Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 14
sonwilker) leist bara vel á þetta. Við höfð- um aldrei hannað silkislæður og vorum mjög spennt yfir þessu strax,“ segir Hjalti. „Enda silkimjúkir gaurar,“ bætir Ingibjörg við. Hönnunarhúsið karlssonwilker rekur Hjalti ásamt þýskum meðeiganda, Jan Wil- ker. Á stofunni starfar einnig Megan Ele- vado, hönnunarstjóri, og listrænn stjórn- andi að nafni Sandra Shizuka sem starfað hefur hjá karlssonwilker í um fimm ár. Auk þess starfar grafískur hönnuður og tveir læringar á stofunni. Aukið frelsi Hjá karlssonwilker eru verkefnin unnin í sameiningu og gengur öll vinna út á sam- starfið. Eftir að Ingibjörg hafði samband við Hjalta fóru því að berast tölvupóstar frá fleiri samstarfsaðilum sem unnu að verkefninu. „Sandra kom fljótlega inn í verkefnið eftir að ég var búin að veiða Hjalta í verkefnið,“ segir Ingibjörg og hlær. „Mér þótti líka svo skemmtilegt hvað það var opið flæði, samstarfið var áreynslulaust og ég var alltaf spennt að opna póstinn minn. Það var alltaf gaman og aldrei kom það upp, í öllu þessu ferli, að þetta væri eitt- hvað erfitt, verandi sitt í hvoru landinu.“ Hjalti segir verkefnið jafnframt hafa verið ákaflega frjálst. „Ég held að flestir hönnuðir séu í því að hanna eitthvað fyrir kúnna sem sækist eftir ákveðnu útliti og er því meira inni í verkinu; „ekki gera svona, þessi litur er glataður,“ og það er miklu meira stríð. Við hjá karlssonwilker vinnum mikið með kúnnum. Ég er ekki listamaður í beinum skilningi, maður er ekki á stofunni að gera eitthvað mikið I ngibjörg Gréta Gísladóttir er mennt- uð í nýsköpun og frumkvöðlafræði. Ingibjörg er gríðarlega markaðs- drifin og hefur síðan árið 2011 unnið mikið með hönnuðum og starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri Hug- myndahúss Háskólanna. „Þar var mikil áhersla lögð á þverfaglega vinnu sem opn- aði fyrir mér og tengdi mig við þennan heim og ég komst að því að svona vil ég vinna.“ Ingibjörg stofnaði hönnunarhúsið Saga Kakala, sem sérhæfir sig í gerð silkiklúta úr hágæða Mulberry-silki, árið 2012, vegna þess að hana langaði að taka þátt í ferli hönnunar frá A til Ö og bera ábyrgð á því. Markmiðið var að leita uppi verkefni sem hún gæti unnið í samstarfi við skemmtilega, mismunandi hönnuði. Á síðasta ári vann hún silkislæður, undir hatti Saga Kakala, í samstarfi við fata- hönnuðinn Helgu Björnsson sem hún segir hafa verið afskaplega fallegt og gefandi verkefni og verða þær áfram í samstarfi því nú stefnir lengra með hönnunarhúsið. Ingibjörg fékk grafíska hönnuðinn Hjalta Karlsson til liðs við sig til þess að hanna nýja línu af silkislæðum og kasmírtreflum fyrir HönnunarMars en Hjalti hefur und- anfarin 20 ár verið búsettur í New York. Hjalti er eigandi hönnunarstofunnar karls- sonwilker í New York sem notið hefur gífurlegrar velgengni síðan, meðal annars unnið verk fyrir tímaritið New York Tim- es, MTV-sjónvarpsstöðina, Time-tímaritið og listasöfnin Guggenheim og MoMA í New York. „Okkar samstarf hófst á góðum tölvu- pósti. Við þekkjumst auðvitað smá, ég vissi hver Ingibjörg var og okkur (karls- Silkimjúkt samstarf HJALTI KARLSSON, EIGANDI HÖNNUNARSTOFUNNAR KARLSSONWILKER Í NEW YORK, HEFUR HANNAÐ VERK MEÐAL ANNARS FYRIR NEW YORK TIMES, MTV-SJÓNVARPSSTÖÐINA OG LISTASÖFNIN GUGGENHEIM OG MOMA Í NEW YORK. HJALTI HÓF NÝVERIÐ SAMSTARF VIÐ INGIBJÖRGU GRÉTU GÍSLADÓTTUR, EIGANDA HÖNNUNARHÚSSINS SAGA KAKALA, VIÐ HÖNNUN Á HÁGÆÐA SILKISLÆÐUM OG KASMÍRTREFLUM SEM SÝNDIR VERÐA Á HÖNNUNARMARS. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is sjálfur fyrir okkur sjálf, svo að það er gaman að gera verkefni sem er alveg opið. Við vinnum bara okkar verk á slæðurnar sem er rosalega gaman fyrir okkur sem hönnuði.“ Hjalti segist hafa haft gaman af því að vinna að verkefninu og að það sé ólíkt að hanna eitthvað sem að fólk notar dags- daglega og klæðir sig í, „í stað þess að hanna einhverja bók sem situr uppi í hillu í mörg ár eða logo sem er uppi á búð og situr þar í 20 ár eða 5 ár eða hvað sem það er þannig að það er auðvitað öðruvísi nálgun í þessu. Það finnst okkur.“ Aðspurður hvort karssonwilker hafi áður unnið að verkefnum í tengslum við tísku segist Hjalti ekki hafa gert mikið af því. Fyrsta verkefnið sem stofan vann í tengslum við fatahönnun var þegar þau voru beðin um að hanna skó fyrir íþrótta- risann Puma. „Puma kom til okkar þegar þeir voru með skótegund sem hét El Ray. Þeir létu okkur hafa auðan skó og báðu okkur að gera eitthvað fyrir skóinn. Í lok- in þá hönnuðum við þrjár mismundi graf- ík-útfærslur á skóinn sem þeir síðar fram- leiddu og seldu. Svo höfum við líka gert grafísk munstur á boli fyrir Diesel-búðina og unnum líka með Anne Klein þar sem við hönnuðum logo fyrir skó og gerðum munstur á handtöskur og svoleiðis.“ Stofan hefur því unnið að mörgum og gríðarlega fjölbreyttum verkefnum og sér- hæfir sig ekki í ákveðnum geira. „Í gamla daga gerði ég rosalega mikið af prentuðum verkefnum og mikið af hönn- un fyrir geisladiska og hljómsveitir, stofan eiginlega byrjaði svoleiðis. Svo fórum við bara út í að gera allskonar hluti en sér- hæfum okkur þó ekki í neinum ákveðnum geira, sem er bara gaman. Við erum mikið að gera vídeó, bækur, hanna heimasíður og svo erum við að hanna heildarútlit á söfn og búðir eða allan pakkann. Við erum að vinna mjög vítt og breitt.“ Línan sem karlssonwilker hannar fyrir Saga Kakala heitir því óvenjulega nafni Shizuka sem jafnframt er eftirnafn Söndru sem að sögn Hjalta tók einna mest þátt í verkefninu. „Sagan um það hvernig nafnið kom til er mjög einföld. Við sátum eitt kvöldið eftir að Ingibjörg sendi á okkur póst og spurði: Hey, hvað er nafnið á þessu?“ segir Hjalti og hlær. „Þá sátum við Jan og Sandra og köstuðum á milli nokkrum hræðilegum nöfnum. Svo fleygði Jan þessari hugmynd út og kom með þetta nafn sem er eftirnafn Söndru. Sandra vann mikið í þessu og fannst okk- ur þetta mjög fallegt nafn og sendum Ingibjörgu. Það hljómar vel, þannig að lín- an ber eftinafn Söndru.“ Nafnið Shizuka á sér einnig skemmtilega sögu en þetta er ein þekktasta kvenper- sóna í japanskri sögu og er einnig mjög algengt kvenmannsnafn í Japan, þó svo að Sandra sé frá Portúgal, og er innblástur munstursins á slæðunum. „Við erum mjög fegin að Sandra heiti þessu eftirnafni en ekki einhverju hefðbundnu nafni eins og Smith,“ bætir Hjalti við og hlær og segir að nafnið kallist á við munstrið sem er gegnumgangandi í slæðunum og þetta talar alveg saman. Flæðið er algert, nafnið, hönnunin og falleg saga á bak við það. Verkefnið sem fer sína leið Ingibjörg segist hafa gaman af því vera í þverfaglegri samvinnu og segist hún jafn- framt njóta sín mjög mikið í þessum Hjalti Karlsson og Ingibjörg Gréta Gísladóttir segja þverfaglegt verkefnið einkennast af góðu flæði og gagnkvæmri virðingu. 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.3. 2015 Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.