Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 26
Arrow er skurðarbretti eða bakki sem er líka unnið í gegnheila eik og litað með nátt- úrulegum litum.M arý Ólafsdóttir vöruhönnuður rekur fyrirtækið Marý. Hún sýndi verk sín á samsýningu Íslendinga og Finna, We live here, á hönnunarvikunni í Stokkhólmi og naut þar gífurlegrar athygli fyrir Kúluna – hnífaparastatíf. Marý leggur ríka áherslu á gæði í verkum sínum og vinnur loka- útgáfu vörunnar oft í höndum, handpússar eða litar með náttúrulegum og umhverfisvænum jurtalitum. „Ég stofnaði fyrirtækið mitt um leið og ég útskrifaðist úr vöruhönnun við Listaháskóla Íslands árið 2007 en hafði byrjað að handvinna mína fyrstu vöru og selja í Kokku sem var Kúlan – hnífaparastatíf. Eftir það fór Dyggðateppið í framleiðslu en þetta gerðist hvort tveggja áður en ég útskrifaðist,“ segir Marý sem búsett er í Stokkhólmi og hefur verið þar í um sjö ár en er með annan fótinn á Íslandi og í Kaliforníu. „Ég sæki innblástur í náttúruna og gamlar hefðir í bland við nútímann, ferðalög og fjölbreytta menningu. Sem dæmi þá var innblásturinn á bak við Dyggðateppið frá íslensku dyggðaklæði frá 1700 sem er varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands. Dyggðapúðinn kom svo í kjölfarið á Dyggðateppinu,“ segir Marý og bætir við að innblásturinn á bak við nýju kertastjakana, Join, sé geirnegling, klassísk viðarvinna eða handverk í tré eins og það var áður fyrr. „Ég uppgötvaði fyrst geirneglingu þegar ég var krakki og sá skrif- borð sem pabbi smíðaði þegar hann var 12-13 ára, en borðið, ásamt skúffum og öllu, var gert með þessum hætti.“ Marý, sem dvelur nú í Los Angeles, segist einnig sækja mikinn innblástur í að ferðast um heiminn og það hjálpi sér að sjá hlutina í nýju samhengi. „Það er alltaf jafngaman að vera í Los Angeles og mikið um að vera, en ég er að vinna í nokkrum verkefnum hér svo það eru spennandi hlutir framundan. Hönnunarmars er svo á næsta leiti og ég mun sýna þar eins og öll hin árin frá því að Hönnunarmars byrjaði, þótt ég verði enn hér í Banda- ríkjunum á þeim tíma.“ Marý selur hönnun sína víða um heim, til dæmis á Íslandi, Frakklandi, Danmörku, Svíþjóð, Ástr- alíu, Sviss og Bandaríkjunum. Kúlan – hnífaparastatíf vakti mikla lukku á hönnunarvikunni í Stokkhólmi. Ský, hengi fyrir aukahluti, er komið í nýtt efni, birkikrossvið, en var áður bara til í hvítu. Marý hefur verið að byggja upp fjölbreytt vöruúrval sem byggist á náttúrulegum, um- hverfisvænum vörum með notagildi sem fólk getur notið í áratugi. Join-kertastjakarnir eru unnir úr hágæða eik og hnotu og koma í takmörkuðu upplagi. Eikarstjakarnir eru litaðir með náttúrulegum umhverfisvænum litum eins og lífrænum rauðrófusafa og túrm- eriki, sem dofna með tímanum. Kertastjakann Join má nota sem smáhirslu þegar hann er ekki í notkun sem kertastjaki. RÍK ÁHERSLA Á GÆÐI Innblástur úr gömlum hefðum Marý Ólafsdóttir vöru- hönnuður dvelur nú í Los Angeles. Hún segist sækja mikinn innblástur í að ferðast um heiminn; það hjálpi sér að sjá hlut- ina í nýju samhengi. Marý Ólafsdóttir. Kertastjakarnir Join eru einnig nýtilegir fyrir skartgripi. MARÝ ÓLAFSDÓTTIR VÖRUHÖNNUÐUR SÝNDI VERK SITT KÚLUNA – HNÍ- FAPARASTATÍF Á SAMSÝNINGU ÍSLENDINGA OG FINNA, WE LIVE HERE, Á HÖNNUNARVIKUNNI Í STOKKHÓLMI. MARÝ SEGIST HEILLAST AF NÁTTÚRUNNI OG SÆKIR MEÐAL ANNARS INNBLÁSTUR Í GAMLAR HEFÐIR OG HEIMSHORNAFLAKK. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Heimili og hönnun *Vöruhönnnuðurinn Martí Guixé, frumkvöðull ímatarhönnun, heldur fyrirlestur á DesignTalks,fyrirlestrardegi HönnunarMars. Verk Martís Gu-ixés eru meðal annars sýnd í MoMA í New Yorkog Centre Pompidou í París en hann hefur átt stóran þátt í mótun hönnunar síðustu áratugi á alþjóðavísu. Frumkvöðull í matarhönnun á Design Talks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.