Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 Menn hafa lengi haft þungaráhyggjur af stöðu Alþingis og er þá einkum átt við virðingu þess.    Þessi mikilvægastofnun þarf að tróna hátt í sér- hverri mælingu á trausti.    En eftir síðustufréttir eiga við orð karlsins, sem sagði við svipað tækifæri, að staðan væri ekki alvarleg, en á hinn bóginn vonlaus.    Sigríður Ingibjörg Ingadóttirhefur flutt frumvarp til laga varðandi námslán.    Segir þar að lán skuli falla niðurvið lát ábyrgðarmanns.    Samþykki Alþingi þessa hug-mynd þingmannsins hljóta námsmenn framvegis að taka mjög „strategiskar“ ákvarðanir þegar þeir velja sér ábyrgðarmenn.    Þegar Sigríður Ingibjörg varspurð hvort hún væri að leggja til að upphaflegur lántaki þyrfti ekki að standa skil á láni félli ábyrgðarmaður hans frá, sagði hún að það væri góð spurning.    Sigríður Ingibjörg var spurð umþað, hvort þetta nýtilkomna og óvenjulega ákvæði væri sett í laga- frumvarp af greiðasemi við nafn- greindan samþingmann hennar.    Svaraði hún því til að þetta hefðiekkert með greiðasemi við þann þingmann að gera „enda á hann ekki inni hjá mér greiða og ég myndi ekki beita mér fyrir laga- breytingum til þess að gera fólki greiða“. Sigríður Ingi- björg Ingadóttir Greiða greiðar fyrir þingstörfum? STAKSTEINAR Veður víða um heim 25.2., kl. 18.00 Reykjavík 3 slydda Bolungarvík 1 alskýjað Akureyri 1 snjókoma Nuuk -15 skýjað Þórshöfn 5 skýjað Ósló 2 skýjað Kaupmannahöfn 3 skýjað Stokkhólmur 5 léttskýjað Helsinki 3 skýjað Lúxemborg 3 skúrir Brussel 5 súld Dublin 12 súld Glasgow 7 skúrir London 11 léttskýjað París 7 alskýjað Amsterdam 7 skýjað Hamborg 7 léttskýjað Berlín 7 léttskýjað Vín 7 skúrir Moskva 2 léttskýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 13 léttskýjað Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -23 léttskýjað Montreal -7 snjókoma New York 0 heiðskírt Chicago -4 skýjað Orlando 17 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:47 18:36 ÍSAFJÖRÐUR 8:58 18:34 SIGLUFJÖRÐUR 8:41 18:17 DJÚPIVOGUR 8:18 18:04 Eir öryggisíbúðir ehf. Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík. | (522 5700 milli 8:00 og 16:00 virka daga Vandaðar öryggisíbúðir Eirar til leigu í Grafarvogi, Reykjavík Eirborgir, Fróðengi 1-11, 112 Reykjavík Eirarhús, Hlíðarhúsum 3-5, 112 Reykjavík Nánari upplýsingar í síma 522 5700 virka daga milli kl. 8 og 16 og í gegnum netföngin: edda@eir.is, sveinn@eir.is Öryggisíbúðir Eirar til leigu í Grafarvogi Reykjavík • Rólegt og notarlegt umhverfi með aðgengi að metnaðarfullri aðstöðu og þjónustu með það að markmiði að einstaklingurinn geti búið lengur heima • Öryggisvöktun allan sólarhringinn • Aðgengi að mötuneyti og félagsmiðstöð • Góðar gönguleiðir í nágrenninu Ísland er 225 ferkílómetrum minna en almennt var talið, samkvæmt nýj- um mælingum Loftmynda ehf. á strandlínum. Niðurstaðan er sú að Ís- land er 102.775 ferkílómetrar að stærð, en samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Landmælinga Íslands mældist landið 103.000 km2. „Þetta er nálgun á þá tölu sem yfirleitt kemur út þegar flatarmál Íslands er mælt. Hún er sett fram til almenns fróð- leiks,“ segir Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands. Bæt- ir hann við að í mælingu þeirra frá 2006 hafi landið mælst 102.695 km2 og að séu niðurstöðurnar háðar mismun- andi aðferðum við mælingar og hvernig strandlínan sé skilgreind. Fram kemur í frétt Loftmynda ehf. að mælingar þeirra, sem gerðar séu með háupplausnar-loftmyndum, gefi nákvæmari niðurstöðu en eldri mæl- ingar. „Með þessari aðferð er hægt að mæla stærð Íslands nákvæmar en hægt hefur verið áður auk þess sem einfaldara verður að endurmæla strandlínuna síðar,“ segir í fréttinni. Heildarlengd strandlínu Íslands (meginland) er samkvæmt mælingu Loftmynda ehf. 6.542,4 kílómetrar. Við þessar mælingar þeirra var reikn- uð út ný miðja landsins sem færist frá því sem áður hefur verið talið um 120 metra. Ný miðja landsins er við aust- ari Jökulsá, austan Illviðrahnjúka norðan Hofsjökuls eða á 64°59’09.2" Norður 18°35’04.6" Vestur. Stærð Íslands mæld nákvæmar  Heildarlengd strandlínunnar mælist 6.542,4 kílómetrar  Miðjan færist Ljósmynd/Loftmyndir Breyting Strandlínan eins og hún hefur verið á kortum Landmælinga er teiknuð sem gul, en ný mæling Loftmynda er sýnd sem rauð lína. Tæplega sextugur maður var í vik- unni dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi fyrir vörslu barna- níðs og brot á vopnalögum. Hann var á reynslulausn vegna kynferð- isbrot gagnvart þroskaskertum pilti. Jón Sverrir Bragason var stöðv- aður af tollgæslunni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. ágúst 2014, vegna gruns um að tölvur og minn- islyklar sem hann hafði meðferðis innihéldu ólöglegt myndefni. Var hald lagt á munina og við rannsókn mun hafa komið í ljós mikið magn af barnaklámi. Jóni Sverri var með dómi Hæsta- réttar 26. ágúst 2014 gert að sæta farbanni til 16. september 2014 og hefur hann síðan sætt farbanni óslit- ið frá þeim tíma. Með dómi Hæsta- réttar 20. maí 2010 var hann dæmd- ur í fangelsi í þrjú ár og sex mánuði fyrir að hafa í nokkur skipti tælt dreng meðan hann var á aldrinum 13-15 ára til kynmaka með því að notfæra sér þroskaskerðingu hans, reynsluleysi af kynlífi og tölvufíkn. Jón Sverrir fékk reynslulausn 7. desember 2012 í tvö ár á eftir- stöðvum refsingar, 420 dögum. Þeir eru inni í refsingu hans nú og er all- ur dómurinn óskilorðsbundinn. Var með barnaklám  Brotamaður á reynslulausn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.