Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 47
Ef sú staða, sem kom upp 9 mánuðum síðar, hefði verið raunin í október 2008 er vafalaust, að Ísland væri nú í sömu stöðu og Grikkland. Þessir aðilar, komnir í illa fengna valdastólana, reyndu þó sitt, þótt seinir væru, til að vinda ofan af lánsemi Íslands í óláninu, með því að troða Icesave- samningum kröfugerðaríkja ofan í kokið á Íslend- ingum. Forseti Íslands tryggði að þjóðin gæti gripið í taumana og það gerði hún með eftirminnilegum hætti. Aftur á móti er annað stríð Ótrúleg peningaprentun Bandaríkjanna, síðar Jap- ans með „Abe-hagvísindin“ við hún og loks síðbúin peningaprentun og verslun Seðlabanka evrunnar með vafasama pappíra, hefur birst eftir því sem áhyggjurnar aukast. Barátta er háð við verðhjöðn- unarkreppu. Ekki aðeins eru seðlabankar komnir á tæpt vað með hefðbundin stjórntæki sín. Þeir eru komnir á hengiflug myntstríðanna. Myntstríð á tvennt sameiginlegt með keðjubréfum. Það fyrra er að sá sem fer fyrstur af stað getur haft heilmikið upp úr krafsi sínu. Hið seinna er að fyrir- bærið ber að lokum dauðann í sér. Abe forsætisráðherra Japan ætlaði sér að ná landi sínu upp úr áratuga stöðnun og lét seðlabankann veikja jenið með handafli. Verðmæti gjaldmiðla vegast á við verðmæti ann- arra mynta. Hefði umheimurinn getað unnt Jap- önum að gera sína tilraun nógu lengi hefði tilraun forsætisráðherrans heppnast. Óþægilegar aukaverk- anir væru óhjákvæmilegar, en meginmarkmiðin gerðu þær þolanlegar. Umheimurinn gat vel unnt Japönum að gera þessa tilraun og taldi í sína þágu að höktandi efnahags- maskína þeirra fengi ný skilyrði. En svo kom í ljós, að útlitið var ekki bjart annars staðar. Seðlabankar hafa haldið vöxtum sínum nærri núll- inu um langa skeið, en atvinnulíf og framleiðsla tek- ur ekki við sér. Svo lítil viðbrögð, svo lengi, benda til að vaxtatæki seðlabanka sé orðið eins og krafta- verka-penisilín sem virkar ekki lengur vegna ofnotk- unar. En þótt lyfið virki ekki, skila aukaverkanir sér eftir sem áður. Sparifjáreigendur sjá hvergi umbun gætni sinnar. Þeir greiða bönkum hátt verð fyrir að geyma sparifé sitt. Þeir leita því annað. Það er áhættusamt. Hlutabréfaverð er enn víða hátt. Peningaprentunin og kaup seðlabanka á hvaða pappírsdrasli sem er, halda hlutabréfum uppi. Spari- fjáreigendur í ávöxtunarleit leggja sitt af mörkum. Enn virðist nokkra ávöxtun að sækja þangað. En þeir, sem þekkja til, eru áhyggjufullir. Þykjast vita eða a.m.k. hafa á tilfinningunni að hlutabréfa- markaðir heimsins eigi eftir að taka út sína kreppu- leiðréttingu, t.d. mínus 20 - 30 prósent. Spurningin sé aðeins um það, hvort lækkunin verði með rennsli niður aflíðandi brekku eða fari niður bröttustu brekkuna í rússíbananum. Nixon byltingarleiðtogi Nixon forseti breytti heimi nútímans meira með einni ákvörðun en nokkur annar forseti á síðari tím- um og er þá Ronald Reagan, sigurvegari Kalda stríðsins talinn með. Kommúnistahatarinn Nixon hafði stöðu til að opna Kína, fjölmennustu og fátækustu þjóð heimsins, leið- ina til byggða. Mao formaður var gamall orðinn og lúinn og sam- þykkti að Deng Xiaoping fengi aukin áhrif á ný. Það var Deng sem spennti upp glufuna, sem Nixon hafði opnað, svo úr varð stærra hlið en heimurinn hafði áður séð. Söguna þekkjum við. Kína er ekki aðeins fjölmennasta ríki veraldar, eins og það var þegar Nixon barði þar dyra. Það er nærri því að verða jafnframt það ríkasta. Þegar kreppa er í Evrópu, Rússland glímir við andbyr vegna efnahagsþvingana og verðhruns á ol- íu, Afríka er í upplausn, svo ekki sé talað um araba- heiminn og stærstu ríki Suður-Ameríku, Argent- ína, Brasilía, Venesúela og Mexikó, sem eiga í vaxandi vandræðum, þá er eins gott að Kína sé í lagi. Aðvörunarljós kvikna En það er fjarri því víst að svo sé. Þvert á móti. Risaríkið er orðið mjög órólegt. Margt veldur því. Óróleikinn í Hong Kong minnir á þverstæðurnar sem eru til staðar í Kína. Mengunin er mikil. Nánast allir nágrannar Kína eru að fyllast tortryggni vegna mikillar hernaðaruppbyggingar þess. Bandaríkin eru enn langmesta hernaðarveldi veraldar. En sjálfs- traust þeirra hefur veikst eftir atburðina í Afganist- an, Írak, Sýrlandi, Líbíu og Yemen og er þá Úkraína ótalin. Bandaríkin vilja alls ekki lenda í hern- aðarlegum æfingum gagnvart Kína. Allt skiptir þetta máli. En áhyggjurnar sem bein- ast að Kína eru þó einkum af efnahagslegum toga. Hagvöxtur hefur verið mikill undanfarin ár, en nú er lát á. Einsbarnsstefnan er þjóðfélaginu dýr. Og þegar Kínverjar horfa á heiminn hrasa eins og óvilj- andi yfir í gjaldmiðlastríð líst þeim ekki á blikuna. Því þeir virðast munu verða síðastir til þess leiks. Þeir þekkja, „að sá er verður síðastur...“ er vond staða, þegar gjaldmiðlastríð eiga í hlut. Bregðist Kína hart við gjaldmiðlastríðinu hrynur kaupgeta millistéttarinnar í Kína og gerist það mun dauða- hrollur fara um markaðsríkin í vestri. Millistéttin í Kína er orðin góðu vön. Hún hefur fengið forsmekkinn af lýðræði með auknum ferða- lögum og aðgengi að veraldarvefnum. Hún tekur skertum lífsgæðum illa. Foreldrar hennar, ömmur og afar hefðu gert það þegjandi. Hún heldur fast í nýfengna gósentíð. Viðbrögð hennar við breytingum af þessu tagi gætu markað þáttaskil í hinu mikla ríki. En fyrstu áhrifin af hugsanlegri lækkun yuansins með handafli og þar með ört minnkandi kaupgetu kínversks almennings í kjölfarið munu birtast okkur í kreppuhræddri Evrópu og í Bandaríkjunum sem töldu sig hafa sloppið svo ódýrt frá henni. Þau áhrif gætu verið tilkynning um að kreppan, sem skall á haustið 2008, sé hér enn og vitað er að seinni dýfan er jafnan mun óþægilegri en sú fyrri. En svo getur rás atburðanna orðið allt önnur. Þannig gætu það orðið Grikkir sem sprengdu sinn kínverja óvænt í Evrópu og evruna með honum, eða Pútín afhjúpaði samstöðuleysið í álfunni með nýjum ögrunum eða klerkarnir í Íran tilkynntu um kjarn- orkusprengjuna sína. Ísrael telur að þá sé þeirra veikburða tilveru ógnað. Senda þeir flugherinn áður en allt verður um seinan? Það eru ótal sprengikökur til í því nægtabúri sem óstöðugleikinn í heiminum er núna. „En svo gæti manninum batnað,“ eins og blessuð konan sagði. Og það er, sem betur fer, alls ekki útilokað. Morgunblaðið/Kristinn 14.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.