Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2015 sviði heilsuhagfræði en ég leiði meist- aranám á því sviði við skólann. Þó svo að áhugasviðið sé vítt og telji til atriða á borð við útivist, skíði, hlaup, sund, og hljóðfæraleik, þá hef ég fyrst og fremst áhuga á því að njóta lífsins – hafa gaman af því. Framvinda vísindanna á hinum margvíslegu sviðum er einmitt eitt af því sem gerir lífið skemmtilegt og spennandi. Eitt er að fræðast um það sem maður ekki veit, almennt. En mér finnst þó enn áhugaverðara að fylgjast með framvindu vísindanna – mörkum hins óþekkta – og áhrifum rannsókna á jaðar vísindalegrar þekkingar. Þess vegna er spennandi að fylgjast með því sem aðrir eru að gera. En það er ekki síður spennandi að vera þátttakandi í sköpun nýrrar þekkingar. Skemmtilegast af öllu er að fylgjast með niðurstöðum rann- sókna koma í ljós eftir þrotlausa vinnu sem staðið hefur jafnvel árum saman. Þess vegna er oft hrikalega gaman í vinnunni.“ Fjölskylda Eiginmaður Tinnu Laufeyjar er Sigurður Gylfi Magnússon, f. 29.8. 1957, prófessor í menningarsögu við sagnfræði- og heimspekideild HÍ. Foreldrar hans: Katrín Sigurðar- dóttir, f. 4.2. 1921, húsfreyja, og Magnús Helgason, f. 24.11. 1916, d. 5.10. 2000, framkvæmdastjóri Máln- ingarverksmiðjunar Hörpu hf.. Þau voru bæði fædd og búsett í Reykjavík alla sína tíð og bjuggu lengst af á Einimel í Reykjavík. Annar sonur þeirra, eldri, er Helgi Magnússon framkvæmdastjóri. Sonur Tinnu Laufeyjar og fóstur- sonur Sigurðar Gylfa er Pétur Bjarni Einarsson, f. 25.7. 2002, nemi í Mela- skóla, körfuboltastrákur í KR og söngfugl í Drengjakór Reykjavíkur. Hálfsystkini Tinnu Laufeyjar, samfeðra, eru Gunnar Steinn Ás- geirsson, f. 31.1. 1986, verkfræðingur í Stokkhólmi, og Ragnheiður Stein- unn Ásgeirsdóttir, f. 26.10. 1990. meistaranemi í jarðfræði við HÍ. Foreldrar Tinnu Laufeyjar: Ásgeir Haraldsson, f. 20.5. 1956, prófessor í barnalækningum við HÍ og yfirlækn- ir á Barnaspítala Hringsins, búsettur í Reykjavík, og Birna Kristín Bjarna- dóttir, f. 4.8. 1956, d. 25.2. 1981, nemi í Reykjavík. Eiginkona Ásgeirs er Hildigunnur Gunnarsdóttir, f. 18.4. 1957, hönn- uður í Reykjavík. Hún er dóttir Gunnars Hanssonar arkitekts og Huldu Valtýsdóttur, fyrrv. blaða- manns. Úr frændgarði Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Ragnheiður Eiríksdóttir húsfr. á Flateyri Haraldur Ásgeirsson verkfr. og forstj. Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins í Rvík Halldóra Einarsdóttir húsmæðraskólak. í Rvík Ásgeir Haraldsson prófessor við HÍ og yfirlæknir við Barnaspítala Hringsins. Elísabet Hjaltadóttir húsfr. í Bolungarvík Einar Guðfinnsson útgerðarm. í Bolungarvík Guðrún Torfadóttir húsfr. á Hólmum Sigríður Torfadóttir húsfr. á Eyrarbakka María Jóhannsdóttir húsfr. á Flateyri Esra S. Pétursson geðl. og sálgreinir í NY og Rvík Einar Oddur Kristjánsson forstj. á Flateyri og alþm. Vigdís Esradóttir fv. framkv.stj. Salarins og hótelh. á Ströndum Ragnar Ásgeirsson læknir á Ísafirði Þórir Sturla Ragnarsson læknir Ragnar Önundarson fyrrv. bankastj. Iðnaðarbankans Önundur Ásgeirsson forstjóri OLÍS Hildur Einarsdóttir húsfr. í Bolungarvík Einar Benediktsson fv. forstj. OLÍS Einar Kr. Guðfinns- son forseti Alþingis og fyrrv. ráðherra Guðfinnur Einarsson forstj. Einars Guðfinns- sonar í Bolungarvík Ragnheiður Haraldsdóttir forstj. Krabbameinsfélags Íslands Anna Bjarnadóttir húsfr. í Kópavogi Jón Helgi Guðmundsson í BYKO Hlíf Böðvarsdóttir húsfr. nú 105 ára Guðlaug Edda Guðmundsdóttir fv. forsætisráðherrafrú Guðmundur Steingríms- son alþingismaður Auður Bjarnadóttir jógakennari, danshöf., leik- stjóri og fv. ballettdansari. Ólafur Bjarni Hákonarson guðsonur Tinnu Laufey Ragnheiður Bjarnadóttir kennari við VÍ Kristín Halldórsdóttir húsfr. á Öndverðarnesi Bjarni Jónsson b. á Öndverðarnesi Bjarni Kr. Bjarnason hæstaréttardómari í Rvík Ólöf Pálsdóttir læknaritari í Rvík Birna Bjarnadóttir kennaranemi í Rvík Laufey Böðvarsdóttir húsfr. á Búrfelli, frá Laugarv. Páll Diðriksson b. og oddv. á Búrfelli í Grímsn. Bjarnheiður Kristín Guðmundsdóttir örverufræðingur og prófessor við HÍ Ásgeir Torfason skipstj.og framkv.stj. á FlateyriMargrét Jóhannsdóttir Tulinius húsfr. í Rvík Hrafn H. Tulinius próf. emeritus í heilbrigðisfræði við HÍ Sigríður Tómasdóttir fæddist íBrattholti við mynni Gullfoss-gljúfurs 24. febrúar 1871. Foreldrar hennar voru Tómas Tóm- asson, bóndi í Brattholti, sonur Tóm- asar Tómassonar, bónda þar, og k.h. Margrét Þórðardóttir. Sigríður var þekkt fyrir baráttu sína gegn því að Gullfoss yrði virkj- aður og lýsti hún því yfir að hún myndi fleygja sér í fossinn yrði hann virkjaður. Gullfoss var að hálfu leyti í landi Brattholts og að hálfu í eigu Jaðars. Fyrst var Tómas faðir Sigríðar harður gegn því að selja fossinn, sagðist ekki vilja selja vin sinn, en svo fannst honum að hann stæði í vegi fyrir framförum í landinu og ákvað að að semja um leigu á foss- inum. Þegar leigurétturinn var framseldur hafði orðið hugarfars- breyting hjá Tómasi, hefur það verið rekið til áhrifa frá Sigríði, og neitaði hann að taka við greiðslu fyrir leig- unni. Mál var höfðað gegn feðg- inunum og töpuðu þau því og því var ekkert til fyrirstöðu að fossinn yrði virkjaður. Barátta Sigríðar vakti hins vegar athygli þjóðarinnar á náttúruvernd og virkjun fossins var ekki lengur sú „nauðsyn“ til að efla framfarir í landinu eins og hún hafði verið í huga margra. Eftir að Tómas og Margrét féllu frá hélt Sigríður áfram búskap í Brattholti ásamt Einari Guðmunds- syni sem hafði á barnsaldri verið tekinn í fóstur að Brattholti. Gísli Sigurðsson segir um hana í árbók Ferðafélags Íslands 1998 um Biskupstungur: „Í henni var listræn æð og harla óvenjulegt á þeim tíma, að hún fékkst við að teikna myndir, bæði af jurtum og dýrum og hann- yrðakona var hún góð. Sigríður var samt „útivinnandi“ í þeim skilningi, að hún gekk jöfnum höndum að úti- verkum og innanbæjarvinnu …“ Árnesingafélagið, menntamála- ráðuneytið og Samband sunnlenskra kvenna reistu Sigríði minnisvarða við Gullfoss árið 1978 vegna baráttu hennar. Sigríður lést í Hafnarfirði 17.11. 1957. Merkir Íslendingar Sigríður Tómasdóttir 90 ára Kristín Þorleifsdóttir 85 ára Halla Bjarnadóttir Kristín Óla Karlsdóttir Kristjana Sigurðardóttir Sigurgeir Þorkelsson Þorlákur Tómasson 80 ára Arndís Árnadóttir Finnur Kristján Finnsson Helgi Magnús Símonarson 75 ára Björn Egilsson Hólmfríður Sigurðardóttir Ingibjörg Þórhallsdóttir Jóhanna Gísladóttir Þorsteinn Friðþjófsson 70 ára Bára Arthursdóttir Erla Þórisdóttir Guðrún Gunnarsdóttir Hafsteinn Sigurðsson Ingimundur Gíslason 60 ára Bára Einarsdóttir Brandur Einarsson Dóra Björgvinsdóttir Dögg Tryggvadóttir Felix Valsson Guðbrandur Gimmel Ingi Hans Jónsson Jón Þorsteinsson Kristín Stefánsdóttir Marselína Pálsson Ólína Erla Erlendsdóttir Sólborg Tryggvadóttir Ævar Adolfsson 50 ára Ásvaldur Kristjánsson Bergljót Ylfa H. Pétursdóttir Dóra Thorsteinsson Esther Christina Gunnarsson Georg Kristjánsson Guðmundur H. Halldórsson Guðmundur Þ. Ingibersson Jóhannes K. Kristjánsson Ólafía Guðrún Björnsdóttir Ólafur Vignir Björnsson Pálmi Albert Dungal Sigurlaug Hauksdóttir Snæbjört Ýrr Einarsdóttir Sævar Bjarnhéðinsson Þórunn Guðgeirsdóttir 40 ára Anna Júlía Magnúsdóttir Bára Birgisdóttir Birna Málmfríður Guðmundsdóttir Bjarni Þór Þorsteinsson Damian Galinatys Erla Margrét Erlendsdóttir Guðrún Maronsdóttir Harpa Theódórsdóttir Hrönn Birgisdóttir Hrönn Hrafnkelsdóttir Jón Karl Halldórsson Katrín Hildur Jónasdóttir Laufey Berglind Egilsdóttir Regina Preuss Sif Sumarliðadóttir Svanhildur Rós Guðmundsdóttir Valgerður Gísladóttir Viktors Specovs 30 ára Anna Paulukanis Anna Sigríður Einarsdóttir Björn Halldór Björnsson Einar Sveinsson Krzysztof Rzeszótko Lukasz W. Czajowski Sandra María Steinarsd Polanska Til hamingju með daginn 30 ára Fannar ólst upp í Hafnarfirði, býr í Reykja- vík, lauk prófi í bygg- ingaverkfræði frá HÍ og starfar hjá Vegagerðinni. Maki: Kristín Helga Hauksdóttir, f. 1985, lög- fræðingur. Sonur: Bjarki Freyr Fann- arson, f. 2013. Foreldrar: Gísli Á. Guð- munsson, f. 1960, tækni- fræðingur og húsasmiður, og Anna J. Eðvaldsdóttir, f. 1958, ljósmóðir. Fannar Gíslason 30 ára Ásgeir ólst upp í Hafnarfirði, er búsettur þar, lauk verkfræðiprófi frá Tækniháskólanum í Tampere í Finnlandi og er verkfræðingur hjá Stjörnu-Odda. Maki: Paula Cajal Mar- inosa, f. 1983, verkfræð- ingur hjá Marel. Foreldrar: Bjarni Ásgeirs- son, f. 1955, fram- kvæmdastjóri, og Sigur- laug Einarsdóttir, f. 1951, leikskólastjóri. Ásgeir Bjarnason 30 ára Björg býr í Reykja- vík, lauk prófum í tann- lækningum frá HÍ og er tannlæknir í Lífsteini í Álftamýri og í Grafarholti. Maki: Snorri Freyr Snorrason, f. 1986, MA- nemi. Dóttir: Edda Björk, f. 2015. Foreldrar: Björk Svav- arsdóttir, f. 1957, starfs- maður við Salarlaug, og Helgi Magnússon, f. 1961, leiðtogi hjá Alcan. Björg Helgadóttir Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Ný sending af Kolibri penslum Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþámeira úrval af listavörum Van Gogh hágæða olíulitir og Amsterdam Akrýllitir á frábæru kynningartilboði Kolibri trönur ímiklu úrvali, gæðaværa á góðu verði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.