Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 25
1.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Í nýjum ráðleggingum um mataræði fullorðinna og barna frá Emb- ætti landlæknis er lögð áhersla á mýkri og hollari fitu. Feitur fiskur, lýsi, jurtaolíur, hnetur, fræ og lárperur eru góðar uppsprettur hollr- ar fitu. Lárperur eru til dæmis mjög góðar sem álegg á rúgbrauð. Lárperur ofan á brauð* Aðalhættan í lífinu stafaraf fólki sem vill breyta öllu- eða engu. Nancy Astor OPTICAL STUDIO – FRÍHÖFN Þar sem úrvalið er af umgjörðum Fagmennska fyrst og fremst www.opticalstudio.is www.facebook.com/OpticalStudio Módel: Andrea Stefánsdóttir Umgjörð: Chanel S ífellt fleiri stunda jóga til þess að efla heilsu og anda. Samkvæmt vefsíðu Jógakennarafélags Íslands eru yfir hundrað jógakennarar skráðir í félag- ið. Eftirspurnin eftir jógatímum hefur aukist mikið síðustu ár og hefur aldrei verið meiri. Hægt er að fara í jóga í öllum stærri líkams- ræktarstöðvum, jógastúdíóum fjölgar stöðugt auk þess sem margir kennarar standa fyrir tímum án þess að vera með fasta stöð. Þetta byrjaði allt með „hot jóga“ en þeir tímar virðast hafa náð til fjöldans. Núna er svo komið að stóru líkamsræktarstöðvarnar bjóða allar upp á margar tegundir af jóga. Jóga hreinsar hugann og er góð líkams- rækt. Það þarf að skrá sig í suma tíma því plássið er takmarkað og getur verið pirrandi að komast ekki í jógatímann sem búið er að bíða eftir alla vikuna því maður var ekki nógu snöggur að skrá sig. Það er ekki síður pirrandi að mæta í troðfullan tíma þar sem varla er pláss fyrir dýnuna. Enginn hefur áhuga á að fá fótinn á manninum fyrir fram- an sig í andlitið. Persónulegt andrými er nauðsynlegt í jóga og eykur líkurnar á því að hægt sé að ná hugleiðsluástandi eða að minnsta kosti innri friði. Stundum er hægt að loka augunum en til dæmis í ashtanga- jóga er gert ráð fyrir einbeitingu hjá iðkand- anum og ekki mælt með að loka augum þó fókusinn sé inn á við eða jafnvel alla leið í þriðja augað. Vöxturinn er 37% á sex árum Jóga hefur líka aukist mjög að vinsældum í Bandaríkjunum hvort sem um er að ræða að fólk sé í leit að innri friði eða hreysti og lið- leika. 24,3 milljónir manna stunduðu jóga þar vestra árið 2013, sem er 37% vöxtur á sex árum, að því er fram kemur í Wall Street Jo- urnal. Jógastúdíóum hefur fjölgað þar og er verð- ið á tíma um tvö til fjögur þúsund krónur. Margir tímar eru yfirfullir svo að fólki er vís- að frá, þrátt fyrir að troðið sé inn í salinn eins og hægt er. „Vöxturinn er brjálaður. Brjálæðislega góður,“ segir Nicole Conners, framkvæmdastjóri kennslu hjá Yoga Alli- ance, en alls eru um 58.000 jógakennarar á skrá hjá sambandinu. Í grein WSJ er því lýst hvernig höfund- urinn mætti í uppáhaldstímann sinn, „kraft- mikið og slakandi jóga“ hjá Equinox- líkamsræktarstöð í Kaliforníu aðeins til að lenda í rifrildi um pláss því hún vogaði sér að færa til mottu til að komast fyrir. Höfundur hrökklaðist á endanum út með tárin í augum. „Jóga á að snúast um heildina og að lokum hið guðlega,“ sagði jógakennari hennar eftir tímann en fólk sem stundar jóga er kannski að leita að innri friði en er ekki endilega búið að ná því ástandi. JÓGATÍMUM FJÖLGAR HRATT OG IÐKENDUM SÖMULEIÐIS Baráttan um gólfplássið Gott væri ef hægt væri að stunda jóga á svona friðsælum stað, sem er mjög ólíkur umhverfi troðfullra sala þar sem barist er um hvern fermetra á gólfinu. Getty Images/iStockphoto SÍFELLT FLEIRI STUNDA JÓGA OG ERFITT GETUR VERIÐ AÐ KOMAST AÐ Í TÍMUM. STUNDUM ER JAFNVEL BARIST UM PLÁSSIÐ. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.