Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 ✝ Einar ØderMagnússon fæddist á Selfossi 17. febrúar 1962. Hann lést 16. febr- úar 2015 á Líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi. Foreldrar hans eru Tove Øder Há- konarson húsmóðir, f. 12. júní 1934, og Magnús Há- konarson rafvirkjameistari, f. 30. desember 1931, d. 2. ágúst 1996. Systkini Einars eru 1) Karen Øder Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 2. sept- ember 1956, maður hennar Ósk- ar Jón Hreinsson bifvélavirkja- meistari, f. 21. apríl 1962. Börn Karenar eru Magnús Árni Øder og Dagbjört Ósk. 2) Óli Øder Magnússon framkvæmdastjóri, f. 30. október 1966, eiginkona hans er Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri, f. 11. nóvember 1966. Synir þeirra eru Björn frá Menntaskólanum við Sund og búfræðiprófi frá Vinter Land- bruksskolen í Noregi. Einar var einn fremsti hestamaður lands- ins og vann til fjölmargra verð- launa bæði innanlands sem utan. Hann var landsliðsþjálfari Ís- lands í hestaíþróttum og starfaði víða í þágu íslenska hestsins. Hann var margfaldur Norð- urlandameistari, keppti á fjöl- mörgum heimsmeistaramótum fyrir Íslands hönd og var liðstjóri íslenska landsliðsins og seinna landsliðseinvaldur og starfaði öt- ullega að framgangi íslenska hestsins bæði innan lands og ut- an. Á ferli sínum var Einar sæmdur ýmsum verðlaunum og viðurkenningum, m.a. gullmerki Félags tamningamanna og í síð- asta mánuði var hann sæmdur gullmerki Landssambands hestamannafélaga fyrir framlag sitt til hestamennskunnar. Einar hóf að starfa við reið- kennslu á námsárunum í Noregi. Aðalstarf Einars síðustu ár var að sinna búi sínu að Halakoti ásamt hrossarækt og kennslu víða um heim. Útför Einars fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 26. febr- úar 2015, og hefst athöfnin kl. 15. Øder og Friðrik Øder. Eftirlifandi eig- inkona Einars er Svanhvít Kristjáns- dóttir hestabóndi og þjálfari, f. 30. október 1965. For- eldrar hennar eru Kristján Finnsson bóndi, f. 23. júlí 1944, og Hildur Ax- elsdóttir leikskóla- kennari, f. 12. febrúar 1944. Systkini Svanhvítar eru Re- bekka, Sigurbjörg, Anna Kristín og Finnur Bjarni. Einar og Svanhvít giftust 30.desember 2001 og eiga þau fjögur börn: Hildur Øder há- skólanemi, f. 30. október 1991, og þríburarnir Dagmar Øder nemi, Hákon Øder nemi og Magnús Øder nemi, f. 28. sept- ember 1997. Einar ólst upp á Selfossi og bjó þar og í næsta nágrenni mest alla ævi. Hann lauk stúdentsprófi Elskulegur tengdasonur og góður vinur er fallinn frá. Það er ekki auðvelt að sætta sig við að eiginmaður og faðir á besta aldri sé tekinn frá okkur, það er sárt og söknuðurinn er mikill. Einar barðist hetjulega í veikindum sínum og kvartaði aldrei heldur hvatti hann aðra til dáða. Hann var einstakur fjölskyldufaðir sem hvatti börn sín og studdi í leik og starfi og mun fylgja þeim um aldur og ævi. Einar var kennari af guðs náð, það vita þeir er nutu leiðsagnar hans á reiðnámskeiðum bæði hérlendis og erlendis. Hann hafði unun af að miðla reynslu sinni og visku og allir voru jafnir fyrir honum, enda er vinahópurinn orðinn stór og vináttan einlæg. Einar ákvað snemma á lífsleið- inni að hans aðalstarf yrði hesta- mennska. Svana, dóttir okkar, hafði sömu áform og því var það mikið gæfuspor fyrir þau bæði að leiðir þeirra lágu saman. Þau unnu ötullega að því að uppfylla sameiginlegan draum sinn um að byggja upp starf í kringum ís- lenska hestinn, ræktun og reið- mennsku og dylst engum árang- urinn af því starfi. Við þökkum samferðina, elsku vinur. Við eigum fallegar minn- ingar og vitum að börnin þín eiga eftir að minna okkur á þig, miðla af visku þinni og spegla mann- gæsku þína. Við vottum Svönu dóttur okk- ar, börnunum Hildi, Hákoni, Magnúsi og Dagmar, Tove móður Einars ásamt systkinum hans okkar dýpstu samúð. Vor héraðsprýði horfin er: öll heiðríkjan, sem fylgdi þér. Og allt er grárra en áður var og opnar vakir hér og þar. Þér kær var þessi bændabyggð, þú battst við hana ævitryggð. Til árs og friðar – ekki í stríð – á undan gekkstu í háa tíð. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. En styrrinn aldrei stóð um þig, - hver stormur varð að lægja sig, er sólskin þinnar sálar skein á satt og rétt í hverri grein. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. Svo hvíl þig, vinur, hvíld er góð, - vor hjörtu blessa þína slóð og Laxárdalur þrýstir þér í þægum friði að brjósti sér. (Jóhannes úr Kötlum). Hvíl í friði, vinur. Kristján og Hildur. Elskulegur mágur okkar Ein- ar er nú fallinn frá. Það er óhætt að segja að Einar hafi komið inn í fjölskylduna af miklum krafti. Við fyrstu kynni var ljóst að hann hafði mikla ástríðu fyrir því sem hann gerði og að þarna væri á ferð mikill fag- maður með metnað, ekki bara fyrir sína hönd, heldur allra í kringum sig. Einar var með ein- dæmum hjartahlýr, hann sá það besta í öllum og vildi hjálpa þeim að verða betri, hvort sem það voru menn, börn eða skepnur. Húmorinn var ríkjandi og það var ávallt skemmtilegt að vera í ná- vist Einars. Við systkinin sem ekki erum mikið hestafólk höfðum mjög gaman af því að hlusta á sögur Einars um allt sem viðkom hesta- mennsku og ekki voru síður áhugaverðar sögur sem höfðu ekkert með hesta að gera en voru svo uppfullar af hestamyndlík- ingum að það mætti halda að þær hafi gerst á síðasta Landsmóti. Einar var líka mikill matgæðing- ur og það var yndislegt að eiga stundir með honum að njóta góðs matar og ekki verra að hafa gott vín með. Efst í huga okkar er þakklæti fyrir þann tíma sem við fengum með Einari og fyrir allt það dýr- mæta sem hann færði okkur og fjölskyldu sinni. Fjögur dásam- leg börn sem hafa sömu ástríðu og metnað og pabbi þeirra. Þau hafa nú misst föðurhetjuna sína og eiginkonan sinn draumaprins og besta vin. En þótt sorgin sé mikil þá fengum við að njóta þess að lifa lífinu með honum allt til enda og það eru forréttindi að hafa átt meistara eins og Einar. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Um leið og við kveðjum okkar ástkæra Einar, biðjum við Guð að blessa og varðveita fjölskyldu hans og umvefja í sorginni. Við yljum okkur við minningarnar sem lifa í hjörtum okkar. Hvíl í friði, elsku mágur. Rebekka, Sigurbjörg, Anna Kristín og Finnur Bjarni. Sæl frænka, sagði hann alltaf um leið og hann tók utan um mig. Ég held að ég hafi verið átta ára þegar ég ákvað að Einar væri maðurinn! Maðurinn sem ég gæti tekið mér til fyrirmyndar í hesta- mennskunni. Einar og Svana hafa gert margt fyrir mig og er ég þeim afskaplega þakklát. Frá fyrsta degi hafa þau tekið mér eins og einni úr fjölskyldunni. Ég hef alltaf getað leitað til þeirra þegar ég hef þurft á aðstoð eða hjálp að halda, alltaf verið hægt að koma eða hringja og spjalla. Einar var viskubrunnur, uppfull- ur af fróðleik og stóð aldrei á svörum eða lausnum. Hugurinn var kominn á flug og möguleik- arnir og tækifærin voru endalaus að manni fannst eftir að hafa hitt hann. Einari fannst gaman að stríða, var glettinn og gamansamur. Hægt væri að gefa út heila bók um öll þau uppátæki, frasa og sögur sem þessi maður annað- hvort hafði heyrt eða þá skapað sjálfur. Einar og Svana kynntu mig fyrir annars konar hesta- mennsku eða keppnishluta íþróttarinnar. Þar studdu þau mig heilshugar og sýndu mér ræktarsemi eins og ég væri dóttir þeirra. Mitt fyrsta Landsmót verður mér alltaf minnisstætt. Þar vorum við Hildur báðar að fara í keppni. Kvöldið fyrir for- keppnina var mikið stress og lagði Einar sig allan fram til að leiða hugann að einhverju öðru en keppninni. Það fór svo að dansað var fyrir okkur á nærbux- unum og sungið. Daginn eftir rétt áður en ég fór inn á völlinn sagði hann við mig það sama og hann sagði svo oft síðar við sömu kringumstæður: „Hulda, þú veist hvað þú ert að fara að gera, hugs- aðu um það en ekki hvað aðrir eru að gera.“ Þetta lýsti svolítið hug- arfari hans. Hann var ekki að spá í því hvað aðrir væru að gera heldur gerði hlutina eftir sínu höfði. Þetta snerist bara um að hafa gaman, vera með besta vin- inum. Einar vissi alltaf hvað mað- ur þurfti. Hann var jafn fljótur að lesa manninn eins og hestinn. Oft fannst mér ég ekki þurfa að segja honum neitt né útskýra því hann vissi nákvæmlega hvað ég var að hugsa. Þegar við Þórarinn fórum að vera saman lá Einari mikið á að hitta þennan mann svo hann gæti ákveðið hvort hann myndi leggja blessun sína yfir þennan ráðahag. Fór svo að við drifum okkur í Halakot, þar var setið lengi og spjallað. Seinna um kvöldið þegar heim var komið hringdi Einar og sagði mér það að þetta litist hon- um vel á því þarna væri maður sem kynni til verka. Þórarinn man vel eftir því þegar þeir hitt- ust fyrst en Einar tók honum allt- af sem jafningja enda báðir sveitamenn sem ekki væru að elt- ast við þessa fótaburðar-vitleysu heldur alvöru alhliða gæðinga. Einar var alltaf að spyrja út í skoðanir manns á hinu og þessu. Einari var alveg sama hvort þú varst byrjandi eða heimsmeist- ari, hann var alltaf tilbúinn til að hlusta og virti skoðanir og hug- myndir allra. Við bæði eigum Einari ótal margt að þakka og það er heiður að hafa fengið að kynnast þessum mikla meistara. Við vitum að hann nýtur sín í Sumarlandinu þar sem hann tekur gæðinga til kostanna á grænum sléttum. Það verða ófáar hestaferðirnar farnar þegar við hittumst aftur. Hulda og Þórarinn. Hann Einar frændi minn og vinur var einstakur mannkosta- maður. Að þessu er ekki spurt þegar dauðinn réttir hönd sína, sem ýmist er ósanngjörn og harkaleg eða mild og friðandi. Fyrir þá sem eru orðnir saddir langra lífdaga reynist sú hönd oftast mild og friðandi. En fyrir okkur sem sem nú horfum á eftir vini og félaga sem fellur frá í blóma lífsins, reynist hún svo harkaleg og ósanngjörn að maður stendur agndofa og spyr hver til- gangurinn sé. Einar var náttúrubarn og listamaður og öll hans verk báru þess merki. Hann gætti þess allt- af að leggja rækt við náttúru- barnið í sjálfum sér hvort sem var í reiðlistinni eða öðru. Það sama lagði hann áherslu á við aðra. Einar ólst upp í íslenskri sveita- menningu þar sem honum var kennt að bera virðingu fyrir verð- mætum, þar sem nýtni og sparn- aður voru dyggð. Þeir sem næst honum stóðu gerðu oft grín að þessum viðhorfum hans. Hann lét sér fátt um finnast og var stoltur af þessu viðhorfi sínu. Hér í þessum fáu minningar- orðum er útilokað að lýsa glæsi- legum ferli Einars í hesta- mennskunni, heldur reynt að draga fram mannkosti þessa ynd- islega manns nú við vistaskiptin. Einar gerði sér í veikindum sín- um grein fyrir að hverju stefndi, hann leitaði allra leiða til lækn- inga. Þegar það ekki gekk þá mætti hann örlögum sínum af yf- irvegun, skapfestu og miklu æðruleysi. Einar var trúaður maður og hafði fullvissu fyrir því hvað tæki við þegar kallið kæmi. Þetta fann ég svo sterkt á mörg- um og mögnuðum fundum okkar með sameiginlegum vini okkar, Jóhanni Sigurðssyni. Þegar Hulda dóttir okkar ýtti okkur á ný af stað í hestamennsk- una var leitað aðstoðar og ráð- gjafar hjá Einari og Svönu í Halakoti. Það er ekki sjálfgefið að þeir sem leita sér aðstoðar fag- fólks fái aðstoð sem byggist á trausti, trúnaði og endalausum metnaði bæði fyrir hestum og mönnum. Með okkur í Vesturkoti og Einari og Svönu í Halakoti tókst vinskapur en þar höfum við í Vesturkoti verið í sæti þiggjand- ans. Þegar ákvörðun var tekin um að tefla þeim Þórarni og Spuna, báðum kornungum og óreyndum fram í A-flokki gæðinga á Lands- mótinu sl. sumar leituðum við til Einars með aðstoð við undirbún- inginn. Öll var sú vinna á einn veg metnaðarfull og af fagmennsku fram í fingurgóma. Símtalið sem ég fékk frá Einari, þá fárveikum laust upp úr miðnætti daginn sem forkeppnin á Landsmótinu fór fram og ekki hafði gengið alveg eins og vonast var til, er og verð- ur mér ógleymanlegt. Símtalið hófst eins og svo mörg önnur við mig þegar honum var mikið niðri fyrir: „Jæja, Finnur Ingólfsson, nú er ekki tíminn til að rífast og skammast, nú þarf að byggja unga manninn upp, nú þarf nær- gætni og kærleika. Ég fer í Vest- urkot í fyrramálið og við Þórar- inn spjöllum saman. Skipt þú þér ekkert af þessu.“ Árangurinn varð einstakur. Komið er að kveðjustund. Samleið góð vörðuð mörgum og góðum minningum er þökkuð heilshugar í dag. Við Kristín sendum Svönu og börnunum, Tove og systkinum Einars okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Einars Øders Magnússonar. Kristín og Finnur Ingólfsson. Við brottför þína brugðu fjöllin lit, og blámi himins varð að mistri gráu.“ (HP) Þegar Einar Øder er horfinn á braut langt fyrir aldur fram er dauft í sveitum og sorgarskýin umlykja ástvini hans og stóran vinahóp. Öflugur leiðtogi og brautryðjandi er horfinn af vett- vangi, rjóðrið er stórt sem nú stendur autt í mannhafi hesta- mennskunnar. Einar kynntist því barn að aldri að: „Maður og hest- ur, þeir eru eitt, fyrir utan hinn skammsýna, markaða baug.“ Hann varð strax hugfanginn af hestamennskunni og nam hana af sínum góða föður Magnúsi Há- konarsyni og „gömlu mönnun- um“ í hesthúsunum á Selfossi. En Einar lét þar ekki staðar numið, hann fór í víking til að leita sér fræðslu og enn frekari þekkingar í reiðmennsku heima og erlendis, hann nam búfræði í Noregi. Það lifnaði yfir minni gömlu sveit þeg- ar það spurðist út að þau Svan- hvít væru búin að kaupa Halakot- ið og ætluðu að reisa þar hrossabúgarð. En þaðan heyrðist oft hófadynur í minni æsku þegar Kristinn Helgason, frægur garp- ur, þandi gæðinga sína. Ungu hjónin stóðu við fyrirheit sín og byggðu jörðina upp með glæsi- brag og stunduðu þar alvöru hrossabúskap. Einar gerðist reiðkennari og einn fyrsti alvöru hrossabóndinn hér á landi með búgarð að erlendri fyrirmynd. En starfið var margþætt, bæði að rækta afbragðshross og temja en ekki síður að vera kennari á lífs- ins braut þar sem hann leiddi unga og aldna hér og erlendis inn á vettvang hestamennskunnar. Einar Øder var þekktur og vin- sæll reiðkennari meðal Íslands- hestamanna um alla Evrópu. Ég heimsótti Einar rétt fyrir jólin á sjúkrabeðinn, hann var að vanda glaður og reifur og stýrði um- ræðuefninu. Hann tók að segja mér frá markaðsstarfi þeirra hjóna í Frakklandi og fór hann á slíkt flug um frönsku þjóðina og aldagróna reiðhefð og að þarna ætti íslenski hesturinn að vinna sér lönd og vini. Á þessari stundu skynjaði ég best hver var lykill- inn að árangri Einars, hann starf- aði samkvæmt lífshugsjóninni að lifa hvern dag eins og hann væri sá síðasti en gera um leið áætl- anir til næstu tíu ára. Ég varð hrærður yfir viljastyrk hins veika manns sem enn hélt á öflugu tíu ára plani sem nú verður annarra að fylgja eftir. Ég átti þess kost að vera með Einari bæði hér heima á Landsmótum og á heims- leikum úti, hann var sagnamaður og geislaði af honum á góðri stund. Marga sigra vann hann á gæðingum sínum, enginn gleymir Glóðafeyki og Einari eða Júní sem bar hann fyrst til stórra sigra. Hann var oft í hlutverki liðsstjóra og einvalds en kunni hina fornu speki að „mýktin sigr- ar hörkuna,“ og hélt af umhyggju utan um hópinn sinn eins og fjöl- skyldu, var bæði hlýr og strang- ur. Landssamband hestamanna heiðraði Einar á dögunum með gullmerki sínu og þeirri umsögn sem segir allt um hæfileika hans og mannkosti: „Það sem skapar afreksmann eins og Einar, sem einnig nýtur virðingar sem per- sóna, er næmni, auðmýkt og sýn á verkefni hestamennskunnar og vilji til að miðla af jákvæðni og ástríðu.“ Einar Øder er kvaddur með virðingu og þökk, hann skil- ur eftir sig sjóð sagna og minn- inga, en verk leiðtogans lifa í fág- uðu fólki sem nam fræðin við kné meistarans og hlýðir nú kalli læriföðurins: „Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist.“ Blessuð sé minning Einars Ød- ers Magnússonar. Guðni Ágústsson. Við vorum ungir drengir hér á Selfossi, ég og Einar vinur minn, lékum okkur í drullupollunum og báðir höfðum við yndi af hestum. Magnús, faðir Einars, og Gummi í Kílhrauni, móðurbróðir minn, voru miklir vinir. Þannig kynnt- umst við í gegnum þá vinina. Áhugamálin okkar lágu saman í hestamennsku. Einar átti Blesa og ég átti Draum.Við þeystum hér í pollunum um götur Selfoss, aðeins ein gata þá malbikuð. Síð- ar var stofnuð íþróttadeild Sleipnis og við kepptum og þann- ig vildi til að við vorum alltaf í fremstu víglínu, fyrst í unglinga- deild og síðar í fullorðinsflokki. Einar náði því að verða heims- meistari og ég að verða íslands- meistari í 150 metra skeiði á Dag- fara frá Hvassafelli í Eyjafirði. Einar var vinur vina sinna, ég held að allir séu sammála um það sem hann þekktu. Allavega var hann vinur minn. Síðast þegar ég hitti Einar þá sagði hann mér frá sjúkdómi sínum. Mig tók það sárt, en hann brosti, tók utan um mig og sagði: „Við förum allir ein- hvern tíma.“ Takk fyrir samfylgdina í gegn- um lífið. Einhvern tíma hittumst við aftur, þá leggjum við á og ríð- um um grænar grundir eilífðar, þar sem allt fyllist af hjartahlýju og kærleika. Þinn vinur, Jóhann Björn Guðmundsson (Jói B.) Fallinn er frá, langt um aldur fram, Einar Øder Magnússon, reiðkennari, tamningamaður og hrossaræktandi. Mér er í fersku minni þegar ég sá Einar fyrst. Árið 1993 var keppt í nýrri grein, gæðingafimi, á fjórðungsmóti á Vindheimamelum. Einar bar þar sigur úr býtum á gæðingi sínum Oddi frá Selfossi. Þetta var tíma- mótasýning að fylgjast með fyrir mig unglinginn og algjörlega greypt í hugann. Einar sýndi Odd á opnu svæði og hesturinn fór fús og frjáls hverja þá leið sem knap- inn beitti honum. Upp frá þeim degi var Einar mér fyrirmynd. Síðastliðin 15 ár hafa leiðir okkar oft legið saman í leik og starfi. Einu sinni hittumst við förnum vegi í verslunarmiðstöð í Reykjavík skömmu fyrir jól. Þar var ég að vandræðast með að finna jólagjöf handa konunni minni. Ég bað Einar í hálfkær- ingi um aðstoð og honum fannst það ekki nema sjálfsagt og í sam- einingu völdum við fallegan hring. Einar var einstaklega hjálpsamur og greiðvikinn, tilbú- inn að hjálpa öðrum ef hann mögulega gat með hvað eina. Einar var glaðsinna, hvers manns hugljúfi og naut lífsins. Hann var mikill húmoristi og sögumaður sem kunni vel þá list að segja frá. Hann var bráð- greindur og mikill hugsuður sem náði sér oft á flug í heimspeki- legum og djúpum pælingum um reiðlistina. Ég minnist sérstak- lega námskeiðs sem við sátum saman á Hvanneyri fyrir ekki svo löngu. Þar voru teknar djúpar umræður um lífið og tilveruna, hesta og reiðmennsku sem er sama og lífið sjálft fyrir okkur hestamennina. Einar starfaði við reiðkennslu í þrjá áratugi, hér heima og þó enn meira erlendis. Hann var alls Einar Øder Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.