Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2015 ✝ Hrefna ÓlöfÓlafsdóttir fæddist í Selfoss- hreppi í Árnessýslu 16. mars 1956. Hún lést 13. febrúar 2015 á líknardeild- inni í Kópavogi. Var hún þriðja barn hjónanna Ólafs Guðsteins Magnússonar síma- verkstjóra, f. 2.3. 1916, d. 25.1. 1975, og Sigrúnar Þórbjargar Runólfsdóttur, mat- ráðskonu og húsfreyju, f. 20.8. 1920, d. 13.3. 2011. Systkini Hrefnu eru Sigurður Emil Ólafsson, f. 16.6. 1944, kvæntur Guðnýju Ástu Odd- geirsdóttur Ottesen, f. 14.8. 1951. Fyrri eiginkona Sigurðar var Ólöf Sigurlaug Guðmunds- dóttir, f. 29.7. 1947, d. 20.1. 1989. Næstelstur er Sigmar Ólafsson, f. 25.10. 1949, kvænt- ur Úlfhildi Gunnarsdóttur, f. 4.11. 1948 og örverpið er Auður Ólafsdóttir, f. 6.4. 1957. Eiginmaður Hrefnu er Svein- björn Örn Arnarson, f. 3.7. 1959. Giftust þau 25.10. 1993. Varð þeim tveggja barna auðið: við góðan orðstír. Fram á ung- lingsár var sumrunum eytt með fölskyldunni í símaskúrunum en faðir hennar var símaverkstjóri og móðirin matráðskona hans. Vann hún einnig hjá símanum sem og í sláturhúsinu á Selfossi. Nýskriðin yfir tvítugt fluttist hún til Akureyrar og bjó þar um hríð. Þar kynntist hún verð- andi manni sínum, Sveinbirni Erni Arnarsyni, í Sjálfstæðis- húsinu. Árið 1983 lá leiðin til Reykjavíkur og eignuðust þau börn sín með skömmu millibili. Hófu þau búskap sinn á Hraun- teig í Laugarneshverfinu, æsku- hverfi Sveinbjarnar. Síðar meir fluttust þau á Laugateig í sama hverfi og enn síðar í Álfheima þar sem þau bjuggu uns flust var í Mosfellsbæ þar sem hún var til húsa er hún lést. Hrefna innti mörg störf af hendi á æv- inni og fór af henni gott orð. Vann hún t.a.m. í Hagkaupum á Akureyri og í Skeifunni, Laug- ardalshöll og á Laugardalsvelli og sem dagmóðir svo fátt eitt sé nefnt. Hrefna þurfti oft að glíma við heilsubrest á lífsleið- inni en tókst á við hann með æðruleysi svo eftir var tekið en einnig með atorkumiklum prjónaskap. Klæðast ófáir peys- um hennar víðsvegar um heim- inn. Útförin Hrefnu fer fram í dag, 24. febrúar 2015 kl. 13 frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 1) Ingibjörg Helga Sveinbjörnsdóttir, f. 6.4. 1984. Gekk hún að eiga Eyjólf Alexandersson 17.12. 2010 og sam- an eiga þau Sölva Eyjólfsson, f. 22.12. 2010. 2) Kjartan Örn Sveinbjörns- son, f. 12.11. 1987. Hrefna átti fyrir Ólaf Guðstein Kristjánsson, f. 6.12. 1975. Á hann dótturina Önnu Líf Ólafs- dóttir, f. 25.4. 1996. Býr hann með Kristinu Matijevic sem á dótturina Rozu úr fyrra sam- bandi. Hrefna sleit barnsskónum á Selfossi, nánar tiltekið við Smáratún. Átti hún ánægjulega barnæsku með fjöri og ærsla- gangi við Ölfusána og var afar hænd að föður sínum. Þurfti hún oft að líta eftir litlu systur og léku þær sér talsvert saman. Á unglingsárunum sungu þær systur með kvennakór á Selfossi og síðar meir á lífsleiðinni söng hún með Mosfellskórnum. Var hún meðlimur kórsins fram á síðasta dag og söng með honum Móðurást, er til fallegra orð. Sterkari og betri tilfinning en að vera hluti af slíkri ást er mér ókunn. Ég var svo lánsöm að ná góð- um árum með yndislegri móður minni. En nú er komið að kveðjustund sem ég á svo erfitt með að trúa. Enda kenndir þú mér allt, nema þó að lifa án þín. Það er svo sárt að geta aldrei aftur hringt í þig með ómerki- legustu hluti, slúður og spjall um allt og ekkert og alltaf fengið góð ráð, hjálp og réttu svörin. Hvert sem leið þín liggur er endastöðin ekki dimm enda fer manneskja líkt og þú á stað þar sem ljós, gleði og söngur er alls- ráðandi. Það verður drauma- landið þar sem við hittumst svo á ný, líkt og Inga amma komst iðulega að orði, þar gerum við eitthvað skemmtilegt saman. Því trúi ég. Ég vil ekki sleppa þér, helst aldrei, en það er því miður ekki í boði, eins ósanngjarnt og það er. Barátta þín og seigla hvetur mig áfram; að gefast aldrei upp og líta á það bjarta. Ég veit ekki hvernig ég mun finna styrk en ég verð að finna hann í minning- unum og hvernig fas þitt og hug- arfar var. „Gullið mitt“, eins og þú sagð- ir alltaf við mig, ég elska þig og takk fyrir lífið sem þú gafst mér, alla þína ást. Það er mér ómet- anlegt, sá tími sem þú áttir með ömmugullinu og sú hjálp sem þú veittir mér ásamt þeim ráðlegg- ingum sem þú gafst mér þegar ég var að stíga mín fyrstu spor í móðurhlutverkinu. Þú ert stór hluti af því sem ég er í dag og stend fyrir. Góða ferð, elsku hjartans mamma mín, við sjáumst aftur síðar og bröllum eitthvað skemmtilegt saman. Ég veit það, enda eins og þú sagðir alltaf: „Við erum svo góðar saman.“ Elska þig að eilífu. Þín dóttir, Inga Helga. Móðir mín er látin. Það er óttalegt rugl þó að mér sé full- kunnugt um þá staðreynd lífsins að fólk hættir að draga lífsand- ann á einhverjum tímapunkti. Engu að síður skil ég engan veg- inn hvað þetta á að fyrirstilla. Ekki var á nokkurn hátt kominn tími til brottfarar. Er ég og viss um að hún var sama sinnis. Raunar er ég alveg með það á tæru að hún vildi fá lengri tíma á meðal lifenda. Hún vildi halda áfram að syngja af list og prjóna og hugsa um vini og ættingja eins og henni var tamt að gera á sinn oft hægláta hátt. Hún vildi bara hreint út sagt meiri tíma með ástvinum og þeir vildu sannlega meiri tíma með henni. Tíminn er það dýrmætasta. Hún hafði enda ýmislegt að bjóða, sem gerði það þess virði og vel það að eyða tíma með henni. Einkum og sér í lagi gat hún boðið upp á góðmennsku, blíðu, gæsku, ljúfmennsku, mildi, skapgæði, hreinskiptni (á góðum nótum) og hlýju á silf- urfati. Allt þetta tók ég allt of oft fyrir sjálfsagðan hlut. Vissu- lega var það fyrir henni eðlilegt en ég hefði sannlega mátt greina henni oftar frá því hve vel ég kunni að meta hana; að ég hafi verið stoltur af henni, ánægður með hana. Að ég hefði tvímæla- laust getað fengið verri móður en hana (þetta er auðvitað úr- dráttur. Við móðir mín eigum það sammerkt að draga úr), að ég mér hafi þótt óendanlega vænt um hana. Og Guð veit að ég hefði viljað fá meiri tíma með henni. Ógrynni af hlutum voru óræddir, svo margt sem ósagt var og ótalmargt ógert. Að sjálf- sögðu var ég sauður, bjöllusauð- ur. Ég nýtti ekki tímann nógu vel. Það finnst mér allavega núna á þessari raunastundu og fæ ég ekki séð að það breytist. En ég verð víst að sætta mig við orðinn hlut. Enginn er víst eilíf- ur hér á jörðu. Og þó! Veit ég að móðir mín lifir allavega innra með mér á meðan ég dreg and- ann og alveg örugglega með barnabörnum sínum. Það er al- veg nógu nálægt eilífðinni fyrir mér. Sagt er að maður eigi að vera þakklátur fyrir það sem manni áskotnast. Má það svo sem vel vera. En í þessu tilfelli ætla ég barasta hreinlega að vera van- þakklátur af því að ég hefði vilj- að meira! Tek ég þó fram að ég er þakklátur fyrir það sem ég fékk. Svo er ég aftur á móti ein- staklega þakklátur fyrir að sjá og upplifa að ég er ekki einn um þá skoðun að móðir mín hafi ekki verið alslæm manneskja. Því síðustu daga hefi ég fengið allnokkur einkaskilaboð þar að lútandi en aðallega hefi ég séð hvaða hug fólk ber til hennar á facebook. Blessuð facebookin! Verð ég að segja að það er mér til hugarhægðar einhverra hluta vegna og kann ég öllum þeim sem sýndu móður minni hlýhug hjartans þakkir. Veit ég ekki hvað ég á að þrugla meira, enda er ég tómur og andlaus. Ætli ég endi ekki bara á því að ávarpa móður mína eins og tíðkast í minningargrein- um: Mamma, ég er stoltur af því að vera sonur þinn, stoltur af því að þú hafðir góð áhrif á fólk og þú varst elskuð. Ég er stoltur af þér og Guð minn góður hvað það er mikið rugl að þú sért farin! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson. Elsku Hrefna tengdamamma mín og vinkona. Ég kynntist þér þegar ég var ófrísk að Önnu Líf og þú bauðst mér og mömmu í kaffi til þín. Við urðum strax góðar vinkonur og vorum í góðu sambandi þó að við Óli værum ekki saman þá. Eftir að Anna Líf fæddist fórum við stundum bara þrjár saman upp í sumarbústaðinn ykkar í Grímsnesinu, og stundum fékk Sveinbjörn að fljóta með. Á þessum tíma varstu alltaf með ilmvatnið þitt sem þú lést sér- blanda fyrir þig með vanillu og kókos, en þær ilmtegundir voru og eru í uppáhaldi hjá okkur báðum. Síðan þá hefur vanillu- ilmur alltaf minnt mig á þig og sumarbústaðaferðirnar okkar. Það er dýrmæt minning og mun vanilluilmur án efa minna mig á þig inn í framtíðina. Þau ár sem við Óli vorum saman urðum við betri og betri vinkonur. Við vorum þekktar fyrir að vera með sama smekk og vorum taldar mun líkari en ég og mamma mín. Enda var allt sem þú gerðir hvort sem það var prjónaskapur, sem þú varst þekkt fyrir og annað sem þú út- bjóst og gafst okkur, eftir mínu höfði. Eftir skilnað okkar Óla varð engin breyting á sambandi okk- ar og hefur þú alltaf kallað og kynnt mig sem tengdadóttur þína og ég þig sem tengda- mömmu mína. Lengi framan af var Anna Líf einkabarnabarnið þitt og þú varst alltaf svo yfir þig stolt af henni og fannst hún fegurst fljóða … en tókst svo alltaf fram að þú værir að sjálfsögðu hlut- laus (bros). Þegar ég eignaðist svo Míu tókst þú henni sem barnabarni þínu og á hún ófáar prjónaflíkur frá „ömmu í Mosó“. Þeir sem þekkja hana Míu mína vita að hún stekkur ekki um háls allra við fyrstu kynni og jafnvel ekki önnur eða þriðju en alltaf var hún órög að knúsa Hrefnu ömmu sína. Ríkidæmið jókst svo til muna þegar Sölvi litli fæddist. Ég veit að hann veitti þér ómælda gleði og það sást langar leiðir hvað þú varst stolt af hon- um. Í gegnum veikindi þín urðum við jafnvel enn nánari vinkonur. Þú komst oftar en ekki í kaffi til mín eftir læknaheimsóknir þínar á sjúkrahúsið og þegar þú þurft- ir að leggjast inn hringdir þú iðulega í mig þar sem mér gafst ávallt tækifæri á að heimsækja þig. Það þótti mér ótrúlega vænt um og fann ég hversu mikils virði við vorum hvor annarri. Elsku Hrefna mín, það er erf- itt að kveðja þig. Þú varst tekin alltof snemma frá okkur en ég er þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig í lífi mínu og dætra minna. Ég er sannfærð um að við eigum eftir að hittast á nýjan leik. Hlakka til! Þín Edda. Hún Hrefna Ólöf systir mín er látin. Andlát hennar kemur ekki alveg að óvörum. Við sem höfum verið í samskiptum við þau hjón Hrefnu og Sveinbjörn gerðum okkur grein fyrir að hverju stefndi og sjáum núna að dauðinn getur verið líkn í þraut. Dauðinn er óumflýjanlegur öll- um og ef líf fólks er orðið með þeim hætti að ekkert er aug- ljóslega framundan þá viljum við sem eftir lifum trúa því að sá látni sé kominn á þann stað þar sem ríkir friðsæld og friður og að hún sé laus úr viðjum lík- amlegra þrauta. Um langan tíma voru sam- skipti okkar systkina ekki mikil og kom það að mestu til vegna þess að ég bjó um langan veg í burtu og gat illa haft náin sam- skipti. Það var okkur hjónum því mikið gleðiefni þegar hún náði að heimsækja okkur um jólin og má segja að það lýsi vel þeim andlega styrk sem hún bjó yfir undir það síðasta. Þrátt fyrir fjarlægðir vissum við jafnan hvort af öðru og var það ekki síst fyrir tilstilli móður okkar sem var mjög annt um að við systkinin héldum góðu sam- bandi. Hrefna eignaðist þrjú börn, elsta barnið, Ólaf Guðstein átti hún fyrir hjónaband, hann býr í Zagreb. Með eftirlifandi eiginmanni sínum, Sveinbirni Arnarsyni, múrara átti hún Kjartan, sem er starfsmaður NOVA og Ingu húsmóður í Kópavogi. Fyrir alllöngu byggðu þau með hjálp góðra manna fallegan sumarbústað í landi múrara við Öndverðarnes í Grímsnesi. Þar dvöldu þau löngum á sumrin og ég veit að þessi staður gaf syst- ur minni mikið til að lifa fyrir. Þarna kynntist hún golfíþrótt- inni og fylgdist eins og heilsan leyfði vel með því sem gerðist þar, ekki síst hjá syninum sem náði býsna langt í íþróttinni um tíma. Sveinbjörn tók virkan þátt í þessum golf labbitúrum og hafði sjálfur mjög gaman af. Hann var sannkristinn Framari og tók gjarna snerrur við KR- inginn bróður minn um flest sem íþróttir varðaði. En Hrefna lét ekki bara „verklegar“ íþróttir sér nægja. Hún tók virkan þátt í sönglífi í Mosfellsbæ og söng með Mos- fellskórnum meðan stætt var. Mér er kunnugt um að í gegnum sönginn eignaðist hún marga vini sem hafa sýnt henni alúð, natni og mikinn kærleik í veik- indum hennar. Við systkinin átt- um það víst sameiginlegt að hafa ómælda nautn og gleði af því að stunda söng. Mig langar til að ljúka þessum kveðjuorðum á því að votta ásamt eiginkonu minni, eftirlifandi eiginmanni Hrefnu, börnum og barnabörnum mína dýpstu samúð. Ég bið Guð að blessa ykkur um ókomna tíð. Lokaorð mín verða tilvitnun í söngtexta eftir Þuríði Kristjáns- dóttur. Þessi orð segja kannski flest það sem ég vildi sagt hafa um Hrefnu. Söngurinn göfgar og glæðir guðlegan neista í sál, lyftir oss hærra í hæðir helgar vort bænamál. Sameinar ólíka anda eykur kærleikans mátt, bægir frá böli og vanda bendir í sólarátt. Harmur úr huganum víki hamingjan taki völd, ástin að eilífu ríki, eflist hún þúsundföld. Farsæld og fegurð glæðir forðast hatur og tál, Söngurinn sefar og græðir söngur er alheimsmál. (Þuríður Kristjánsdóttir.) Sigmar Ólafsson. Mig langar að minnast elsku- legu vinkonu minnar sem var svo stór þáttur í lífi mínu. Það var svo gott að eiga vin eins og þig, elsku Hrefna mín, við áttum svo margar góðar stundir saman síðustu árin. Við höfðum alltaf nóg að tala um og það sem var mér kærast var hversu sannur vinur þú varst . Ég sakna þín svo mikið, sakna þess að tala við þig , hlæja með þér, gráta með þér og að getaf- aðmað þig að mér og sagt þér hvað ég elska þig. Það var alltaf svo notalegt þegar við sátum með kaffi og prjónana og töluðum út í eitt, svo eftir dágóða stund var ég ekki búin með neitt en þú búin með ermarnar á peysunni. Þá sagðirðu við mig: Hvað, ertu ekki kona, geturðu ekki gert tvo hluti í einu? Já það vantaði ekki húmorinn hjá þér, elsku vinkona mín. Það var svo frábært að sjá þig prjóna, þú bara skáldaðir munstrin á peysurnar og alltaf urðu þær geggjaðar hjá þér. En skemmtilegast þótti þér að prjóna á börnin þín og barna- börn sem þú varst svo stolt af, alltaf varstu jafn þolinmóð þegar óþolinmóðu skessuna þína vant- aði aðstoð við prjónana. Það var svo gaman að sjá hvað þú ljómaðir alltaf þegar þú talaðir um börnin þín og barna- börn, þú varst svo hreykin af þeim, og alltaf var jafn gaman þegar þú varst að sýna mér nýj- ar myndir af þeim því þú ljóm- aðir þá alltaf af gleði og ást. Sumarbústaðarferðin sem við vorum búnar að plana með mömmu og systu strax og þú treystir þér með okkur verður bara að bíða þar til við hittumst allar saman þegar okkar tími kemur. Þá verður það kósí í náttfötunum með spilin og grandið eins og við vorum búnar að plana. Það sem hlýjar mér í hjartanu er að við áttum bara góðar minningar saman og þær minn- ingar mun ég varðveita í hjarta mínu að eilífu. Elsku Sveinbjörn, Ólafur, Ingibjörg, Kjartan og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið guðs engla að vaka yfir ykkur á þessum erfiðu tím- um. Sesselja Ósk Kristjánsdóttir. Elsku Hrefna Núna þegar þú ert horfin frá okkur streyma minningarnar um huga mér, elsku vinkona. Við áttum svo ótal margar góðar stundir saman og er ég óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að njóta nærveru þinnar. Það var söngurinn sem leiddi okkur saman og stóðum við ætíð hlið við hlið á tónleikum og æf- ingum, þín er sárt saknað og ég veit að þú ert þarna að fylgjast með. Þú varst alltaf drífandi og fékkst mig með þér í Lions- hreyfinguna Úu. Þú naust þess að hjálpa þeim sem minna máttu sín. Það var yndislegt að hlæja með þér og láta okkur dreyma um skemmtilega hluti. Sumir draumarnir urðu meira að segja að veruleika, eins og t.d. silfur- námskeiðið sem við fórum á og reyndar átti að verða framleiðsla úr því en það kemur bara seinna þegar við hittumst aftur. Alltaf varstu jákvæð í barátt- unni við veikindin og þegar ég heimsótti þig og fann að þú varst ákveðin og ég sá að þér leið betur þá leið mér alltaf bet- ur. Þú ætlaðir að sigra. Elsku Sveinbjörn, Inga, Kjartan og Óli, megi Guð styrkja ykkur og ykkar fjölskyldur í sorginni. Hvíl í friði, kæra vinkona. Þín Erla Fanney. Árið 2011 gekk í Lionsklúbb- inn Úu í Mosfellsbæ glæsileg kona, Hrefna Ólafsdóttir. Hrefna gekk í klúbbinn með já- kvæðu hugarfari, var alltaf til í að taka þátt og gera það sem þurfti. Hún varð strax ein af okkur. Hrefna auðgaði klúbb- starfið og okkur klúbbfélaga með nærveru sinni. Því miður fengum við ekki að hafa hana lengi með meðal okkar þar sem veikindi hennar tóku sinn toll. Alltaf var Hrefna samt jákvæð og bjartsýn á að hún væri alveg að koma til okkar aftur þegar við heyrðum í henni. En í þetta sinn sigraði krabbameinið bjart- sýna og baráttumikla konu. Hrefna Ólöf Ólafsdóttir Í dag kveðjum við elskulegan tengda- föður og afa. Elsku Emil, ég kynntist þér þegar ég byrjaði að dingla með dóttur þinni Önnu Maríu. Þú varst alveg magnaður maður, alltaf til í að hjálpa til þegar þú hafðir tíma. Við áttum góðar samverustundir þegar við fórum vinnuferðir upp í sumarbústað bara tveir, þar kynntist ég þér mjög vel. Við Anna María eignuðust tvö börn, Hannes Aron og Maríu Rós. Þau dýrkuðu þig bæði tvö. Hún María Emil Pétur Ágústsson ✝ Emil PéturÁgústsson fæddist 7. júlí 1944. Hann varð bráð- kvaddur 22. janúar 2015. Útför Emils Pét- urs fór fram 3. febrúar 2015. Rós afastelpan á nú eftir að sakna þín mikið og ég held að hún skilji ekki alveg að þú sért fallinn frá. Elsku Emil, nú ert þú kominn til hennar Gróu þinn- ar. Kveðjum með söknuði, Árni og María Rós. Elsku afi minn er dáinn. Það var sárt þegar ég kom heim úr skólaferðalaginu föstudaginn 23. janúar og mamma sagði mér að þú hefðir farið að sofa á miðviku- daginn og ekki vaknað aftur. Elsku afi minn, takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Ég mun sakna þín. Hannes Aron.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.