendanlega mikilvægt. Við eldri borgarar skorum á rík- istjórn og Alþingi að nota Fram- kvæmdasjóð aldraðra til uppbygg- ingar en ekki í rekstur. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. artæki,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.