Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 17
14.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17 Hvar og hvenær? Borgarbókasafnið í Gerðubergi kl. 14-16 og í Grófinni kl. 15-17, laugardag. Nánar: Krökkum á öllum aldri er boðið að taka þátt í að föndra öskupoka og bolluvönd. Allir velkomnir með og allt efni er á staðnum. Aðgangur ókeypis. Öskupokar og bolluvendir Thumper, kanína.* Ástin er eins og söngur sem tekuraldrei enda Auðbjörg Óskarsdóttir eða Aubí, deildar- og innkaupastjóri hjá Bestseller, Vero Moda á tvö börn, Karitas Hildi, 4 ára, og Guðmund, 3 ára, með Birni Guðmundssyni, gæðastjóra hjá Atlanta. Þeim finnst skemmtilegast að fara upp í sumarbústað og njóta náttúr- unnar í sveitinni. Þátturinn sem allir geta horft á? Það eru ekki margir þættir sem við getum sammælst um sem fjölskylda. Þegar þau fá sínu framgengt er það gjarnan Hvolpasveitin eða Umi-Zoomi sem er í spilun á okkar heimili. Það eru helst teiknimyndir með fullorðinshúmor sem ná okkur öll- um saman í sófann. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öll- um? Þetta er erfið spurning og einna helst sökum þess að móðirin er með erf- iðan smekk. En ef ég tek mig út fyrir sviga þá væru það pylsur, íslenskar pylsur, pólskar, grillaðar eða steikt- ar. Má annars segja ís? Skemmtilegast að gera saman? Okkur finnst skemmtilegast að fara saman upp í sumarbústað. Krakk- arnir elska frelsið við að vera uppi í sveit, geta hlaupið um, skoðað dýrin og drullumallast. Þau eiga sitt eigið útihús þar sem þau geta brallað og braskað klukkutímum saman. Það er eitthvað við sveitina sem fær alla til að slappa af og það líður öllum vel að komast aðeins í burtu frá amstri hversdagsins í bænum. Á hverju ári tínum við saman bláber í sveitinni. Borðið þið morgunmat saman? Nei, við gerum það því miður ekki. Það er helst tímaskortur sem kemur í veg fyrir slíka gæðastund. Krakk- arnir borða á leikskólanum og við á hlaupum. Ef það kemur fyrir að við erum sein þá borða krakkarnir heima en á meðan erum við á harðahlaup- um að koma okkur út úr húsi, dæmigerð nútímafjölskylda, ekki satt? Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Þegar við er- um heima saman skiptir það litlu máli hvað er gert en öllu heldur að við séum að gera það saman. Eltinga- og feluleikir slá alltaf í gegn en krökk- unum finnst einnig svakalega gaman að baka og elda með okkur. Við ger- um oft brunch saman um helgar og þá finnst öllum gaman að geta hjálpað til. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Auðbjörg Óskars- dóttir Iðin við að elda og baka saman 12 spjót fyrir ca. 3-4 500 g kjúklingabringur 2 cm engifer 2-3 hvítlauksrif safi úr 1 lime 1 tsk. hunang 1 msk. sojasósa 1 msk. karrí 3 msk. hnetusmjör, mjúkt 165 ml dós kókosmjólk 1 tsk. olía trépinnar Aðferð Krakkar: Takið hýðið af engiferinu og hvítlauknum. Næst skulið þið kreista safa úr lime í glas. Foreldrar: Hjálpið krökkunum að taka hýðið af engiferinu og hvítlauk- num. Saxið hvítlaukinn og engiferið fínt. Blandið saman í skál hunangi, sojasósu, karríi og hnetusmjöri. Krakkar: Bætið lime-safa út í skál- ina með hnetusmjörinu hjá for- eldrum og hrærið vel. Krakkar hræra miklu betur! Þetta er sumsé marinering fyrir kjúklinginn. Foreldrar: Bætið við örlitlu af vatni ef blandan er of stíf. Færið um það bil 2/3 af blöndunni á pönnu. Þá er það kjúklingurinn. Krakkar: Merjið kjúklinginn var- lega, ekki of fast. Foreldrar: Skerið kjúklinginn í ræmur og dýfið í 1/3 afganginn af marineringunni og fáið krakkana til að hræra vel í. Setjið plastfilmu yfir skálinu og kælið í um það bil 2-3 klukkustundir. Á meðan kjúkling- urinn er að marinerast er kók- osmjólkinni hellt á pönnuna með ¾ af hnetusmjörsblöndunni. Krakkar: Hrærið kókosmjólkinni vel saman við hnetusmjörsblönduna. Foreldrar: Athugið að sósuna þarf að hita afar jafnt og þétt og var- lega. Muna að hræra stöðugt. Börn í kringum 7 ára og eldri ættu að ráða vel við þetta verkefni undir eftirliti. Þegar kjúklingurinn hefur mar- inerast er gaman að vinna saman það verkefni að þræða kjúklinga- strimlana á trépinnana. Mjög mik- ilvægt er að þræða kjúklinginn á pinnann í áttina frá sér. Grillið kjúklingaspjótin á háum hita í um 10 mínútur eða steikið á pönnu þar til kjúklingurinn fær fal- lega gulbrúna áferð. Berið fram með sósunni. Einnig er gott að hafa hrísgrjón með og salat. AUÐVELD KJÚKLINGASPJÓT Dýrindis uppskrift fyrir alla fjölskylduna Getty Images/iStockphoto MATMÁLSTÍMI ER EITT AF ÞVÍ SEM FÆRIR FJÖLSKYLDUNA SAMAN OG EKKI VERRA EF ALLIR HJÁLPAST AÐ. HÉR ER TILVALIN UPPSKRIFT SEM ALLIR FJÖLSKYLDUMEÐLIMIR ÆTTU AÐ GETA RÁÐIÐ VIÐ Í SAMEININGU. FLOTT UPPSKRIFT Á MATARSÍÐUM BBC. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Náðu þér í aukin ökuréttindi Fagmennska og ökufærni í fyrirrúmi Öll kennslugöng innifalin www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 og 894 2737 • Opið 10-17 alla daga Næsta námskeið hefst 4. mars ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku Meirapróf Þekking og reynsla í fyrrirúmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.