Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2015 Elsku Addý mín. Mikið er sárt að kveðja þig. Tárin hafa runnið mikið niður vangana en svo hafa komið minningarskot með þér sem eru svo yndisleg og skemmtileg og þá kemur brosið aftur. Er þér svo þakklát fyrir samfylgdina, mín kæra. Arinbjörg Clausen Kristinsdóttir ✝ ArinbjörgClausen Kristinsdóttir fæddist 1. desem- ber 1954.. Hún lést 28. janúar 2015. Útför Arinbjargar var gerð 6. febrúar 2015. Sofðu nú blundinum væra, blessuð sé sálin þín hrein. Minningin, milda og tæra, merluð, í minningar stein. Man ég þig ástkæra meyja, meðan að lifi ég hér. Minning sem aldrei skal deyja samverustundin með þér. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Kæra fjölskylda, megi ljós og hlýhugur umvefja ykkur og kær- leikurinn ykkur vernda. Áslaug Jóna Skúladóttir. Önundur og Eva voru vinir foreldra minna. Man ég fyrst eftir Önundi í kring- um saumaklúbb vin- kvennanna er ég var drengur. Í upphafi áttunda áratugarins er faðir minn veiktist og þurfti í hjartaaðgerð var Önundur fljótur að bjóða fram aðstoð sína við rekstur fyrirtækis fjölskyldunn- ar. Hélt hann mjög vel á hlutun- um og kenndi mér margt varð- andi þannig rekstur, en ég hafði Önundur Ásgeirsson ✝ Önundur Ás-geirsson fædd- ist 14. ágúst 1920. Hann lést 2. febr- úar 2015. Útför hans var gerð 12. febrúar 2015. annan starfa þá. Ön- undur reyndist mik- ill vinur í raun og alla tíð. Það sama verður ekki sagt um marga í dag. Það var frábært að ræða við Önund. Hann var vel að sér í flestu og fljótur að koma með lausnir. Skemmtilegur, áhugasamur og vel gerður, frábær maður. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Önundi, njóta mikil- vægrar aðstoðar hans á erfiðum tíma er ljóst varð að faðir minn ætti ekki afturkvæmt til vinnu. Sendi elsku Evu og fjölskyldunni allri samúðarkveðjur. Ingvar Jónadab Karlsson. Sæl amma mín. Svona byrjuðu öll bréfin sem ég sendi þér þegar við skrif- uðumst reglulega á í mörg ár. Fyrstu bréfin byrjaði ég að senda þegar ég var níu ára og var dugleg að skrifa þér fram til 14 ára aldurs en þá komu táningsárin og þá var lítið skrifað. Bréfin frá þér byrjuðu líka öll svona: „Sæl Gyða mín. Héðan er nú lítið að frétta.“ En samt skrifaðir þú alltaf tvær blaðsíður þótt þér fyndist aldrei neitt að frétta. Fyrir fimm árum færðir þú mér öll þessi bréf sem ég hafði skrifað. Það fannst mér dýrmætt, að þú skyldir hafa passað svona vel upp á þau. Ég hef skemmt mér vel við lesturinn og rifjað upp gamla tíma. Ég var svo lánsöm að fá að búa hjá ykkur afa í fjögur ár meðan ég var í fram- haldsskóla. Það koma ótal minn- ingar upp í hugann þegar ég hugsa um ykkur afa frá þeim tíma. Þegar ég fékk bílpróf var ykkar bíll sá fyrsti sem ég fékk að keyra, rauður daihatsu charade, og ég notaði hvert tækifæri til að bjóð- ast til að keyra. Gleymi ekki verslunarferðun- um einu sinni í viku þar sem við fylltum kerruna af mat og nauð- synjum. En þetta voru ekki neinar venjulegar verslunarferðir því afi kom með og ef hann fann ekki allt Einarína Jóna Sigurðardóttir ✝ Einarína JónaSigurðardóttir fæddist 27. febrúar 1923. Hún lést 31. janúar 2015. Útför Einarínu hefur far- ið fram. sem stóð á innkaupa- listanum gat hann látið í sér heyra svo öll búðin tók eftir. Hvorki ég né þú vild- um þá athygli sem afi gat vakið, svo við reyndum að vera duglegar að raða í körfuna. Svo var það hinn ómissandi pönnu- kökubakstur á sunnudögum, eins og mér fannst þær góðar fannst mér stundum baksturinn byrja fullsnemma morguns, þegar ég var að reyna að sofa út, því ekki kunni afi að læðast þótt klukkan væri bara rétt byrjuð að ganga sjö. Man hvað mér fannst notalegt í eldhúsinu á kvöldin þegar þú byrj- aðir að undirbúa næsta dag. Þá varstu oft komin í rósótta sloppinn þinn og inniskóna sem gáfu frá sér hvisshljóð þegar þú liðaðist um eldhúsið til að „taka til bita“ eins og þú kallaðir það að smyrja brauð í morgunmat fyrir afa. Ekkert var notalegra en að hlusta á tikkið í klukkunni í eldhúsinu og hlusta á þig raula lagstúf við þessi kvöld- verk. Alltaf að hugsa um aðra en sjálfa þig. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir ömmu og mik- il er gæfa drengjanna minna að hafa náð að kynnast langömmu sinni. Þú varst dugleg að fylgjast með öllum þínum afkomendum og sjaldan gleymdust afmælisdagar þótt þeir væru margir. Takk amma fyrir ferðalag okk- ar saman. Gyða S. Karlsdóttir. ✝ Hjördis Er-lingsdóttir Hö- genni fæddist 27. september 1928 í Hvalba á Suðurey í Færeyjum. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu á Egils- stöðum 6. febrúar 2015. Hjördis bjó lengst af í Fær- eyjum með við- komu á Íslandi í nokkur ár á síð- ari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. Hjördis flutti aft- ur til Íslands árið 2008 eftir að hún missti eiginmann sinn. For- eldrar Hjördisar voru Erling Niclasen og Maria Niclasen. Hjördis var elst sex systkina. Látnar eru þær Anna, Sofía og Emma, en þau Niels Jacob og Irena lifa systur sína. Hjördis var tví- gift. Fyrri maður hennar var Joen Ja- cob Ellendersen (látinn), þau slitu samvistum. Hjördis og Joen Jakob áttu saman þrjú börn, S. Magnar Ellender sen (1949) maki Lovísa K. Lúðvíks- dóttir, Erling M. Ellendersen (1952) maki Wenche M. Ellendersen og Susan N. Ellendersen (1954) maki Björn Ármann Ólafsson. Seinni maður Hjördisar hét Magnus Högenni, hann lést árið 2008 í Færeyjum. Hjördis á 11 barnabörn og 11 barna- barnabörn. Útför Hjördisar fór fram í kyrrþey í Egilsstaðakirkju 11. febrúar 2015. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hjá okkur, elsku mamma. Við yljum okkur við minningarnar. Þú náðir einungis fjórum vikum á hjúkrunarheimilinu á Egilsstöð- um. Þú varst ekki hrifin af að flytja þangað, því þú vildir ekki yfirgefa íbúðina þína, þú varst svo stolt af henni, enda var það í fyrsta skiptið á ævinni sem þú áttir eitthvað sjálf. Þú fannst fljótt hve vel var hugsað um gamla fólkið og starfsfólkið yndislegt á hjúkrunarheimilinu. Þú varst því orðin sátt og hlakkaðir til að flytja á nýja hjúkrunarheimilið í apríl, fá dótið þitt þangað og gera það að heimili. Þú hafðir tölvuna þína sem þú notaðir til að fylgj- ast með afkomendum og ætt- ingjum erlendis og skype til að tala við synina. Fyrsta minning mín frá barnæsku er þú sitjandi við prjónavélina að prjóna. Það eru ekki fáar peysurnar og aðrar flíkur sem þú prjónaðir fyrir fólk í Hvalba og á öðrum stöð- um í Suðurey. Þú áttir ekki alltaf góða ævi en það breyttist þegar þú hittir Magnus, með honum áttir þú 19 góð ár. Þú sagðir oft að það hefðu verið bestu ár ævi þinnar. Margar góðar minningar eru frá heimsóknum okkar til ykkar Magnusar í Hvannasundi. Alltaf var passað upp á að nóg væri til að borða, skerpikjöt og annað góðgæti sem við fáum ekki á Ís- landi. Þú hugsaðir alltaf fyrst og fremst um aðra og að þeim liði vel. Þú hafðir góða nær- veru, varst alltaf jákvæð, jafn- vel þegar þú varst sárþjáð. Þú sagðir alltaf að það yrði ekki betra þó að þú færir að kvarta og kveina. Ég er mjög þakklát fyrir þessi sex ár sem við fengum saman eftir að þú fluttir til Ís- lands eftir að Magnus dó. Þú elskaðir að fá langömmubörnin í heimsókn og varst þeim mjög góð. Þú kunnir ekki að sitja auðum höndum og hef ég ekki tölu á allri þeirri handavinnu sem þú hefur unnið og gefið. Síðasta dúkinn náðir þú ekki að klára og varð ég að lofa þér að klára hann því þú ætlaðir Elínu hann í afmælisgjöf. Elsku mamma, ég veit að þú hefur það loksins gott, laus við alla þjáningu og ég veit fyrir víst að Magnus tók á móti þér, það sáum við Elín þegar við sátum hjá þér. Einn daginn sjáumst við aftur og eins og þú sagðir alltaf: takk fyrir allt gott, góða mamma. Þín dóttir Susan. Elsku omma. Það er ekki laust við að söknuðurinn komi strax, enda varst þú stór hluti af lífi mínu og lífi barna minna. Þessi rúmu sex ár sem þú bjóst á Egilsstöðum hjá okkur voru ótrúlega dýrmæt, góð samtöl, ótal knús og góðar stundir sam- an sitja eftir. Friðbjörn, Hjör- dís og Álfgeir voru ótrúlega hænd að þér enda ekki hægt að eiga betri langömmu. Bréfið sem Friðbjörn skrifaði til þín og lagði í kistuna þína segir allt sem segja þarf um þig, hjartahlý, sterk, alltaf jákvæð og svo endalaust gjafmild. Þegar ég hugsa til baka koma svo margar góðar minn- ingar upp, mánuðurinn sem ég var hjá þér úti í Færeyjum þeg- ar ég var 10 ára var æðislegur. Hvaða 10 ára barn er ekki ánægt með að fá harðfisk í mat- inn þegar aðrir borða fisk, eða fá ís í eftirmat alla daga. Að vísu borðaði ég ekki ís í einhver ár á eftir en það er nú allt í lagi. Þetta er rosalega lýsandi fyrir þig, þú vildir allt fyrir alla gera og dekraðir við mig allt mitt líf. Fleiri góðar minningar eftir að þú kynntist Magnúsi þínum koma í hugann. Þegar þið kom- uð til Íslands í brúðkaupsferð voru ófá skiptin sem ég leit undan vandræðaleg, eða rang- hvolfdi í mér augunum þar sem þið Magnús voruð eins og ást- fangnir unglingar. Endalausir kossar, þið að haldast í hendur og Magnús að segja „I love you“ í hvert skipti sem einhver sagði það í sjónvarpinu. Eftir að ég varð fullorðin hugsa ég til baka til þess hversu hamingju- söm þið voruð og það er dásam- leg minning. Það er alveg sama hvar þú komst við, alls staðar vannstu hjörtu og huga fólks. Enda hvernig er annað hægt þegar glasið er alltaf hálffullt og þakklætið af þinni hálfu alltaf svo augljóst fyrir allt sem gert var. Ef mér tekst að hafa helm- inginn af elju, þrautseigju og jákvæðni þinni áfram í lífi mínu get ég unað vel við. Ég mun að minnsta kosti leggja mig alla fram. Ég vona að ég verði líka jafnmikill nagli og þú varst. Það er alveg sama hvenær ég kom til þín, alltaf voru molar í skál fyrir mig eða börnin, alltaf sast þú með handavinnuna, prjónana, dúkana eða eitthvað fallegt í höndunum. Meira að segja á dánarbeðnum varstu að sauma eða hugsa um sauma- skap, sem kom fram í draumum þínum. Ég á svo mikið af dýr- mætum flíkum, dúkum, skart- gripum og myndum eftir þig, þetta verður gullið mitt um ókomin ár. Bréfin þín síðan ég var barn á ég ennþá, kortin sem þú gerðir handa börnunum mín- um og allar minningarnar. Krakkarnir sakna þín, Frið- björn segist geyma tárin sín inni í sér af því að þú vildir ekki að við grétum, Hjördís teiknar fallegar myndir til þín og Álf- geir litli spyr um Hjördisi lang- ömmu. Það er stórt gat í hjarta okkar sem seint verður fyllt. Við yljum okkur við minning- arnar og vitum að þú ert komin aftur til hans Magnúsar þíns og ert aftur hamingjusöm og svífur um á bleiku skýi eins og þegar ég var unglingur. Lokaorðin mín til þín verða þau sömu og þú sagðir við mig; takk fyrir allt gott. Þín ömmudóttir, Elín Rán. Elsku langamma. Þú varst góð manneskja, varst góð við alla sem komu til þín. Bauðst okkur nammi ef við vildum, kex að maula. Þú prjón- aðir sokka handa mér fyrir vet- urinn, kraga, ullarpeysur og margt fleira. Þú gafst mér skartgripi og, best af öllu, knús- in og ást þína. Þú sýndir okkur virðingu og við á móti. Þú lifðir löngu og góðu lífi, varðst 86 ára og varðst veik nokkrum dögum áður en þú lést klukkan 5 að morgni þann 6. febrúar. Þú varst stór hluti af fjölskyldunni. Þú varst alltaf góð við mig, al- veg sama hvað. Það hefði verið svo gott ef þú hefðir lifað leng- ur, maður vill alltaf hafa fólk hjá sér að eilífu. Takk fyrir allt saman, elsku amma. Friðbjörn Árni Sigurðarson. Hjördis Erlings- dóttir Högenni Valborg, gamli kennarinn okkar í Austurbæjarskóla, er nú fallin frá. Við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa hana sem um- sjónarkennara í mörg ár sam- fleytt og því kynntumst við henni vel og hún okkur. Við vorum sam- heldinn bekkur sem einkenndist af uppátækjasemi, lífi, fjöri og fjölbreytni. Við vorum síðasti umsjónarbekkurinn hennar áður en hún komst á eftirlaunaaldur og hún annaðist okkur af mikilli natni og stimplaði sig inn í hjörtu okkar allra. Það var yndislegt að fá að hitta Valborgu nú í vetur þegar við héldum upp á 20 ára útskriftaraf- mæli. Við buðum henni í kaffi á kaffistofuna í Austurbæjarskóla og færðum henni blómvönd því svo skemmtiega vildi til að stutt var í níræðisafmæli hennar. Val- borg mætti akandi og það hefði vel mátt halda að hún væri að mæta til kennslu, svo hress var hún. Tímaleysi er það sem helst Valborg Helgadóttir ✝ Valborg Helga-dóttir fæddist 21. nóvember 1924. Hún lést 26. janúar 2015. Útför Val- borgar fór fram 11. febrúar 2015. mætti nota til að lýsa Valborgu því það var ekki á henni að sjá að 30 ár væru liðin frá því að við settumst fyrst á hennar skólabekk. Það var dýrmætt að sjá hvað henni þótti vænt um að hitta okkur aftur og það var stutt í hláturinn og brosið. Valborg hafði mikinn metnað fyrir því að kenna okkur gamlar hefðir og siði og það er minnis- stætt þegar hún kom með ábryst- ir í tíma fyrir bekkinn til þess að smakka eftir kennslustund í gömlum fræðum. Ofarlega í minningunni stend- ur Noregsferðin þar sem bekk- urinn safnaði sér fyrir ferðinni með dósasöfnun, tombólu og Kolaportssölu og var farin í lok 12 ára bekkjarins svo að segja má að það hafi verið útskriftar- ferð úr skóla Valborgar Helga- dóttur. Það var heilmikið ævin- týri, bæði aðdragandinn og ferðin sjálf. Við fengum öll bláa og hvíta íþróttagalla merkta okkur til að þekkjast og Valborg fékk að sjálfsögðu líka sinn galla. Hún er ljóslifandi myndin af okkur í þessum göllum og Val- borgu skælbrosandi. Við gistum í skóla í úthverfi Óslóar og þegar það vantaði smjör einn morgun- inn tók Valborg sig til og strokk- aði smjör úr rjóma. Segja má að þarna kristallaðist í Valborgu bæði hvað hún var úrræðagóð og hin verðmæta tenging við gömlu tímana sem var alltaf í hávegum höfð í kennslunni. Margt eigum við henni Val- borgu að þakka. Væntumþykjan, þolinmæðin, þrautseigjan og ag- inn, sem hún af mikilli alúð sýndi, situr í okkur og við búum að því alla ævi. Takk fyrir kennsluna elsku Valborg, hvíl í friði. Þínir full- orðnu nemendur. Fyrir hönd 2.-7. VH í Austur- bæjarskóla 1985-1991, Ilmur Kristjánsdóttir, Katrín María Lehmann og Burkni Helgason. Valborg Helgadóttir er látin eftir skammvinn veikindi. Val- borg fæddist og ólst upp í Skrið- dal á Héraði. Hún var mikill Austfirðingur í sér og taldi Aust- urland nær heilagt. Hún var virk- ur þátttakandi í Átthagasamtök- um Héraðsmanna og fór ævinlega austur á sumrin. Allt þar til fyrir um tveimur árum settist hún upp í bílinn og ók sjálf alla leið til Egilsstaða á einum degi. Hún var hörð af sér, stór- tæk til allra verka og lét fátt aftra sér. Matthías Jochumsson orti um langömmu hennar erfiljóð í tólf erindum. Þar á meðal erindi sem vel má hugsa sér að hafi ver- ið ort um Valborgu sjálfa: Heyr þú Hérað, heyrið Austfirðir: Gleymið aldregi góðum konum. Þær eru guðs gróðrarreitur, ókomins vors og ættlands sómi. Valborg fór í Kennaraskól- ann í Reykjavík eins og margir utan af landi gerðu á þeim tíma. Hún hóf störf við Austurbæjar- skólann árið 1952 og kenndi þar alla tíð síðan. Hún var umsjón- arkennari af gamla skólanum, umvafði bekki sína hlýju og væntumþykju og markaði djúp spor í huga nemenda. Hún starf- aði við skólann til sjötugs. Fyrstu árin vann hún við hlið Stefáns Jónssonar og fleiri brautryðjenda í kennarastétt. Síðar á ferlinum reyndist hún ungum kennurum ráðagóð og taldi ekki eftir sér að segja þeim til. Þannig tengdi hún gamla visku og góðar venjur nýjum tímum eins og fleiri kennarar af hennar kynslóð. Þess vegna má enn greina andblæ löngu liðinna ára í menningu Austurbæjar- skóla. Valborg var öflugur liðsmaður í Hollvinafélagi skólans og unni sínum gamla vinnustað af heilum hug. Hún var höfðingi heim að sækja og samstarfsfólk minnist margra góðra stunda á heimili hennar. Vinnufélagar kveðja hana með hlýjum hug. Fyrir hönd Austur- bæjarskóla, Pétur Hafþór Jónsson og Sigrún Lilja Jónasdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.