Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.3. 2015 Heilsa og hreyfing Ungbarnasund er gott fyrir börn og foreldra. Dagleg hreyfing er ungum börnum nauðsynleg fyrir eðlilegan vöxt, þroska og andlega vellíðan, segir á landlaeknir.is. Ungbarnasund skapar tækifæri til að styrkja tengslamyndun milli foreldra og barns og þjálfa hreyfifærni. Jákvæð reynsla af hreyfingu á unga aldri eykur líkurnar á að börn temji sér lífshætti sem fela í sér hreyfingu á fullorðinsárum. Ungbarnasund er þroskandi Dreifing: HÁR EHF s. 568 8305 | har@har.is | REDKEN Iceland á FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST. 3X STERKARA, 2X GLANSMEIRA HÁR ÁN SÍLIKONEFNA Dimond oil hefur hlotið fjölda viðurkenninga DIAMOND OIL Styrkur og glans fyrir skemmt/viðkvæmt hár Redken kynnir fyrstu sílikonlausu meðferðarolíuna á markaðnum. Diamond oil gefur óþrjótandi styrk með 3x sterkara hári, fallega áferð með 2x meiri glans og mýkt með 3x meiri næringu. Þú sérð styrk og fegurð demantsins í hverjum Diamond oil dropa. Þórey Ásgeirsdóttir er í kvennaliði Stjörnunnar í hópfimleikum, sem vann sögulegan sigur á WOW-mótinu í hópfimleikum á Akureyri um síðustu helgi og batt þar með enda á tíu ára sigurgöngu kvennaliðs Gerplu. Íþróttagrein: Hópfimleikar. Ertu búin að æfa lengi? Ég hef verið að æfa fimleika í 11 ár. Ég byrjaði að æfa áhaldafimleika í Björk og á sama tíma var ég í Haukum í fótbolta. Fimleikaferillinn minn byrjaði ekki vel og ég var ekki talin efnileg en þrátt fyrir það þá hélt ég ótrauð áfram og valdi fimleikana fram yfir fótbolt- ann. Árið 2008 skipti ég yfir í hópfimleika og fann mig betur þar. Árið 2010 fór ég yfir í Stjörnuna og ég hef verið að æfa þar í fimm ár. Við Stjörnustelpurnar höfum myndað mjög efnilegt lið með góðum liðsanda og hlökkum mikið til komandi móta. Hversu oft æfir þú í viku? Það eru fimm æfingar í viku í þrjá klukkutíma í senn. Er mikill munur á því að æfa hópfimleika og áhaldafimleika? Mesti munurinn er að áhaldafimleikar eru einstaklingsíþrótt en hópfimleikar liðsíþrótt. Það myndast því oft meiri stemning á hópfimleikamótum og liðsheildin skiptir miklu máli. Í hópfimleikum eru þrjú áhöld, lítið trampólín, löng dýna sem maður stekkur á og stórt gólf sem liðið dansar saman á. Í áhaldafimleikum eru sláin og ráin sem allir kannast við. Hópfimleikar eru frekar ný íþrótt en hefur náð miklum vinsældum í Evrópu og þá sérstaklega á Norðurlöndum. Hver er lykillinn að góðum árangri? Áhugi og metnaður eru lykilatriði en gott er að hafa skýr markmið og hugsa vel um líkamann. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Ég mæli með því að fólk finni sér íþrótt sem því finnst skemmtileg og setji sér markmið sem tengjast ár- angri í íþróttinni frekar en að setja sér þyngdar- eða útlitstengd markmið. Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Það er nú ekki mikið af pásum í fimleikunum en þar sem ég er vön mikilli hreyf- ingu þá líður mér óþægilega eftir nokkra daga án fimleika. Í fríum mæti ég því oft í fimleikasalinn til að gera þrek eða nokkrar grunnæfingar. Ertu almennt meðvituð um mataræðið? Já, mamma eldar alltaf kvöldmatinn snemma svo að ég geti borðað vel fyrir æfingu og ég passa mig að borða nóg og endurbyggja orkuforðann eftir hverja æfingu. Hvaða óhollusta freistar þín? Ég er algjör nammigrís og langar oft í sætindi en reyni að halda því í hófi. Hvaða gildi hafa fimleikar fyrir þig? Fimleikar eru ekki bara íþrótt heldur lífs- stíll. Maður verður að helga sig íþróttinni 100% til þess að ná langt og ég hef gert það síðustu ellefu árin. Fimleikasalurinn verður annað heimili manns og liðið verður að fjölskyldu. Það getur stundum verið erfitt að flétta saman skólanum, vinnunni, fjölskyldunni, fimleikunum og félagslífinu og maður verður að fórna miklu fyrir fim- leikana. Þegar öllu er á botninn hvolft er það klárlega þess virði. Eru hópfimleikar á uppleið? Já, hópfimleikar eru á hraðri uppleið og eru smám sam- an að breiðast út um allan heim. Hverjar eru fyrirmyndir þínar? Fyrirmyndir mínar eru liðsfélagarnir og þjálfararnir mínir sem hvetja mig áfram, eru alltaf til staðar fyrir mig og gera íþróttina svo miklu skemmtilegri. KEMPA VIKUNNAR ÞÓREY ÁSGEIRSDÓTTIR Valdi fimleikana fram yfir fótboltann M orgunblaðið/K ristinn Ljósmóðirin Claudia Booker rekur fæðingarþjónustuna Birth- ing Hands í Washington, DC í Bandaríkjunum og býr líka til pillur úr fylgjum. Eftir að hún tekur á móti barni geymir hún fylgjuna fyrir móðurina og þurrkar hana. Fylgjan er þvínæst möluð og sett í hylki svo nýbak- aða móðirin geti tekið hana í þeirri von að mjólkurframleiðsl- an aukist eða til að minnka líkur á fæðingarþunglyndi. „Fylgjan hjálpar til við að end- urnæra líkamann með vítam- ínum, steinefnum og horm- ónum,“ sagði Booker í samtali við fréttastofu AFP. Fyrir um 36.000 krónur fær móðirin pillu- skammt sem dugar vikum sam- an. Ekki er vitað hversu margar konur gera þetta eða hver áhrif- in eru en engu að síður hefur þetta komist í tísku innan ákveðinna hópa, til dæmis í Holly- wood, en leikkonurnar Alicia Silverstone og January Jones tóku báðar inn fylgjupillur eftir fæðingu. Ljósmóðirin Claudia Booker að störfum í eldhúsinu. AFP Verið að þurrka fylgju. Booker fyllir hylki með fylgjudufti til inntöku. Fæðubótarefni úr eigin fylgju Ný rannsókn Háskólans í Cam- bridge sýnir að fólk sem sefur meira en átta klukkustundir á dag er líklegra til að fá slag. Þetta á ekki síst við eldra fólk sem svaf í lengri tíma í meira en átta tíma á nóttu. Hjá þessum hópi jókst hættan á heilablóðfalli um nærri 50%. Hinsvegar er ekki heldur gott að sofa of stutt því þeir sem sváfu í minna en sex tíma á nóttu voru 18% líklegri til að fá slag. Rannsóknin náði til tíu þúsund manns á aldrinum 42 til 81 árs og tók níu og hálft ár. Það er gott að sofa í þægilegu rúmi. Ekki sofa of lengi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.