Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 55
14.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 55 Einleikarar með Kammersveit Reykjavíkur fyrir níu árum, í dagskrá helgaðri Mozart: Einar Jóhann- esson klarinettuleikari, Una og Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari. Morgunblaðið/Eyþór eitthvað þegar ég er að spinna – mér finnst það mjög skemmtilegt. Ein og með öðrum. Björk hefur haft mikið áhrif á mig og mjög hvetjandi að vinna með henni. Alla Homoge- nic-tónleikaferðina fékk ég alltaf að spinna í einu lagi, „Come to Me“. Björk veitti mér þetta frelsi allan túrinn og ég lék það aldrei eins. Það var ótrúlega skemmtilegt fyrir 21 árs fiðluleikara í klassísku námi að fá að gera það.“ – Það er hluti af námi organista að spinna en oft er sagt að klassískir hljóðfæraleikarar séu bundnir við nóturnar. „Í gamla daga voru tónlistarmenn síspinnandi en námið hefur þróast svona. Klassískt nám er reyndar að breytast, að opnast meira, en á tímabili var það mjög niðurnjörvað og bók- staflegt. Ég lærði í Þýskalandi og þar eru mikil trúarbrögð í gangi varðandi hvernig á að spila hvað. Vissulega er gaman að þekkja bakgrunn þess sem maður leikur, hvernig á að spila bar- okk eða Mozart, Beethoven og allt þetta, til er mikil þekking á því sem er kalla á þýsku „hi- storische aufführungspraxis“. Ef þetta er tekið of langt verður íhaldssemin mikil. En ef verk eru leikin með hjartanu þá heyrir maður það strax.“ „Þetta er engin tónlist“ – Nú á 21. öldinni er oft sagt að við séum að upplifa aukinn samruna listforma. Margir klassískir tónlistarmenn starfa í auknum mæli með listafólki í öðrum greinum. „Það er rétt. Þetta er að opnast meira og allir græða á því. Í gamla daga var fiðluleik- arinn meira að vinna eins og myndlistarmað- urinn í dag, að prófa sig áfram með hug- myndir, spinna og gera tilraunir með hljóðfærið sitt. Kannski er Umleikis einskonar fiðlutilraunir – þetta er „njarðarprójekt“,“ seg- ir hún og brosir. „Það er algengt að hljóðfæraleikarar þori ekki að tjá sig á annan hátt en stendur á blaði. Ég er að kenna aðeins með öðrum störfum og reyni að fá nemendurna til að skrifa sínar eig- in kadensur. Eins og tíðkaðist í gamla daga. Mörgum finnst það frábært að fá að koma með frumsamið lag í tíma, nokkuð sem var al- gerlega bannað þegar ég var að læra á fiðlu. Það var hlegið að slíkum hugdettum. Þegar prófessorinn minn í Berlín, frægur karl sem var konsertmeistari hjá Herbert von Karajan, heyrði að ég væri að fara í tónleikaferðalag með Björk, þá sagði hann: En barnið mitt, þetta er engin tónlist!“ Una hlær hjartanlega. „Maður þarf að brjótast út úr hömlum hólfa- skiptingar eins og þessarar.“ Una bætir við að hún hafi þó miklar áhyggj- ur af því hvernig tónlistarnám í Reykjavík sé að þróast. „Sú þjónusta sem nemendur eru að fá í dag er ekki sú þjónusta sem við fengum hér áð- ur fyrr. Efnahagskerfið var þá helmingi minna en samt til peningar til þessa; til framtíðar er niðurskurðurinn nú mjög alvarlegur. Það er grafalvarlegt að Reykjavíkurborg taki ekki ábyrga afstöðu með listnáminu. Búið er að gera frábæra hluti við uppbyggingu íþróttaþjálfunar en nú er komið að því að hlúa myndarlega að tónlistarnáminu. Það er svo hættulegt þegar embættismenn hlusta ekki á fagfólk, ég held það sé ein mesta ógæfa íslenskrar pólitíkur.“ Útsetningar Bjarkar frábærar Talið berst að fjölbreytilegum verkefnum Unu sem hleypur frá 1. fiðlu-sveitinni í Sinfón- íuhljómsveitinni í að leika með Jóhanni Jó- hannssyni, Björk, og hún tók meira að segja þátt í upptökum með þýsku málmsveitinni Rammstein. „Já, það var æðislegt gigg, upptökurnar á plötunni Mutter í frábæru hljóðveri í Berlín. Mér finnst ég hafa lært mjög mikið á því að fá að vasast í hinum ýmsu ólíku verkefnum. Ég hef þörf fyrir að draga mig út úr stóra batteríinu og það hafa verið forréttindi að fá að takast á við fjölbreytileg verkefni. Ég er farin að geta valið vandlega hvað ég tek að mér. Smekkurinn þróast með manni en þau verkefni sem ég er í, eins og Kamm- ersveitin og Siggi, eru verkefni sem ég trúi á og þar sem fólk vinnur af gríðarlegri ástríðu.“ Una leiddi 15 manna strengjasveitina U Strings, sem stækkaði í 30 manna sveit í tveimur lögum á Vulnicura, nýrri plötu Bjark- ar, en fyrstu tónleikarnir með tónlistinni verða í New York í mars. Una verður ekki með þar. „Nei, þá verð ég á leiðinni á fæðingardeild- ina,“ segir hún og hlær. „Strengjaútsetningar Bjarkar á plötunni eru frábærar! Alltaf tekst henni að koma á óvart. Björk veit alltaf ná- kvæmlega hvað hún vill og kann sitt fag, fram í fingurgóma. Það er mjög gaman að vinna með henni. Það tekur á að hlusta á sum laganna á nýju plötunni, tilfinningarnar eru svo miklar og djúpar.“ – Þú hefur sagst hafa verið komin með heimþrá í Berlín og langað að flytja heim til Íslands. Var það mikil breyting faglega, eftir að hafa starfað í þessu þýska agaða og í raun karllæga umhverfi? „Það var mikil breyting að koma heim að vinna,“ segir hún og brosir. „Ég þurfti að fara í íslenska pakkann: kenna, leika með Sinfón- íuhljómsveitinni og fleira. Það var svolítið kúlt- úrsjokk, ekkert auðvelt og mikil breyting. En það er margt frábært við að búa á Íslandi. Mér finnst alltaf gaman að koma til Berl- ínar, og Þýskalands. Þar er eins og annað heimili, þó að ég geti ekki hugsað mér að búa þar lengi í einu. Það hjálpaði að ég var til dæmis að fara mikið út að spila með Ensemble Modern, sér- staklega fyrst eftir að ég kom heim. Það mild- aði áhrif flutningsins að skreppa til meg- inlandsins og hitta Pierre Boulez og Heinz Holliger og nördast svolítið. Síðan hef ég heilmikið verið á tónleikaferð- um, með hinum og þessum. Við tókum nokkra góða túra með Bedroom Community, Nico Muhly og Sam Amidon, Valgeiri Sigurðssyni og Ben Frost. Þá hef ég ferðast talsvert um með Jóhanni Jóhanssyni. Það er fínt að fá til- breytingu á þennan hátt. Í svona ferðum fær maður líka oft frelsi til að impróvisera og ákveða sjálfur hvernig maður vill hafa hlut- ina.“ Allir sækja á sömu mið – Auk þess að starfa með Sinfóníuhljómsveit- inni vinnur þú með Kammersveitinni og ert í strengjakvartettum. Eru það mikil tarnaverk- efni? „Já, það má segja það. Á þessum síðustu og verstu tímum höfum við reynt að halda sjó í Kammersveitinni og slíkum verkefnum. Þetta er talsvert hark. Allir eru að sækja á sömu mið, í Tónlistarsjóð, til að láta enda ná saman. Mér finnst menningarstjórnsýslan hér nokkuð merkileg. Þá er hreinlega orðið dýrara að halda tónleika hér eftir að Harpa kom til, miklu stærri hlutur en áður fer í að leigja húsnæði. Það er blóðugt. Mér finnst ekki forsvaranlegt að lækka laun hljóðfæraleikara. Við vinnum of- boðslega mikið og fáum ógeðslega lítið borgað fyrir það! Það þarf að hlúa miklu betur að fólki. Allir eru að taka á sig meiri kostnað, Sinfónían, Kammersveitin, Caput og allir. Einhvern veg- inn þarf að laga þetta og fá, ef hægt er, einka- geirann miklu betur í þátttökuna. Dæmi um frábæran tónleikastað er Mengi við Óðinsgötu en Skúli Sverrisson hefur verið að byggja þar upp mjög gott prógramm. Þar voru útgáfu- tónleikarnir mínir 17. desember. Mengi er stað- ur sem hægt er að fara á nánast hvenær sem er. Rosalega „útlanda“ í litlu Reykjavík. Það er svolítið furðulegt hugarfar í íslensku samfélagi, að allt þurfi að bera sig. Mér fannst það mjög áberandi pæling eftir að ég flutti heim frá Berlín. Þá var bullandi góðæri en samt var þessi krafa um að gríðarlegur gróði væri af öllu. Til dæmis þegar verið er að semja um laun, þá er ekkert gefið eftir nema að vinnan sé aukin. Þetta er grafalvarlegur hlutur því í okkar geira kemur það strax niður á gæðum. Fólk gerir sér líklega ekki grein fyrir því hvernig þessi vinna er …“ – Að lokum, hverjir eru þínir styrkleikar sem fiðuleikari? „Ég held það sé túlkunin,“ svarar Una án þess að hugsa sig um. „Ég hef þurft að hafa fyrir tækninni á hljóðfærið og er enn upptekin af henni, það er lífsstarf fiðluleikarans. Glefsur eru kannski framhald af því, þær eru ógeðs- lega erfiðar margar,“ hún hlær, „og mjög al- hliða tæknilega. Eins og einhver raunsæisvitr- ingur sagði, þetta er tíu prósent talent og níutíu prósent vinna.“ Ilan Volkov stýrir æfingu á 5. sinfóníu Beethovens. Una í fremstu röð og hlýðir á hugmyndir hans. Hún hefur verið gestakonsertmeistari sinfóníuhljómsveita hér og erlendis á liðnum árum. Morgunblaðið/Þórður Tónlistin er fjölbreytileg. Árið 2002 lék Una með Sálinni hans Jóns míns og Sinfóníuhljómsveit Ís- lands á tónleikum. Stjórnandinn Bernharður Wilkinson, Una og söngvarinn Stefán Hilmarsson. Morgunblaðið/Kristinn. Strengjakvartettinn Siggi, Una, Helga Þóra Björgvinsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson. „Þetta er hugsjónaverkefni. Afar ógróðavænleg starfsemi, en mjög skemmtileg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.