Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk Vinsæl lestarstöð *Gamla lestarstöðin, Union Station, hefur um árabil verið einnvinsælasti áningarstaður ferðamanna í Washington. Stöðin,sem tekin var í gagnið árið 1907, átti sitt blómaskeið í seinniheimsstyrjöldinni en fölnaði svo eins og hver önnur rós. Í upp-hafi níunda áratugsins fékk Union Station mikla yfirhalningu,byggt var við upprunalegu bygginguna og hefur stöðin allargötur síðan verið miðstöð verslana og veitingastaða, auk þess sem kvikmyndahús er þar að finna. Áætlað er að ríflega 32 milljónir manna heimsæki Union Station á ári hverju. W ashington, D.C. er aðeins í 23. sæti yfir fjölmennustu borgir Bandaríkj- anna með tæplega 660 þúsund íbúa en þar eru eigi að síður stærstu ákvarðanir er varða hag lands og þjóðar teknar; sumir myndu segja alls heimsins. Dóms-, löggjafar- og framkvæmdavald eru öll þar til húsa og Hvíta húsið, þar sem for- setinn býr, og þinghúsið á Capitol- hæð, tvö af helstu kennileitum Bandaríkjanna. Raunar nýtur fjölbreyttur arki- tektúr í Washington almennrar lýðhylli en samkvæmt könnun sam- taka arkitekta eru sex af tíu uppá- haldsmannvirkjum þjóðarinnar ein- mitt í höfuðborginni: Það eru Hvíta húsið, þinghúsið, dómkirkjan, Lin- coln-minnisvarðinn, Jefferson- minnisvarðinn og minnisvarðinn um hermennina sem féllu í stríðinu í Víetnam. Þessar byggingar og minnisvarðar spanna hvorki fleiri né færri en fjóra stíla: Nýklass- ískan, georgískan, gotneskan og nútímastíl. Nauðsynlegt er fyrir alla sem sækja Washington heim að skoða þessa merku staði en fjölmargt fleira er að sjá í borginni. Má þar nefna hið sögufræga hverfi Georgetown. Þar iðar allt af lífi; veitingastaðir, krár, leikhús og verslanir af öllum stærðum og gerðum. Þar er einnig að finna hinn nafntogaða Georgetown- háskóla og svo auðvitað sendiráð Íslands, rati menn í ógöngur af einhverju tagi. Georgetown hefur líka verið vinsæll vettvangur kvik- mynda gegnum tíðina, þeirra fræg- ust er líklega hryllingsmyndin al- ræmda The Exorcist. Sjaldgæft úrval safna Washington býður einnig upp á sjaldgæft úrval safna en Smith- sonian-stofnunin, sem að hluta er fjármögnuð af opinberu fé, rekur hvorki fleiri né færri en nítján söfn og dýragarð borgarinnar að auki. Af söfnunum má nefna National Museum of Natural History, Nat- ional Air and Space Museum og National Gallery of Art, en flest eru söfnin í göngufæri hvert frá öðru og aðgangur ókeypis. Frægasta leikhús borgarinnar er vitaskuld Ford, þar sem Abraham Lincoln forseti var skotinn til bana. Það er í senn leikhús og safn. Reuters Abraham gamli Lincoln fær andlitsþvott að minnsta kosti einu sinni á ári. Minnismerkið um hann nýtur mikilla vinsælda. ÁFANGASTAÐUR VIKUNNAR: WASHINGTON Lítil en samt svo stór HÖFUÐBORG BANDARÍKJANNA ER EKKI STÓR Í ÍBÚUM TALIÐ EN ÞEIM MUN STÆRRI ÞEGAR KEMUR AÐ SÖGUNNI. ÞAR HAFA MARGAR ÁKVARÐANIR VERIÐ TEKNAR GEGN- UM TÍÐINA SEM VARÐA ÞJÓÐARHAG – OG HAG HEIMSINS. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is D.C. stendur fyrir District of Columbia og borgin er ýmist kölluð Washington, the Dist- rict eða hreinlega bara D.C. í daglegu tali. Nafnið er vitaskuld til heiðurs fyrsta forseta Bandaríkjanna, George Washington. Borgin er á austurströnd Bandaríkjanna og veturinn get- ur verið harður, með bæði snjó og kulda. Meðalhiti frá desember fram í febrúar er rúmar 3 gráður. Það vorar á hinn bóginn snemma og sumarið er í senn hlýtt og rakt. Meðalhitinn í júlí er 27 gráður og rakastigið 66%. Stutt er frá Washington til margra annarra borga, svo sem Richmond, Baltimore, Phila- delphia, New York og Boston. Á tímabilinu 17. maí til 27. september 2015 verður flogið tvisvar á dag frá Íslandi til Washington, þriðjudaga, miðvikudaga og sunnudaga. Forsetaþyrlan á leið til lendingar á lóð Hvíta hússins. Washington- minnismerkið í bakgrunni. Vegfarandi gengur framhjá þinghúsinu, Capitol Hill, í kuldanum og snjónum snemma á árinu. Það styttist í vorið. KALDUR VETUR, HLÝTT SUMAR Borg forsetans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.