Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 16
Hrönn kennir foreldrum að nudda ungbörn sín með sýnikennslu á dúkku. Nudd gerir okkur flestumafar gott og margir fábót sinna meina eftir nokkra góða nuddtíma. Þetta á einnig við þau allra yngstu. Hrönn Guðjónsdóttir útskrif- aðist sem heilsunuddari og ungbarnanuddkennari árið 2001 frá Boulder College Massage Therapy í Colorado, Bandaríkj- unum. „Ég kenni foreldrum að nudda barnið sitt. Við kennsluna nota ég dúkku og þannig læra þau réttu handtökin af sýni- kennslu,“ segir Hrönn. Kennslan sem Hrönn býður upp á er byggð á fræðum Vimala Schnei- der McClure. McClure stofnaði alþjóðleg samtök og skóla í ung- barnanuddi en þar starfa leið- beinendur sem mennta aðra í ungbarnanuddi ýmist í Bandaríkj- unum eða í Evrópu. Námskeiðin standa yfir í um fjórar vikur, einu sinni í viku og klukkutíma í senn. Æskilegur aldur barna er frá eins mánaðar upp í tíu mánaða. Eykur tengslamyndun Hrönn segir að margir foreldrar leiti til hennar ef börn þeirra eru óróleg og ekki er ljóst hvað það er sem hrjáir þau. Sumir sækja í nuddið þegar börn eiga erfitt með svefn á meðan aðrir einfaldlega óska eftir tengsla- myndun. Hrönn segir að ung- barnanuddið bæti vafalaust svefn ungbarna og þau nái meiri slök- un. Nuddið örvi alla starfsemi í líkamanum og hún segir að margir foreldrar hafi haft orð á því að nuddið hjálpi til við ýmsa kvilla. „Þetta eykur tengslamynd- un alveg gríðarlega mikið. For- eldrar tala um að þeir fari að þekkja barnið sitt betur og skiln- ingur í garð barnsins verður meiri,“ segir Hrönn. Auk þess getur nuddið bætt svefn, dregið úr magakrömpum, aukið blóð- flæði, styrkt ónæmiskerfið og fleira. Þá hafa mæður sem þjást af þunglyndi eftir fæðingu haft mikið gagn af nuddinu, að sögn Hrannar. Þyngjast og þroskast fyrr „Rannsóknir hafa auk þess sýnt fram á að börnin þroskast og þyngjast fyrr en önnur. Slíkar rannsóknir eru samanburðarrann- sóknir þar sem hópur barna fær ungbarnanudd daglega í svolítinn tíma á meðan hinn hópurinn fær það ekki. Niðurstöður hafa sýnt fram á gríðarlegan mun á þess- um börnum.“ Hrönn upplifði sjálf mun á sínu barni eftir ungbarnanudd. „Ég eignaðist seinna barnið mitt eftir að ég lærði ungbarnanuddið. Dóttir mín gekk í gegnum hraða fæðingu og var alltaf rosalega óörugg. Ég gat t.d. ekki baðað hana því henni leið ekki vel og var mjög óörugg. Það tók mig töluverðan tíma að venja hana á nuddið, en ég þakka því hvað hún breyttist fljótt og fór að njóta þess að fá nudd og varð öruggari og leið betur. Í dag er hún á 12 ári og elskar að láta nudda sig, einnig er hún orðin mjög góður nuddari. Börn læra það sem fyrir þeim er haft.“ Hrönn leggur mikla áherslu á að vera með litla hópa og notalegt andrúmsloft á námskeiðunum. Hrönn býður einnig upp á nálastungur, heilsu- og meðgöng- unudd og kennslu fyrir maka/fæðingarfélaga á meðgöngu og í fæðingu. Frekari upplýs- ingar má nálgast á www.nal- arognudd.is en Hrönn er til húsa í Kjörgarði, Laugavegi 59. KENNIR FORELDRUM AÐ NUDDA UNGBÖRN SÍN Ungbarna- nudd skapar nánd FORELDRAR MEÐ ÓRÓLEG BÖRN GÆTU PRÓFAÐ UNG- BARNANUDD EN MARGIR SEGJA ÞAÐ HAFA HJÁLPAÐ MIK- IÐ TIL OG LAGAÐ ÝMSA KVILLA HJÁ BÖRNUM SÍNUM. HRÖNN GUÐJÓNSDÓTTIR HEILSUNUDDARI KENNIR FOR- ELDRUM AÐ NUDDA UNGBÖRN SÍN. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Ungbarnanuddið hefur reynst mörgum vel og getur unnið á ýmsum kvillum svo sem magakrampa eða svefnleysi. Morgunblaðið/Golli Lífgað upp á heimilið saman DÝRAHLUTIR GEFA HEIMILINU ALLTAF EINHVERJA HLÝJU, HVORT SEM ÞAÐ ERU SKEMMTILEGIR DÝRALAMPAR, PÚÐAR MEÐ DÝRAMYNDUM EÐA DÝRASTYTTUR. SNIÐUGAR HUGMYNDIR AÐ SKEMMTILEGU FÖNDRI FYRIR FJÖLSKYLDUNA ERU DÝRASNAGAR OG DÝRASEGLAR Á ÍSSKÁPINN. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Ef börnin á heimilinu eru hætt að leika sér með gömlu góðu plastdýrin eða hætt að sýna þeim áhuga má föndra skemmtilega aukahluti úr leikföngunum. Aftari hluta dýranna er hægt að nota sem segla á ísskápinn en fremri hlut- ann má nota sem snaga. Það sem þarf er góður og beittur hnífur eða sög sem mamma eða pabbi þurfa að sjá um. Sagið dýrið í tvennt og notið síðan skápasegla, sem kosta 195 kr. stykkið í Brynju, og límið á afturenda dýrsins. Það sem þarf til að búa til snagana er fremri hluti plastdýranna og spýta úr flottum við, sem yrði hengd upp á vegg. Spýtan er ein- faldlega útbúin nákvæmlega eins og eigand- inn vill að hún sé. Líklega er best að byrja á því að líma fremri hluta plastdýrsins á spýt- una með sterku lími og láta bíða í dágóða stund. Því næst er dýrið skrúfað fast á aftan frá með borvél og lítilli skrúfu svo hún fari ekki í gegn. En eflaust eru mun fleiri leiðir til. EINFALT EN SKEMMTILEGT FÖNDUR 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.3. 2015 Fjölskyldan Hvar og hvenær? Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, laugardag kl.14-16. Nánar: Ólöf Sverrisdóttir stjórnar spunaleiksmiðju en þar fá börnin að spreyta sig og spinna leikrit út frá hugmyndum barnanna. Búningar verða á staðnum. Spunaleiksmiðja fyrir börn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.