Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Loðnuvertíðin er að ná hámarki þessa dagana og þrátt fyrir vonsku- veður hafa skipin getað athafnað sig á milli og komið með góðan afla að landi eftir stuttan tíma á miðunum. Mokveiði hefur verið þegar gefið hefur og þannig fékk Sigurður VE um tvö þúsund tonn á tólf tímum í fyrradag og Börkur NK og Polar Amaroq stoppuðu einungis um sex tíma á miðunum á laugardag áður en haldið var til hafnar með fullfermi, að því er fram kemur á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Loðnan gengur hratt vestur með suðurströndinni til hrygningar, en stór hluti hennar hrygnir í Faxaflóa og Breiðafirði. Flekkurinn sem skip- in hafa sótt í undanfarið var austan við Vestmannaeyjar á mánudags- morgun, en var kominn vel vestur fyrir Eyjar um kvöldið. Í gær voru skipin vestur undir Þjórsárósum. Hrognafrysting um helgina „Þetta eru stórir dagar í loðn- unni,“ sagði Eyþór Harðarson, út- gerðarstjóri Ísfélagsins í Vest- mannaeyjum, þegar rætt var við hann í gær. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn í bræðslunum og frystihúsunum í Eyjum og á Þórs- höfn, en þunginn var meiri í frysting- unni fyrir norðan framan af vertíð. „Þessa dagana erum við á fullu í frystingu fyrir Japansmarkað og reiknum síðan með að fara í hrogna- frystingu um helgina,“ segir Eyþór. „Þetta er fínasta loðna og hrogna- fyllingin er komin yfir 20%.“ Hann segir að hrognamarkaðir líti ekki illa út. Verð á mjöli og lýsi var hátt í upphafi vertíðar en hefur dalað eftir því sem liðið hefur á, auk þess sem lýsisinnihaldið minnkar eftir því sem nær dregur hrygningu. Hann segir að Ísfélagið hafi í janúar aðeins fryst á Þórshöfn fyrir Rússlands- markað, en lítið síðan. Þegar vel veiðist skapast bið eftir löndunarplássi og í Eyjum er handa- gangur í öskjunni þessa dagana, enda stutt sigling á miðin fyrir heimaskipin. Á mánudag var góð veiði og öll skip Ísfélagsins með afla. Heimaey var í gær á leið til Þórs- hafnar, löndun lauk úr Álsey, sem hélt á miðin um hádegi, og verið að byrja löndun úr Júpiter. Á sama tíma var verið að landa um tvö þús- und tonnum úr Sigurði í bræðslu. Veðrið spilar stærstu rulluna „Þessa dagana spilar veðrið stærstu rulluna, en vonandi gengur þetta allt upp,“ segir Eyþór. Samkvæmt upplýsingum á heima- síðu Fiskistofu eru íslensk skip búin að landa 163 þúsund tonnum af loðnu á vertíðinni. Reikna má með að nokkuð meira sé búið að veiða því sigling af miðum, löndun og frágang- ur á upplýsingum tekur sinn tíma. Heildarkvóti íslenskra skipa er tæp- lega 400 þúsund tonn. Vilhelm Þorsteinsson EA var í gær kominn með tæplega 14.500 tonn, Heimaey VE rúmlega 13 þús- und, Börkur NK rúmlega 12 þúsund, Ingunn AK rúmlega 11 þúsund og Aðalsteinn Jónsson rúmlega 10 þús- und tonn. Mokveiði þegar gefur  Loðnan gengur hratt vestur á bóginn og var út af Þjórsárósum í gærdag  Víða unnið á vöktum allan sólarhringinn  „Þetta eru stórir dagar í loðnunni“ Ljósmynd/Börkur Kjartansson Vertíð Stutt hefur verið fyrir Eyjaskipin á miðin síðustu daga, en loðnan er á hraðri vesturleið. Á myndinni eru Sighvatur Bjarnason VE og Huginn VE. Á loðnumiðunum Heimaey VE 1 út af Jökulsárósum, en góð veiði hefur verið síðustu daga þrátt fyrir rysjótta tíð. „Faxi er að landa á Akranesi og við erum að skoða hvort hægt sé að byrja hrognafrystingu strax á ein- hverjum hluta aflans,“ sagði Ingi- mundur Ingimundarson, útgerðar- stjóri uppsjávarskipa hjá HB Granda, í gær. „Hrognafyllingin er orðin næg, en það er spurning hvort þroski hrogn- anna sé nægur. Sumir á Akranesi líta á það þannig að það eigi að byrja frystingu á föstudegi, ekki aðra daga vikunnar því slíkt séu nánast helgi- spjöll. Þetta var viðhaft í mörg ár með góðum árangri og menn höfðu trú á því að svona ætti þetta að vera.“ Fryst hrogn eru verðmætasta af- urð loðnunnar og sagðist Ingimund- ur reikna með að talsvert af hrogn- um færi á Japansmarkað í ár. Undanfarin ár hefur stór hluti hrognaframleiðslunnar hins vegar farið á markaði í Austur-Evrópu. „Ég hef fulla trú á að það takist að ná loðnukvótanum og leyfi mér að vera bjartsýnn,“ sagði Ingimundur. „Veðrið er helsti óvissuþátturinn, en það hefur veiðst vel og helstu vanda- málin verið þegar menn hafa fengið of stór köst og rifið nótina.“ Vilja helst byrja á föstudögum  Hrognafrysting er framundan Sjávarútvegsráðuneytið hefur gef- ið út reglugerð um hrognkelsaveið- ar 2015. Leyfilegir veiðidagar á grásleppu eru 20 og tímabil á hverju veiðisvæði eru 75 dagar. Velja má samfellt veiðitímabil inn- an þess sem takmarkast af endan- legum fjölda veiðidaga. Á vef Landssambands smábáta- eigenda kemur fram að reglugerð- in er lítið breytt frá síðasta ári. Þar kemur fram að endanlegur daga- fjöldi verður ákveðinn í byrjun apr- íl, er tillögur Hafrannsóknastofn- unar liggja fyrir að loknu vorralli, eða stofnmælingu botnfiska að vori. Skv. reglugerð verður heimilt að hefja veiðar 20. mars á svæðum úti fyrir Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi að Garðskaga. Á öðrum svæðum má byrja 1. apríl að undan- skildum innanverðum Breiðafirði þar sem veiðar hefjast 20. maí. 20 veiðidagar á grásleppuvertíðinni Líflegt Grásleppuvertíð á Drangsnesi. Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.