Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 30
Matur og drykkir Rauðrófur í allt *Eitt ódýrasta hráefni sem fæst hérlendis erþar að auki meinhollt en það eru rauðróf-urnar góðu sem eru frábærar í salöt svo eitt-hvað sé nefnt. Kílóverðið er undir 100 krón-um. Gott er að hafa í huga að þegar rauðrófaer soðin skal sjóða hana með hýðinu í heilulagi því annars tapar hún bæði bragði og lit. Eftir suðu má skræla hana og skera í litla bita í salat og bæta við káli og feta- eða geitaosti. O kkar góðu vinir Elva Brá Aðalsteinsdóttir og Ólafur Hólm komu heim til okkar í sunnu- dagshádegisverð,“ segir Sigrún Þorsteins- dóttir, gjarnan nefnd eftir síðunni sinni og einu elsta matarbloggi landsins; Café Sigrún en Sigrún er nemi í klínískri sálfræði við Háskóla Íslands en hún er með MSc-gráðu í heilsusálfræði frá London. Hún og eiginmaður hennar Jóhannes Erlingsson buðu þeim og börnum þeirra heim, eitt var að vísu lasið en sjálf eiga þau tvö börn svo þetta var sannkallað fjölskylduboð. Sigrún er forfallin áhugamanneskja um hollan mat og bættar lífsvenjur og hádegisverðurinn var því að sjálfsögðu meinhollur en ljúffengur með eindæmum. „Segja má að leiðir okkar hafi legið saman frá því árið 1995 þegar Jóhannes var í ballett með Elvu og svo aftur árið 2001 þegar ég kynntist Elvu í gegnum sálfræðinámið. Svo bjuggum við hlið við hlið í eitt ár í London þegar Elva var í sínu mastersnámi og við Jóhannes í okkar. Þau eru höfðingjar heim að sækja og er ávallt gaman að koma í kræsingar til þeirra. Borðið hjá þeim svignar alltaf undan kræsingunum og þau eru bæði listakokkar. Það er líka ákaflega gaman að fá þau í mat enda skemmtilegt fólk með afbrigðum,“ segir Sigrún um gesti sunnudagsins. Er öðruvísi stemning að hafa hádegisverðarboð heldur en til dæmis kvöldverð? „Við hittumst yfirleitt á þessum tíma út af börnunum. Það er engum til gagns né gamans að börn séu þreytt við matborðið. Hér áður fyrr hittumst við á kvöldin en höfum fært hittinginn aðeins og það hentar öllum vel, börnin eru fersk, lystin góð og engin tár.“ Hvað hafðirðu í huga þegar þú settir saman matseðilinn? „Hann byggist á nokkrum uppskriftum úr matreiðslubók eftir mig sem kemur út í haust og svo vel völdum upp- skriftum af vef cafesigrun.com. Ég var undir áhrifum frá mat sem við höfum verið dugleg að prófa eftir 10 ára bú- setu í miðborg London, innblásin af mat frá Miðjarðarhaf- inu og Mið-Austurlöndum.“ Maturinn féll vel í kramið og börnin voru dugleg að smakka allt og Sigrún segir þau bestu dómarana. „Líb- anska papriku- og hnetumaukið sem kallast Muhammara kláraðist upp til agna og svo er hummusinn alltaf sígildur og passar með öllu. Ostakakan stóð heldur ekki í neinum og nýmalaður espresso hjá Jóhannesi rann ljúflega niður.“ Sigrún segir að þau hjónin séu líka dugleg að halda sushi-boð en það sem henni þyki allra skemmtilegast að útbúa séu kökur, hún segist elska kökur. Sigrún segir að þegar hún bjóði heim geti munað miklu að útbúa matseðil snemma og skipuleggja sig fram í tímann, bæði innkaup og undirbúning til að minnka stress. Flest megi útbúa með dagsfyrirvara og óþarfi að gera allt á síðustu stundu. Hvert er eftirminnilegasta matarboð sem hún hefur haldið? „Ég hugsa enn til þess með hryllingi þegar ég sá um matinn í þrítugsafmæli vinar okkar þar sem ég bauð upp á vefjur, snittur og sushi. Ég útdeildi verkefnum og afmæl- isbarnið átti að sjá um að „velta“ grjónunum til en þau eru mjög viðkvæm. Afmælisbarnið hrærði duglega, vel og lengi, ég var upptekin í öðru, og grjónin enduðu eins og gúmmíboltar. Það var smá panikk því grjónin í sushi-gerð taka mesta tímann í undirbúningi og lítill tími til stefnu. Það var brunað út í búð, grjón soðin, velt til og þegar fyrsti gesturinn hringdi dyrabjöllunni, rúllaði ég síðustu rúlluna. Þegar ég ætlaði að fá mér einn bita um miðnætti var allt búið, hver einasti biti og samt var ríflega áætlað. Svo er mér minnisstætt þegar ég var að aðstoða í eld- húsinu í hestaferð einni og útbjó kökur á hálendinu, út- lendingum til mikillar undrunar og gleði. Það má útbúa góða köku við öll tækifæri, meira að segja þó að ekkert rafmagn sé til staðar! Þau voru vön hestaferðum en ekki vön kökum á hálendi Íslands, úr alfaraleið.“ Morgunblaðið/Eggert BÖRN OG ALLIR MEÐ Hádegisverðarboð bestu vinanna SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR OG JÓHANNES ERLINGSSON HÉLDU SANNKALLAÐAN FJÖLSKYLDUHÁDEGISVERÐ Á HEIMILI SÍNU Á ÁLFTANESI OG BUÐU UPP Á HOLLAR OG LJÚFFENGAR VEITINGAR. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Sigrún Þorsteinsdóttir byrjaði mjög ung að deila með lesendum inter- netsins hollum uppskriftum og hefur gert í um 12 ár. Frá vinstri: Embla Hlökk Jóhannesdóttir, 5 ára, gestgjafinn sjálfur, matgæðingurinn Sigrún Þorsteinsdóttir og nemi í klínískri sálfræði, Freyja Hólm, 9 ára, Elva Brá Aðalsteinsdóttir sálfræðingur, Una Hólm, 6 ára, Ólafur Hólm tónlistarmaður, Jóhannes Erlingsson, vörustjóri og leiðsögumaður, og Nökkvi Styr Jóhannesson, 3 ára. Einn pattinn var veikur, Einar Hólm, 3 ára. Heimasætan Embla Hlökk bíður þolinmóð eftir því að borðhald hefjist. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.