Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hækkandi húsnæðisverð í miðborg Reykjavíkur mun líklega leiða til þess að ódýrari gististaðir færist í úthverfi þar sem húsnæði er ódýrara en í hjarta borgarinnar. Þetta er mat Bjargar Jónsdóttur, rekstrarstjóra KEX hostels við Skúlagötu í Reykjavík, eins vinsæl- asta gististaðar landsins í sínum flokki. Hostelið var opnað í maí 2011 og eru þar í boði 12 hótelherbergi og 185 hostelrúm. Þetta er því stór gististaður og kallaði framkvæmdin á verulegar endurbætur á húsnæði sem var komið til ára sinna. Þess má geta að samkvæmt Þjóð- skrá Íslands hækkaði leiguverð hús- næðis á höfuðborgarsvæðinu um 40% frá janúar 2011 til nóvember 2014. Hefur raunverð fasteigna hækkað mest í miðborginni. KEX yrði ekki opnað í dag Björg segir aðspurð að vegna hækkandi húsnæðisverðs sé ólíklegt að hægt væri að endurtaka þetta og opna svo stóran gististað í endur- gerðu húsnæði í miðborginni. „Það er ljóst að staður eins og KEX hostel yrði ekki opnaður í dag. Þetta hús hafði staðið autt í nokkurn tíma. Nú er kominn þriðji eigandinn að húsinu. Það voru sameiginlegir hagsmunir þeirra sem vildu nýta húsnæðið og þáverandi húseiganda að opna hér hostel. Það var sam- vinnuverkefni að gera upp húsið. Það var hluti af leigusamningnum. Ég er ekki viss um að sambærilegir samningar myndu nást í dag – raun- ar alls ekki – sem er forsenda þess að reka svona ódýra gistingu. Það er ljóst að slík gisting mun færast frá miðbænum og þessum kjarna sem er að verða dýrastur. Staðir sem bjóða upp á góðar almenningssamgöngur koma þar til greina. Það er til dæmis hægt að taka strætó númer 15 upp í Mosfellsbæ og sækja þangað gist- ingu. Ég gæti trúað því að ódýrasta gistingin fari til dæmis að færast inn í Skeifuna í Reykjavík, eða til staða þar sem eru þjónustukjarnar en hægt að finna ódýrt húsnæði.“ Vísaði fólk til Borgarness Hún setur þessa þróun í samhengi við eftirspurn á síðustu menningar- nótt í Reykjavík, 23. ágúst 2014, þeg- ar allt gistipláss í borginni var upp- bókað. „Við vísuðum fólki í Borgar nes. Ég hringdi upp á Akranes og til Hveragerðis. Þetta var sennilega stærsti dagurinn í sögu íslenskrar ferðaþjónustu, að minnsta kosti hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki ólíklegt að það komi fleiri slíkir dag- ar næsta sumar.“ – Samtök ferðaþjónustunnar spá 15% fjölgun ferðamanna í ár, borið saman við 20% fjölgun á síðustu ár- um. Eftir hvernig gistingu mun eftirspurnin aukast mest? Flestir vilja gista í herbergjum „Ég held að vöxturinn sé meiri í einkaherbergjum en í kojum þar sem margir deila herbergi,“ segir Björg og bendir á að gistimarkaður- inn sé kvikur. Flestir gestir séu ekki að leita eftir vörumerkjum heldur velji gististaði eftir verði og umsögn- um annarra gesta. „Fólk vill ódýra gistingu. Því er alveg sama hvar hún er.“ – Þegar við ræddum saman síð- asta sumar sagðirðu mér að þið vær- uð að skoða möguleika á því að bæta við fleiri herbergjum í nágrenninu. Hvernig standa þau áform? „Við erum ekki með fram- kvæmdaáætlun um stækkun hjá okkur. Það helgast af því að það urðu eigendaskipti á húsinu í haust sem hafa seinkað öllu þessu ferli. Það hefur líka áhrif að það hentar ekki að ráðast í framkvæmdir yfir sumarið.“ Stíga varlega til jarðar – Hefur stóraukið framboð á gist- ingu í miðbænum líka áhrif? „Já, það gerir það. Við viljum stíga varlega til jarðar. Við finnum fyrir velvild og getum ekki annað eftirspurn. Það hefði því legið beint við að stækka hostelið en það frest- ast út af þessum breytingum. Við sjáum ekki fyrir okkur að fara í aðra byggingu, ekki eins og staðan er núna. Það hefur komið til tals og ver- ið skoðað,“ segir Björg Jónsdóttir. Miðborgin orðin of dýr fyrir ný hostel  Rekstrarstjóri KEX hostels segir ólíklegt að hostel eins og KEX yrði nú opnað í miðbæ Reykjavíkur  Vegna hækkandi húsnæðiskostnaðar í miðborginni muni ódýr gisting fara í úthverfi borgarinnar Morgunblaðið/Júlíus Selur gistingu Björg Jónsdóttir, rekstrarstjóri KEX hostels, segir hostelið hafa lagt áform um stækkun á ís. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta er mesta notkun sem við höf- um séð í einum mánuði,“ segir Eirík- ur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, en í janúar sl. var met slegið í heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu. Þá voru not- aðir 9.660 þúsund rúmmetrar af vatni, eða nærri 9,7 milljónir tonna, en fyrra metið var 9.631 þúsund rúmmetrar í desember 2013, en það ár var met einnig slegið í heildar- notkun hjá viðskiptavinum Orkuveit- unnar. Um 90% til kyndingar Notkunin það sem af er febrúar hefur verið mikil en ólíklegt er að met í heildarnotkun verði slegið þar sem febrúarmánuður er styttri en janúar, sem kunnugt er. Kuldatíðin í vetur hefur því komið fram í heitavatnsnotkuninni með merkjanlegum hætti, en taka þarf með í reikninginn fjölgun notenda á seinni árum. Eiríkur segir engan vafa leika á fylgni milli kulda og notkunar á heitu vatni, ekki síst þar sem sjálfvirk kynding er komin í sí- fellt fleiri hús. Notkunin hér að framan, og á meðfylgjandi grafi, á bæði við um heimili og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu yfir vetrar- mánuðina, allt frá Hafnarfirði upp á Kjalarnes. Kannanir OR hafa sýnt að um 90% af heita vatninu eru notuð til kyndingar. Það er ekki aðeins kuldinn sem hefur áhrif á notkunina, heldur einn- ig vindurinn. Einkum eru það úti- sundlaugarnar sem finna fyrir þessu, þegar vindurinn kælir yfir- borðsvatnið. Jakob Þorsteinsson, forstöðumaður Sundlaugar Kópa- vogs við Borgarholtsbraut, segir heitavatnsnotkunina hafa aukist um 11% í janúar, miðað við sama mánuð í fyrra. Jakob segir tíðarfarið einnig hafa áhrif á aðsóknina. Færri sund- laugargestir hafi komið frá áramót- um, miðað við síðasta ár, en hörðustu fastagestir láti þó ekki vetrarstorma stöðva sína daglegu sundspretti. Met slegið í heita vatninu frá Orkuveitunni í janúar  Hátt í 10 millj- ónir tonna á höfuð- borgarsvæðinu Morgunblaðið/ÞÖK Heitt vatn Sundlaugar eru stórnotendur á heitu vatni. Hjá Sundlaug Kópa- vogs jókst notkunin um 11% í janúar, sem rekja má til vetrarveðursins. Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu í vetrarmánuðum október nóvember desember janúar 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 2011-2012 2012-2013 2013-2014 2014-2015 Þú s. rú m m et ra Heimild: Orkuveita Reykjavíkur 5. 95 2 9. 66 0 „Bráðamóttakan er mjög þung, svip- að og verið hefur í allan dag,“ segir Guðmundur Jóhannsson, læknir á bráðamóttöku Landspítalans, spurð- ur um ástandið þar í gær. Sagði hann plássið á bráðamóttökunni fullnýtt og að margir sjúklingar biðu enn eftir innlögn. „Þetta mun halda áfram að vera þungur róður.“ Segir hann núverandi álag til kom- ið vegna inflúensunnar en töluvert af sjúklingum hafi einnig þurft á ein- angrunarplássi að halda vegna smit- hættu. „Tengist smithættan stundum flensunni en annars magapestum eða öðru slíku sem slæmt væri að dreifði sér um spítalann,“ segir Guðmundur. Brugðist hratt við „Kölluð var út viðbragðsnefnd sem kom, lagði mat á stöðuna og gerði að- gerðarplan,“ segir Guðmundur um viðbrögð spítalans við ástandinu. Unnið er eftir viðbragðsáætluninni af fullum krafti og verið er að opna ákveðin pláss og deildir sem taka við umframsjúklingum bráðamóttök- unnar. „Við reynum að hliðra til hlut- unum eins og hægt er en þetta er eins og að stappa síld í fulla tunnu,“ segir hann og bætir við að þetta sé orðið ansi þröngur stakkur sem bráðamót- tökunni sé sniðinn. Segir hann alveg ljóst að bregðast þurfi snarlega við húsnæðisvanda spítalans. „Hún er skæðari í ár“ Guðmundur segir ástandið sem nú ríkir á bráðamóttökunni koma upp öðru hvoru en það sé þó sérlega slæmt í ár vegna inflúensunnar sem nú geisar. „Hún er skæðari en önnur ár, miðað við það sem ég hef heyrt og séð. Það eru margir að veikjast og að veikjast ansi mikið,“ segir Guðmund- ur að lokum. laufey@mbl.is Morgunblaðið/Golli Flensan. Unnið er eftir viðbragðsáætlun á bráðamóttökunni vegna álags sem myndaðist vegna inflúensunnar, sem þykir skæðari í ár en áður. Álagið mikið og róðurinn þungur  Álag á bráðamóttöku vegna inflúensu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.