Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 6
Brian Williams, fréttamaður oghelsta þuli frétta hjá banda-rísku sjónvarpsstöðinni NBC, hefur verið sendur í launa- laust sex mánaða leyfi frá störfum eftir að í ljós kom að sagði rangt frá þegar hann lýsti atviki, sem hann lenti í meðan á Íraksstríðinu stóð. Williams sagði að hann hefði verið um borð í þyrlu, sem varð að lenda eftir að flugskeyti var skotið á hana. Hið rétta mun vera að hann var í þyrlu, sem flaug á eftir þyrlunni, sem ráðist var á. Byssu- kúlum mun hafa verið skotið á þyrluna, sem Williams var í, og sagði samferðamaður hans að þetta hefði verið skelfileg reynsla þótt ekki hefði þurft að lenda þyrlunni. Í frétt um málið í New York Times var talað um að Williams nyti mikillar virðingar vestan hafs og sagt að hann nyti sambæri- legrar virðingar og forverar á borð við Walter Cronkite, Peter Jenn- ings og Tom Brokaw. Trúverðugleiki hrapar Ekki er víst hvort þetta atvik verð- ur til þess að Williams verður lát- inn hætta störfum. Í Bandaríkj- unum fer fram mæling, sem kalla mætti trúðverðugleikavísitölu. Áður en Williams baðst afsökunar á að hafa farið rangt með í lýsingum sínum á atvikinu var hann í 23. sæti á listanum yfir þá ein- staklinga, sem njóta mests trausts í Bandaríkjunum. Á mánudag var hann í sæti 835. Trúðverðuleiki skiptir máli fyrir mann í stöðu Williams og það er mikið í húfi fyrir sjónvarpsstöðina, sem á í harðri samkeppni við stöðv- arnar ABC og CBS. Árið 2013 voru auglýsingatekjur NBC af kvöld- fréttatímanum þar sem Williams er í forsæti 200 milljónir dollara. Það ár voru tekjur ABC af sínum kvöldfréttatíma 170,6 milljónir doll- ara og tekjur CBS 149,9 milljónir dollara samkvæmt samantekt Kantar Media, sem er í eigu mark- aðsþjónustufyrirtækisins WPP. Williams hefur oft sagt söguna af þessari reynslu sinni og hún hefur breyst í tímans rás. Í grein í blaðinu The New York Times er talað um að Williams hafi verið kallaður lygari fyrir að ýkja hlut sinn í atvikinu, en sérfræðingar um minnið sjái málið í öðru ljósi. Til- fellið sé skýrt dæmi um það hvern- ig minningar geti breyst og teygst eftir því sem frá atburðum líður. „Allt þetta fólk segir að mað- það hefur reynst ótrúlega auðvelt. Læknirinn og taugasérfræðing- urinn Oliver Sacks skrifaði grein í tímaritið New York Review of Bo- oks fyrir tveimur árum um op- inberun sem hann varð fyrir eftir að hann skrifaði bernskuminningar sínar, sem komu út 2001. Falskar minningar Þar lýsti Sacks tveimur sprengju- árásum í London veturinn 1940- 1941. Í annarri þeirra féll sprengja í garð við hliðina á heimili hans án þess að springa. Íbúar í nærliggj- andi húsum læddust á brott í nátt- fötunum og höfðu ekki hugmynd um hvort sprengjan myndi springa eða hús þeirra myndu standa þegar þau sneru aftur næsta dag. Í hinu tilfellinu féll eldsprengja fyrir aftan heimili hans og brann af miklum krafti. Hann lýsir því hvernig faðir hans og bræður hafi reynt að ausa vatni á eldinn, en allt hafi komið fyrir ekki. Nokkrum mánuðum eftir að bók- in kom út ræddi hann árásirnar við bróður sinn, sem sagði honum að fyrri árásina myndi hann rétt, en hann hefði ekki verið viðstaddur þá síðari, heldur í heimavistarskóla ásamt sér. Hins vegar hefði eldri bróðir þeirra skrifað þeim bréf og lýst árásinni í þaula. Sacks lifði sig greinilega svo inn í frásögn bróður síns að þegar frá leið fannst honum hann hafa upplifað árásina. Manninum hættir til að ýkja og gera meira úr eigin hlut, en minnið vinnur einnig úr upplýsingum og upplifunum með sínum hætti, sigt- ar og eimar, og getur haft áhrif á hvernig við tileinkum okkur hlut- ina. Minnið leikur frétta- hauk grátt BANDARÍSKI FRÉTTAMAÐURINN BRIAN WILLIAMS ER Í VANDRÆÐUM AF ÞVÍ AÐ HANN SAGÐI RANGT FRÁ REYNSLU SINNI Í ÍRAKSSTRÍÐINU. HANN ER VÆNDUR UM AÐ HAFA REYNT AÐ HEFJA SIG Á STALL MEÐ LYGUM, EN SÉRFRÆÐINGAR SEGJA LÍKLEGT AÐ MINNIÐ HAFI LEIKIÐ HANN GRÁTT. Brian Williams, fréttamaður hjá NBC, viðurkenndi 4. febrúar að hann hefði ekki verið um borð í þyrlu, sem hann sagð- ist hafa flogið með þegar gerð var árás á hana í Írak fyrir 12 árum. Hann hefði verið í annarri þyrlu skammt á eftir hinni. AFP urinn sé lygari og dæmir hann fyr- ir vísvitandi blekkingar án þess að velta öðrum kosti fyrir sér – að hann hafi þróað með sér falska minningu,“ segir Elizabeth Loftus, sem er leiðandi í minnisrann- sóknum og prófessor í lögum og minnisvísindum við Kaliforníuhá- skóla í Irvine. „Þetta ætti að kenna okkur og veitir tækifæri til að koma á framfæri upplýsingum um hið mótanlega eðli minnisins.“ Loftus hefur meðal annars gert tilraunir með að koma fölskum minningum fyrir í huga fólks og HEIMURINN DÚSSLAN KMINS Frakklands og ÚRússlands, Þýskaland á funukkustunstandið í Úkraínu í fimmtánufunduð tudavikudag og stóð fram áófstsem h rásá gildi á miðnætti álévar vopnah m eftir að samkomulagið var gert UE æðingar undfu hverjum a, semarkn æður ímst að bera vitni er forseta nokkrum k sök ð hafa hylmt yfir 1 4. U FÐHÖ arð á suður afr þi orseti Suður-Afrík gmenn trufluðu a“„borga peningan eyti úr NORÐUR-KÓR ONG d í Norður-KóreuStjórnvöl r frekar óþjál, um allt milli himinsólitísk slagorð, mörg hve til hernaðarhyggju og lofsöngs umog jarðar, frá svepparækt, Kim Jong-un andsins, og fjölskyldu hans. „Breytum la, leiðtoga l ndi okkar í land agorðið. „Ef óvinurinn vogar sérsveppa!“ hljóðar eitt sl ð st inn í landið a manns! hljómar annað og“eyðið honum til síðast ð er konum agt að vera „traustir aðstoðyfirmanna í hernum s enn eiginmanna sinna“. Minnið er mikilvægt þegar treysta þarf á vitn- isburð sjónarvotta í sakamálum. Oliver Sacks segir í grein sinni í New York Review of Books frá skrifum Daniels Schachters um hvernig minnið getur brenglað. Schachter segir í bók sinni Searching for Memory frá að í „nýlegri greiningu á fjörutíu málum þar sem sakleysi fjörutíu ranglega fangelsaðra manna kom í ljós með DNA-- sönnunargögnum hefði í 36 tilvikum (90%) verið um að ræða að sjónarvottur hefði ranglega borið kennsl [á hinn dæmda]“. SJÓNARVOTTAR * „Hrein samviska er óyggjandi merki um lélegt minni.“Bandaríski rithöfundurinn Mark Twain.AlþjóðamálKARL BLÖNDAL kbl@mbl.is 6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14.2. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.