Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 20
Útsýnið frá barnum á 25. hæðinni í skýjakljúfnum The Cube er einstakt. B irmingham komst í fréttirnar fyrr á árinu þegar „hryðjuverkasérfræðing- urinn“ Steven Emerson sagði á bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox News að þessi breska borg væri „algjörlega á valdi íslam“ og þeir sem væru ekki múslimar hættu sér ekki inn í borgina. Þetta kom auð- vitað þeim 80% íbúa borgarinnar sem eru ekki múslimar mjög í opna skjöldu. París fékk svipaðar ásakanir og ákvað að fara í mál við fréttastöðina á meðan breski forsætisráð- herrann David Cameron hló við og kallaði Emerson „algjöran fábjána“. Þessi furðulega yfirlýsing hefur samt haft þær afleiðingar að Birmingham komst rækilega á kortið. Sam- kvæmt upplýsingum frá ferðamálayfirvöldum borgarinnar hefur fyrirspurnum fjölgað mjög og erlend stórblöð hafa gert sér ferð til Birm- ingham til að skrifa ferðagreinar. Múslima- yfirlýsingin er því þeirra Eyjafjallajökull, ókeypis auglýsing á heimsvísu. Því þrátt fyrir að Birmingham sé önnur stærsta borg Bret- lands með yfir milljón íbúa hefur hún ein- hvern veginn ekki flogið eins hátt og margar aðrar. Mikil þróun og gott að versla Borgin hefur verið í stöðugri þróun síðustu ár og er mikið af nýjum byggingum í henni og endurþróuðum svæðum. Þar er líka að finna flestu nýsköpunarfyrirtækin í Bretlandi fyrir utan London. Samkvæmt StartUp Britain voru 18.337 nýsköpunarfyrirtæki starfrækt í borginni árið 2014 sem er fjölgun um 2.000 frá 2013. Birmingham var ennfremur með 5.000 fleiri fyrirtæki í þessum flokki en Man- chester sem fylgdi á eftir með 13.054 nýsköp- unarfyrirtæki skráð árið 2014. Ef verður af byggingu háhraðalestar mun ferðatíminn til London styttast um hálftíma og verða innan við fimmtíu mínútur sem gæti haft frekari áhrif til uppbyggingar í borginni. Þetta gæti orðið að veruleika eftir rúmlega tíu ár. Fyrir þá sem hafa gaman af því að versla er Birmingham frábær staður og góður kost- ur nú þegar komið er beint flug til borgar- innar með Icelandair. Flogið er tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum. Þar er versl- anamiðstöðin Bullring efst á blaði en hún er í miðbænum og í kring eru göngugötur með fjöldamörgum verslunum enda löng hefð fyrir verslunum og mörkuðum á þessu svæði. Fyr- ir utan þær 160 verslanir sem eru í Bullring er þar líka stór Selfridges-verslun sem er vel virði þess að heimsækja, þótt ekki nema til þess að dást að dýrðinni. Þeir sem hafa dýran smekk ættu að heim- sækja The Mailbox sem er þarna skammt frá. Þar er hægt að versla í Harvey Nichols og Emporio Armani en líka gista á Malmaison- hótelinu eða borða á hinum ýmsu veitinga- stöðum. Michelin-matur og balti-réttir Í borginni eru líka margir veitingastaðir af öllum stærðum og gerðum. Þar eru fjórir Michelin-staðir, sem er mesti fjöldi Michelin- veitingastaða í landinu utan London. Blaða- maður heimsótti einn þeirra sem óhætt er að mæla með en sá heitir Simpsons og var sá fyrsti í borginni til að fá stjörnu. Veitinga- staðurinn stendur fyrir matreiðslunám- skeiðum, hefur gefið út matreiðslubækur og ennfremur er hægt að gista á staðnum ef maður skyldi verða of saddur. Veitingastað- urinn er til húsa í gömlu, friðuðu og sérlega virðulegu húsi. Birmingham býr ennfremur yfir miklum fjölda indverskra og pakistanskra veitinga- staða. Borgin er sérstaklega þekkt fyrir balti- matseld sem er sérstök tegund af karrírétti sem eldaður er í ákveðinni gerð af pönnu. Nóg er úrvalið af veitingastöðunum og eru margir þeirra á sama svæði, sem kallað er Balti-þríhyrningurinn. Ennfremur má mæla með Mughal e Azam, ekki síst fyrir stóra hópa en veitingastaðurinn býður upp á gott úrval rétta. Annað sem gerir hann óvenju- legan er að hann er til húsa í gamalli kirkju og er því hátt til lofts og vítt til veggja. Einnig má mæla með heimsókn í skýjakljúf- inn The Cube. Þar á 25. og efstu hæðinni er gott útsýni yfir borgina í allar áttir og góður bar og veitingastaður sem er kenndur við stjörnukokkinn Marco Pierre White. Þrátt fyrir að rýmið sé stórt er hljóðvistin góð og maturinn sannarlega líka. Shakespeare í nýju bókasafni Margar stórar byggingar eru í miðbænum en þar sker ein sú nýjasta sig mikið úr fjöldan- um. Það er bókasafn borgarinnar sem Malala Yousafzai opnaði við formlega athöfn árið 2013. Byggingin er sérstaklega falleg en arki- tekt hennar Francine Houben hefur lýst henni sem „höll fólksins“. Safnið er að minnsta kosti aðgengilegt og þykir fjölskylduvænt. Bókasafnið hýsir fágæt eintök af verkum Shakespeare, þar af eitt sem er metið á um 1,3 milljarða króna. Þar er sérstakt svæði til- einkað þessu breska höfuðskáldi, sem er mjög við hæfi því fæðingarbær Shakespeare, Strat- ford við ána Avon er í næsta nágrenni. Um klukkutíma tekur að komast þangað með bíl en ferðalagið tekur um 40-50 mínútur með lest. Þar er Royal Shakespeare-leikhúsið þar sem Royal Shakespeare-leikhópurinn fer með völdin. Sett eru upp um 20 verk á ári en leik- hópurinn fer líka í ferðalög. Fyrir þá sem vilja ferðast víðar um ná- grennið má mæla með heimsókn í Warwick- kastala þar sem er boðið upp á ýmiss konar afþreyingu með miðaldaívafi. Merlín- aðdáendur ættu ekki að verða fyrir von- brigðum. Birmingham er líka borg fyrir íþróttaunn- endur. Hún er heimaborg fótboltaliðsins Aston Villa en leikur á Villa Park er góð skemmtun, stóri krikketvöllurinn Edgbaston er í borginni og síðast en ekki síst er golf í heimsklassa í boði skammt frá borginni á The Belfry en það er efni í sérstaka ferðasögu. Morgunblaðið/Inga Rún Lífsins lystisemdir í miðju landi BIRMINGHAM HEFUR UPP Á MARGT AÐ BJÓÐA Í VERSLUN, MENNINGU, MAT OG AFÞREYINGU OG KEMUR ÞESSI ÖNNUR STÆRSTA BORG BRET- LANDS OG HEIMABORG DURAN DURAN SKEMMTILEGA Á ÓVART. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Bókasafnið í Birmingham er mjög sérstök en falleg bygging sem setur svip sinn á miðbæinn. 20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14.2. 2015 Ferðalög og flakk Morgunblaðið/Inga Rún ENSKA BORGIN BIRMINGHAM ER NÝR ÁFANGASTAÐUR ICELANDAIR Síkið við Brindley Place er heillandi. Margir veitingastaðir eru þarna í kring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.