Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 30
Engifer er án efa allra meina bót. Þessi vinsæla rót hefur sterkt bragð og er sögð gera líkamanum afar gott. Þar á meðal eru ófrísk- ar konur hvattar til þess að neyta engifers til að koma í veg fyrir ógleði og í raun er talið að engi- fer komi í veg fyrir hvers kyns ógleði yfir höfuð. Þá nota margir engifer til að losna við kvef og veikindi en einnig til þess að draga úr bólgum í líkamanum. Mynta stuðlar að góðri meltingu í líkam- anum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að pip- armyntuolía dregur úr ristilvandamálum. Ekki amalegt, því flestum þykir piparmynta einstaklega ljúffeng. Kúmen, líkt og kanill, er afar gott fyrir fólk með áunna syk- ursýki þar sem kúmen hjálpar til við að halda blóðsykri í góðu jafnvægi. Kúmen hefur einnig öflugan eiginleika en það vinnur gegn bakteríum og getur komið í veg fyrir magasár. Kúmen er góð uppspretta kalks, járns og magnesíums. Lavender er þekkt fyrir að hafa róandi áhrif sem léttir á streitu og áhyggjum auk þess sem lav- ender stuðlar að góðum svefni. En það er ýmislegt annað sem þessi undraplanta er þekkt fyrir. Ef lavender er notað sem krydd í matargerð getur jurtin dregið úr bólgum í líkamanum og sem olía getur jurtin dregið úr kláða og bólgum. Múskat er mikið notað í bakstur eins og flestum er kunnugt sem eru iðnir í eldhúsinu. Múskat þykir ekki bara gott í bakstur heldur er það einnig gott gegn magakveisum og er talið berjast gegn bakteríum og sveppum í lík- amanum. Óreganó er afar trefjarík kryddjurt. Þurrkað óreganó er einstaklega gott í matargerð og þá sérstaklega ítalska. Óreg- anó er sagt bæði bakteríu- og sveppadrepandi og hefur það reynst áhrifaríkt gegn sveppasýkingum í t.d. leggöngum. NÁTTÚRAN BÝR YFIR MIKLUM LÆKNINGAMÆTTI. ÞARFTU AÐ KOMA MELTINGUNNI Í BETRA JAFN- VÆGI? FÆRÐU IÐULEGA BRJÓSTSVIÐA EÐA JAFNVEL VELGJU? ÝMSAR JURTIR OG KRYDD BÚA YFIR FJÖL- BREYTTUM EIGINLEIKUM SEM GÆTU STUÐLAÐ AÐ BÆTTRI HEILSU OG EKKI SEINNA VÆNNA AÐ KYNNA SÉR KOSTI ÞEIRRA. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Anís er ein elsta kryddjurtin í heiminum og vex víða. Anísfræ eru sæt á bragðið og minna gjarnan á lakkrís. Jurtin hefur lengi verið not- uð í þeim tilgangi að róa magann og einnig til þess að lækna hósta og kvef. Þá er talið að an- ís stuðli að betra flæði brjóstamjólkur hjá barnshafandi konum. Auk þess er anís afar járnríkt og inniheldur ein matskeið af an- ísfræjum um 2,4 milligrömm af járni. Túrmerik er helsta kryddið í karríi og er náskylt engifer. Kryddið er talið hafa mikinn lækningamátt og hefur verið notað í þeim tilgangi í háa herrans tíð. Það er meðal annars talið geta dregið úr þunglyndi, lifrarsjúkdómum og ýmsum húðvandamálum. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að túr- merik hafi hjálpað þeim sem þjást af liðagigt og brjóstsviða. Kanill er talinn geta lækkað blóðsykur hjá fólki með áunna sykursýki og einnig lækkað blóðþrýsting. Kan- ill hefur hlýlegt og sætt bragð og er tilvalið að fá sér kanil þegar löngunin í eitthvað sætt verður mikil. Kryddið er stútfullt af trefjum. 10 heilsusam- legar jurtir og krydd Getty Images/iStockphoto Saffran er gjarnan sagt hafa já- kvæð áhrif gegn þunglyndi. Það er einnig oft notað í þeim tilgangi að vinna gegn astma og miklum hósta. Þá er það talið geta aukið kynorku en er þó ekki staðfest. Matur og drykkir Matarást á valentínusardegi Morgunblaðið/Eggert *Fátt er betra en að eiga rómantískt kvöld með betri helm-ingnum, sér í lagi þegar góður matur er í spilinu. 14. febrúar ertileinkaður heilögum Valentínusi og þá er vel við hæfi að eldagóðan mat saman eða njóta rómantískrarkvöldstundar á góðum veitingastað.Lykilatriði er að eiga gott konfekt og ekki erverra ef það er heimagert. Í raun mættu vera fleiri „valentínusardagar“ til að minna upptekið fólk á mikilvægi þess að rækta sambandið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.