Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 36
Með Galaxy Note-símunum sýndi Samsung að fyrir-tækið var óhrætt við að fara eigin leiðir enda varsíminn ekki bara stærri en aðrir símar heldur miklu stærri og státaði að auki af sérstökum penna til að skrifa á skjáinn. Flestir spáðu því líka að síminn myndi ekki seljast að neinu ráði – segja má að græjublaðamenn hafi verið sam- mála um að það væri galin hugmynd að bjóða upp á svo stóran síma. Símnotendur voru þó ekki á sama máli, því fyrsti Note-síminn seldist metsölu, af Galaxy Note 1 seld- ust tíu milljón símar. Næsti sími seldist enn betur, af Note 2, sem kom á markað haustið 2012, seld- ust 30 milljón eintök og Note 3, sem kom á mark- að í september 2013, seldist líka metsölu. Fjórði Note-síminn, sem heitir einfaldlega Note 4, kom svo á markað 26. september í fyrra, en um líkt leyti var kynntur systursími, Note 4 Edge, sem aðeins yrði framleiddur í takmörkuðu magni og fæst nú í Nova. Það kemur ekki á óvart að símarnir eru áþekkir hvað varðar vélbúnað og útfærslu alla, en um leið og maður er kominn með Galaxy Edge í höndina finnur maður að hann er allt öðruvísi. Skjárinn er sami snilldarskjárinn, 5,6" Quad HD+ Super AMOLED, en hægramegin á símanum er aukaskjárönd, 160 díla skjá- breidd, sem breytir notagildi símans umtalsvert. Skjárinn er frábær, upplausnin gríðarmikil og litastýring frábær. Viðbótarröndin á símanum, sem sveigir niður af skjánum, er líka snjöll viðbót, þó það taki mann smátíma að átta sig á henni. Hægt er að setja hana upp á ýmsa vegu, en þægi- legast fannst mér að nota hana sem aukavalmynd, ef svo má segja – leið til að ræsa til að mynda símaforrit þegar annað forrit er uppi á skjánum, en líka er hægt að velja hjálpartæki eins og „málband“, vasaljós, starta upptöku eða stoppúr og fara beint í stillingar. SÁ BESTI VERÐUR BETRI * Örgjörvinn er 2,7 GHz fjögurra kjarnaKrait 450 sem gerir að verkum að síminn er einn sá hraðvirkasti sem völ er á í dag. Raf- hlaðan er 3,220 mAh sem gefur ellefu tíma notkun og um 37 tíma bið. Með meðfylgjandi straumbreyti er hægt að hlaða símann að 50% hleðslu á hálftíma. * Vinnsluminni í símanum er 3 GB og gagna-minni 32 GB. Hægt er að bæta í hann minniskorti ef vill og þá allt að 128 GB korti. Líkt og með aðra nýja Samsung-síma er hægt að velja íslenska valmynd, sem er mikið mál og mikilvægt þykir mér, og eðlilega fylgir íslenskt lyklaborð. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON ÞÓ ÝMISLEGT HAFI GENGIÐ Á HJÁ SAMSUNG Á UNDANFÖRNUM MÁNUÐUM ER FYRIRTÆKIÐ ENN AÐ FRAMLEIÐA FRÁBÆRA SÍMA OG ENN AÐ BRYDDA UPP Á ÓVENJULEGUM NÝJUNGUM EINS OG SJÁ MÁ TIL AÐ MYNDA Á GALAXY NOTE 4 EDGE SEM FRAM- LEIDDUR VAR Í TAKMÖRKUÐU UPPLAGI TIL AÐ SÝNA HVAÐ HÆGT VÆRI AÐ GERA MEÐ NÝRRI SKJÁTÆKNI. Maður getur sýslað með þetta sjálfur, ákveðið hvað sést á línunni. Þannig er hægt að láta uppáhaldsforrit vera á skjánum og hjálpartól og líka frétta- straum eða gengin skref þann daginn eða kauphallarupplýsingar og svo má telja. Vélbúnaður er annars sá sami og í „venjulegum“ Note 4 sem gerði þann síma jafn frábæran og raun ber vitni. Hann er náttúrlega dá- lítið stór, en fer vel í hendi og þó að sveigjan á skjánum geri hann eilítið sleipari er líka þægilegra að halda á honum fyrir vikið samanborið við kantaða systursímann. Note 4 Edge er með samskonar „penna“ og aðrir Note-símar, S Pen, sem hefur orðið fullkomn- ari og þægilegri með tímanum (þannig skiptir ekki máli lengur hvernig penn- inn snýr þegar honum er stungið í raufina á símanum, sem er til mikils þægindaauka). Það tekur smátíma að átta sig á pennanum, en um leið og maður er búinn að ná tökum á hon- um vill maður ekki án hans vera. Þegar síminn er tekinn úr kass- anum er á honum Android 4.4.4 (KitKat), en í boði er uppfærsla í Android 5.0 Lollipop. Maður situr þó uppi með TouchWiz-notenda- skilin frá Samsung, sem er ýmist kostur eða galli eftir smekk not- enda. Galaxy Note 4 Edge kostar 159.990 kr. staðgreitt hjá Nova og fæst bara í Nova í Lágmúla. Ég nefndi það í umfjöllun um Note 4 seint á síðasta ári að hann væri besti farsíminn á markaðnum, en Note 4 Edge er enn betri. * Myndavélin er 16 MP vél með auknu sjónsviði í linsunni oghristivörn í vélbúnaði til að fækka hreyfðum myndum og gerir kleift að taka myndir í lítilli birtu. Stýring á myndavélinni, hugbúnaður til að tala myndir, er mjög endurbættur – stillimöguleikum hefur fjölgað. Græjur og tækni Facebook ónáðar indíána AFP *Nokkrum innfæddum Bandaríkjamönnum,það er indíánum, brá í brún á dögunum þegarþeir fengu virðulegt bréf frá Facebook þessefnis að þeim bæri að breyta notendanöfnumsínum, þar sem þau brytu í bága við reglursamskiptamiðilsins, væru augljóslega gervi.Meðal notenda sem fengu bréfið voru Dana Lone Hill og Shane Creeping Bear sem fengu þessi ágætu nöfn við skírn í frumbernsku. Eins og fram hefur komið seldist síðasta flaggskip Samsung, Galaxy S5, ekki eins vel og fyrirtækið hafði vænst þó vissulega hafi salan farið mjög vel af stað á sínum tíma. Það er því mikið í húfi með næsta Galaxy-síma, sem heita mun Galaxy S6, og verður væntanlega kynntur á farsímakaupstefnunni miklu sem haldin er í Barcelona í mars ár hvert. Upplýsingar um S6-símann láku reyndar á netið fyrir stuttu, þegar hann birtist á þjón- ustusíðu fyrirtækisins í stutta stund, en nógu lengi þó til að sjá mætti að hann verður til sölu í tveimur útgáfum, Galaxy S6 og Galaxy S6 Edge, sem verður með rúnnaðan jaðar eins og Note 4 Edge, sem sagt er frá hér fyrir ofan, nema að skjárinn verður sveigður nið- ur báðum megin. Annað sem kom fram var að síminn verð- ur með 3 GB vinnsluminni, 32 GB gagna- minni, 20 MP myndavél á baki og 5 MP að framan. Myndavélin á bakhlið símans verður með hristivörn í linsu og stýring á myndavél- inni verður mikið breytt og endurbætt að sögn. Upplausn á skjánum verður aukin frá því sem er á S5-símanum, skjárinn 5,1" að stærð og upplausnin 1.440 x 2.560 dílar. Einnig hafa ýmsir greint frá því að not- endaskil símans, TouchWiz-viðmótið, verði líka einfaldað og notendum gert kleift að kippa út forritum sem þeir ekki vilja nota. Sammobil.com skýrði frá því í vikunni að Microsoft-hugbúnaður myndi fylgja síman- um, OneNote, OneDrive og Skype, og líka Office Mobile-vöndullinn með prufuáskrift að Office 365. Þess má geta að tegund- arnúmer símans er SM-G925W8 og hefur orðið tilefni mikillar umræðu um hvort W8, sem er aftast í númerinu, bendi til þess að brátt komi á markað Windows-útgáfa af Ga- laxy S6. Maður á alltaf að taka með fyrirvara upp- lýsingum um síma sem enn hefur ekki verið kynntur opinberlega, líka því sem hér er greint frá, en samkvæmt AnTuTu-prófunum er Galaxy S6 hraðvirkasti farsími sem sögur fari af, miklu hraðvirkari en Nexus 6 og um- talsvert hraðvirkari en Apple iPhone 6, svo dæmi séu tekin. NÝTT FLAGGSKIP Galaxy S6 væntanlegur Blaðamenn fengu send borðskort á kynningu hjá Samsung með þessari dularfullu mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.