Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vinnan verður tómt strit í dag og yfir- maðurinn einstaklega önugur í viðmóti. Best er að skipuleggja með öðrum. Bolmagn ann- arra kemur þér að gagni á einn eða annan hátt. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er óþarfi að taka alla hluti svo bók- staflega sem heimurinn sé einhuga á móti þér. Gefðu þér tíma til þess að kanna allar hliðar þess; öðruvísi færðu ekki sannleikann fram. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ef þú hefur ekki stuðningslið í kringum þig, þá er núna tíminn til að fá sér eitt. En ofmetnastu ekki, því það hefur marg- ur hlotið slæma skrokkskjóðu af því að sofa á verðinum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þetta ætti að verða góður dagur fyrir þig í viðskiptum. Með hverri setningu sem hann mælir af munni fram er önnur ósögð, sem þeir skilja einir sem þekkja hann náið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Dagdraumar sækja á huga þinn í dag og trufla einbeitingu þína. Ekki láta þér bregða, þótt margt sé öðruvísi í návígi, en þú hugðir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ein leið til þess að hætta að hafa áhyggjur af framtíðinni er að sjá hana fyrir sér ríkulega, vongóða og í smáatriðum. Sættu þig bara við það. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur auðugt ímyndunarafl og færð því skemmtilegar hugmyndir. Leyfðu þér að þýðast þinn innri togkraft. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér finnst hægt miða með starfsframann en vertu rólegur. Endurfundir, fjölskylduheimsóknir og samskipti við ætt- ingja taka sinn tíma um þessar mundir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ættir að ráðast í óþægileg verkefni á heimilinu í dag. Einn góðan veður- dag eru það þau sem ráða úrslitum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu það ekki hvarfla að þér að kasta til höndunum við verk þín því þú færð þau bara í hausinn aftur. En þér finnst þú hvatvís og frjáls þegar þú hefur útbúið plan. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Áhugaverðir einstaklingar koma inn í líf ykkar á næstunni. Gættu þess bara að vera sjálfri/sjálfum þér samkvæm/ur. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er svo sem ekkert skemmtilegt að verða að skipuleggja alla hluti út í æsar. Að- gát skal höfð í nærveru sálar. Það voru mikil og góð tíðindi aðhin vaska skíðagöngukona skyldi finnast heil á húfi í skálanum í Hvannagili og vita ekki að hennar hefði verið saknað. Sigrún Haralds- dóttir andaði léttar: Snjávar- var -kransi krýnd, kulda af illum pínd, arkaði um fjöll, innan um tröll en vissi ekki hún væri týnd. Sigrún kann að gera að gamni sínu: Útaf lá Bogga á bakinu, á bleika og krumpaða lakinu, gólaði og þvældi, gargaði og stældi krunkið í krumma á þakinu. Bjarki Karlsson hefur orð á því að mörgum sé illa við virkjanir og enn verr við raflínur, verksmiðjur og vegi. Fólki þyki þetta mengandi og ljótt en getur huggað sig við að spjöllin skaffa peninga, lífsgæði og störf. Síðan bætir hann við: Hálfu meiri náttúruspjöll þykja mér þó í eftirfarandi (og þar eru málsbætur engar): Þó umhverfið sé eintómt svað, eitri og megnun blandið, finnst mér ekki fagurt að fótósjoppa landið. Pétur Stefánsson segir frá líðan sinni: Aumur vek ég á því máls, – úti er hvimleitt veður, með sviða í augum, sáran háls, síst mig lífið gleður. Flensuskít ég fengið hef, er framlágur af heilsuskorti. Með stirða liði og stíflað nef, stökur þessar orti. Friðrik Steingrímsson er fullur samúðar: Bölvuð flensan böggar þig, blátt og stíflað trýni, nú dugar ekk’að demb’í sig dass af brennivíni. Útlitið er ansi ljótt, „ekki er því að leyna“. Sæktu flösku og súptu fljótt, það sakar ekki að reyna. Steingrímur Thorsteinsson orti skemmtilegar ferskeytlur: Eggjaði skýin öfund svört, upp rann morgunstjarna: „Byrgið hana! Hún er of björt, helvítið að tarna!“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af vaskri skíðagöngukonu og flensuskít Í klípu LALLI FÉKK NÆGT REIPI TIL ÞESS AÐ HENGJA SIG MEÐ – SEM HANN NOTAÐI Á FLÓTTANUM. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG KEM HEIM BRÁÐUM; ÉG ER Á HRAÐ-SKÓVIÐGERÐARSTÆÐINU.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sjá regnbogann í gegnum úrkomuna. SJÁÐU, GRETTIR! GÚMMÍ-MÚS! GRÍPTU HANA! GRÍPTU, GRETTIR! GRÍPTU, GRÍPTU, GRÍPI-GRÍPI GRÍP, GRÍPTU, GRÍPTU! ERTU MEÐ ÍDÝFU? GRÍPTU! ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA EINMANALEGT AÐ BÚA HÉR Í EYÐIMÖRKINNI... EIGINLEGA EKKI... ...EN HUNDURINN MINN SAKNAR ANNARRA HUNDA SAKNAR ÞÚ EKKI ANNARS FÓLKS? Víkverji svaf af sér Óskars-verðlaunaafhendinguna og las aðeins lauslega fréttir af sigurveg- urum á hátíðinni. Athygli hans vakti þó frétt um að hinir tilnefndu færu ekki tómhentir heim, þótt ekki hrepptu þeir verðlaunin. Í frétt tímaritsins Vanity Fair sagði að þeir tuttugu leikstjórar og leikarar, sem hefðu verið tilnefndir, fengju ein- hvers konar montskjóður, sem troðnar væru af góssi, og andvirðið væri 168 þúsund dollarar hver taska eða 22,2 milljónir króna. x x x Víkverja lék forvitni á því hvaðhefði verið í töskunni og það vantaði ekki í fréttina. Í töskunni, sem beið á hótelherbergjum hinna tilnefndu, var ávísun á ókeypis bíla- leigubíla í eitt ár, lestarferð í Kletta- fjöllum Kanadamegin landamær- anna, húsgögn að andvirði 20 þúsund dollarar (2,6 milljónir króna) og fitu- sog að andvirði fjögur þúsund doll- arar (530 þúsund króna). x x x Í töskunni var einnig leysititrari(hvað sem það nú er), sem kostar 250 dollara, hlynsíróp fyrir 280 doll- ara og sleikibrjóstsykur með jurta- tebragði. Þá var einnig boðið upp á stjörnuspá, sem metin er á 20 þús- und dollara. Sá sem getur sett þann verðmiða á stjörnuspá hlýtur að sjá framtíðina fyrir í minnstu smá- atriðum. x x x Samkvæmt fréttinni var andvirðiinnihalds töskunnar helmingi meira en innihald töskunnar, sem gefin var í fyrra. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að samkvæmt bandarískum skattalögum munu þeir sem fengu töskuna þurfa að gefa innihaldið upp til skatts. x x x Ef þessar vangaveltur vekja spurn-ingar um það hvort sigurvegarar þurfi að gefa stytturnar af Óskari upp til skatts má bæta því við að þeim fylgir sú kvöð að ekki megi selja þær nema þær hafi fyrst verið boðnar akademíunni, sem veitir þær, fyrir einn dollara. víkverji@mbl.is Víkverji Þið þekkið náð Drottins vors Jesú Krists. Hann gerðist fátækur ykkar vegna, þótt ríkur væri, til þess að þið auðguðust af fátækt hans. (Síðara Korintubréf 8:9) mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.