Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 ✝ HermannKristinsson fæddist 10. sept- ember 1922. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnu- hlíð 15. febrúar 2015. Foreldrar hans voru Kristinn Ív- arsson, f. 1898, d. 1973, og Sigur- björg Þorvarðar- dóttir, f. 1900, d. 2005. Her- mann var næstelstur átta systkina en eitt dó í fæðingu. Hin eru Kristín, f. 1921, Ívar, f. 1925, d. 1992, Anna Mar- grét, f. 1927, d. 1989, Þór, f. 1928, d. 2015, Jón, f. 1932 og vann við þá iðn alla tíð síðan, fyrst á verkstæði við Fram- nesveg og síðar á eigin verk- stæði. Árið 1948 kvæntist Her- mann Bóel Sigurgeirsdóttur, f. 6. september 1924, d. 31. mars 2008. Þau byrjuðu bú- skap í Reykjavík en byggðu sér hús við Háveg í Kópavogi og bjuggu þar alla tíð síðan. Þau eignuðust fjögur börn; Sigþór, f. 1948, d. 2005, Sigurlín, f. 1952, Rúnar Þór, f. 1952 og Kristbjörgu, f. 1956. Barnabörnin eru átta og barnabarnabörnin tólf. Heilsan var farin að bila síðustu árin og eftir að Bóel dó óskaði hann eftir því að fara á hjúkrunarheimili. Hann dvaldi á Sunnuhlíð frá haustinu 2008. Útför Hermanns verður gerð frá Digraneskirkju í dag, 25. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Hörður, f. 1933, d. 1954. Hermann ólst upp hjá afa sínum og ömmu að Þiljuvöllum í Berufirði og gekk í farskóla þar. Eftir fermingu fluttist hann til foreldra sinna og systkina, sem bjuggu í Nes- kaupstað, og fór að vinna fyrir sér. Hann vann ýmis störf og var m.a. til sjós frá Hornafirði en upp úr tvítugu fluttist hann til Reykjavíkur. Hann lærði vélvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík og Hann pabbi minn er dáinn. Hann lést sunnudaginn 15.2. eftir mánaðarlöng veikindi. Hann fékk kyrrlátt andlát, það veit ég því ég var hjá honum. Hann tók bara djúpt andvarp og svo var hann farinn, sáttur. Þar sem ég sat þarna með dóttur minni, systur og syni hennar fannst mér stund- in svo falleg í allri sorginni. Minn- ing hans mun líka alltaf lifa og það léttir. Þótt alla tíð væri mikill gesta- gangur á Háveginum og honum fyndist gaman að fá gesti naut pabbi sín samt best einn úti í skúr að leysa einhver verkefni, laga vélar eða smíða nýjar. Hann var heldur ekki gamall þegar hann lagaði prjónavél móðursystur sinnar upp á eigin spýtur. Seinna þegar hann var orðinn gamall maður fór hann í gler- skurð og dundaði sér í því meðan sjónin entist. Þeir eru ófáir hlut- irnir sem hann bjó til okkur öllum til gleði. Honum fannst líka gaman að ferðast, einkum innanlands. Marga ferðina fór ég með honum og mömmu sem krakki. Þar sem systkini mín voru í sveit á sumrin fór ég ein með þeim. Ég er ekki frá því að systkini mín hafi hálf- öfundað mig af ferðalögunum (og ég þau af sveitadvölinni). Í ferð- unum tók pabbi óteljandi slides- myndir. Svo var sest niður með fjölskyldunni á köldum vetrar- kvöldum og haldið myndakvöld og eins þegar gesti bar að garði. Pabbi fór ekki oft til útlanda en nokkrar ferðir þó og hafði gaman af að segja frá þeim. Eftir að mamma dó vildi pabbi bara fara á hjúkrunarheimili og fór hann á Sunnuhlíð þá um haustið. Þar kynntist ég honum upp á nýtt. Ég sat oft hjá honum og hlustaði á óteljandi sögur, því pabbi var sögumaður. Þótt heils- unni hafi verið farið að hraka síð- ustu árin var pabbi aldrei kval- inn og alltaf með skýra hugsun. Fyrir það mun ég alltaf verða þakklát. Kristbjörg. Kveðja frá dóttur. Áfram rennur æviskeið, óðum stefnt í naustið. Hefur farið langa leið, liðið er á haustið. Varlega úr vör var ýtt vorsins unga fleyi. Prýddi flest sem skip gat skrýtt, skreið á nýjum vegi. Beðið þess að byrji vel og bjart í skerjagarði. Á lífsins strauma lítil skel lærði fyrr en varði. Oft var siglt um úfið haf alls kyns hreppti veður. Sjórinn tók og sjórinn gaf, hann særir menn og gleður. Farið orðið hrörlegt hrip, hart ei lengur beiti. Hér fæst ekkert annað skip né annað föruneyti. Mál að halda heim til lands og hætta allri veiði. Þá er helsta hugsun manns að hagkvæmt verði leiði. Komið vetrarkvöldið rakt, kröftum rúinn forði. Báti get að garði lagt og gengið hljótt frá borði. Sigurlín. Afi Hermann hefur fengið hvíldina sína, ég held að hvíldin hafi verið honum kærkomin en mikið óskaplega á ég eftir að sakna hans. Ég fékk að vera mikið á Há- veginum hjá ömmu og afa þegar ég var lítil. Þegar ég hugsa til baka þá var afi afskaplega hæg- látur maður og alltaf jákvæður. Hann kenndi mér margt, til dæmis man ég eftir að hafa feng- ið að standa uppi á stól í eldhús- inu á Háveginum og læra hvern- ig átti að búa til hinn fullkomna hafragraut og það var sko eng- inn grautur eins góður og afa- grautur. Hann sýndi mér hvern- ig ég ætti að bæta dekkin á hjólinu mínu og kenndi mér að leggja kapal. Hann hjálpaði okk- ur krökkunum að byggja kofa í garðinum, einu sinni man ég að við byggðum okkur raðhús fyrir aftan húsið á Háveginum og inn- réttuðum þau með aðstoð ömmu. Við krakkarnir kölluðum gjarn- an á afa þegar „Klaufabárðarn- ir“ eða „Línan“ voru í sjónvarp- inu, þá dreif afi sig inn í stofu og við hlógum saman að vitleys- unni. Þegar afi bjó enn á Háveginum passaði hann sig alltaf að eiga nóg af súkkulaðirúsínum handa barnabarnabörnunum og fékk því nafnið „rúsínuafi“ hjá mínum börnum. Mér fannst það alltaf hæfa honum sérstaklega vel. Nú kveðjustund er komin elsku afi minn, á kinnum mínum glitra tár er strýk ég vanga þinn. Því minningarnar streyma frá löngu liðnum árum, er litla stúlku leiddir þú framhjá lífsins bárum. Í huga mér og hjarta ég ávallt dái þig. Þó höndin þín sé kólnuð sem áður leiddi mig. Ég bið að vel þér líði á Drottins dýrðar slóð. Djúpa þökk ég sendi þér frá minni hjarta glóð. (Gylfi Björgvinsson) Elsku rúsínuafi, ég kveð þig með hjartans þökk fyrir allt og allt. María Bóel. Nú þegar komið er að kveðju- stund viljum við minnast Her- manns, þess mikla heiðurs- manns, með nokkrum orðum. Við systkinin nutum þeirra for- réttinda að fá að dvelja hjá þeim Hermanni og Bóel móðursystur okkar á menntaskólaárum okkar og minnumst við þess tíma með miklu þakklæti og hlýju. Heimili þeirra á Háveginum stóð öllum opið og þar átti stórfjölskyldan úr sveitinni alltaf vísan sama- stað þegar eitthvað þurfti að er- indast í bæinn. Þá var alltaf hægt að treysta á Hermann því hann var boðinn og búinn að lið- sinna okkur, snúast með okkur út um allan bæ ef á þurfti að halda og redda hlutunum. Fyrir allt þetta viljum við og fjölskyld- an öll þakka af heilum hug. Fjöl- skyldu Hermanns sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur, minningin um góðan mann mun lifa. Hvíl í friði, elsku Hermann. Guðni Úlfar og Guðrún Þórey. Hermann Kristinsson Nú er Stína amma, eða Stína á Sigurðarhúsinu, horfin frá okkur. Þegar horft er til baka er margs að minnast. Afi og amma strituðu myrkranna á milli til að fjölskyldan hefði nóg að bíta og brenna. Aldrei féll verk úr hendi og allt vannst hratt og vel. Alltaf var gestum og gangandi tekið vel og borðið hlaðið bakkelsi hvenær sem maður kom í heimsókn. Þó mik- ið væri að gera þá hafði hún alltaf tíma til að sinna barna- börnunum. Eldhúsið var mið- punkturinn. Fram var töfrað supl, kleinur, súkkulaðisnúðar, hafrakex, ís með kornflexi, fiskibollur, fuglabuff og svo mætti lengi telja. Eitt af því sem lifir sterkast í minningunni er hvernig amma sönglaði þeg- ar hún vann. Það skapaði ein- hvern veginn öryggi og hug- Kristín Pétursdóttir ✝ Kristín Péturs-dóttir fæddist 21. maí 1924. Hún lést 8. febrúar 2015. Útför Krist- ínar fór fram 13. febrúar 2015. arró. Þá fann maður fyrir vissu um að maður var hjá ömmu sinni sem gat lagað allt og bætt. Hún var dugleg að setjast niður með okkur, grípa í spil, fara með vísur og syngja. Amma hafði þann ein- staka hæfileika að þurfa einungis að heyra lag eða ljóð einu sinni til að muna það orðrétt og geta farið með. Oft- sinnis höfum við furðað okkur á textafjöldanum sem hún kunni utanbókar. Hún var óþreytandi við að kenna barnabörnunum ný lög. Þó spurt væri um text- ann við „Halldór og ég“ í hundraðasta skipti þá mætti manni sama þolinmæðin og ást- in. Við minnumst ömmu sem öfl- ugrar og ástríkrar konu sem setti hag annarra fram fyrir sinn eigin. Hún kenndi okkur að fara ekki í manngreinarálit, sýna æðruleysi, náungakærleik og hlúa að fjölskyldunni og þeim sem minnimáttar voru. Ýmsir sem við kynnumst í lífinu marka djúp spor og móta afstöðu manns og stefnu í líf- inu. Stína amma var án nokk- urs vafa slík manneskja í okkar lífi og einstök fyrir alla þá sem henni kynntust. Kærar þakkir, elsku amma, fyrir allan þann tíma sem við áttum með þér og allt sem þú kenndir okkur. Barnabörnin, Fjölnir, Pétur Steinn og Herdís Hulda Guðmannsbörn. Mikið átti ég, sem ungur drengur, nú gott að fá að vera hjá þér og afa á sumrin. Ufsa- veiðar á bryggjunni, marhnúta- veiðar undir bryggjunni, þorsk- veiðar á firðinum og krossfiskveiðar í fjörunni. Frelsið var algert sem og traustið. Margar stundir sat ég og horfði aðdáunaraugum á þig, er þú varst inn í eldhúsi. Þar var amma Stína í essinu sínu. Syngjandi, bakandi, hrærandi, eldandi, óstöðvandi. Minnis- stætt var þegar þú komst úr búrinu einn daginn og sagðir hátt og snjallt; ég get svarið það Valdi, ef ég er ekki með svuntuna þá finnst mér ég vera nakin. Þú varst sennilega heimsins besti rommí-spilari og alltaf svo jákvæð og sanngjörn. Ótal minningar á ég um þig sem allar eru á einn veg. Þú gerðir heiminn svo sannarlega betri. Skilaðu kveðju til allra sem mér þykir vænt um. Þinn Þorvaldur (Valdi). Elsku þakkir ástvinanna orð á vör ei túlkað fá er stíga hljótt í himna hæðir helgum bænar vængjum á. Við biðjum góðan Guð að launa gæðin öll og þína tryggð þeim ástkær minning um þig lifi aldrei gleymsku hjúpi skyggð. Falin sértu frelsaranum frjáls í náðarörmum hans hljótir þú um eilífð alla ástargjafir kærleikans. Hann sem gaf þér styrk að stríða stranga gegnum sjúkdóms raun veiti þér á ljóssins landi lífsins dýrð og sigurlaun. Elsku Stína mín. Hjartans þakkir fyrir alla þína ást og hlýju og umhyggju gagnvart mér og mínu fólki alla tíð. Að lokum vil ég segja þetta: Við minninganna yl skal ég orna huga minn og alltaf mun þar hátt bera glaða svipinn þinn. Þú hefur staðist prófið og sigrað hættur og hel á himinbrautum lífsins. Ég kveð þig, farðu vel. Með ástarkveðju, þín einlæg Vilborg Guðrún Friðriksdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓFEIGUR HJALTESTED, Haukanesi 20, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 26. febrúar kl. 13. . Edda Tryggvadóttir, Erna Hjaltested, Sigfús Sigmundsson, Stefán Hjaltested, Teresa Sukiasyan, Guðrún Hlín Hjaltested, Örn Steinar Marinósson, Nína Rut Eiríksdóttir, Sigríður Björk Marinósdóttir, Arnór Hans Þrándarson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNNUR JÓNASDÓTTIR, Vættaborgum 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 21. febrúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 27. febrúar kl. 15. . Hrafnkell Sigurjónsson, Sigurjón R. Hrafnkelsson, Sjöfn Jónsdóttir, Guðmundur Hrafnkelsson, Valdís Arnarsdóttir, Rúnar Þór Hrafnkelsson, Fanney Dóra Hrafnkelsdóttir, Guðrún Hrafnkelsdóttir, Guðmundur B. Jónasson og barnabörn. Hjartkær maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, GUÐJÓN Ó. ÁSGRÍMSSON, fyrrverandi skrifstofustjóri í Ræsi, Háagerði 85, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 27. febrúar kl. 13. . Svanlaug Magnúsdóttir, Rebekka Sigrún Guðjónsdóttir, Björn Guðmundsson, Ragnheiður Guðjónsdóttir, Ásdís Guðjónsdóttir, Ingólfur Þórisson, Helga Guðjónsdóttir, Þröstur Helgason, Magnús Guðjónsson, Guðríður Hlöðversdóttir. Elsku mamma, tengdamamma, amma og langamma okkar, ELSA ÞORVALDSDÓTTIR, Álfheimum 62, Reykjavík, lést sunnudaginn 22. febrúar. . Þorvaldur Sigurðsson, Herdís Ástráðsdóttir, Þóra Katla Bjarnadóttir, Þórður Sigurðsson, Ástríður Elsa Þorvaldsdóttir, Theódóra Þorvaldsdóttir, Jóhann K. Ragnarsson, Davíð Ingi Þorvaldsson, Hrefna María Jónsdóttir, Ágúst Atlason, Arnar Jónsson, Kristján Andri Jónsson og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR S. MAGNÚSSON myndlistarmaður, Lindargötu 64, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 22. febrúar. Útförin fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins laugardaginn 7. mars kl. 13. . Magnús Óskar Gunnarsson, Svanfríður Kristjánsdóttir, Davíð Geir Gunnarsson, Janya Khunthong, Ásdís Sól Gunnarsdóttir, Gunnar Bolli Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.