Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 12
Börn í Stykkishólmi gera sér glað- an öskudag eins og tíðkast víða. Hátíðahöldin fara þó fram ólíkt því sem blaðamanni er kunnugt um annars staðar. Nemendur grunn- skólans fara allir saman í hóp á milli stofnana og fyrirtækja í bæn- um – undir öruggri handleiðslu skólastjórans, Gunnars Svanlaugs- sonar, sem ber reyndar titil göngu- stjóra rétt á meðan. „Ég er fæddur og uppalinn hér í Stykkishólmi og hef reynt að fá fólk, þegar það kemur aftur á heimaslóðir, til að rifja upp hvað því hafi þótt vel gert í bænum á sínum tíma og hvað mætti fara betur,“ segir Gunnar. Þegar hann sneri heim í Stykk- ishólm 1984, sem aðstoðarskóla- stjóri til eins árs vegna forfalla, „var ég ferskur, fannst mér, eftir átta ára félagsmálakennslu í hér- aðsskólanum í Reykholti. Þar upp- lifði ég margt sem gert var mjög vel og langaði að móta þennan dag þannig að hann yrði allra; mér finnst mikill styrkleiki liggja í því þegar nemendur, starfsmenn skól- ans og foreldrahópurinn vinna verkefni saman.“ Kennt er til hádegis en börnin koma strax að morgni í búningum eða furðufötum einhverskonar. Eft- ir hádegi er dagskráin í höndum foreldrafélags skólans. Þá er geng- ið af stað og Gunnar leiddi hópinn í þrítugasta skipti á dögunum, en hann hefur verið skólastjóri síðan 1995 og var aðstoðarskólastjóri frá 1984 eins og áður kom fram. Í göngunni eru yfirleitt hátt í 200 manns og fer fjölgandi því sí- fellt fleiri foreldrar slást í hópinn. „Síðustu ár höfum við styrkt gönguna með félögum úr trommu- sveit Tónlistarskólans sem slegið hefur taktinn. Því verki stjórnar Hafþór Guðmundsson trommuleik- ari með meiru.“ En hvað vakir fyrir Hólmurum með þessu fyrirkomulagi? Gunnar nefnir eitt og annað. Sums staðar í stærri sveit- arfélögum, þar sem gefið er frí frá skóla á öskudaginn, komist ekki öll börn að heiman snemma morguns af einhverjum ástæðum og þegar sum fara á stúfana brenni jafnvel við að allur glaðningur sé búinn í verslunum. „Hér, í þessu litla sam- félagi, vinnum við með börnunum. Hér fá allir það sama en þeir frek- ustu fara ekki á undan og hirða allt nammið!“ Ein reglan er sú að hópurinn gengur um, brosandi og glaður. „Því er fagnað að við séum svo hress að geta gengið um bæinn. Tilangurinn er í raun ekki sá að ná í eitthvað heldur færa gleðina inn á dvalarheimilið, sjúkrahúsið og hin ýmsu fyrirtæki. Við leggjum mikla áherslu á að gönguhópurinn syngi hátt og fallega á öllum mótt- tökustöðunum og ef vel tekst til er mögulegt að við fáum gjafir á móti. Mér finnst mjög gaman að þessu; aðalatriðið er að brosa með krökk- unum, ekki fyrir þau. Ég lít á þetta sem samfélagsverkefni og hef mjög gaman af þessu.“ Að göngu lokinni skemmta krakkarnir sér áfram í íþróttahús- inu og að kvöldi öskudags er grímuball fyrir eldri börn skólans í sal tónlistarskólans. Viljum færa fólki gleðina Gunnar Svanlaugsson skólastjóri í fullum skrúða ásamt nemendum grunnskól- ans á síðasta öskudegi áður en lagt var upp í gönguferð um Stykkishólm. Ljósmynd/Eyþór Benediktsson GUNNAR SKÓLSTJÓRI HEF- UR VERIÐ GÖNGUSTJÓRI Á ÖSKUDAGINN Í 30 ÁR STYKKISHÓLMUR Sigurborg Þorkelsdóttir, verk-efnastjóri hjá Fræðslu-miðstöð Vestfjarða, hefur lengi fengist við skipulagningu ís- lenskukennslu vestra. Hún áttaði sig á að útlendingum fækkaði í náminu og að fólk af erlendum uppruna hafði einangrast í sam- félaginu. Þess vegna datt henni til- raun í hug: að fá kvenfélagið á Suðureyri til að taka að sér kennslu, með öðrum hætti en áður tíðkaðist. Að þessu sinni voru nokkrir leið- beinendur með liðlega tíu manna hóp en ekki einn kennari eins og venjulega. Verkefninu lauk í janúar og tókst svo vel að eftir er tekið á vinnustöðum og í leik- og grunn- skólum að mæður eru farnar að ræða við kennara um börnin sín, sem þær gerðu ekki áður. Emilia Górecka hefur búið á Ís- landi í átta ár og fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrr í mánuðinum. Eiginmaður hennar er íslenskur og þau eiga tvo syni. Emilía starfar sem matráður á leikskólanum Tjarnarbæ. „Ég kom hingað fyrst til að vinna í fiski, eins og aðrir Pólverjar. Nú er ég á leikskól- anum, var fyrst að vinna inni á deild með krökkunum en hef verið matráður frá 2013,“ segir hún við Morgunblaðið. Emilia var í fæðing- arorlofi þegar þáverandi matráður hætti. „Leikskólastjórinn spurði mig hvort ég vildi vinna í eldhús- inu og ég var sko til í það. Ég hef alltaf elskað að baka og elda.“ Allar ánægðar Emilia var á námskeiðinu í vetur en talar þó prýðilega íslensku. „Þetta var vel heppnað og ég held að allar hafi verið ánægðar. Ég var aðallega í því að túlka fyrir þær sem skildu lítið en lærði samt ým- islegt sem ég kunni ekki áður.“ Málfræði var að mestu látin í friði en áhersla lögð á að kenna pólsku konunum íslensk orð og setningar til hversdagsbrúks. „Við fórum markvisst yfir ým- SUÐUREYRI Hagnýt hversdags- íslenska! KVENFÉLAGIÐ ÁRSÓL Á SUÐUREYRI SÁ UM ÍSLENSKU- KENNSLU FYRIR PÓLSKAR KONUR Í BYGGÐARLAGINU Í VETUR. VERKEFNIÐ TÓKST VEL OG FRAMHALD VERÐUR Á. * Verkfallsrétturinn er kominn út í þá öfug-mynd að þeir fá hæstu launin í heiminumsem valda þriðja aðila mestu tjóni. Pétur Blöndal alþingismaður Landið og miðin SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.3. 2015 UM ALLT LAND S Ve ekvæmda á S lfossi ekur strætó aðrar leiðir en ga til og frá N1 stöðinni, þar til 1. ágúst. Ekið er veg, Fossheiði að FSu, frá Fsu eftir Tryggvagötu in gjaveg, Rauðholt og svo Austurveg austanmegin. Se ðar verða upp nýjar biðstöðvar á me an, sunna megin við hringtorgið hjá Ráðhúsinu og á Engjavegi viðVallaskóla. Ekki verður notast við biðstöðvar beg goa Ráðhússins við Sundhöllina.n SUÐURLAND Brynja Davíðsdóttir efurh jarðvangs. Brynja er 39 á umhverfisfræði auk þe í hamskur Skaftár sveita FLJÓTSDALSHÉRAÐ Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt tvær fyrstu tillögurnar, sem rekja má til lýðræðisvefjarins Betra Fljótsdalshéraðs, þar sem íb geta varpað fram hugmyndum. Í fyrsta lagi verður sett upp aukalýs vvið Fagradalsbraut, á gangbraut við gatnamót Tjarnarbrautar og amþykkt, eiSeyðisfjarðarveg við gatnamót Selbrekku. Þá var s upp gufubaðsaðstöðu við íþróttamiðstöð bæjarins. HÚSAVÍK Bocciamaðurinn Kristbjörn Óskarsson úr Völsungi 2014. Kjörinu var lýst v nýverið og var í um Skjálfanda að vanda í úrslit á flest öllum mót Íslandsmótinu á Seyðisfi varð Íslandsmeistari í 1. deil GR Stei fær íþró „Áli útfæ mót og sé s g við hið hefðbundna form, frá Steinsteypufélagi Ísland Batteríið arkitektar ogVE í höndum Grindarinnar eh einingarnar eru Smellinn h Viðurkenningin er veitt m sem komu að hönnun og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.