Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2015 Bíólistinn 20. - 22. feb. 2015 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Kingsman:Secret Service Fifty Shades of Gray Svampur Sveinsson: Svampur á þurru landi Hot Tub Time Machine 2 Ömurleg brúðkaup (Serial BadWeddings) Paddington Hrúturinn Hreinn The Theory of Everything Fasandræberne (Veiðimennirnir) Jupiter Ascending 2 1 3 Ný 4 5 Ný Ný Ný 6 4 2 4 Ný 5 6 Ný Ný Ný 3 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Tekjuhæsta kvikmynd bíóhúsa landsins yfir helgina var gaman- sama hasarmyndin Kingsman: The Secret Service sem segir af há- leynilegum njósnasamtökum í Bretlandi sem ráða til sín óstýri- látan en efnilegan götustrák. Leyniþjónustumaður sem kominn er á eftirlaun tekur hann að sér og þjálfar og þurfa þeir svo ásamt fleiri leyniþjónustumönnum að takast á við illmenni sem ógnar heiminum. Í öðru sæti er topp- mynd síðustu viku, 50 Shades of Grey, eða 50 gráir skuggar, sem rúmlega 12 þúsund manns hafa nú séð. Bíóaðsókn helgarinnar Skuggum skákað Konungsmaður Colin Firth í Kingsman: The Secret Service. Bandaríski trompet- og flygilhorn- leikarinn Clark Terry, einn áhrifa- mesti djassblásari sinnar kynslóðar, lést í Arkansas í Bandaríkjunum á laugardaginn var, 94 ára að aldri. Terry þótti fjölhæfur tónlistar- maður, sem gat nálgast ólík stíl- brigði djassins á persónulegan hátt og átti gott með að starfa með lista- mönnum sem ekki voru alltaf auð- veldir í samstarfi. Terry var einn fárra tónlistarmanna sem léku í tveimur kunnustu stórsveitum sög- unnar, hljómsveitum Duke Elling- tons og Count Basie. Árum saman var hann mikilvirkur hljóðfæraleik- ari í hljóðverum New York-borgar, lék í stórsveitum og auglýsingum, í sjónvarpsþættinum „Tonight Show“, hljóðritaði meðal annars með Charles Mingus og Thelonious Monk og starfrækti eigin sveitir. Þrátt fyrir að Clark Terry hafi orðið einn áhrifamesti blásari sinnar kynslóðar, og ekki síður áhrifamikil djassfræðari, þá átti hann erfiða æsku, sjöundi af ellefu börnum fá- tækra hjóna í St. Louis og lést móðir hans þegar hann var sex ára gamall. Terry lék ásamt hljómsveit sinni í Háskólabíói árið 1981 og vöktu tón- leikarnir mikla lukku. AFP Blásarinn Clark Terry blæs í flygilhornið í Stokkhólmi árið 1980. Terry, sem lék m.a. með Billie Holiday og Ellu Fitzgerald, lést á laugardag. Djassblásarinn Clark Terry látinn EPA EPA Myndamóment Emmanuel Lubezki tók við verðlaunum fyrir bestu kvik- myndatökuna í Birdman. AFP Glaður Leikstjórinn Alejandro González Iñárritu átti fullt í fangi með að handleika verðlaunin sín. Óskarsverð- launahelgina eru háðungarverð- launin Gyllta hindbergið, „Razzie- verðlaunin“ einnig veitt. Kvikmynd Kirks Cameron, Saving Christmas, hlaut fern, þ. á. m. sem versta mynd ársins, fyrir versta handritið, versta leikarann (Came- ron) og versta parið (Cameron og „egó“ hans). Þá var Cameron Diaz tilnefnd til fernra verðlauna og vann tvenn, fyrir versta leik í Sex Tape og The Other Woman. Megan Fox þótti verst í aukahlutverki. Verðlauna það versta Cameron Diaz Egypskur bronsköttur, sem endaði næstum því í ruslinu þegar tekið var til í dánarbúi á Englandi, var seldur á upp- boði fyrir 52.000 pund, rúmar tíu milljónir króna. Sérfræðingar segja köttinn um 2.500 ára gamlan og mátu hann á allt að 10.000 pund, en kaupendur vildu greiða mun meira. Verðmætur bronsköttur Dýr Egypski kötturinn er talinn um 2.500 ára. 2 VIKUR Á TOPPNUM! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG www.laugarasbio.isSími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS - bara lúxus TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR www.laugarásbíó.is Sími: 553-2075

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.