Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.3. 2015 Aldrei minnist ég þess í uppvexti mínum og áyngri árum að hafa hugleitt aldur stjórn-málamanna. Annaðhvort höfðaði málflutn- ingur þeirra til mín eða hann gerði það ekki. Einn aðaltöffari undir lok sjöunda áratugar aldarinnar sem leið, þegar ég var pólitískt að vakna til lífsins, var breski heimspekingurinn og mannréttinda- frömuðurinn Bertrand Russell. Hann lést árið 1970, 98 ára að aldri. Kornungur í anda og róttæk- ari með hverju árinu sem leið. Hér heima voru mínir menn á öllum aldri, Lúð- vík, Hjörleifur, Svavar og Svava, Birna og Skjálfti, Jón Múli og Guðrún og Ólafur, að ógleymdum Ey- steini sem móðir mín var óþreytandi að útnefna sem frumkvöðul í náttúruverndarmálum. Og þau voru mörg fleiri og á öllum aldri. Mér var nákvæm- lega sama hvers kyns eða hve gömul þau voru. Ég vildi hins vegar vita hvað þau hugsuðu og hvert þau vildu stefna með samfélag okkar. Þetta kom mér í hug þegar ég las um niðurstöðu könnunar þar sem fullyrt var að þjóðin hefði fengið nóg af „sjónarmiðum sjötugra“. Mér þótti þetta forvitnilegt og las meira. Einn aðstandenda þessarar könnunar sagði í blaðaviðtali að augljóst væri að ungt fólk hafnaði „umræðu- hefð“ og „orðræðu“ sjötugra! Gildi þessarar kyn- slóðar væru úrelt: „Fólk verður reitt því það er á móti svona umræðuhefð í dag. Pólitískt landslag hefur breyst að því leyti að í dag kýs fólk stjórn- málamenn út frá orðræðunni sem er í gangi en ekki út frá smáatriðum í stefnuskrá.“ Síðan var fjölyrt um stjórnmálamenn sem væru óbifanlegir í sínu fari og vildu aldrei hliðra til eða gefa eftir. En hvað er raunverulega verið að tala um? Óbil- gjarna afstöðu til einkavæðingar bankanna á sínum tíma og heilbrigðiskerfisins á öllum tímum, húsnæð- ismála, almannatrygginga, kvótans, Kárahnjúka? Ég leyfi mér að segja þetta hina mestu bábilju. Á öllum tímum hefur annars vegar verið til fólk sem samfélagsmálin brenna á og er fyrir vikið brennandi í baráttuanda og hins vegar þau sem eru daufgerðari, nenna lítið að opna sálargluggann og finnst litlu skipta hvernig veltur. Þetta er hinn lati hluti þjóðfélagsins. Og það er honum sem leið- ist „orðræðan“ og „umræðuhefðin“. Þá bið ég um baráttujaxla, aldna sem unga, karla og konur, helst úr öllum stéttum, vinnufæra jafnt sem óvinnufæra. Ég bið um fólk með skoðanir og sannfæringu; fólk sem nennir að láta umhverfi sitt og velferð samferðamanna sig máli skipta og hefur skoðanir á því hvernig það verði best gert, meira að segja í smáatriðum. Og ef ágreiningur verður um grundvallaratriði þá þarf að takast á um þau, vissulega málefnalega en helst vel og lengi. Það á að vera erfitt að koma umdeildum málum í gegnum þing og sveitar- stjórnir. Stjórnmálamenn eiga að þurfa að svitna. En ef málstaðurinn er verðugur og sannfær- ingin er fyrir hendi þá mun erfiðið borga sig og átökin munu á endanum sveigja okkur inn í skyn- semisfarveg. En þá dugar að sjálfsögðu ekki kaffi- bolla- (orðræðu)spjall heldur skoðanaskipti af lífi og sál. Af lífi og sál * Þetta kom mér í hug þeg-ar ég las um niðurstöðukönnunar þar sem fullyrt var að þjóðin hefði fengið nóg af „sjónarmiðum sjötugra.“ ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Kjóll nokkur hefur gert allt vit- laust á netinu en svo virðist sem fólk, þótt ólitblint sé, geti ekki komið sér saman um hvort kjóll- inn er blár eða hvítur og þykir þetta hið dularfyllsta mál. Stefán Eiríksson, sviðs- stjóri velferðar- sviðs Reykjavíkur- borgar, velti einnig vöngum yf- ir þessu í gær og skrifaði á Twitter: „Var að horfa á mynd af kjól sem var svartur og blár, stuttu síðar var hann orðinn hvítur og gylltur. Hvernig má þetta vera?“ Berglind Pét- ursdóttir, texta- smiður á Íslensku auglýsingastof- unni, gjarnan kennd við gif-síðu sína Berglind Festival, sá samt ákveðinn sáttaflöt á málinu, eftir að hún hafði birt mynd af vinnu- stað sínum þar sem allir stóðu við tölvuna að reyna að sammælast um í hvaða lit kjóllinn væri. Berg- lind skrifaði á Twitter: „Getum samt öll verið sammála um að þessi kjóll er ljótur right?“ En það er deilt um fleira á net- inu og nú eru það kvikmyndirnar sem tilnefndar voru til Ósk- arsverðlauna sem þær bestu sem fólk getur ekki komið sér saman um hvort eru góðar eða lélegar. Fjölmiðla- og kvikmyndagerð- arkonan Þóra Tómasdóttir skrifaði á Twitter: „Heimurinn er klofinn í tvennt. Milljarðar manna í öðrum hópnum, nokkrar hræður í hinum. Þeir sem elska #Birdman og við sem þolum hana ekki.“ Björn Teits- son, einn af spurningahöf- undum Gettu betur, bætti um betur og skrifaði: „Birdman er akkúrat nógu flókin til að vera „intellectual blackmail“. Fólk þorir ekki annað en að fíla hana af ótta við að vera talið heimskt.“ AF NETINU Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður er komin í úrslit í alþjóðlegri hönn- unarkeppninni Remix í Mílanó en að samkeppninni standa International Fur Federation, IFF og ítalska Vogue. Í keppninni leika hönnuðir sér með skinn með nýsköpun í hönnuninni að leiðarljósi. Keppendur voru í upphafi 64 talsins frá 35 löndum og Elísabet er ein af þeim 11 sem eru komnir áfram en lokakvöldið í keppninni er 4. mars og forseti dóm- nefndar verður aðalritstjóri Vogue Int- ernational, Franca Sozzani. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur hönnuður tekur þátt en verkefnið er styrkt af Eggerti feldskera sem hefur unnið með Elísabetu að framleiðslunni. Þess má geta að fatalína Elísabetar sem keppir til úrslita og samanstendur af þremur alklæðnuðum en Íslendingar geta barið hönnunina augum á Hönn- unarmars þegar hún verður til sýnis í verslun Eggerts feldskera. Hönnun Elísabet er innblásin af sterk- um kvenímyndum en hún hafði það að leiðarljósi að sýna feldinn í nýju sam- hengi, við götutísku og sportfatnað, og brjóta þannig upp oft fastmótaðar hug- myndir fólks um feldtísku. Til þess var ís- lenskt selskinn notað sem aðalefni, í bland við rauðref, hreindýraleður, tíb- etlamb, ull og silki. Sigurvegari Remix hlýtur meðal ann- ars að launum verðlaunafé og svo þjálfun í framhaldinu undir leiðsögn virtustu feldskera heims. Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður vann línu sína í samstarfi við Eggert feldskera. Morgunblaðið/Golli Í úrslit í alþjóðlegri hönnunarkeppni Hönnun Elísabetar hefur vakið mikla athygli ytra. Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.