Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 ALVÖRU PÍTA Á SKILIÐ ALVÖRU PÍTUSÓSU Prófaðu pítusósuna frá E. Finnsson og gerðu gott betra. 31 18 -V O G – V E R T. IS REYKJAVÍK HÁALEITI OG BÚSTAÐIR H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Reykjavík er heitur reitur. Við fjöl- förnustu götur borgarinnar bullsýður í alls tíu borholum sem skila um 280 sekúndulítrum af 130 heitu vatni. Heitar æðar liggja víða um Laug- ardal og -nes og þaðan fæst rösklega tíund af því heita vatni sem fer inn á kerfi Orkuveitu Reykjavíkur. „Þetta er algjörlega sjálfbær auðlind og séu holurnar nýttar hóflega svo ekki gangi á grunnvatnsforðann munu þær duga um ókomna tíð,“ segir Páll Baldvin Sveinsson sem er umsjón- armaður vatns, heits sem kalds, hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Og það er Páll sem hefur lyklavöld að neð- anjarðargöngum í Háaleitinu, mann- virki sem fæstir hafa vitað um til þessa. Borholur og bakrennsli Bolholtsstöðin, sem reist árið 1962 eða um svipað leyti og Laug- arnesholurnar voru boraðar, er undraveröld. Í vélasal malla fimm dælur og sérstök tæki losa gas úr vatninu. Dælustöð þessi er beint fyrir ofan hús Kauphallar Íslands. Í við- skiptalífinu hefur verið hart í ári að undanförnu og miðað við fyrri tíma er nánast klinkið eitt í kauphöllinni. Í næsta húsi er hins vegar gull í hverj- um dropa. Af borholunum tíu eru þrjár öðr- um gjöfulli, en 6-8 í notkun á hverjum tíma og úr þeim fæst vatn sem er að jafnaði 125 til 130 gráða heitt. Það er vitaskuld of heitt fyrir hið almenna dreifikerfi. Því er bakrennslisvatn úr Holta- og Háaleitishverfi veitt í Bol- holtsstöðina og því blandað saman við borholuvatnið svo úr verður 80 gráða heitt vatn, sem fer í dreifistöðvar í Öskjuhlíð, við Grensásveg og Sund- laugarveg. Magnið, að teknu tilliti til blöndunar, getur því verið rösklega 550 sekúndulítrar. Smogið í gegn „Nú skal ég að sýna ykkur svo- lítið sniðugt. Þetta er að vísu pínulítið brölt en við komumst þetta leikandi. Fylgið mér og þetta er ekkert mál,“ sagði Páll Baldvin þegar hann sýndi okkur hin helgu vé. Svo príluðum við niður járnstiga og niður í kjallara þar sem er op inn í jarðgöngin, ef svo má kalla þau. „Beygið ykkur niður, þetta er þröngt og förum varlega,“ sagði Páll sem fór fremstur fjögurra manna. Göngin eru um 1,7 metrar á hvern veg; steinsteypt og rammgerð og þar niðri eru lagnir fyrir heita vatnið. Og þarna smugum við í gegn; heyrðum vatnið streyma um pípurnar en vor- um algjörlega einangraðir frá þungri föstudagsumferðinni yfir höfði okkar. Göng þessi – eða stokkur – er um 100 metra langur og liggur frá Bolholti yfir í Lágmúlann. Á end- anum þeim megin er brunnur eða hvelfing. Þar er svo gat með járn- hlera sem hægt er að opna að innan og stinga upp hausnum. Páll opnaði hins vegar gáttina á grasflöt við Kringlumýrarbrautina, sem við höfð- um farið undir rétt áður. „Já, þetta er alveg falinn heimur og svona neð- anjarðarmannvirki á vegum Orku- veitunnar eru reyndar víðar í Reykja- vík,“ segir Páll. Nefnir Öskjuhlíð, sundlaugasvæðið í Laugarnesi og Leynistaður Páll Baldvin við munna leyniganganna. Þau eru um það bil 1,70 metrar á hvern veg og vel manngeng. Auðlind í hjarta höfuðborgar  Neðanjarðargöng undir fjölfarna Kringlu- mýrarbrautina  Tíu holur og sjóðandi vatn Vélasalurinn Dælurnar í stöðinni eru fimm og slá aldrei feilpúst þrátt fyrir að hafa snúist stanslaust í alls 53 ár. Fasteignir í Fossvogi og Bústaða- hverfi eru eftirsóttar og seljast fljótt. Þetta segir Sveinn Eyland, lögg. fasteigna- sali hjá Land- mark. Nokkurt framboð hefur verið af sérbýlis- eignum á þessum slóðum, til dæmis í Löndum og Gerðum, sem eru í kringum 200 fermetrar að flatarmáli og al- gengt verð er 60 - 80 millj. kr. Í sumum tilvikum er verð hærra, svo sem ef eignir eru nýlegar, arki- tektúr þeirra athyglisverður og fleira „Fossvogurinn skorar alltaf, enda mjög miðsvæðis í borginni, það er veðursæld í dalnum og stutt að sækja alla þjónustu. Húsin þarna voru yfirleitt byggð í kringum 1970. Mörg þeirra hafa verið komin á tíma og hafa verið gerð upp á síð- ustu árum og orðið því verðmeiri,“ útskýrir Sveinn sem segir sömu rök gilda um Gerðin á Háaleitinu. Sér- eignir þar séu góðar í sölu. Háaleitis- og Bústaðahverfi er stórt og þar eru hús í öllum út- gáfum. Í austurhlutanum, Smá- íbúðahverfi, eru gjarnan lítil rað- hús og sérbýli sem oft eru lengi í eigu sömu fjölskyldunnar en þegar þau svo fara í sölu eru áhugasamir fljótir til, svo sem útsjónarsamt fólk sem með endurbótum skapa sér draumaheimili. sbs@mbl.is Sogavegur Í raun er allt Bústaðahverfið vinsælt meðal fasteignakaupenda. Endurbætt og verðmeiri Sveinn Eyland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.