Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 35
var húsvörður við íþróttahús og sundlaug á Laugarvatni 1993-2004. Kjartan hóf búskap í Austurey í ársbyrjun 1997 og hefur stundað sauðfjárbúskap þar síðan. Hann hóf nám við Íþróttaskor KHÍ á Laugarvatni árið 2004 og útskrif- aðist sem íþróttafræðingur árið 2007. Samhliða búskapnum hefur Kjartan svo kennt frá haustinu 2007, fyrst einn vetur við Sunnu- lækjarskóla á Selfossi og síðan við Bláskógaskóla á Laugarvatni. Kjartan æfði og keppti í blaki, körfuknattleik og glímu. Hann lék með meistaraflokki Ungmenna- félags Laugdæla í körfuknattleik og blaki, varð Íslandsmeistari í körfubolta í þriðju deild 1976 og Íslandsmeistari í blaki í efstu deild 1979 og 1980 og bikarmeistari 1980. Kjartan hefur auk þess orðið Íslandsmeistari í sveitaglímu, varð bikarmeistari í glímu 2001 og hef- ur unnið til verðlauna í Íslands- glímu og á Íslandsmeistaramóti auk þess að verða skjaldarhafi Skarphéðins 1986 og 1987. Kjartan sat í stjórn Umenna- félags Laugdæla lengst af á ár- unum 1974-2005 og var formaður þess í sex ár, var gjaldkeri HSK 1980-82, sat í stjórn Glímu- sambands Íslands í sex ár, þar af þrjú ár sem varaformaður, sat í sveitarstjórn Laugardalshrepps síðustu fjögur ár hans og síðan í átta ár í stjórn Bláskógabyggðar, hefur setið í ýmsum nefndum á vegum Bláskógabyggðar og er nú formaður samgöngunefndar, veitu- nefndar og fjallskilanefndar Laug- ardals, sat í körfubolta-, blak- og glímunefnd hjá HSK, hefur setið í stjórn Glímudómarafélagsins frá 1999 og verið formaður þess frá 2007. Hann er auk þess formaður Sauðfjárræktarfélagsins Dals frá 1997 og sat í stjórn Félags sauð- fjárbænda í Árnessýslu í sex ár. Fjölskylda Eiginkona Kjartans er Auður G. Waage, f. 31.10. 1949, matráður við Bláskógaskóla á Laugarvatni. Hún er dóttir Gunnars Waage útgerð- armanns og Vilborgar Jónsdóttur húsfreyju sem bæði eru látin en þau bjuggu lengst af á Patreks- firði. Dóttir Auðar og fósturdóttir Kjartans er Vilborg Guðný Atla- dóttir, f. 5.1. 1973, innanhúss- arkitekt á Ítalíu, en maður hennar er Marco Latela flugvélaverkfræð- ingur og eiga þau tvö börn. Börn Kjartans og Auðar eru Lárus, f. 26.6. 1978, sérfræðingur hjá Snæfellsnesþjóðgarði, en kona hans er Magndís Sigmarsdóttir kennari og á hann þrjár dætur; Óðinn Þór, f. 28.10. 1979, grafískur hönnuður og upplýsingaarkitekt, en kona hans er Elísabet Björney Lárusdóttir, tækni- og umhverf- isfræðingur, og eiga þau þrjá syni. Hálfsystir Kjartans, sammæðra, er Kristín Jóhanna Andersdóttir, f. 25.12. 1947, lengi starfsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Sel- fossi. Alsystkini Kjartans eru Ragnar Matthías, f. 14.10. 1957, bóndi í Stóra-Dal undir Eyjafjöll- um; Margrét Sigurrós, f. 8.8. 1959, bóndi í Miðdalskoti í Bláskóga- byggð, og Hanna, f. 7.2. 1963, starfsmaður við sundlaugina á Sel- fossi. Foreldrar Kjartans voru Lárus Kjartansson, f. 5.4. 1927, d. 22.12.1996, bóndi í Austurey og Hermannía Sigurrós Hansdóttir, f. 25.9. 1921, d. 16.4. 2002, húsfreyja í Austurey. Kjartan verður að heiman á af- mælisdaginn. Úr frændgarði Kjartans Lárussonar Kjartan Lárusson Jóhanna Jónsdóttir frá Bjarnabúð Kristján Þórðarson úr Kolbeins- staðarsókn Sigurrós Kristjánsdóttir húsfr. í Valhöll við Ólafsvík, síðar verkak. í Hafnarfirði Hans Hoffmann Jónsson sjóm. í Búðum á Snæfellsnesi Hermannía Sigurrós Hansdóttir húsfr. í Austurey Guðbjörg Jónsdóttir húsfr., úr Staðastaðasókn Jón Pétursson Hoffmann frá Oddsbúð á Snæfellsnesi Hanna Hansdóttir húsfr. í Rvík Ragna Gunnarsdóttir húsfr. í Kópavogi Gunnar Þorgeirsson oddviti Grímsness- og Grafningshrepps og form. Sambands sunnlenskra sveitarfélaga Þorkell Kjartansson b. í Austurey Kjartan Kjartansson húsasmíðameistari í Hveragerði Þorbjörg Kjartansd. húsfr. í Rvík Anna Kjartansdóttir húsfr.á Selfossi Kristrún Kjartansd. húsfr. á Selfossi Kjartan Helgason b. í Haga í Grímsnesi Helgi Kjartans- son oddviti Bláskógar- byggðar Svanur Bjarnason umdæmisstj. Vegagerðarinnar á Suðurlandi Óskar Pálsson Páll Rósinkranz söngvari Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og þáttagerðarmaður Kjartan Þorkelsson lögreglustj. á Suðurlandi Sigrún Gísladóttir húsfr. á Þórisstöðum Þorkell Gíslason b. á Þórisstöðum í Grímsnesi Margrét Þorkelsdóttir húsfr. í Austurey Kjartan Bjarnason b. í Austurey Lárus Kjartansson b. í Austurey Ragnhildur Jónsdóttir húsfr. í Minnabæ Bjarni Jörgensson b. í Minnabæ í Grímsnesi ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Björn fæddist á Snærings-stöðum í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu 25.2. 1905. Foreldrar hans voru Páll Hannes- son, bóndi á Snæringsstöðum og síð- ar á Guðlaugsstöðum í Blöndudal, og k.h., Guðrún Björnsdóttir húsfreyja. Meðal systkina Björns voru Hannes bóndi á Undirfelli, afi Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar pró- fessors, Hulda, húsfreyja á Höllu- stöðum, móðir Páls Péturssonar, fyrrv. alþm. og ráðherra, og Halldór búnaðarmálastjóri. Meðal bræðra Páls voru Guðmundur læknapró- fessor og Jón, bóndi á Brún, langafi Guðrúnar Agnarsdóttur læknis og Ástríðar Thorarensen hjúkrunar- fræðings. Guðrún Björnsdóttir var hálf- systir Sigurgeirs, föður Þorbjarnar, prófessors og forstöðumanns Raun- vísindastofnunar HÍ, og hálfsystir Þorsteins, frumbýlings á Hellu, föð- ur Björns sagnfræðiprófessors. Guðrún var dóttir Björns Eysteins- sonar, bónda í Grímstungu, bróður Ingibjargar, langömmu Friðriks Sophussonar, fyrrv. ráðherra. Eiginkona Björns var Ólöf Guð- mundsdóttir frá Flatey á Skjálfanda og eignuðust þau 10 börn. Björn varð búfræðingur frá Hól- um 1923. Hann stundaði nám í Sam- vinnuskólanum 1925, nám í lýðhá- skóla í Noregi og ferðaðist um Noreg og Danmörku 1927. Þá ferð- aðist hann umhverfis hnöttinn og dvaldi á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu 1928-29 til þess að kynna sér kjöt- markaði og meðferð á kjöti. Björn var bóndi á Ytri-Löngumýri í rúma sex áratugi, frá 1930 til dauðadags. Hann var oddviti Svína- vatnshrepps 1934-58, sat í sýslu- nefnd um skeið, var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagstrendinga frá 1955-59, stofnaði útgerðarfélagið Húnvetning hf. 1957 og Húna hf. 1962 og rak útgerð í allmörg ár. Hann var alþm. Framsóknarflokks- ins fyrir Austur-Húnavatnssýslu sumarþingið 1959 og þingmaður fyr- ir Norðurlandskjördæmi vestra á árunum 1959-1974. Björn lést 11.4. 1996. Merkir Íslendingar Björn Pálsson 102 ára Eva Kristjánsdóttir 90 ára Ragna Ólöf Wolfram Sigríður K. Jónsdóttir Þórhalla Guðnadóttir 85 ára Jóhanna Guðmundsdóttir Karl Hannes Hannesson María Kjartansdóttir 80 ára Steinunn Bjarnadóttir Þórður Magnússon 75 ára Björgvin H. Kristinsson Guðríður Guðbjörnsdóttir Hafsteinn Guðmundsson Oddný Björgvinsdóttir Ólína K. Sveinbjörnsdóttir 70 ára Bergsveinn Símonarson Bjarni Jónsson Björn H. Hólmgeirsson Hanna Sigurjónsdóttir Jóna A. Gunnarsdóttir Júlíana Magnúsdóttir Karólína S. Ingvarsdóttir Kristín Óskarsdóttir Kristján Eysteinsson Magnús T. Torfason Óli Gunnarsson Pétur Sverrir Gunnarsson Viðar Símonarson Þorsteinn Eiríksson 60 ára Ásta Mikkaelsdóttir Birna Guðmundsdóttir Birna Ríkey Stefánsdóttir Hreinn Andrés Hreinsson Jón Þór Guðmundsson Kristín G. Bergmann Jónsdóttir Margrét Hlín Sveinsdóttir Óskar Örn Óskarsson Pétur Jónsson Sigurður Kr. Bárðarson 50 ára Heike Diemer Ólafsson Jóhann Friðrik Kristjánsson Jón Hlynur Hreinsson Margrét S. Birgisdóttir Marilyn Sucgang Faigane Sigurður Sigfússon Þórarinn Pétursson Þrúður Finnbogadóttir 40 ára Álfhildur Gunnarsdóttir Ásdís Geirarðsdóttir Benedikt Pálmason Björk Jónsdóttir Elísabet Sveinsdóttir Emilía Jane Yvonne Quirk Erna Dís Gunnþórsdóttir Hilmar Jónsson Magdalena K. Michalska Sóley Ragnarsdóttir Sólveig Á. Guðmundsdóttir 30 ára Ásta Björk Birgisdóttir Eva Rún Rúnarsdóttir Florian Tabaku Georgiana Trifu Guðjón Kristinn Andrésson Hargita Berec Jón Þórólfur Ragnarsson Marius Noreika Narong Chiaophuang Natalia Klaudia Duda Ósk Vífilsdóttir Rut Kaliebsdóttir Salvör Valbjörnsdóttir Viktor Geir Valmundsson Þórey Björk Þorkelsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Hólmfríður býr í Reykjavík og er að ljúka MEd-prófi í kennslu- og menntunarfræðum. Maki: Ragnar Jón Ragn- arsson, f. 1986, verkefna- stjóri hjá Isavia. Börn: Snæfríður Edda, f. 2008, og Höskuldur Sölvi, f. 2011. Foreldrar: Sigurður E. Davíðsson, f. 1946, d. 2014, sagnfr., og Ólöf R. Torfadóttir Thoroddsen, f. 1950, tannlæknir. Hólmfríður H.S. Thoroddsen 30 ára Gréta ólst upp í Reykjanesbæ, er nú bú- sett í Reykjavík, stundar MA-nám í opinberri stjórnsýslu við HÍ og starfar við Heilsuhúsið. Maki: Kristinn Guð- mundsson, f. 1986, verk- fræðingur. Foreldrar: Linda Björk Jósepsdóttir, f. 1963, fótaaðgerðafræðingur, og Guðbrandur Jóhann Stef- ánsson, f. 1964, íþrótta- kennari. Gréta Mar Jósepsdóttir 30 ára Guttormur ólst upp á Höfn í Hornafirði og hefur verið þar búsettur þar til í fyrra að hann flutti til Reykjavíkur. Hann lauk sveinsprófi í bílmálun frá Borgarholtsskóla og starfar nú á réttingar- sprautuverkstæði Toyota. Foreldrar: Orri Brands- son, f. 1948, frjótæknir, og Sigríður Harpa Gutt- ormsdóttir, f. 1958, starfsmaður hjá Lyfju. Þau búa í Nesjasveit. Guttormur J. Orrason Hálsmen 29.900 Hálsmen 14.900 Bankastræti 12 | 101 Reykjavík | Sími 551 4007skartgripirogur.is Eyrnalokkar 14.900 Hringur 16.900 Hálsmen 17.900 Ný skartgipalína Hringur 17.900 Hringur 29.900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.