Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2015 Töfrahurð í samstarfi viðÓperarctic sýnir um þess-ar mundir einn fallegastaog skemmtilegasta barna- söngleik sem undirrituð hefur séð í lengri tíma. Um er að ræða Björt í sumarhúsi sem tónskáldið Elín Gunnlaugsdóttir samdi við texta Þórarins Eldjárn. Söngtextanir eru allir fengnir úr ljóðabók hans Gælur, fælur og þvælur, en Þórar- inn raðaði ljóðunum saman þannig að þau segja heilsteypta sögu auk þess sem hann skrifaði samtölin á milli laganna. Eins og vera ber í söngleik er tónlistin í fyrirrúmi. Lög Elínar eru sérlega skemmti- leg og útsetningar flottar. Hvert lag hefur sinn stíl sem kallast ein- staklega vel á við það sem sungið er um hverju sinni. Í upphafi verksins kemur Björt ásamt afa sínum og ömmu í sumar- bústað þeirra. Titilpersónu verks- ins líst ekkert á að þurfa að dvelja í bústaðnum því þar er, að hennar sögn, ekkert við að vera, enda ekk- ert sjónvarp í bústaðnum og ekki einu sinni rafmagn til að hlaða snjallsímann. Björt er því sann- færð um að henni muni leiðast vistin. En afinn og amman eru hugmyndarík. Þau byrja á því að kynna hana fyrir dýrunum sem leynast í húsinu; gullfiskinum, hrossaflugunni og kóngulónni. Þegar það hrífur ekki kynnir amm- an Björt fyrir ólíkindatólinu sem hún geymir í kommóðu sem nefnd er Jóhanna. Fleiri skrýtnar verur koma við sögu, sungið er um kaffi- kerlinguna sem ferðast um sveitir með skotthúfuna og biður sí og æ um brúnan drykk sem byrjar ekki á vaffi og skyndilega kemur hlaupagikkur æðandi inn á sviðið. Þegar síga fer á seinni hlutann reyna amman og afinn að kynna Björt fyrir dásemdarheimi bók- anna. Þegar hér er komið sögu eru þau gömlu orðin býsna syfjuð og reyna sitt ýtrasta til að svæfa Björt, en fyrst reyna þau raunar að hræða hana í rúmið með því að syngja fyrir hana eigin útleggingu á Ókindarkvæði. Björt hræðist hins vegar ekki neitt heldur kann krók á móti bragði þegar hún gríp- ur til sömu meðala og músin litla í bókini um Greppikló (sem Þórar- inn þýddi og út kom 2003) til að hræða ókindina. Að lokum sofna amma og afi, en Björt leiðist það ekki því hún klifrar upp í hæg- indastól með bók í hendi og gerir sig líklega til að lesa alla nóttina. Með hlutverk ömmunnar og af- ans fóru Valgerður Guðnadóttir og Jón Svavar Jósefsson. Bæði glöns- uðu í hlutverkum sínum sem þessi uppáfinningasömu og síkátu eldri hjón. Valgerður og Jón Svavar eru bæði orkumikil og náðu góðu sam- bandi við áhorfendur. Bragi Berg- þórsson átti skemmtilega innkomu sem hlaupagikkur og vatt sér líka í hlutverk ókindarinnar í óborgan- legum búningi sem hjálpaði ungum áhorfendum að hlæja að skrímsl- inu í stað þess að óttast það. Una Ragnarsdóttir skilaði hlutverki Bjartar af miklu öryggi, en hún mun vera að stíga sín fyrstu skref sem leik- og söngkona. Hún söng eins og engill, hafði gott vald á öll- um svipbrigðum sínum og tókst iðulega með augnatilliti sínu að setja stemninguna, eins og undir lok sýningarinnar þegar sjá mátti gleðina skína úr augum hennar yf- ir nýfundnum fjársjóði. Leikmynd og búningar Kristínar R. Berman voru mikið fyrir augað í litagleði sinni. Fá en vel valin húsgögn mynduðu góðan ramma og búningarnir undirstrikuðu týp- ur verksins. Þannig var t.d. gaman að sjá ömmuna í jógafötum sem kölluðust á við lipurð hennar þegar hún gerði sér lítið fyrir og fór í splitt. Ágústa Skúladóttir leikstjóri á hrós skilið fyrir að hafa skapað fal- lega og hlýja sýningu þar sem greinilegt er að nostrað hefur ver- ið við hvert smáatriði. Dásamlegt var að sjá hvernig hversdagslegir hlutir í umhverfi persónanna um- breyttust í nauðsynlega leikmuni. Þannig þjónaði silfurbakki hlut- verki sólarinnar og sólhlíf breyttist í tungl. Útfærslan á hrossaflug- unni var yndisleg, en þar gat að líta ljós með áklemmdri tesíu sem hvoru tveggja var fest á veiðistöng sem afinn stjórnaði af miklum krafti. Gaman var að sjá fluguna fljúga út um allt svið, stríða hljóð- færaleikurunum og jafnvel ná að slá nokkra tóna. Húmor sýningarinnar er lág- stemmdur, en þó var léttleikinn ávallt ríkjandi. Börnin á sýning- unni sem undirrituð sá sátu hug- fangin þá klukkustund sem leik- urinn tók og hlustuðu einbeitt á allt sem fram fór – og þá veit mað- ur að verið er að gera eitthvað rétt. Þess ber að lokum að geta að að- eins er fyrirhuguð ein sýning enn á Björt í sumarhúsi um næstu helgi og full ástæða til að hvetja allt áhugafólk um gott barnaleikhús til að missa alls ekki henni. Ljósmynd/Alda Villiljós Léttleiki „Húmor sýningarinnar er lágstemmdur,“ segir m.a. í rýni um Björt í sumarhúsi. Á myndinni eru Val- gerður Guðnadóttir, Una Ragnarsdóttir, Bragi Bergþórsson og Jón Svavar Jósefsson í hlutverkum sínum. Hlý og falleg sýning Tjarnarbíó Björt í sumarhúsi bbbbm Tónlist eftir Elínu Gunnlaugsdóttur við texta Þórarins Eldjárn. Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir. Leikmynd og bún- ingar: Kristína R. Berman. Lýsing Jó- hann Bjarni Pálmason. Hljóðfæraleik- arar: Ármann Helgason á klarínett, Kjartan Guðnason á slagverk, Vignir Þór Stefánsson á píanó og Birgir Bragason á kontrabassa. Söngvarar: Una Ragn- arsdóttir, Valgerður Guðnadóttir, Jón Svavar Jósefsson og Bragi Bergþórs- son. Uppfærslan er samstarfsverkefni Töfrahurðar og Óperarctic. Hún var frumsýnd á tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum í Hörpu 1. febrúar, en sýnd í Tjarnarbíói 14. febrúar 2015. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Hljómsveitin Secret Swing Society heldur tónleika í kvöld kl. 20.30 á djasskvöldi Kex hostels. Hljóm- sveitina skipa Andri Ólafsson á kontrabassa, Grímur Helgason klarinettleikari, franski gítaristinn Guillaume Heurtebize og píanistinn og harmónikkuleikarinn Kristján Tryggvi Martinsson og allir syngja þeir. Hljómsveitin leikur og syngur gamaldags sveiflutónlist, frum- samda og ættaða frá höfundum og flytjendum á borð við Duke Ell- ington, Gershwin-bræður, Louis Armstrong, The Mills Brothers, Lo- uis Prima, Django Reinhardt og Fats Waller. Secret Swing Society var stofnuð í Amsterdam þegar meðlimir henn- ar stunduðu þar tónlistarnám og hefur hún leikið mikið á götum úti, mörkuðum og síkjum borgarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu. Þá hafi hún einnig ferðast til fleiri borga í Hollandi, Belgíu, Frakk- landi, Þýskalandi, Litháen og á austurströnd Bandaríkjanna, ýmist til að leika á djasshátíðum, tón- leikum eða úti á götum. Secret Swing Society hefur tvisv- ar komið fram á Jazzhátíð Reykja- víkur auk þess að standa sjálf fyrir tónleikum og dansleikjum í Reykja- vík og úti á landi. Aðgangur að tón- leikunum í kvöld er ókeypis. Kex Hostel er að Skúlagötu 28. Secret Swing Society í sveiflu á Kex hosteli Sveiflutónlist Secret Swing Society býður upp á sveiflu. Hljómsveitin Annes, sem skipuð er nokkrum af þungaviktarmönnum íslensks djasslífs, kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans sem fram fara í Björtuloftum á fimmtu hæð Hörpu í kvöld, þriðju- dagskvöld, og hefjast klukkan 21. Annes skipa Ari Bragi Kárason á trompet, Jóel Pálsson sem leikur á saxófón, píanó- og hljómborðsleik- arinn Eyþór Gunnarsson, gítarleik- arinn Guðmundur Pétursson og Einar Scheving sem leikur á trommur. Tónlistin á efnisskránni er samin af meðlimum hljómsveitarinnar og samkvæmt tilkynningu blandast þar saman leikandi laglínur, rót- sterkir ryþmar og rymjandi róm- antík í kosmískt flæði þar sem raf- magn og akústík fallast í faðma. Vordagskrá Jazzklúbbsins Múl- ans stendur nú yfir og er alls boðið upp á 16 tónleika með 20 atriðum. Múlinn er að hefja sitt 19. starfsár en hann er samstarfsverkefni Fé- lags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Hljómsveitin Annes kemur fram í Múlanum Annes Eyþór Gunnarsson, Ari Bragi Kárason, Jóel Pálsson, Guðmundur Pétursson og Einar Scheving. Um helgina var opnuð í fagur- listasafninu í Boston, Museum of Fine Arts, sýning á um 80 gripum, skarti, húsgögnum, bókum og lista- verkum, hluta alls 186 gripa sem af- komendur austurrísku baróns- hjónanna Alphonse og Clarice de Rothschild hafa gefið safninu. Hjón- in voru fræg snemma á 20. öld fyrir bankarekstur en þau voru einnig ástríðufullir safnarar listaverka. Í síðari heimsstyrjöldinni gerðu nasistar upptæk um 3.500 verk og gripi í eigu fjölskyldunnar, sem flutti til Bandaríkjanna. Meginhluti þeirra fannst eftir stríðið í geymslu í saltnámum í Austurríki en Adolf Hitler hafi valið 14 þeirra í fyrir- hugað listasafn sitt í Linz. Árið 1947 fékk fjölskyldan stærsta hluta gripanna aftur en þurfti að ánafna austurríska ríkinu 250 þeirra, sem greiðslu fyrir leyfi til að flytja þá til Bandaríkjanna. Hluta þeirra var síðan skilað árið 1998 og loks safni bóka, sem eftir stóð, árið 2004. Fjölskyldan hefur selt fjölda verka á uppboðum en ákvað að færa safninu þessa verð- mætu gripi að gjöf. Ljósmynd/Museum of Fine Arts Tóbaksdós Einn gripurinn, síðan um miðja 18. öld, eftir J-B Bertin. Rothschild-fjölskyldan gefur gersemar Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 6/3 kl. 19:00 frums. Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Lau 7/3 kl. 19:00 2 k. Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Sun 8/3 kl. 19:00 3.k. Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Þri 10/3 kl. 19:00 aukas. Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Mið 11/3 kl. 19:00 4.k. Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Mið 22/4 kl. 19:00 Fim 12/3 kl. 19:00 5.k. Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 15/3 kl. 19:00 6.k. Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Fös 24/4 kl. 19:00 Þri 17/3 kl. 19:00 aukas. Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Sun 26/4 kl. 19:00 Mið 18/3 kl. 19:00 7.k. Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Mið 29/4 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 28/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 7/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Fim 12/3 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Fös 6/3 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Síðustu sýningar Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Ekki hætta að anda (Litla sviðið) Fim 26/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Síðustu sýningar Taugar - Íslenski dansflokkurinn (Nýja sviðið) Fim 26/2 kl. 20:00 5.k. Tvö nýstárleg og óhefðbundin dansverk Öldin okkar –★★★★★ , S.J. Fbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.