Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14.2. 2015 Sýning Jorisar Rademakers myndlistarmanns, Hreyfing, verður opnuð í vestursal Lista- safnsins á Akureyri í dag, laugardag, klukkan 15. Í verkum sýningarinnar veltir listamað- urinn fyrir sér spurningum um eðli mismun- andi hreyfinga. Hvert verk á sýningunni má túlka sem táknræna fullyrðingu um ólíkar hreyfingar í þrívídd. Joris Rademaker lauk listnámi í Hollandi árið 1986 og hefur búið á Íslandi síðan 1991. Meginviðfangsefni hans hefur löngum verið rými, hreyfing og orkuútgeislun. Á síðustu árum hefur áherslan einnig verið á samspil lífrænna efna sem byggingarefni fyrir þrívíð verk. Sýningin er hluti af sýningaröð í safninu með átta vikulöngum sýningum. LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI JORIS SÝNIR Hluti eins verksins á sýningu Jorisar, Hreyfingu, sem verður opnuð í Listasafninu á Akureyri. Ljósmynd/Daníel Starrason Trio Aurora er Sigrún Eðvaldsdóttir, Ögmund- ur Jóhannesson og Selma Guðmundsdóttir. Nýtt tríó, Trio Aurora, kemur fram á sínum fyrstu tónleikum í Norræna húsinu í dag, laugardag, klukkan 17. Í tríóinu eru þær Sig- rún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og konsert- meistari og Selma Guðmundsdóttir píanó- leikari, sem eiga langt samstarf að baki, auk gítarleikarans Ögmundar Jóhannessonar. Tríóið mun meðal annars frumflytja tón- verk eftir Þóru Marteinsdóttur auk þess að leika verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Árna Björnsson, N. Paganini, Castelnuovo- Tedesco, Beethoven og Piazzola. Tríóið hef- ur þegar verið bókað í tveggja vikna tónleika- ferð um Kína nú í mars og apríl. NORRÆNA HÚSIÐ TRIO AURORA Kvennakór Háskóla Ís- lands, undir stjórn Mar- grétar Bóasdóttur, kemur fram á tónleikum í Hátíð- arsal Háskóla Íslands á sunnudag klukkan 16. Sér- stakir gestir á tónleik- unum eru Ragnheiður Gröndal söngkona og bróðir hennar, Haukur Gröndal klarinettuleikari. Lögin á tónleikunum fjalla um, samkvæmt tilkynningu, kvenlegar dyggðir, slægð, grimmd og ill örlög. Kórinn rappar til að mynda með Ragnheiði og syngur gyðinga- tónlist með Hauki. Tónleikana ber upp á afmælisdag Bergþóru Árnadóttur, tónlistar- og baráttukonu. Kór- inn syngur henni til heiðurs lag hennar við „Gígjuna“, sem ort var af listamanninum Benedikt Gröndal, forföður Ragnheiðar og Hauks. KVENNAKÓR HÍ KEMUR FRAM ÖRLÖG OG RAPP Margrét Bóasdóttir Menning E in kveikja sýningar Kristins E. Hrafnssonar myndlistarmanns, Á veglausu hafi, sem verður opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins í dag, laugardag klukkan 15, er lít- ill gripur sem Þórður Tómasson safnvörður í Skógum, fann á Stóru-Borg undir Eyjafjöll- um. Í Skógasafni er þessi hringlaga skífa með gati nærri miðju merkt: Sólúr, sólskífa frá um 1300. Nú er skífan komin undir glerkúpul í Bogasalnum ásamt öðrum grip- um sem Kristinn hefur dregið fram úr djúp- um geymslum Þjóðminjasafnsins og stillir upp með sínum eigin verkum á þessari fjöl- breytilegu og forvitnilegu sýningu. Telur hann þessa litlu skífu vera sólúr? „Nei, það held ég ekki, ég held að til- gangur hlutarins sé annar,“ svarar hann en bætir við að hægt sé að spyrja margra spurninga um alla hlutina sem hann hefur stillt fram og skrifar jafnframt um í efnis- mikilli sýningarskránni. Með þessari innsetningu veltir Kristinn upp hugmyndum um það hvernig fólk hefur fyrir tíma nútímatækni staðsett sig í um- hverfinu, hvort sem er á sjó eða landi. Hann hefur áður unnið með slíkar hugmyndir, en mörg verka hans í opinberu rými fjalla ein- mitt um tíma, staði og sögu. Í kynningartexta segir að það að kunna skil á áttum og reiða sig á eigin skynjun, reynslu eða eðlisávísun, ásamt þekkingu á sólargangi og himintunglum, þótti mikilvægt til að hægt væri að staðsetja sig í veröldinni. Á landi geta kennileiti hjálpað til að ná átt- um en í siglingum er slíkt flóknara. Á minja- söfnum má sjá gripi eins og sólskífur, leið- arsteina og skuggavísa sem hafa hjálpað til við að lesa vísbendingar úr náttúrunni, en Kristinn hefur kannað nokkra slíka gripi og hafa þeir orðið kveikja að þeirri listsköpun hans sem sjá má í Bogasalnum. Glíman að staðsetja sig „Þetta er leiðarsteinn líkur þeim sem nefndir eru í handritum, segulmagnað grjót. Og sól- arsteinninn við hliðina er silfurberg,“ segir Kristinn þegar við rýnum í einn glerkúpulinn með gripum sem hann hefur ýmist rekist á í geymslum Þjóðminjasafns eða skapað sjálf- ur. „Báðir þessir steinar eru nefndir í forn- um textum og tengdir siglingum, en menn hafa ekki sýnt með sannfærandi hætti fram á hvernig þeir virka,“ segir hann. „Og hér eru skopparakringlur sem ég hef verið að þróa með textum á sem tengjast þessum snúningi, upp og niður, fram og aftur. Allt hreyfist og þær standa fyrir hlutinn sem stað og staðinn sem atburð.“ Við rýnum næst í hringlaga skífu með reglulegum skorum í kantinum, allan hring- inn, og yfir þeim situr fugl eða dreki. Krist- inn skrifar um þennan grip í sýningarskrána og segir hann ekkert mjög gamlan. „Litið hefur verið á þetta sem vindhana, vindáttatæki, en það hefur enga merkingu nema fólk viti sjálfar áttirnar. Þetta hlýtur því líka að hafa verið áttaviti og til þess að hann virki þannig vantar áttavitanálina sem eflaust hefur fylgt honum. Ef komin er rétt stefna þá er komin forsenda fyrir sólúri og skífan sýnir stundirnar. Þetta hlýtur því að hafa verið áttaviti, klukka og vindáttaskífa. Þegar ég fór að stúdera gripina í safninu út frá hugmyndum um siglingar og áttir þá komst ég fljótt að því að fátt er til nema kenningarnar frá 13. öld. Íslendingar lifðu myrkar aldir í siglingum og áttu hvorki skip né sjómenn að því er talið er í 500 ár. Það er ekki fyrr en á átjándu og nítjándu öld að fer að rofa til í þessum efnum. Ég leitaði að áþreifanlegum gripum sem tengjast stjörnu- fræði og siglingum, en um aldir var það í raun einn og sami hluturinn. Það er sama glíman að staðsetja sig á jörðinni og stað- setja jörðina í alheiminum,“ segir Kristinn. „En sjáðu svo þetta litla hnattlíkan hér, sem er eftir Brynjúlf frá Minna-Núpi. Það er merkilegt, sagt vera kennsluáhald frá Brynj- úlfi og er frábært sem slíkt.“ Hnötturinn stendur á stöng upp af Íslandi miðju og Brynjúlfur (1938-1914) hefur að sögn Krist- ins meðal annars notað hann til að útskýra möndulhallann og árstíðaskiptin. „Þegar ég fór að skoða hlutinn betur tók ég eftir rúna- letri undir honum. Þar stendur „Yggdrasilsa- skr“. Þetta er því líka kennsluáhald um nor- ræna goðafræði, askurinn sprettur upp af jörðinni og heimurinn er í askinum – þessi fallegi hlutur er því bæði tengdur tilsögn í raunvísindum og goðsögum.“ Sjónarhorn eru mikilvæg Í miðjum boganum innst í Bogasalnum er skuggavísir Kristins þar sem skugginn af löngum vísinum sýnir tímann. Á enda hans er hringur og á hann eru greypt orðin: „Þannig líður tíminn“. „Hér erum við inni í hálfhring,“ segir Kristinn þar sem við stöndum innst í saln- um, „og getum litið á hann sem sólarhring. Radíuspunktuinn er hér,“ segir hann og gengur að hringlaga stálverki. Ofan á því stendur, hring eftir hring: „… norðrið mætir suðrinu og austrið mætir vestrinu og …“ „Mér finnst áhugavert að nota salinn, að virkja arkitektúrinn á þennan hátt,“ segir Kristinn. Rýmið er þannig hluti af pælingum hans og þá erum við komnir að grip frá 18. öld sem er undir tóbak, en á hann er grafið eilífðaralmanak. „Út frá eilífðaralmanakinu má finna tungl- stöðuna og vitneskju um flóð og fjöru,“ segir hann. „Þetta var mikilvægt instrúment þar sem með hjálp þess mátti til dæmis stunda strandsiglingar á öruggari hátt en áður, enda ráða tunglið og sólin miklu um jarðlífið – þetta eru öflugustu kraftar sem virka á jörðina. Hér er unnið með lögmál sem menn verða að taka tillit til. Þetta er hollensk dós og mikið þing.“ Þá komum við að röð af ofurskörpum ljós- myndum af tunglinu en á þær hefur Kristinn skrifað með fjaðurstaf texta úr svokölluðum „Veðráttubæklingi“ sálmaskáldsins Hall- gríms Péturssonar. „Í honum reynir Hallgrímur að setja fram veðurfarsleg lögmál út frá ásýnd tungslins, í þeirri trú að tunglið segi allt um veðrið og tíðarfarið framundan. Ef eitthvað á tunglinu væri sérkennilegt þá þýddi það ákveðið veð- urlag. Þessu lýsti hann í smáatriðum,“ segir Kristin og les af einni myndinni: Sjái maður á fullu tungli, að þeir vanalegu blettir séu stærri og svartari en vanalegt er, þýðir það storm og úrkomur. „Hann er að reyna að lögmálsbinda orsök og afleiðingu í því sem við vitum í dag að eru óskyldir hlutir, þó að okkur hætti nokk- uð til að leita í svona speki. En það er líka áhugavert,“ segir Kristinn. En hvaða gyllta sveifla er þetta á veggnum milli tunglmynd- anna, sveigð í málm, sem nær fyrst niður að gólfi og svo alveg upp undir loft? „Sveiflan lýsir þessum kröftum sem við vorum að ræða, þetta er stórstraumsflóð og fjara í Reykjavík,“ svarar hann. „Svona virka þessir kraftar.“ Og á gólfinu standa sterklegar tröppur áþekkar þeim sem greiða leið yfir girðingar, bara hærri og stærri. Það er stjörnuskoð- unarturn listamannsins og gefur annað sjón- arhorn á Bogasalinn og verkin í honum. „Sjónarhorn eru mikilvæg og ég vildi bæta einu við sýninguna. Hér er ekki aðeins horft út og utan frá, heldur líka upp og ofan frá.“ Sérviskan sem hefur þróast hér Áttirnar skipta höfuðmáli fremst í Bogasaln- um; á gólfi eru tveir vísar steyptir í pottjárn, KRISTINN E. HRAFNSSON SÝNIR Í BOGASAL ÞJÓÐMINJASAFNSINS Enn að glíma við eilífðarspurningar „SÝNINGIN SNÝST UM ÞAÐ AÐ LEITA, AÐ VERA Á ÓKUNNUGU SVÆÐI,“ SEGIR KRISTINN E. HRAFNSSON UM SÝNINGU SÍNA Í BOGASALNUM. ÞAR STILLIR HANN GÖMLUM GRIPUM ÚR SÖFNUM UPP MEÐ EIGIN LISTAVERK- UM EN VIÐFANGSEFNI ÞEIRRA ALLRA HVERFIST Á EINHVERN HÁTT UM ÞAÐ AÐ STAÐSETJA SIG Í UMHVERFINU. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Sólúr, sólskífa frá um 1300,“ gripur varð- veittur í Byggðasafninu í Skógum. Áttaskífa með fugli, hlutur sem Krist- inn telur að hafi verið vindáttaviti, klukka og seguláttaviti. Verk Kristins „Gnomon“ frá 2014, skuggavísir listamanns innst í Bogasalnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.